Bændablaðið - 19.11.2009, Síða 17

Bændablaðið - 19.11.2009, Síða 17
17 Bændablaðið | fimmtudagur 19. nóvember 2009 ÍBÚUM JARÐAR fjölgar stöðugt, en á sama tíma gengur ört á ýmsar undirstöður matvælaframleiðslunn- ar. Það verður því erfitt verkefni að tryggja öllum nægan mat í framtíð- inni. Matvælamarkaðir heimsins eru samofnir og þessi þróun mun því hafa gríðarleg áhrif á íslenskan landbúnað á næstu árum og áratug- um. Frjótt og aðgengilegt land til matvælaframleiðslu verður einn af hornsteinum velmegunar hér á landi. Mikið þarf af mat Árið 1800 bjó um 1 milljarður manna á jörðinni en árið 1900 voru þeir 1,6 milljarðar. Íbúafjöldinn er nú 6,8 milljarðar. Fólki hefur því fjölgað um 5,2 milljarða á rúmum 100 árum, eða fleira en búið hefur samanlagt á jörðinni frá upphafi til vorra tíma. Að því gefnu að mannkynið lendi ekki í verulegum hremmingum er líklegt að fjöldi jarðarbúa verði orðinn 9-10 millj- arðar um 2050. Hvernig mun ganga að metta alla þá munna? Aðgangur að matvælum er afar misjafn. Vegna aukinnar hagsæld- ar borða hundruð milljóna manna mun próteinríkari mat en þeir áður gerðu, í Indlandi og Kína er t.d. um 3-5 földun að ræða. Mestu munar um aukna kjötneyslu, en slík framleiðsla krefst mikillar orku og vatns. Á sama tíma þjakar hung- ur meira en milljarð og þrátt fyrir háleit markmið alþjóðasamfélags- ins um að útrýma hungri í heim- inum bætist stöðugt í þann hóp. Ef skyggnst er fram á veginn blasir við erfið áskorun. FAO telur að tvöfalda þurfi matvælafram- leiðslu fyrir 2050. Ef tekið er mið af neyslubreytingum síðustu ára og markmiðum um að útrýma hungri í heiminum blasir hins vegar við sú staða að jarðarbúar ársins 2050 myndu borða á við 13 milljarða núlifandi manna. Þar við bætist að framleiðsla lífræns eldsneytis tekur til sín stöðugt meira af aðföngum sem ella færu til matvælafram- leiðslu. Samkeppni um fæðu og rými til landbúnaðar fer því ört vaxandi. Erfið áskorun Á undanförnum áratugum hefur aukning matvælaframleiðslu í heiminum einkum byggst á auk- inni áveitu, áburðargjöf, kynbótum plantna og ruðningi skóga til að fá rými fyrir akra og beitilönd. Af mörgum ástæðum fer það svigrúm minnkandi. Forvitnilegt er að rýna í þróun eftirspurnar eftir matvælum með hliðsjón af sögulegum og áætl- uðum mannfjöldatölum. Slíkt sam- hengi mannfjölda og neyslu mat- væla, auk íhaldssamrar áætlunar á þætti fæðu í framleiðslu eldsneytis, fyrir tímabilið 1500 til 2050 kemur fram á meðfylgjandi mynd (CSRO 2009). Sú ógnvænlega áskor- un blasir við að á næstu 40 árum þarf að framleiða meira af mat en samanlagt á næstu 500 árum þar á undan og fyrir árið 2060 þarf meira af fæðu en í gjörvallri sögu mann- kyns. Heimurinn hefur áður staðist viðlíka áskoranir. Þannig tókst t.d. að tvöfalda matvælaframleiðsl- una á árunum 1960 til 2000, á tíma „grænu byltingarinnar“. Þessi bylt- ing tókst með samblandi af nýrri tækni, kynbótum og fjárfestingum á ýmsum sviðum landbúnaðar. Næsta „landbúnaðarbylting“ krefst annarrar tvöföldunar á fram- leiðni. Vandinn er þó sá að til um- ráða gæti orðið minna af landi, vatni, orku, áburði og öðrum að- föng um til framleiðslunnar. Sam- hliða þarf að mæta takmörkunum á losun gróðurhúsalofttegunda út í and rúms loftið. Ísland og umheimurinn Á heimsvísu hefur landbúnaður afgerandi áhrif á umhverfið, og Ísland er þar engin undantekning. Til að tryggja landkosti og sjálf- bæra búskaparhætti þarf að marka heildræna stefnu um varðveislu landbúnaðarlands, endurreisn frjó- semi lands og ábyrgð vegna nýt- ingar á landi m.a. til beitar og rækt- unar. Slík heildræn stefna þarf að taka tillit til þeirrar stórfelldu ræktunar sem breytingar á fóður- og mat- vælamörkuðum munu hafa í för með sér á tímum batnandi ræktun- arskilyrða. Eftirspurn eftir landi fer vaxandi víða um heim, og sporna þarf gegn því að alþjóðleg fyrirtæki eða erlend ríki kaupi sér aðgang að landrými og vatni á kostnað íslenskra hagsmuna. Bæta þarf gæði beitilanda til að unnt verði að mæta kröfum um matvælaframleiðslu fyrirvaralít- ið þegar þrengist að aðföngum til ræktunar. Það kallar á umbætur í stjórn beitar og almennt bann við lausagöngu búfjár nema þar sem sátt er um annað. Afköst í uppgræðslu þarf að stórauka, m.a. til að auka frjósemi jarðvegs. Það er m.a. hægt að gera með því að bændur taki í auknum mæli að sér þjónustuhlutverk í bar- áttunni gegn loftslagsbreytingum, þ.e. með bindingu kolefnis í gróðri og ekki síst til varanlegrar geymslu í jarðvegi. Frjósemi moldarinnar byggir á kolefni. Verður nóg að borða? Andrés Arnalds fagmálastjóri Landgræðslunnar andres@land.is Landbúnaður               !"# $%&"'( ! "() *+'+", -*+'.+'"///                      !"#$% 0  1  2     3 ) 4 ! ) 5$ $ 1!  ! 6 $ $       $ 27     $ !   1 8&$ !      7         ) 2 $  5  $$ !  $      ) !       1$    $ '8 )  8  9 8 8 ! !      $      :  3' 5$  : %& % 141 .:  3 . 5$                       

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.