Bændablaðið - 19.11.2009, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 19.11.2009, Blaðsíða 12
12 Bændablaðið | fimmtudagur 19. nóvember 2009 Það sætir nokkrum tíðindum að eftir að Snorri Sturluson hefur legið í gröf sinni vel á áttundu öld sé það ekki fyrr en nú sem fyrsta heildstæða ævisaga hans kemur út. Sá sem ber ábyrgð á henni er Óskar Guðmundsson sagnfræð- ingur, rithöfundur og blaðamað- ur í Véum í Reykholti. Hann hefur gefið út fjölda rita af sagn- fræðilegum toga og ber þar hæst bókaflokkinn Aldirnar en þar skrifaði Óskar um tímann frá landnámi fram undir siðaskipti. Þegar blaðamaður Bænda blaðs- ins kemur á fund Óskars segir hann að það hafi í raun verið grúskið sem fylgdi þeim bókum sem leiddu hann á fund Snorra skömmu fyrir aldamótin. Hann hafi verið mjög fyrirferðarmikill, en af einhverjum undarlegum ástæðum hafi enginn tekið sér það fyrir hendur fyrr að rita ævisögu hans. „Það hafa margir skrifað ágrip eða tekið fyrir vissa þætti í lífi hans, gjarnan út frá bókmenntafræðilegu sjónarhorni. Um þetta eru til marg- ar fínar bækur og ritgerðir. En heildstæð ævisaga hefur ekki verið til, tilraun til að draga saman ævi hans frá upphafi til enda og segja sögu hans og þess samfélags sem hann lifði í. Þá þegar vaknaði áhugi minn á manninum og öllu því sem honum tengdist. Það dró heldur ekki úr því að ég var þá byrjaður að koma hingað upp í Reykholt, í miðaldasetrið Snorrastofu, rann- sóknastofu í miðaldafræðum sem hér er starfrækt. Þar vann ég nokkr- um sinnum á ári fyrstu árin sem ég vann að Öldunum. Þá fékk ég löngun til að koma mér fyrir hér til frambúðar. “ Þekkingin hefur aukist Með hvaða hætti var Snorri fyr- irferðarmikill? „Hann er fyrirferðarmikill sem höfundur bóka sem við leitum til þegar við viljum fræðast um trúar- brögð og sögu Íslands og Noregs. Mjög mikið af þeim heimildum sem rak á fjörur mínar var ættað frá Snorra, til hans leitar maður um trúarbrögð og sögu fyrstu aldanna. Á 12. og 13. öld eru bæði fóstur- fjölskylda hans, Oddaverjar, og blóðtengdir ættmenn, Sturlungar, svipmesta fólkið í stjórnmálum landsins. Það er ekki hægt að rekja sögu þessara alda án þess að rekja sögu Snorra. Hann var því fyrir- ferðarmikill sem skáld, rithöfundur, stjórnmálamaður og áhrifamaður um þróun Íslands í umheiminum og eins hvernig hann samþættar menn- ingarauðmagn stjórnmálaafskiptum sínum.“ Heimildir um manninn Snorra eru sennilega af skornum skammti en hefur það eitthvað breyst á und- anförnum árum? „Það er svo margt sem hefur bæst við þekkingarforða nútíma- mannsins um miðaldir. Hér í Reykholti hefur til dæmis verið í gangi miðaldaverkefni sem kennt er við staðinn en það snýst um að rannsaka miðaldir frá ýmsum sjónarhornum, sagnfræðilega, út frá bókmenntun, alls kyns nátt- úrufræðum og fornleifafræði. Fyrir þessu verkefni hafa þau farið Helgi Þorláksson og Guðrún Sveinbjarnardóttir. Út úr því hafa komið rannsóknarniðurstöður sem komist hafa á þrykk, tvær bækur og fleiri eru á leiðinni. Ég hef að sjálf- sögðu notið mjög góðs af þessu.“ Vekur vonandi umræður Ertu að breyta þeirri mynd sem Íslendingar hafa haft af Snorra? „Það hafa verið gefnar marg- ar myndir af Snorra og menn hafa deilt um þátt hans í stjórnmálaþró- un og öðru, meira að segja um útlit hans. Það hefur verið sérstök íþrótt hér á landi um aldaskeið að taka afstöðu með og á móti mönnum og flokkum sem til urðu á 13. öld og sjálfur hef ég verið í ófáum sam- kvæmum sem leyst hafa upp í harð- vítugar deilur um það hvort Gissur Þorvaldsson og Sturla Sighvatsson, helstu fjandmenn Snorra, hafi verið meiri bófar en hann. Ég á því fastlega von á því að þessi bók veki umræður. Ég reyni markvisst að varpa ljósi á ýmsa þætti í ævi hans sem verið hafa óljósir áður, svo sem hvernig hann komst til valda og áhrifa. Ég reyni að leiða rök að margvísleg- um venslum og tengslum sem ekki hefur verið áður gert. Sömuleiðis reyni ég að sýna fram á í hversu víðtækum tengslum hann var við Noreg og evrópskt samfélag. Þessi tengsl, bæði í gegnum kaþólsku kirkjuna og norsku hirðina, voru miklu meiri en margur hyggur. Í uppeldi sínu er Snorri tengdur beint Magnúsi berfættum Noregs- konungi en Jón Loftsson fóstri hans var dóttursonur Magnúsar. Það er einn af aðgöngumiðum hans inn í norsku hirðina að hann er sem ungur maður farinn að senda kvæði til norskra konunga og landsstjórn- enda og þiggja laun fyrir. Til þess að geta gert þetta þurfti hann að vísa til einhverra tengsla. Þegar hann fer í sína fyrri utanlandsferð, kominn að fertugu, er honum tekið eins og konungur væri. Ég rek þessa ferð eftir heimildum og álykta einnig með ítarlegri hætti en áður hefur verið gert. Ég hef þegar heyrt frá ástríðufullum Sturlungumönnum að margt lýsist upp og verði ljósara þó þeir séu ekki sammála öllu.“ Evrópskur höfðingi, trúmaður og valdapólitíkus Snorri er alinn upp í evrópskri menningu. „Já, hann er alinn upp á stað þar sem voru tengsl við Frakkland, Þýskaland, Orkneyjar, England, Grænland, auk sambandanna við Noreg. Það er hægt að rekja feril bókmennta og menntunar þessa sömu vegu. Jón Loftsson var afkomandi Sæmundar fróða og í Odda var skóli. Í þessu ljósi verða viðfangsefni Snorra sem rithöfund- ar og fræðimanns þeim mun skilj- anlegri. Við þetta bætist ýmislegt fleira sem ég tíni til og ýtir undir að hann fjalli um Eddufræði og kon- ungasögur síðar á ævinni.“ Hver var tilgangur hans með skrif unum? „Snorri Sturluson var eins og margir stjórnmálamenn tvöfaldur í roðinu og nokkur tvíhyggja ein- kenndi ævi hans og viðhorf. Annars vegar má skynja mikið trygglyndi og aðdáun á norska konungsveld- inu, en á sama tíma verður einnig vart efasemda og gagnrýni í þess garð. Ef konungarnir voru góðir við Íslendinga voru engir menn eins miklir kóngsins menn og þeir, það var raunar einkenni á íslenskum höfðingjum. Snorri er hvort tveggja eins og sjá má í konungasögunum, ekki síst Ólafs sögu helga þar sem vel sést aðdáun Snorra á þeim sem eru að keppa við konunginn og þola honum ekki kúgun og ofræði. Maður sér hann sjálfan oft í þeim sem hann hefur dálæti á, upp- reisnarhöfðingjunum. Hann gerir sjálfur pólitískt bandalag við keppi- naut Hákonar konungs, Skúla jarl og síðar hertoga sem varð raunar kóngur í hluta Noregs áður en yfir lauk. Skúli gerði Snorra að jarli yfir Íslandi. Atburðarásin er oft á tíðum mjög dramatísk og viðburðir á Íslandi voru ótrúlega oft eins og spegilmynd af samskonar viðburð- um í Noregi. Þar var margt líkt með Skúla og Snorra. Báðir voru þeir trúarlegir leiðtogar og stofn- uðu klaustur og báðir féllu þeir fyrir tengdasonum sínum, Skúli fyrir Hákoni konungi og Snorri fyrir Gissuri Þorvaldssyni sem varð síðar jarl. Þessar menningarmiðstöðvar, kirkjumiðstöðvarnar, voru merki- legar, þar sem saman voru komn- ir lærðir menn sem gengu saman til tíða og lögðu stund á tónlist, bókmenntir og fleiri andleg störf. Þannig kirkjumiðstöð var í Odda og einnig í Reykholti, þegar fyrir daga Snorra, og í Stafholti í Stafholtstungum sem Snorri réð yfir. Jón Loftsson í Odda var greini- lega fyrirmynd Snorra í lífinu, hann gaf elsta syni sínum nafn hans, Jóni murta. Snorri er friðsemdarmaður á riddaraöld eins og Jón.“ Örlátur og kaldlyndur Er það ekki sérkennilegt að Snorri skuli leika svo stórt hlutverk á þess- ari ófriðaröld en lyftir samt aldrei sverði sjálfur? „Jú, en hann er oft með stóra heri og mætir með þá. Hann hefur stórt og voldugt virki um þorp sitt hér í Reykholti, allt til að sýna mátt sinn og megin og hræða aðra frá því að beita vopnum. Það eru fleiri skuggahliðar á honum. Til dæmis hélt hann glæsilegar veislur hér í Reykholti en gat verið naumur og kaldlyndur gagnvart sínum nán- ustu, þar á meðal börnum sínum. Ég reyni að skýra ýmislegt þess háttar í fari hans í þessari sögu.“ Hvernig bóndi var Snorri? „Svona miðstöðvar fólu það í sér að hér var stór kirkja þar sem kristnir höfðingjar gengu til tíða kvölds og morgna. Menn voru virk- ir í daglegri hvunndagskristni sem einnig tók til hreinlætis, það sýnir alls konar vatnsnotkun. Miðstöðin átti margar jarðir og ítök víða, strandaítök, selaítök og margt fleira. Undir hana heyrðu líka goð- orð og Snorri safnaði þeim undir sig á Vestur- og Norðurlandi. Hann réði því yfir stórum hluta landsins og átti tugi ef ekki hundruð jarða. Margt bendir til þess að það hafi verið verkaskipting milli búa. Þannig segir til dæmis frá því að eitt árið hafi verið sandvetur og hart í ári og það ár tapaði bú Snorra á Svignaskarði á annað hundrað nauta. Þetta gefur til kynna að þar hafi verið sérhæft stórbú. Reyndar var nautgriparækt útbreiddari á þessum tíma en síðar varð þegar kólnaði og sauðfjárræktin varð algengari. Snorri átti líka stórbýli víða þar sem akuryrkja var stund- uð, svo sem á Bessastöðum og Eyvindarstöðum á Álftanesi, einnig í Rangárþingi og Húnaþingi, auk þessara býla sem hann réði mestu yfir hér í Borgarfirði, Stafholti, Deildartungu og Reykholti. Það má af ýmsu ráða að Snorri hefur haldið hirð með þjónustu- fólki, bæði hér og á utanlandsferð- um. Til dæmis má nefna að þegar sonur hans fór utan fylgdi honum þjónustulið. Hann hefur verið höfð- ingi á svipuðum skala og stórútrás- armenn nútímans.“ Hversu mikilvægur er Snorri í nútímanum? „Snorri er náttúrlega sígildur Íslendingur með kostum og göll- um. Það má segja að bæði það besta og það versta sem Íslendingar eiga í fórum sínum kristallist í honum. Hann lét á köflum stjórn- ast af græðgi og ofdirfð, en þetta er líka maðurinn sem gaf eftirkom- endum sínum það menningarefni sem aldrei þrýtur. Við njótum verka Snorra Sturlusonar enn þann dag í dag, okkur til gagns og yndis. Það er líka umhugsunarefni núna þegar við lifum í samfélagi sem er ekki svo ólíkt því sem í bræði sinni fyrirkom Snorra Sturlusyni 23. september 1241,“ segir Óskar Guðmundsson. –ÞH Ný bók fyrir veðuráhugamenn Íslandsveður Áhugi á veðurfari er flestum í blóð borinn, en sumar stétt- ir eiga meira undir veðrinu en aðrar. Þeirra á meðal eru bændur sem eru háðir góðu veðri á úrslitastundum í sínum búrekstri. Algengt er meðal bænda að fylgjast grannt með veðurfréttum og margir spá sjálfir í veðrið, skrá hjá sér það sem athyglisvert þykir og bera saman við fyrri reynslu. Nú er komin út bók sem hlýt- ur að teljast gott hjálpargagn í þessari viðleitni. Það er bókin Íslandsveður sem Veröld gefur út. Höfundar hennar eru veðurfrétta- maðurinn góðkunni Sigurður Þ. Ragnarsson – þekktur undir heit- inu Siggi stormur – og eiginkona hans, Hólmfríður Þórisdóttir ís- lenskufræðingur. Undirtitill verksins er Ham- farir, veður og fróðleikur um sögu og samtíð alla daga ársins. Þetta lýsir efni bókarinnar allvel en þó vantar það sem plássfrekast er og á margan hátt nýstárlegast, en það er veðurfarsdagbók sem lesendur geta fært inn sjálfir fyrir hvern dag ársins. Bókin skiptist í þrjá hluta og í inngangi lýsa höfundar þeim þannig: Í fyrsta hluta bókarinnar, „Veður athugunum á jörðu niðri“, er fjallað um hvernig veðurathug- anir eru gerðar og þar er ennfrem- ur að finna upplýsingar um hvern- ig gera má fullgildar veðurathug- anir án þess að beita flóknum tækjabúnaði. Í öðrum hluta bókarinnar er að finna veðurdagbók og ýmsan fróðleik tengdan viðkomandi degi. Samtvinnaður við veðurdag- bókina er ítarlegur annáll veður- og náttúruhamfara. Hér og þar er svo kryddað með þjóðlegum fróð- leik og tilvitnunum í bókmenntir sem tengjast veðri. Í lokahluta bókarinnar, sem ber heitið „Al menn hagnýt veður- fræði“, er svo að finna kafla fyrir þá sem vilja vita meira. Þar er fjallað um ýmsa þætti veðurfræði og hugtök sem notuð eru í faginu og leitast við að miðla upplýsing- unum á aðgengilegan hátt. Bók þeirra hjónanna er 296 bls. að stærð, prentuð í Odda. Við birt- um til fróðleiks eina dagbókarsíð- una úr bókinni. –ÞH Það vantaði ævisögu Snorra Óskar Guðmundsson rithöfundur og sagnfræðingur tekinn tali í Reykholti Óskar Guðmundsson við styttu Vigelands af Snorra sem Norðmenn gáfu Íslendingum á sínum tíma.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.