Bændablaðið - 19.11.2009, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 19.11.2009, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið | fimmtudagur 19. nóvember 2009 Út er komið heftið Prjónadagar 2010 eftir textílkennarann Kristínu Harðardóttur, sem er dagatal fyrir næsta ár með einni prjónauppskrift í hverj- um mánuði. Uppskriftirnar eru auðveldar og fjölbreyttar og henta jafnt byrjendum sem lengra komnum en þar er að finna handstúkur, tátiljur og vínflöskupoka svo fátt eitt sé nefnt. Kristín er textílkennari við Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði en hún hefur áður gefið út bókina Vettlingar og fleira árið 2006, sem hefur selst gríðarlega vel og er nú nýlokið prentun á fjórða upplagi bókarinnar. Einnig hefur Kristín gefið út tækifæriskort með vettlingauppskriftum á nokkrum tungumálum sem fást í hannyrðaverslunum. „Ég fékk hugmyndina að dagatalinu síðasta sumar þegar ég var stödd úti á landi. Þá sá ég auglýstan handverksmarkað sem ég stoppaði við, en þar var alls kyns handverk til sölu. Síðan er ég að skoða borð með fullt af vettlingum og húfum, sem voru upp úr bókinni minni Vettlingar og fleira, og þar sem ég stend við borðið ganga konur framhjá mér og segja orðið „dagatal“. Ég greip orðið á lofti og þar var hug- myndin komin,“ útskýrir Kristín. Kristín hafði samband við mágkonu sína, Önnu Margréti Tómasdóttur, til að aðstoða sig við gerð dagatalsins en hún tók allar myndir og sá um umbrotið. „Við ákváðum að slá til og hrinda þessu í framkvæmd áður en einhver annar yrði fyrri til. Eftir að dagatalið kom út var mér sagt að álíka hefur verið gert í Danmörku, í handavinnu- skólanum Skals. Þar er reyndar útbúið minna dagatal sem inni- heldur fjölbreyttari handavinnu. Sem barn var ég alltaf prjónandi og var alin upp við þetta en það var alltaf til lopi heima hjá mér. Ég nota eingöngu íslensku ull- ina því hún er albesta hráefnið sem hægt er að hugsa sér. Ég finn þennan mikla prjónaáhuga núna eftir að kreppan skall á og hann eykst frekar en hitt, sem er mjög jákvætt.“ ehg Prjónauppskriftir fyrir hvern mánuð 2010 Sun Mán Þri Mið Fim Fös Lau Október 23. Fyrsti vetrardagur 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 39 40 41 42 43 44 Kragi Má hafa á ýmsa vegu. www.storkurinn.is Sýnishorn af uppskrift októbermánaðar, sem er kragi með tölum sem hægt er að hafa á marga vegu. Dagatalið fæst í bóka- og hannyrðabúðum. Fyrir rúmu ári síðan byrj- aði Matís að kanna hvað væri almennt séð að gerast í þurrverk- un kindakjöts hér á landi. Óli Þór Hilmarsson, kjötiðnaðarmeistari og sérfræðingur á nýsköpunar- og neytendasviði Matís, segir að til að byrja með hafi verið rætt við bændur og síðan hafi verið falast eftir áhugasömum þátttak- endum í eins konar forverkefni. „Í því fólst að haldnir voru tveir fundir, sunnan og norðan heiða, þar sem farið var yfir ferla, takmörk, efni og umhverfi sem tengist þess- ari framleiðslu. Í lokin var svo boðið upp á heilsdags námskeið að Hólum þar sem fjallað var um heimavinnslu afurða frá A til Ö. Í september hófst svo nýtt verkefni, „Vöruþróun á loftþurrkuðu lamba- kjöti“, styrkt af Framleiðnisjóði. Þar fórum við af stað með fimm bændum/býlum á landinu þ.e. Jónasi og Ragnhildi í Fagradal, Vilhjálmi og Elísabetu á Möðrudal, Ólöfu og Jóni í Vogafjósi, Steinunni og Birgi á Hellu við Mývatn og svo Matthíasi og Hafdísi í Húsavík við Steingrímsfjörð. Hvert þessara býla hefur viðurkennda aðstöðu heil- brigðisyfirvalda til rekstrar kjöt- vinnslu og reykhúss. Hvert býli hefur síðan sína vöru sem það ætlar, með okkar hjálp, að þróa í söluhæft ástand. Það sem er sam- eiginlegt með býlunum fimm er að viðfangsefnið er lambakjöt og þurr- verkun og auk þess að búa að sjálf- sögðu við viðurkenndar aðstæður eru sauðfjárbændur með mikinn áhuga og flest þeirra með ein- hverskonar ferðaþjónustutengingu. Afurðirnar eru hinsvegar afar mis- munandi og engar tvær eins, sumar reyktar, sumar kryddaðar, sumt í vöðvum og annað á beini, en allar eru þær þurrkaðar.“ Á markaði eru vörur sem standast ekki kröfur um þurrverkun „Ein ástæða þess að við förum af stað með þetta verkefni er að hér á markaði eru vörur sem stan- dast ekki kröfur um þurrverkun,“ segir Óli Þór. „Samt eru þær seld- ar sem slíkar, eins og t.d. tvíreykta hangikjötið sem er sívinsælt um jólin. Oft er slík vara hrá, þ.e. ekki verkuð öðruvísi en söltuð og reykt mikið. Sú vara þarf ekki að vera slæm eða hættuleg heilsu manna en hættan er vissulega mikil, þar sem vöðvinn er hrár og við rétt skilyrði er það ákjósanlegur staður fyrir gerla að fjölga sér. Þurrverkun hinsvegar gengur út á það að binda sem mest af vatni í vöðvanum þannig að gerlar geti ekki athafn- að sig. Það er gert á löngum tíma við stýrðar aðstæður þar sem sölt- unin, þurrkunin og kannski reyking er í ferli, þar sem hita- og rakastigi er stýrt eftir því hvernig verkunin gengur. Við hjá Matís erum í því fyrst og fremst að gefa faglega ráð- gjöf um vinnslu, verkun og þróun úr frumgerð í söluhæfar vörur, meira að segja ráðgjöf við val og útlit umbúða. Samhliða þessu verk- efni er unnið að því að koma á sam- starfi milli Norðurlandanna um að dreifa og deila upplýsingum varð- andi framleiðslu og þróun á loft- þurrkuðu lambakjöti. Fyrsti fundur í því sambandi er væntanlega núna í lok nóvember.“ Tilraun með hráverkaðan kinda- vöðva gengur vel í reykhúsinu í Fagradal. Verkunin tekur að lág- marki tvo mánuði og verður kjötið tilbúið fyrir jól. Andlát Stefán Aðalsteinsson Stefán Aðalsteinsson, búfjár- fræðingur og rithöfundur frá Vaðbrekku í Hrafnkelsdal, lést í Reykjavík 5. nóvember sl. Ævistarf Stefáns var helg- að landbúnaði en hann lauk búfræðikandidatsprófi frá Landbúnaðarháskólanum í Ási og síðar doktorsprófi frá Edinborgarháskóla árið 1969. Doktorsritgerð hans fjallaði um erfðir sauðfjárlita en þær erfðarannsóknir eru þekktar víða um heim. Hann varð þjóðkunnur fyrir störf sín að búfjárrækt og talaði hann mjög fyrir verndun gömlu íslensku búfjárstofn- anna. Stefán var lengst af deild- arstjóri á Rannsóknastofnun landbúnaðarins og háskóla- kennari eða á árunum 1970 til 1991 þegar hann tók við starfi framkvæmdastjóra Norræna genabankans þar sem hann starfaði til ársins 1996. Auk þess að sinna fræðistörfum skrifaði hann bækur, bæði fyrir börn og fullorðna. Liggur eftir hann fjöldi fræðiritgerða auk greina um þjóðhagsleg efni. Margvíslegar viðurkenningar fékk Stefán á sínum starfs- ferli en meðal þeirra var ridd- arakross hinnar íslensku fálka- orðu sem hann hlaut árið 2003 fyrir framlag sitt til erfðafræði og búvísinda. Vöruþróun á loftþurrkuðu lambakjöti Matís kennir rétta meðhöndlun Samtök íslenskra loðdýrabænda (SÍL) hafa látið gera úttekt á gæðaþróun í íslenskri loðdýra- rækt í ljósi þess hver áhrif það hefur haft að flytja inn eldisdýr frá Danmörku. Sá háttur hefur verið hafður á um nokkura ára skeið og greinilegt er, ef marka má orð danska sérfræðingsins sem úttektina gerði, að innflutn- ingurinn hefur skilað miklum árangri. Spáir hann því að með- alverðið sem íslenskir loðdýra- bændur fá fyrir skinn sín muni með sama áframhaldi fara upp fyrir það sem danskir bændur fá en þeir hafa löngum framleitt dýrustu minkaskinn í heimi. SÍL fengu til verksins Michael Sønderup ráðgjafa hjá Dönsku land- búnaðarráðgjöfinni í Árósum en hann er öllum hnútum kunnugur í íslenskri loðdýrarækt og hefur fylgst náið með þróun hennar í rúman áratug. Hann skoðaði niðurstöð- ur frá skinnauppboðum fyrirtæk- isins sem nú nefnist Kopenhagen Fur sem danskir loðdýrabænd- ur eiga og starfrækja í útjaðri Kaupmannahafnar en þar eru öll íslensk minkaskinn boðin upp. Sønderup bar saman verðið sem fékkst fyrir íslensk og dönsk skinn árin 2001-2002, 2005-2006 og 2007-2008 og komst að þeirri nið- urstöðu að bilið á milli landanna hefði minnkað mjög ört eins og sjá má í meðfylgjandi töflu, eða frá því að vera yfir 50% niður í 7-16%, mismunandi eftir litaafbrigðum. Ekki bara innflutningurinn Sønderup dregur þá ályktun í lok skýrslu sinnar að verulegar fram- farir hafi átt sér stað á síðasta ára- tug í gæðum íslensku skinnanna. Á sama tíma hefur framleiðslumagnið aukist umtalsvert. „Reynsla mín af danskri loðdýrarækt segir mér að þótt skipulagður innflutningur eld- isdýra eigi hér drjúgan þátt þá hefði þetta ekki gerst nema í krafti auk- inna fóðurgæða. Þar við bætist að rekstur búanna, valið á eldisdýrum og vinnubrögð við pelsun verða að vera í góðu lagi,“ segir danski ráðgjafinn og dregur fram eftirfar- andi staðreyndir um þróun íslensku skinnanna:  Skilaverð skinnanna hefur hækkað verulega  Staða íslenskrar loðdýrarækt- ar hefur batnað í samanburði við önnur lönd í norðanverðri Evrópu  Skinnin hafa stækkað, gæðin aukist og hárin lengst  Skinnaframleiðslan er orðin stöðugri og gæðin sömuleiðis. Björn Halldórsson formaður SÍL segir að skýrslan sýni að íslenskir loðdýrabændur séu á réttri leið og að það hafi verið rétt ákvörðun á sínum tíma að hefja skipulegan innflutning á dönskum eldisdýrum. Hann hafi aukið verðmæti fram- leiðslunnar. Þetta ýti undir það að bændur fjölgi hjá sér lífdýr- um enda mun það vera raunin hjá mörgum þeirra. Góð staða grein- arinnar hefur líka spurst út og segir Björn að samtökin fái oft símtöl frá mönnum sem eru að hugsa sinn gang, bæði bændur úr öðrum grein- um og menn utan landbúnaðarins. –ÞH Úttekt á íslenskri loðdýrarækt: Gæðin aukast og verðið hækkar                 Halldórsson formaður Samtaka íslenskra loðdýrabænda Verð á minkaskinnum í dönskum krónum á uppboðum Kopenhagen Fur Litaafbrigði Ísland Danmörk Munur á Íslandi og Danmörku 2001/02 2005/06 2007/08 2001/02 2005/06 2007/08 2001/02 2005/06 2007/08 Black 276 370 370 335 434 386 -59 -64 -16 Brown/Glow 268 353 320 289 376 327 -21 -23 -7 White 311 399 259 364 427 268 -53 -28 -9 Matvælastofnun heldur fræðslu- fund um upprunamerkingu mat- væla þriðjudaginn 24. nóvember kl. 15-16. Á fundinum verður fjallað um nýja reglugerð um upprunamerkingu grænmetis og um upprunamerkingar almennt m.a. í Evrópusambandinu í tengslum við nýja reglugerð um upplýsingar um matvæli. Þann 1. september tók gildi ný reglugerð um að merkja skuli ferskt grænmeti og aðrar ferskar matjurtir með upprunalandi. Þegar matjurtir eru seldar í lausasölu eða seljandi pakkar þeim á sölustað eiga upp- lýsingar um upprunaland að vera aðgengilegar með sýnilegum hætti þar sem matjurtirnar eru á boð- stólum. Fyrirlesarar munu fara yfir þessar reglur, framkvæmd þeirra, eftirlit og ástæður að baki. Fyrirlesarar: Jónína Þ. Stef- ánsdóttir, sérfræðingur hjá Mat- væla stofnun og Baldur P. Erlings- son, lögfræðingur hjá sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Fræðslufundurinn verður haldinn í umdæmisskrifstofu stofnunar- innar í Reykjavík að Stórhöfða 23. Gengið er inn í húsnæði MAST að norðanverðu (Grafarvogsmegin). Fræðslufundur um upprunamerkingar

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.