Bændablaðið - 19.11.2009, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 19.11.2009, Blaðsíða 6
6 Bændablaðið | fimmtudagur 19. nóvember 2009 Málgagn bænda og landsbyggðar LOKAORÐIN Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 5.400 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.400. Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 – Ritstjóri: Þröstur Haraldsson, ábm. th@bondi.is – Sími: 563 0375 – Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir ehg@bondi.is – Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Freyr Rögnvaldsson fr@bondi.is – Sigurður M. Harðarson smh@bondi.is – Matthías Eggertsson me@bondi.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason eh@bondi.is – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti. ISSN 1025-5621 Hvað á blessað fólkið að gera? Skattahækkanir eru aldrei skemmtilegar, enda sér maður það á stjórnmálamönnum hvað þeir óska þess heitt að vera ein- hvers staðar allt annars staðar þegar þeir þurfa að tilkynna aukn-   !"#$    alltaf dans á rósum og eftir of mikinn rósadans þarf nú að borga fyrir gleðskapinn og seilast dýpra í vasa skattborgaranna. Miðað við þær æsifréttir sem verið hafa í fjölmiðlum að undan- förnu má með nokkrum sanni segja að við höfum bara sloppið sæmilega frá skattasmellinum sem loks var gerður opinber í gær. Að vísu hækkar bensínið enn og aftur. En heildarhækkanir skatta eru samt fjórðungi minni en til stóð um það leyti sem fjár- lagafrumvarpið fór í prentun. Bændur þurfa eins og aðrir að axla sinn hluta byrðarinnar, ekki eyða þeir minna eldsneyti en aðrir, svo mikið er víst. Þeir geta þó fagnað því að hringlið með virðisaukaskattinn endaði með því að skattur á matvæli sem þeir framleiða verður óbreyttur, 7%. Einnig ákvað ríkisstjórnin að fresta því að leggja sérstakan skatt á ferðaþjónustuna, en nefnd- in verður áfram að störfum… Þá lækkuðu orkuskattar í meðförum stjórnarinnar úr því að skila 16 milljörðum niður í 1,8 milljarða „að teknu tilliti til endurgreiðslna til garðyrkju og heimila á svokölluðum köldum svæðum“. Hvað þetta þýðir er ekki alveg ljóst. Getur verið að stjórnin ætli loksins að manna sig upp í að segja Rarík-forstjóranum fyrir verkum og skipa honum að lækka taxtann til garðyrkjunnar? Hver veit? –ÞH HÉR Á LANDI höfum við búið við þann munað að geta notað íslensku þegar fjallað er um grundvallarréttindi okkar, svo sem í umræðum um lög og stjórnvaldsskipanir. Nú þegar aðild- arferli Íslands að ESB er í raun hafið verður hér breyting á. Talið er að íslenska fái þá stöðu sem eitt af opinberum tungumálum sambandsins. Það þýðir að leggja má fram skjöl á íslensku og að lagalegir gjörningar verða þýddir. Spurn- ingar vakna um öll hin skjöl sambandsins, svo sem vinnuskjöl, frumvörp, nefndarálit og skýrslur. Á heimasíðu sambandsins segir að vegna tíma- og fjárhagsramma séu tiltölulega fá vinnuskjöl þýdd á öll tungumál sambandsins. Framkvæmdastjórnin notar ensku, frönsku og þýsku vanalega en Evrópuþingið útveg- ar öðrum aðildarþjóðum þýðingar eftir þeirra þörfum. Þetta þýðir væntanlega í raun að nánast ekkert af málsskjölum annað en þau sem eru endanlegar tilskipanir eða gerðir verða þýdd á íslensku. Þekkt er sú afstaða utanríkisráðuneyt- is að óhægt sé að þýða málsskjöl sem varða ESB aðildarferlið. Þessi afstaða birtist bændum m.a. þegar rætt var um þýðingar á spurninga- og svaralista nú á dögunum. Íbúar Möltu eru viðlíka margir og Ís lend- ingar. Maltneska er eitt af opinberum tungu- málum ESB. Ef til vill er hefð fyrir notkun maltnesku sem ritmáls sambærileg við það sem við þekkjum með okkar tungumál. Næsta sjálf- stæða tungumálið ef þau eru skoðuð miðað við fjölda íbúa í viðkomandi landi virðist vera eist- neska, en íbúar Eistlands eru um 1,3 milljónir. Önnur málsvæði innan ESB virðast við fyrstu skoðun mun fjölmennari. Aðrir verða að dæma um það hvort íslenskri tungu stafar hætta af þegar hún verður ekki lengur notuð við setningu reglna sem varða okkur öll, en þess í stað notuð sem tungumál sem þýtt er á. Ýmis hugtök sem eiga sér ekki fyllilega samsvörun í öllum hinum evrópsku málunum verða vandmeðfarin. Vissulega verða margir gjörningar ESB sjálfsagt þýddir, en þá þarf að hafa í huga að þýðingin má eðli sambandsins samkvæmt ekki vera betri eða nákvæmari en upprunalegi textinn. Við bændur verðum að fara að tileinka okkur daglega notkun á enskum, frönskum eða þýskum orðum yfir fyrirbæri sem verða á vegi okkar, um ýmsa eiginleika og marg- breytileika landsins og búfjárins svo dæmi séu tekin. Að öðrum kosti er hætta á að við verð- um ekki gjaldgengir þegar við þurfum að fara gæta hagsmuna okkar í Brussel, því ef ein- hver árangur á að nást þar í hagsmunagæslu íslenskra bænda, þá þurfa þar allir að vera með á nótunum. Refaveiðar Ástæða er til þess að mótmæla fyrirhuguðum niðurskurði ríkisins á framlagi til refaveiða. Formaður Bjarmalands sem er félag atvinnu- manna við refa- og minkaveiðar hefur lýst því ágætlega í fjölmiðlum hvaða niðurstöðu við fáum ef hirðuleysi um þessi mál fær að ráða ferð. Því miður verður að túlka þetta sem enn eitt skrefið til aukinnar mismununar á þjónustu milli þéttra og dreifðra byggða en margir kunna dæmi um hverskonar uppþot verða þegar refur eða minkur hættir sér inn í bæi eða þorp. Þarna er verið að spara til skaða. Matur Við bændur tökum eftir því hversu mjög fjöl- miðlaumræða um matvælaframleiðslu heims- ins nálgast þau sjónarmið sem við höfum hald- ið á lofti lengi. Þrátt fyrir ýmis kreppueinkenni í atvinnugrein okkar eins og öðrum er samt íslenskur landbúnaður sem atvinnugrein vel í stakk búinn til þess að takast á við aukin verk- efni á vettvangi matar- og fóðurframleiðslu. EBL LEIÐARINN Dagur íslenskrar tungu Í LOK október mánuðar s.l. kom upp heiftarleg lungnasýking í minkabúinu að Syðra Skörðugili í Skagafirði. Á búinu voru um 14.000 minkar og varð sjúkdóm- urinn á fjórða þúsund dýrum að fjörtjóni. Sjúkdómsins varð einn- ig vart á öðru búi í Skagafirði, Ingveldarstöðum, en þar hefur tjón ekki orðið eins mikið. Orsök Um er að ræða sjúkdóm af völdum bakteríunnar Pseudomonas aerog- inosa. Sjúkdómurinn hefur komið upp öðru hvoru á minkabúum hér- lendis allt frá upphafi minkarækt- arinnar og oft valdið miklu tjóni. Vegna þess hve hastarlegur hann getur verið hefur hann verið nefnd- ur lungnafár á íslensku. Einkenni sýkilsins Pseudomonas aeroginosa bakter- ían er svokallaður tækifærissýk- ill. Bakterían finnst alls staðar í umhverfi dýranna, í jarðvegi, rotn- andi jurtaleifum, vatni og hugs- anlega í fóðrinu. Við vissar aðstæð- ur getur hún valdið sýkingum og ef smit magnast upp getur sjúkdóm- urinn farið sem eldur um sinu. Sjúk dóm urinn kemur helst upp á haustin þegar mikill raki er í lofti og stillur. Bakterían veldur blæð- andi lungnabólgu. Lungun verða mjög blóðþrungin og dökkrauð. Við smásjárskoðun sést mjög mikið af bakteríum í lungnavefnum. Á þessum árstíma er oft mjög þétt á dýrunum og dreifast bakteríurnar auðveldlega á milli dýra með and- rúmsloftinu enda er sjúkdómurinn bráðsmitandi. Dýrin snöggdrepast og úr vitum vætlar yfirleitt blóð. Í mönnum er Pseudomonas dæmigerður tækifærisssýkill og veldur helst sýkingum, þvag- færa- eða öndunarfærasýkingum, í ónæmis bældum einstaklingum eða fólki með einhverja undirliggj- andi sjúkdóma. Á sjúkrastofnunum getur hún valdið ígerðum í bruna- sárum og legusárum. Sýkingar af völdum Pseudamonas eru oft mjög erfiðar viðfangs sökum hæfileika bakteríunnar til þess að mynda ónæmi gegn sýklalyfjum og þol gegn ýmsum sótthreinsiefnum. Hvað er til ráða? Þegar lungnafár af völdum Pseudo- monas greininst á minkabúi er mjög erfitt að segja fyrir um hvernig sjúkdómurinn þróast. Oftast grein- ast örfá dýr til þess að byrja með. Síðan geta aðstæður breyst þannig að ekki verður frekara tjón. Oftar en ekki magnast þó sjúkdómurinn upp og veldur stórtjóni. Bændum er alltaf bent á að best sé að bregðast við með því að framleiða bóluefni úr þeim stofni sem greinist á staðn- um. Þeir hafa þó oft verið tregir til að grípa til bólusetningar enda meira en að segja það að bólusetja fleiri þúsund dýr á örfáum dögum. Hafa verið uppi háværar raddir um að til þurfi að vera sýklalyf til þess að bregðast við sýkingunni. Það er skiljanlegt að þegar menn standa frammi fyrir fári af þeirri stærð- argráðu sem hér um ræðir en það er mikilvægt að menn geri sér grein fyrir því að það er engin lausn þegar til lengri tíma er litið. Bakterían sem veldur lungnafári er mjög erfið viðfangs. Hún er mjög oft ónæm gagnvart algengustu sýklalyfjum og þess vegna kemur lyfjagjöf oft að takmörkuðum notum þó svo að hún geti í sumum tilvik- um hægt eitthvað á útbreiðslunni. Bakterían hefur náttúrulegt ónæmi gegn penicillin lyfjum og einstaka hæfileika til þess að þróa með sér ónæmi gegn öðrum sýklalyfjum. Hún getur tekið upp erfðavísa fyrir ónæmi frá öðrum bakteríum. Oft eru stofnar þessarar bakteríu það sem kallaðir er fjölónæmir, þ.e. ónæmir gegn mörgum mismunandi fúkkalyfjum. Það sem er þó hvað alvarlegast er að ónæmiserfðavísar Pseudomonas baktería geta hugs- anlega flust yfir í aðrar bakteríur, skyldar jafnt sem óskyldar, þar á meðal ýmsa aðra sjúkdómsvalda í mönnum og dýrum. Vaxandi ónæmi sýkla gegn sýklalyfjum er ein alvarlegasta heilsuvá í heim- inum í dag. Ein skýring á útbreiðslu ónæmis er mikil notkun sýklalyfja og þess vegna ber að forðast slíka notkun ef önnur úrræði eru fyrir hendi. Hvað varðar lungnafárið eru til önnur úrræði en sýklalyfjagjöf. Bólusetning hefur reynst mjög vel til þess að koma í veg fyrir sjúkdóminn. Oft gripið til þess ráðs að framleiða bóluefni gegn þeim stofni bakteríunnar sem veldur sjúkdómnum hverju sinni. Á Keldum var framleitt bóluefni gegn stofninum sem olli fárinu á Syðra Skörðugili og tæpri viku eftir bólusetningu hafði nær alveg tekið fyrir dauðsföll í bólusettum dýrum. Gallinn er samt sá að það tekur tíma að framleiða bóluefnið og svo tekur einnig nokkurn tíma áður en full virkni kemur fram. Best er því að bólusetja minkastofninn fyr- irbyggjandi um mitt sumar eins og gert er víða erlendis. Í mínum huga er ekki vafamál að bændur ættu að íhuga alvarlega að taka upp slíka bólusetningu, sérstaklega á svæðum þar sem lungnafárið hefur komið upp nær árlega undanfar- in ár eins og í Skagafirðinum. Á Tilraunanstöðinni að Keldum er til safn Pseudomonas stofna sem vald- ið hafa lungnafári í minkum hér á landi. Ætti okkur því ekki að verða skotaskuld úr því að framleiða slíkt bóluefni ef minkabændur óska eftir því. Eins gæti komið til greina að flytja inn bóluefni erlendis frá. Lungnafár á minkabúum í Skagafirði Eggert Gunnarsson dýralæknir, Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum eggun@hi.is Dýrasjúkdómar

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.