Bændablaðið - 19.11.2009, Qupperneq 10
10 Bændablaðið | fimmtudagur 19. nóvember 2009
Dagana 6.-7. nóvember sl. var
ráðstefna haldin á vegum Líf-
fræði félags Íslands í tilefni af
30 ára afmæli félagsins og 35
ára afmæli Líffræðistofnunar
Háskóla Íslands. Kristinn Hauk-
ur Skarphéðinsson flutti þar
erindi undir yfirskriftinni Land-
nám fugla á Íslandi þar sem hann
tók saman það helsta sem hefur
verið að breytast í íslensku fugla-
fánunni og setti í alþjóðlegt sam-
hengi. Kristinn segir að breyting-
ar hafi verið afar örar svo erfitt
hafi verið að fylgjast með og skrá
þær með viðunandi hætti.
„Ég hafði lengi haft áhuga á land-
námi fugla og rannsakaði sérstak-
lega einn landnemann, fjallafinkuna,
þegar ég var í líffræði í Háskólanum
fyrir um 30 árum. Ég hélt á þeim
tíma að hún væri að ná hér fótfestu
en sú hefur ekki orðið raunin,“ segir
Kristinn þegar hann er inntur eftir
áhuganum á þessu tiltekna efni og
um tildrög erindisins. „Einnig lang-
aði mig til að minnast frumherja-
starfs Finns Guðmundssonar fugla-
fræðings (1909-1979) á aldarafmæli
hans, en Finnur skrifaði tímamóta-
grein um breytingar á fuglalífi
Íslands árið 1951.“
Fáliðuð íslensk varpfuglafána
Í erindi Kristins kemur fram að
íslenska varpfuglafánan sé frem-
ur fáliðuð, en 75 tegundir verpa
að staðaldri á Íslandi. Ríflega 40
fuglategundir hafi reynt hér varp
frá því um 1800, eða frá þeim tíma
sem sæmileg vitneskja hefur verið
fáanleg um fuglafánu landsins.
Einungis 15-17 tegundir hafa náð
öruggri fótfestu, flestar um og fyrir
miðja síðustu öld. Kristinn segir að
þekking á fuglalífi einstakra landa,
á sögulegum tíma, dvíni yfirleitt
er sunnar dragi og sé yfirleitt ekki
mikil í „heitu löndunum“ fyrr en
komi fram á 20. öld. Því sé allur
samanburður við þau lönd erf-
iður varðandi landnám fugla. „Í
Skandinavíu hins vegar hafa bæst
við um 90 tegundir varpfugla í
hverju landi frá því um 1850 og um
40 í Skotlandi (33% aukning þar)
á sama tíma. Sæmileg vitneskja
er um að á fuglafánu viðkomandi
landa hafa orðið miklar breytingar
á síðustu tveimur öldum. Flestar
breytingarnar eru tengdar umsvif-
um mannsins, ofveiði (ofsóknum)
og breytingum á búsvæðum vegna
ræktunar, framræslu, skógarhöggs
eða skógræktar og koma slíkar
breytingar sumum tegundum til
góða en öðrum ekki.“
Kristinn segir nokkrar fuglateg-
undir hafa náð hér fótfestu í kjölfar
atburða sem líkja megi við hamfar-
ir. „Á hverju hausti berast norður-
evrópskir farfuglar af leið til vetr-
arstöðva sunnar í álfunni eða Afríku.
Einstaka sinnum lenda margir ein-
staklingar í þessum hrakningum
og eðli málsins samkvæmt farast
flestir þeirra í hafi. En þeir sem
ná landi hefja sumir hverjir nýtt
líf á nýjum slóðum. Starrar flækt-
ust hingað í óvenju miklum mæli
haustið 1959 og fóru vorið eftir að
verpa í Reykjavík. Fram að því var
hér einungis lítill og staðbundinn
stofn á Hornafirði sem hóf þar varp
um 1940. Sigurganga starrans hefur
verið óslitin síðan 1960 og hafa fugl-
arnir breiðst út upp í Borgarfjörð og
verpa einnig slitrótt á Snæfellsnesi.
Á Suðurlandsundirlendi verpa
nú starrar nokkuð samfellt að
Markarfljóti. Í öðrum landshlut-
um er varpið strjált og slitrótt.
Glókollur er pínulitill skógarfugl og
var algengur flækingur hér á landi.
Haustið 1995 kom hann í stórum
hópum og fór að verpa vorið eftir í
skógarlundum á Héraði og breidd-
ist hratt út næstu árin. Kjörlendi
glókolls eru barr lundir, einkum þó
grenilundir, og uppáhaldsfæðan er
sitkalús. Glókollur er staðfugl og
fækkaði honum mjög haustið 2004
í hrakviðrum og fæðuskorti. Hann
hefur nú aftur náð sér á strik og
verpir víða um land. Loks er það
svartþröstur sem á innan við tíu
árum er orðinn algengur og áberandi
varpfugl á höfuðborgarsvæðinu eftir
mikla „göngu“ vorið 2000.“
Geirfugl, keldusvín og haftyrðill
Að sögn Kristins hafa þrjár tegund-
ir hætt að verpa á Íslandi á söguleg-
um tíma. „Geirfugl dó hér út 1844
er síðustu fuglarnir voru drepnir í
Eldey. Líklega hefur geirfuglum
fækkað hér statt og stöðugt í kjölfar
landnáms en beinaleifar sem grafn-
ar hafa verið upp benda til þess að
talsvert hafi verið um þennan mat-
armikla fugl á borðum landsmanna
fram eftir öldum. Keldusvín var
fram á 20. öld tiltölulega algengur
varpfugl í flóum og fenjum sunnan-
lands og verpti reyndar á láglendi
í öllum landshlutum. Með fram-
ræslu og innflutningi á minki laust
fyrir miðja síðustu öld hríðfækkaði
fuglunum og þeir síðustu hættu hér
varpi um 1970. Stöku fuglar flækj-
ast þó hingað á hverju ári. Þriðja
tegundin sem horfið hefur úr tölu
íslenskra varpfugla er haftyrðill,
en síðustu fuglarnir þraukuðu í
Grímsey og hættu varpi 1995. Þessi
litli svartfugl er algengur í norður-
höfum en var hér á suðurmörkum
útbreiðslu sinnar.
Fábreytt búsvæði á Íslandi setja
aðkomutegundum skorður
Niðurstöðurnar úr erindi Kristins
eru þær að einangrun landsins sé
ekki eins mikil hindrun og ætla
mætti við fyrstu sýn. Þannig eiga
margar fuglategundir tiltölulega
auðvelt með að ferðast langa vegu
og eiga því mun auðveldara með
að dreifa sér en flestar aðrar lífver-
ur. „Það eru hins vegar tiltölulega
fábreytt búsvæði, einkum skóg-
leysi, sem setja flestum þeim teg-
undum skorður sem hér „ættu að
vera“ miðað við loftslag og hnatt-
stöðu. Flestar þær fuglategundir
sem náð hafa hér öruggri fótfestu á
síðustu tveimur öldum hafa verið í
mikilli sókn í Evrópu á sama tíma.
Viðbætur við íslensku fuglafánuna
endurspegla því breytingar sem
hafa orðið á mjög stórum skala.“
Gamalgrónar tegundir víkja fyrir
áhugaverðum suðlægum
„Ef spár ganga eftir er líklegt
að stofnar margra gamalgróinna
íslenskra (norðlægra) tegunda muni
láta á sjá og í staðinn munum við
fá suðlægari fugla,“ segir Kristinn
spurður út í áhrif loftslagsbreyt-
inga á íslensku fuglafánuna. „Árið
2007 kom út mikið rit þar sem spáð
var í spilin og niðurstaðan var sú
að á næstu 50 árum eða svo gæti
útbreiðslusvæði evrópskra varp-
fugla hliðrast að jafnaði um 600-
700 km til NA. Þetta gæti leitt til
þess að um átta tegundir hættu hér
varpi, þar á meðal stuttnefjan. Allt
að 80 tegundir gætu hins vegar
bæst við íslensku varpfuglafánuna.
Margar þessara nýju tegunda yrðu
vissulega áhugaverð viðbót við
íslensku fánuna en að sama skapi
myndi algengum varpfuglum, eins
og lóu og spóa, fækka til muna.
Menn yrðu líklega að yrkja upp á
nýtt nokkur ættjarðarkvæði til að
bregðast við þessum miklu breyt-
ingum.“
-smh
Íslenska fuglafánan til umræðu á ráðstefnu
Líffræðifélags Íslands
Lóa og spói víkja fyrir
suðrænum fuglum
Aðalfundur frumframleiðenda-
hliðar dönsku bændasamtak-
anna, sem nú heita Landbrug
og fødevarer, var haldinn í
byrjun mánaðarins í Herning
á Jótlandi. Um 1.000 manns sat
á rökstólum um framtíð dansks
landbúnaðar sem glímir við
afleiðingar kreppunnar eins og
fleiri starfsgreinar í landinu.
Meginfundarefnið var efnahags-
lægðin, viðbrögð bænda og
leið ir út úr ógöngunum. Auk
þess var hluta fundarins varið
í umræður um það hvernig
danskir bændur geti styrkt stöðu
sína gagnvart stjórnvöldum og
ekki síst neytendum. Fulltrúi
Bændasamtakanna, Tjörvi
Bjarnason á útgáfu- og kynn-
ingarsviði BÍ, var á staðnum og
greinir hér frá fundinum.
„Þetta er sérstakt árferði af
ýmsum orsökum,“ sagði formaður
samtakanna Michael Brocken huus-
Schack í setningarræðu sinni eftir
að fundargestir höfðu sungið sálm-
inn „Den signede dag med fryd vi
ser“, sem gjarnan er sunginn við
brúðkaup og jarðarfarir. Nokkur
eftirvænting var meðal bænda í
salnum að heyra hvað formaðurinn
hefði að segja um stöðu landbún-
aðarins, sem er vægast sagt erfið
að þeirra eigin sögn. Michael var
tíðrætt um kreppuna og þau meðöl
sem danskir bændur verða að beita
til þess að komast í gegnum hana.
„Þrátt fyrir allt þá er danskur land-
búnaður vel búinn undir áföll sem
þessi. Þó staðan sé sársaukafull
þá munum við komast í gegnum
kreppuna,“ sagði formaðurinn.
Taprekstur í dönskum
landbúnaði
Ræðan bar þess merki að danskir
bændur búa við afar erfitt rekstrar-
umhverfi um þessar mundir. Bæði
hefur afurðaverð lækkað hratt
og fjármagnskostnaður aukist til
muna. Frost á fjármálamörkuðum
hefur haft letjandi áhrif á fram-
kvæmdir í landbúnaði sem hamlar
allri framþróun. Hækkandi kostn-
aður hefur gert það að verkum að
danskir bændur eru ekki jafn sam-
keppnishæfir og áður. Niðurstaðan
er sú að hallarekstur dansks land-
búnaðar nam 125 milljörðum ísl.
króna á síðasta ári og spá fyrir
þetta ár gerir ráð fyrir 75 milljarða
tapi. Á næsta ári gera bændur ráð
fyrir rekstrarbata sem skili þeim
nær hagnaði.
Hvað er til ráða?
Þrátt fyrir þetta kvað Michael
Brockenhuus-Schack að það væri
„ljós í myrkrinu“ fyrir danska
bændur. Framtíðarmöguleikar
þeirra fælust einna helst í áfram-
haldandi tækniþróun og nýsköp-
un. Bændur hefðu sýnt fram á að
þeir hafa náð verulegum árangri
í gegnum tíðina og væru leiðandi
á ýmsum sviðum búskapar eða í
efstu sætum á heimsvísu. Þessu
mætti landbúnaðurinn ekki glutra
niður. Þá sagði formaðurinn að
ekki mætti slá slöku við í rann-
sóknum og ráðgjöf. Lykillinn að
samkeppnishæfni væri að leita
allra leiða til hagræðingar og þann-
ig myndu danskir bændur vinna
nýja markaði, bæði fyrir vörur og
ekki síður þekkingu.
Formaðurinn minnti bænd-
ur á að þeir sjálfir bera heilmikla
ábyrgð á sínu rekstrarumhverfi.
Það er þeirra að auka verð-
mæti sinna framleiðsluvara og
gera hlutina á hagkvæman hátt.
Stjórnmálaumhverfi skipti auðvit-
að miklu máli og ekki síst aðstæð-
ur á fjármálamörkuðum. Michael
gagnrýndi harðlega nýjustu fregnir
af áætlunum franskra og þýskra
stjórnvalda sem hyggjast auka
stuðning til þarlendra bænda.
Hann taldi þetta ógna hinum sam-
eiginlega markaði ESB og skapa
ójöfnuð.
Íþyngjandi regluverk og mikið
skrifræði
Eftir setningarræðu Michaels hélt
matvælaráðherra Danmerkur, Eva
Kjær Hansen, kraftmikla tölu þar
sem hún stappaði stálinu í bænd-
ur. Áberandi var í umræðum að
bændur eru langþreyttir á miklu
skrifræði og sívaxandi kröfum
sem gerðar eru til þeirra, m.a.
í umhverfismálum. Stefna rík-
isstjórnarinnar, sem sett var í for-
sætisráðherratíð Anders Fogh
Rasmussen, í umhverfis- og land-
búnaðarmálum, Grön vækst, sætti
gagnrýni. Þar kom m.a. fram
óánægja með íþyngjandi regluverk
og að ýmis markmið stefnunn-
ar hefðu ekki náð fram að ganga.
Margt væri ennþá óunnið varðandi
reglur um útblástur gróðurhúsaloft-
tegunda, notkun á skordýraeitri og
meðhöndlun á mykju og umgengni
við viðkvæm svæði og vatnsból.
Bændaforystan ekki nógu
sýnileg?
Bændur kvörtuðu undan því að
bændaforystan væri ekki nógu
sýnileg. Markmið nýju samtak-
anna, Landbrug og fødevarer,
væru óskýr og of mikið púður
hefði farið í samrunann. Michael
formaður svaraði þessari gagn-
rýni af yfirvegun en sagði það
m.a. stefnu stjórnarinnar að tala
meira við grasrótina. „Upphlaup
í fjölmiðlum er ekki alltaf lausnin
á vandamálunum. Við eigum að
huga að gæðum en ekki magni,
láta skoðanir okkar skýrt í ljós og
fara fram með staðreyndir en ekki
órökstuddar fullyrðingar,“ sagði
Michael sem telur stóra verkefnið
að styrkja pólitísk áhrif bænda. „Í
þeim efnum er heillavænlegast að
sýna árangur, tala um lausnir en
ekki vandamál og mynda bandalag
með þeim sem standa með okkur,“
sagði Michael Brockenhuus-
Schack formaður Landbrug og
føde varer.
Framtíð dansks land-
búnaðar felst í tækni-
þróun og nýsköpun
– erum þrátt fyrir allt vel búin undir áföll, segir
formaður Landbrug og fødevarer á aðalfundi
dönsku bændasamtakanna
Michael Brockenhuus-Schack formaður
Landbrug og fødevarer í Danmörku
er bjartsýnn á að danskir bændur nái
vopnum sínum eftir djúpa efnahags-
dýfu. Mynd: Jens Tönnesen / Dansk
Landbrugs Medier