Bændablaðið - 19.11.2009, Side 14
14 Bændablaðið | fimmtudagur 19. nóvember 2009
Uppskeruhátíð hestamanna fór
fram á Broadway laugardaginn 7.
nóv. sl. Að hátíðinni standa Félag
hrossabænda og Landssamband
hestamannafélaga. Á hátíðinni
eru veitt verðlaun þeim knöp-
um og hrossaræktendum sem
þykja hafa skarað fram úr á
árinu. Sérstök valnefnd, skipuð
fjölmiðlafólki og dómurum, velur
þá er verðlaunin hljóta í hverj-
um flokki og fagráð í hrossarækt
útnefnir hrossaræktarbú ársins.
Hrossaræktarbúið Strandar hjá-
leiga var að þessu sinni útnefnt
hrossaræktarbú ársins. Þetta er í
fimmta sinn sem búið er tilnefnt
en það hefur ekki áður hampað titl-
inum. Fimm hross voru sýnd frá
Strandarhjáleigu í ár og fóru fjög-
ur þeirra yfir 8,0 í aðaleinkunn,
sum í feiknarlega háar tölur; með-
aleinkunn sýndra hrossa var 8,25.
Meðalaldur var 5,8 ár.
Ræktendur í Strandarhjáleigu
eru þau Þormar Andrésson og
Sigurlín Óskarsdóttir á Hvolsvelli
ásamt sonum sínum Óskari, Ívari,
Heiðari og Elvari, og tók fjölskyld-
an öll við verðlaununum á hátíðinni
úr hendi Kristins Guðnasonar, for-
manns Félags hrossabænda.
Sigurður Sigurðarson knapi
ársins
Mikil spenna ríkti einnig um val á
knapa ársins og fór svo að Sigurður
Sigurðarson í Þjóðólfshaga hamp-
aði þeim titli. Sigurður náði
frábærum árangri í ár á hinum
ýmsu sviðum hestamennskunnar;
sýndi m.a. fjölda kynbótahrossa
og hlaut háa dóma fyrir, vann tvo
Íslandsmeistaratitla og varð þriðji á
HM í Sviss. Sigurður er fjölhæfur
íþróttamaður, góð fyrirmynd og vel
að sigrinum kominn.
Í öðrum verðlaunaflokkum
knapa urðu úrslit þau að kynbótak-
napi ársins var Erlingur Erlingsson
í Langholti, skeiðknapi ársins
Sigurbjörn Bárðarson á Oddhóli og
gæðingaknapi ársins Guðmundur
Björgvinsson í Kirkjubæ. Aðrir
verðlaunahafar voru þau Rúna
Einarsdóttir-Zingsheim og Jóhann
R. Skúlason, sem bæði búa erlendis
og deildu með sér titli íþróttaknapa
ársins, og Linda Rún Pétursdóttir
úr Mosfellsbæ var valin efnilegasti
knapi ársins.
Siggi Sigmunds hlaut
heiðursverðlaunin
Sigurður Sigmundsson ljósmyndari
og fréttaritari hlaut sérstök heið-
ursverðlaun á uppskeruhátíðinni,
en valnefndin hefur heimild til
að veita slík verðlaun fyrir margs
konar afrek, t.d. langa og dygga
þjónustu við íþróttina, brautryðj-
endastarf og fleira. Að þessu sinni
varð Sigurður fyrir valinu, en hann
hefur um hálfrar aldar skeið tekið
myndir af hestum og hestamönn-
um um allt land og framlag hans til
kynningar á hestaíþróttinni er óum-
deilt. Sigurður hefur starfað fyrir
Morgunblaðið, Eiðfaxa og fleiri
fjölmiðla og er myndasafn hans
ómetanlegt verðmæti. Hann hefur
alla tíð verið virkur í hestamennsku
sjálfur, tekið þátt í félagsstörfum,
ferðast á hestum og jafnvel brugð-
ið sér á keppnisvöllinn á góðum
dögum. Ferill hans er samofinn
íslenska hestinum og óhætt er að
segja að ekki sé til sá hestamaður
á Íslandi sem ekki veit hver Siggi
Sigmunds er.
Mikil gleði ríkti á hátíðinni og
skemmti fólk sér vel. Eingöngu
hestamenn sáu um skemmti-
atriðin, en veislustjóri var Hermann
Árnason og Björk Jakobsdóttir leik-
og hestakona tróð upp við mikinn
fögnuð. Brokkkórinn, sem er kór
hestamanna á höfuðborgarsvæðinu,
vakti líka mikla lukku undir stjórn
Magga Kjartans. Uppskeruhátíðin
var vel heppnuð og greinilegt að
engan bilbug er á hestamönnum að
finna, sem enn kunna að skemmta
sér þrátt fyrir kreppu.
Texti og myndir: Hulda G. Geirsdóttir
Strandarhjáleiga er hrossaræktarbú ársins
Á árlegri ráðstefnu hrossaræktarinn-
ar fyrir skemmstu hlutu fimm hryssur
heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Reyndar
uppfylltu sex hryssur kröfurnar, en eig-
andi einnar kaus að þiggja ekki verðlaun-
in. Þær fimm sem hlutu verðlaun voru:
1. sæti Þerna frá Arnarhóli með 120 stig og
5 dæmd afkvæmi.
2. sæti Þöll frá Vorsabæ II með 117 stig og
6 dæmd afkvæmi.
3. sæti Þerna frá Feti með 117 stig og 5
dæmd afkvæmi.
4. sæti Ljónslöpp frá Ketilsstöðum með 117
stig og 5 dæmd afkvæmi (brotamunur á
3. og 4. sæti).
5. sæti Hryðja frá Hvítanesi með 116 stig
og 5 dæmd afkvæmi.
Til að hljóta heiðursverðlaun þurfa hryss-
urnar að ná amk. 116 stigum í kynbótamati
og eiga amk. 5 dæmd afkvæmi.
Efsta hryssan hlýtur jafnframt Glettu-
bikarinn og tóku þau Páll Stefánsson og
Edda Björk Ólafsdóttir við bikarnum fyrir
hryssu sína Þernu frá Arnarhóli, sem er
undan Páfa frá Kirkjubæ og Vöku frá Arnar-
hóli. Þerna á átta afkvæmi, þar af hafa fimm
hlotið dóm og fjögur þeirra hlotið fyrstu
verðlaun. HGG
Eigendur heiðursverðlaunahryssna með
verð launagripina á ráðstefnunni Hrossarækt
2009.
Sigurður Sigmundsson hlaut sér-
stök heiðursverðlaun á Upp skeru-
hátíð hestamanna 7. nóv. sl.
Verðlaunaknapar ársins saman-
komnir. Sigurður Sigurðarson, knapi
ársins, er fremstur. Með hópn um
stendur Ólafur Rafnsson, for seti ÍSÍ.
Hrossaræktendur ársins, Sigurlín Óskarsdóttir og Þormar Andrésson,
ásamt sonum sínum Óskari, Ívari, Heiðari og Elvari. Kristinn Guðnason,
formaður Félags hrossabænda, stendur hjá.
Þerna efst heiðursverðlaunahryssna