Bændablaðið - 19.11.2009, Page 2

Bændablaðið - 19.11.2009, Page 2
2 Bændablaðið | fimmtudagur 19. nóvember 2009 Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu samgöngu- og sveit ar- stjórnarráðherra um að hald- ið verði áfram undirbúningi vegna útboða á samgöngufram- kvæmdum. Meðal framkvæmda eru fyrsti áfangi í breikkun Suðurlandsvegar, samgöngumið- stöð í Reykjavík og Vaðla heiðar- göng í einkaframkvæmd. Hvað Suðurlandsveg varð- ar er um að ræða fyrsta áfanga að breikk un á 6,5 kílómetra kafla á milli Lögbergsbrekku og Drauga- hlíðar brekku austan við Litlu kaffi- stofuna. Markmið með gerð Vaðlaheiðar- ganga er að stytta leiðina um Hring veginn og auka umferðarör- yggi en vegurinn kæmi að miklu leyti í stað vegar um Víkurskarð. Stytting yrði um 16 kílómetrar. Unnið hefur verið að undirbún- ingi og frumhönnun um langt skeið af félaginu Greið leið ehf. á Norðurlandi. Vinnu við skipulags- mál er lokið og er ekki þörf á mati á umhverfisáhrifum verksins. Fjölmörgum umfangsmiklum verkefnum, sem þegar hefur verið byrjað á, verður haldið áfram á næsta ári. Fréttir Nú eru fyrstu flíkurnar úr lambaskinnum komnar á mark- að og hefur vörumerkið hlotið nafnið BORN AGAIN. Eggert Jóhannsson, betur þekktur sem Eggert feldskeri á, ásamt Helgu Björnsson fatahönnuði, veg og vanda af flíkunum, sem vakið hafa áhuga í Bretlandi og Bandaríkjunum og stefnt er á að kynna vörurnar fljótlega í Kanada. „Undanfarið hefur ítrekað verið á það bent að kreppuástand ýti undir mikilvægi þess að sem flestir taki til hendinni og stuðli að nýjum, atvinnuskapandi mögu- leikum sem gætu fært þjóðarbúinu auknar tekjur með nýtingu náttúru- legra hráefna. Hér er komið fyrsta skrefið í nýtingu á náttúrulegu hráefni sem annars hefði verið hent, sproti að nýjum útflutningi,“ sagði Eggert feldskeri á dögunum á kynningu á nýju vörulínunni í Þjóðleikhúskjallaranum. Á sér enga hliðstæðu Fatalínan hefur verið þróuð í nokkurn tíma en tilraunir með skinnin voru gerðar í samráði við bændur, sútunarmenn og sérfræð- inga í feldskurði. Landssamtök sauðfjárbænda tóku þátt í verk- efninu en sútunarverksmiðjan Loðskinn á Sauðárkróki er stofn- aðili að verkefninu. „Hér er um hráefni að ræða sem hingað til hefur verið fleygt eða urðað. Efnið á sér enga hliðstæðu í tískuheiminum en það er ein- staklega mjúkt og fallegt og hentar vel til framleiðslu á hátískuvörum. Við eigum ekki að fleygja dýr- mætu hráefni sem náttúran legg- ur okkur til. Við Helga, sem er einn fremsti fatahönnuður okkar Íslendinga, stefnum einnig á að framleiða fylgihluti úr skinnunum en slíkar vörur njóta sífellt meiri vinsælda,“ segir Eggert. ehgGlæsilegir jakkar og húfur úr lambaskinnum en skinnin eru einstaklega mjúk og létt. Eggert feldskeri kynnir nýju lamba skinnsvörurnar fyrir Jóni Bjarna syni, landbúnaðar- og sjáv- ar útvegsráðherra. Fyrstu flíkurnar úr lambaskinnum á markað Félagatal Bænda- samtakanna – um 6.000 félagsmenn í samtökunum Nú stendur yfir vinna við gerð samræmds félagatals fyrir Bændasamtök Íslands í heild. Tilgangurinn er að öðlast betri yfirsýn yfir hversu margir ein- staklingar eru félagar í samtök- unum og bæta upplýsingaflæði til þeirra. Af þessum sökum hefur verið kallað eftir félagaskrám frá öllum aðildarfélögum samtak- anna, sem þau hafa nú öll skilað. Að sögn Sigurðar Eyþórssonar, framkvæmdastjóra Landssamtaka sauðfjárbænda og umsjónarmanns þessa verkefnis, hafa gögnin verið samræmd og keyrð saman við þjóð- skrá en gert er ráð fyrir að félaga- talið verði tilbúið til notkunar um næstu áramót. „Fyrsta samantekt gefur til kynna að félagsmenn séu rétt um 6.000 en algengt er að sami einstaklingur sé félagi í 2-5 aðild- arfélögum BÍ,“ segir Sigurður. Félagar í Bændasamtökum Íslands munu fá send vildarkort þegar félagaskráin verður tilbúin og mun kortið virka sem félags- skírteini jafnframt því sem það gildir sem afsláttarkort á hóteli Bændasamtakanna, Hótel Sögu. „Á síðari stigum er síðan ætlunin að þau aðildarfélög sem vilja geti fengið aðgang að sínum gögnum í gegnum vefinn og hafi þann- ig aðstöðu til að halda þeim við á einfaldan hátt, en það verður kynnt nánar þegar að því kemur.“ Í samantekt Sigurðar kemur fram að félagar eru flestir á aldr- inum 51-65 ára, eða 35,9%, litlu fleiri en í hópnum 36-50 ára, sem eru 33,6%. Jafnframt kemur fram að félagsmenn er að finna í öllum sveitarfélögum landsins, flesta í Borgarbyggð eða rúmlega 400. Flestir félagsmenn eru á starfs- svæði Búnaðarsamtaka Vesturlands eða tæplega 1800 en svæði Búnaðarsambands Suðurlands er þar skammt á eftir með tæplega 1700. Reiknað er með að félaga- skráin verði orðin virk ekki síðar en um næstu áramót. -smh Gæðamerki íslenskra smáframleiðenda í Beint frá býli, Frá fyrstu hendi, er nú komið í umferð og eru fyrstu félagsmenn farnir að merkja vörur sínar með merkinu sem stendur meðal annars fyrir traust, gæði, persónuleg tengsl og nánd við uppruna, dýr og náttúru. Bændasamtökin skipa fulltrúa í samningahópa vegna ESB-viðræðna Á stjórnarfundi í Bændasam- tökum Íslands í vikunni sem leið voru skipaðir fulltrúar samtak- anna í samningahópa sem utan- ríkisráðuneytið setur á laggirnar til að vera stjórnvöldum til ráð- gjafar í viðræðum um aðild að Evrópusambandinu. Ráðuneytið bað samtökin um að skipa full- trúa í þrjá hópa og eru þeir eft- irtaldir: Þrír fulltrúar í samningahóp um landbúnaðarmál eru Erna Bjarnadóttir, Sigurbjartur Pálsson og Baldur Helgi Benjamínsson. Fulltrúi í samningahóp um byggða- og sveitarstjórnarmál er Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson. Fulltrúi í samningahóp um það sem nefnt er EES I, þar sem meðal annars er fjallað um frjálst vöru- flæði, orku og samkeppnismál, er Ólafur R. Dýrmundsson. Meðal þess sem rætt verður í þessum hópi eru atriði sem varða matvælalög- gjöfina, sóttvarnir vegna dýrasjúk- dóma o.fl. Haraldur Benediktsson for- maður BÍ sagði í samtali við bbl.is að þessir fulltrúar hefðu sitt umboð frá samtökunum og myndu fylgja eftir stefnu þeirra. Mikilvægt væri að bændur fylgdust vel með og tækju þátt í viðræðuferlinu til þess að tryggja að hagsmunir íslensks landbúnaðar væru hafðir að leið- arljósi í hugsanlegum samningum. Kynda upp með viðarkurli á Hallormsstað Í dag verður formlega ræst ný viðarkyndistöð á Hallormsstað á Fljótsdalshéraði. Kyndistöðinni er ætlað að þjóna hússtjórnar- skóla, grunnskóla, íþróttahúsi, sundlaug og gistiálmu sumar- hótelsins á Hallormsstað. Síðar stendur til að tengja öll íbúðar- hús staðarins inn á kerfi kyndi- stöðvarinnar. Tilraunaboranir eftir heitu vatni á Hallormsstað hafa ekki borið árangur sem erf- iði. Kyndistöðin á Hallormsstað rennir stoðum undir vaxandi atvinnugrein í dreifbýli þar sem skógræktendur á Fljótsdalshéraði fá nýjan markað undir afurðir sínar. Kurlhitaveitan kaupir hrá- efni af skógarbændum og skap- ar þar með markað fyrir annars verðlítinn grisjunarvið. Nálægðin við hráefnið skiptir miklu máli, þar sem ekki þarf að kosta miklu til við flutning á efni. Verkefnið hefur verið í undir- búningi í nokkur ár og er það fyrirtækið Skógarorka ehf. sem hefur veitt því forstöðu. Alþingi veitti 4 milljónum króna til verk- efnisins en stofnfjárfestar voru Hitaveita Egilsstaða og Fella, Fljótsdalshreppur og Skógráð ehf., en síðar hafa fleiri hlutafjáreigend- ur bæst við. Kyndistöðin var hönn- uð og reist haustið 2009 og verður formlega opnuð í dag af Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra. Norrænir alifuglabændur funda þessa dagana á Hótel Sögu þar sem kynntar eru niðurstöður úr nýjustu rannsókn- um sem viðkoma greininni, fóðrun og dýravernd ásamt fleiru. Um 100 manns taka þátt í Norðurlandaráðstefnunni, jafnt alifuglabændur og dýralæknar og er sérstaklega góð aðsókn frá Finnlandi þetta árið. Í næsta Bændablaði verður fjallað ítarlegar um ráðstefnuna og það markverðasta sem kom fram á henni. Nýjar samgönguframkvæmdir á döfinni WWW.bbl.is

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.