Bændablaðið - 19.11.2009, Qupperneq 1

Bændablaðið - 19.11.2009, Qupperneq 1
Samkvæmt fjárlagafrumvarpi verða styrkir ríkisins til refa- veiða felldir niður á næsta ári. Minkaveiðar munu áfram njóta niðurgreiðslna á þeim grundvelli að minkurinn sé aðskotadýr í íslenskri náttúru. Sveitarfélög hafa til þessa greitt veiðimönn- um fyrir veiða bæði ref og mink en síðan fengið styrki á móti frá ríkinu. Fjárveiting til refaveiða var samtals 17 milljónir króna í ár og samsvarandi framlagi er veitt í minkaveiðar. Umhverfisstofnun hefur sent sveitarfélögum bréf þess efnis að þau geti ekki vænst endur- greiðslna vegna refaveiða á næsta ári. Í greinargerð fjárlagafrum- varpsins kemur fram að aðgerðin sé fyrst og fremst liður í aðhalds- aðgerðum ríkisins. Bændur hafa brugðist hart við þessum fyrirætlunum stjórnvalda og hafa Bændasamtökin mótmælt fyrirhuguðum niðurskurði. Lands- samtök sauðfjárbænda og Æðar- ræktarfélag Íslands sendu frá sér yfirlýsingar í tengslum við málið. Sauðfjárbændur segja að ef til- lögurnar nái fram að ganga muni það hafa í för með verulega fjölg- un á ref með ófyrirséðum afleið- ingum fyrir lífríkið í landinu. Sindri Sigurgeirsson formaður Landssamtaka sauðfjárbænda segir ákvörðun umhverfisráðherra alveg taktlausa. „ Í mörg ár hefur Búnaðarþing ályktað um refa- og minkaveiðar, þar sem lögð hefur verið áhersla á að ríkið auki það fjármagn sem farið hefur til niðurgreiðslu veið- anna. Áhersla hefur verið lögð á það af hálfu bænda að halda þurfi refastofninum í skefjum vegna þess skaða sem hann veldur á líf- ríki landsins. Það er með ólíkindum að nú sé tekin ákvörðun um spara það litla fjármagn sem farið hefur í veiðarnar. Skynsamlegra hefði verið að auka þetta fjármagn, sem skilar í raun auknum tekjum í rík- issjóð í gegnum virðisaukaskatt,“ segir Sindri. Jónas Helgason, formaður Æð ar ræktarfélags Íslands, undrast það að ekki hafi verið haft sam- band við hagsmunaaðila í málinu. „Fróðlegt væri að heyra hverjir voru ráðgjafar ráðherra í þessu máli, allavega var ekki rætt við neina hagsmunaaðila svo mér sé kunnugt um,“ segir Jónas. Hann bendir á að allt frá 13. öld hafi verið ákvæði um fækkun refa. Það hafi ekki verið færð rök fyrir því af hverju það sé í lagi að breyta um stefnu akkúrat núna. Haft var eftir Snorra Jóhannes- syni í Ríkisútvarpinu, formanni Bjarmalands, félags refa- og minkaveiðimanna að ríkið myndi ekki spara krónu með því að leggja af niðurgreiðslur á refaveiðum. Það tapi allir á þeirri aðgerð, nema ref- urinn. Snorri sagði að leggist refa- veiðar af fái menn það sama yfir sig og gerðist á Hornstöndum, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir lífríkið. Ref muni þá fjölga þangað til hann skortir fæðu. 12 14 Líf og fjör á árs- hátíð og aðalfundi hestamanna 20. tölublað 2009 Fimmtudagur 19. nóvember Blað nr. 315 Upplag 20.500 10 Danskir bændur treysta á tækniþróun og nýsköpun Það vantaði ævisögu Snorra Næsta Bændablað kemur út 3. desember Ríkið vill fella niður styrki til refaveiða - allir tapa nema refurinn Mynd: Jón Eiríksson Eldum íslenskt á þjóðfundi Kjötsúpa elduð ofan í 1.500 manns Um síðustu helgi var hald- inn fjölsóttur þjóðfundur í Laugardalshöllinni í Reykjavík þar sem þverskurður Íslendinga skeggræddi framtíð lands og þjóð- ar. Bændur fengu það ábyrgð- armikla hlutverk að sjá fund- argestunum, sem voru um 1.500 talsins, fyrir kjötsúpu í eftirmið- daginn. Það voru meistarakokk- arnir Guðmundur Guðmundsson hjá Hótel- og veitingaskólanum og Bjarni G. Kristinsson yfirmat- reiðslumaður á Hótel Sögu sem stjórnuðu kjötsúpuveislunni í sam- vinnu við fjölda sjálfboðaliða á staðnum. Alls voru lagaðir um 500 lítrar af súpu sem ferjaðir voru í Laugardalshöllina í 10 risapottum frá Sögu. Súpugjöfin var undir merkjum matreiðsluþáttanna „Eldum íslenskt“ sem eru sýndir á mbl.is en í haust hafa kokkarnir í þáttunum í samvinnu við bændur gefið um 4.000 skammta af kjöt- súpu við ýmis tilefni. TB Niðurstöður búreikninga Hag- þjónustu landbúnaðarins voru kynntar í síðustu viku og gefa þær dökka mynd af rekstrarum- hverfi bænda. Það var staðfest sem margir hafa reynt á eigin skinni að fjármagnskostnaður er orðinn nær óbærilegur. Þannig kemur í ljós að kostnaður vegna fjármagnsliða á meðalkúabúi (bú í kringum 40 kýr) hækkar um tæp 700% á milli ára. Árið 2007 nam þessi tala rúmlega 3,9 milljónum króna en árið 2008 er hún orðin að 31,4 milljónum sem er tæp áttföldun. Skýringar á þessu eru þær helstar að búin eru mörg hver fjármögnuð með erlendu lánsfé sem hefur bólgn- að út vegna gengisbreytinga auk þess sem háir vextir og verðbólga hafa sitt að segja. Sauðfjárbændur sem taka þátt í búreikningum horfa upp á 319% hækkun fjármagnsliða í sínum rekstri. Þar hækka fjármagnslið- ir úr tæpri milljón króna og upp í rúmar fjórar. Sauðfjárbúin virð- ast í minna mæli vera fjármögnuð með erlendum lánum en kúabúin. Á móti kemur að veltan á þeim er lítil og af litlu að taka til að fást við sveiflur af þessu tagi. Erna Bjarnadóttir hagfræðingur Bændasamtakanna fjallar nánar um afkomu á kúa- og sauðfjárbúum á síðasta ári á bls. 18. Sauðfjárbóndi í formannssæti Heimssýnar Sauðfjárbóndinn og þingmað- urinn Ásmundur E. Daðason er nýr formaður Heimssýnar, hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum. Hann var kjör inn á aðalfundi hreyfing- ar innar sem haldinn var í Þjóðminjasafninu um síðustu helgi. Heiðrún Lind Marteins- dóttir var kjörin varaformaður Heimssýnar. Nánar í næsta Bændablaði. Fjármagnsliðir kúabús áttfaldast á milli ára

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.