Bændablaðið - 19.11.2009, Qupperneq 19

Bændablaðið - 19.11.2009, Qupperneq 19
19 Bændablaðið | fimmtudagur 19. nóvember 2009 Nú er lokið afkvæmaprófun nauta Nautastöðvar BÍ sem fædd voru árið 2003. Ætlunin er hér á eftir að gefa yfirlit um nokkr- ar niðurstöður um dætur þess- ara nauta sem þegar liggja fyrir. Alls voru afkvæmarannsökuð 22 naut í árgangi 2003. Af þeim eru 14 þeirra undan Soldán 95010, 4 undan Túna 95024, 3 undan Punkti 94032 og 1 undan Seif 95001. Heildarmynd þessara dætra- hópa er nokkuð breytileg og er þessi nautaárgangur ekki líkt því eins sterkur í ræktuninni og nauta- árgangur 2002. Hér fylgja umsagn- ir um helstu einkenni dætrahópa nautanna. Öðlingur 03002 F: Túni 95024, M: Ítalía 198, Furubrekku, MF: Almar 90019 Mun fleiri dætur Öðlings eru tvílitar en einlitar. Algengast er huppóttar eða skjöldóttar. Grunnlitirnir rauð- ur og bröndóttur eru langalgeng- astir. Afurðasemi dætra Öðlings er fremur góð en aðrir eiginleikar fremur slakir og í heild er Öðlingur fremur slakt naut. Dæturnar eru með frekar létta bolbyggingu og yfirleitt í tæpu meðallagi að stærð. Júgurfesta og júgurdýpt góð, júg- urband í tæpu meðallagi, spenar langir en allvel staðsettir. Mjaltir slæmar en skapgóðar kýr. Öðlingur verður ekki tekinn í framhaldsnotk- un. Bani 03003 F: Soldán 95010, M: Sunneva 266, Búvöllum, MF: Daði 87003 Rauði liturinn er einkennislitur þessara kúa en flesta grunnliti nema gráan gaf að líta í hópnum. Flestar eru kýrnar rauðhuppóttar eða rauð- skjöldóttar. Afurðasemi dætra Bana er mikil og skila kýrnar miklu í verðefnum. Þær eru virkjamiklar en fremur grófbyggðar. Júgurgerð er í meðallagi en júgurdýpt slök. Spenar eru vel gerðir og staðsetn- ing þeirra góð. Umsögn um mjaltir er breytileg og seinar mjaltir finn- ast en kýrnar eru skapgóðar. Bani verður ekki tekinn í framhaldsnotk- un. Brekkan 03004 F: Punktur 94032, M: Skinna 12 Litlu Brekku, MF: Tuddi 90023 Langflestar dætur Brekkans eru einlitar eða yfir 80%. Rauði og bröndótti liturinn eru yfirgnæfandi þó að grunnliti aðra en gráu litina sé þar að sjá. Afurðasemi dætra Brekkans er góð bæði hvað varð- ar afurðamagn svo og prótein og fitu. Þetta eru fremur bolgrannar og útlögulitlar kýr, malir eru breiðar og sæmilega lagaðar, fótstaða frem- ur slök. Júgurfesta, og júgurdýpt í slöku meðallagi, en spenar vel lagaðir og mjög vel settir. Mjaltir í slöku meðallagi og kýrnar sérlega skapgóðar samkvæmt umsögn. Brekkan verður ekki tekinn í fram- haldsnotkun að svo stöddu. Birkir 03005 F: Soldán 95010, M: Rein 449 Ytri Tjörnum, MF: Kaðall 94017 Allir grunnlitir finnast í dætra- hópi Birkis nema gráu litirnir. Helmingur hópsins er einlitur og algengasti tvílitur er huppóttur. Afurðasemi dætra Birkis er mjög góð, einkum varðandi próteinafurð- ir. Þessar kýr eru fremur bolmiklar með góðar útlögur, almennt nokkuð stórar. Malir og fótstaða eru sterk. Júgurgerð góð og júgur vel borin en spenar fremur stuttir og allvel settir. Mjaltir nokkuð breytilegar en að jafnaði í slöku meðaltali. Skap fær breytilega umsögn. Birkir hefur verið tekinn í framhaldsnotkun. Gyllir 03007 F: Seifur 95001, M: Fluga 254 Dalbæ I, MF: Soldán 95010 Alla grunnliti nema gráu lit- ina er að sjá í þessum dætrahópi. Meirihluti dætrahópsins er einlitur og eru rauðar og kolóttar algengast- ar. Afurðasemi dætra Gyllis er góð bæði hvað varðar afurðamagn svo og prótein og fitu. Þessi dætrahóp- ur er með mikla boldýpt og góðar útlögur. Malir eru fremur grannar breiðar og jafnar, fótstaða fremur slök. Júgurgerð er mjög góð, og vel borin júgur, spenar góðir og vel staðsettir. Mjaltir eru afbragðs- góðar og kýrnar skapgóðar. Gyllir hefur verið tekinn í framhaldsnotk- un. Akur 03009 F: Túni 95-024, M: Nr. 154 Stóru Mörk, MF: Máni 95174 Einkennislitur systrahópsins er rauð ur en samt var þar alla grunn- liti að finna. Meiri hluti dætrahóps- ins er einlitur, flestar tvílitu kýrnar eru huppóttar en þó eru allmargar húfóttar. Afurðasemi dætra Akurs er slök, þó er próteinhlutfall hátt. Þetta eru kýr með sterka yfirlínu, og vel gerðar malir og góða skrokk- byggingu. Júgurgerðin er gallalítil og spenar hæfilega langir en þykk- ir og fremur grófir. Umsögn um mjaltir er mjög jákvæð en breytileg um skap. Akur verður ekki tekinn í framhaldsnotkun. Arfur 03011 F: Soldán 95010, M: Fenja 172, Gunn bjarnarholti, MF: Hólmur 81018 Mikill litafjölbreytileiki einkennir þennan dætrahóp. Hér eru rauður, bröndóttur og kolóttur litur allir algengir, einnig komu fram svart- ar kýr og eru tvílitar kýr í meiri- hluta og algengastar eru skjöldóttar. Afurðasemi dætra Arfs er allmikil og próteinhlutfall er yfir meðallagi. Þetta eru sterkbyggðar kýr með mikla boldýpt og fremur breiðar en þaklaga malir. Júgur fremur illa löguð en júgurband í tæpu með- allagi og júgurdýpt mikil. Spenar fremur stuttir, vel gerðir og vel settir. Mjaltir í slöku meðaltali. Skapgóðar kýr. Arfur verður ekki tekinn í framhaldsnotkun að svo stöddu. Trukkur 03012 F: Soldán 95010, M: Turbó 212, Kotlaugum, MF: Hvanni 89022 Rauðar kýr eru algengastar í þess- um hópi en einnig eru bröndóttar og kolóttar kýr nokkuð algeng- ar. Meirihluti kúnna er tvílitur og algengasti tvílitur er huppóttur og skjöldóttur. Afurðasemi dætra Trukks er góð og próteinhlutfall er mjög gott. Þessar kýr hafa góða boldýpt og útlögur, malir eru frem- ur grannar en vel lagaðar, skrokk- fallegar kýr. Júgurbygging er frem- ur slök og júgurdýpt fremur mikil. Spenar fremur langir en mjög vel lagaðir og allvel settir. Mjaltir slak- ar en kýrnar eru skapgóðar. Trukk- ur verður ekki tekinn í framhalds- notkun. Hegri 03014 F: Soldán 95010, M: Örk 166, Hamri, MF: Almar 90019 Rauður er algengastur grunnlita í þessum hópi en flestir grunnlitirnir finnast. Ríflega helmingur dætra- hópsins er einlitur og huppóttur og skjöldóttur algengustu tvílitir. Afurðasemi dætra Hegra er mjög góð bæði hvað varðar afurðamagn og verðefni. Þessar kýr eru fremur grannbyggðar með slaka yfirlínu, meðalbreiðar, fremur flatar og jafn- ar malir. Mjög góð fótstaða. Júgur vel löguð og vel borin. Spenar og spenagerð góð. Mjaltir í slöku meðallagi og nokkuð um mismjalt- ir. Kýrnar mjög skapgóðar. Hegri hefur verið tekinn í framhaldsnotk- un. Draumur 03015 F: Túni 95-024, M: Rauðanótt 222 Vorsabæ I, MF: Skutur 91026 Flestir grunnlitir finnast í þessum dætrahópi. Algengastir eru rauður og kolóttur. Algengustu tví litir eru huppóttur og skjöldóttur. Afurða- semi dætra Draums er af bragðs- góð bæði hvað varðar afurða magn og verðefni, þó er próteinhlutfall liðlega í meðaltali. Þetta eru frem- ur bolmiklar kýr með fremur grófa yfirlínu. Góðar malir, þaklaga og góð fótstaða. Júgurgerð er nokkuð breytileg. Spenar langir en allvel settir. Mjaltir fremur slakar og all- mikið um mismjaltir en skap í með- allagi. Draumur verður ekki tekinn í framhaldsnotkun. Mjölnir 03017 F: Soldán 95010, M: Gæla 294 Ytri Skógum, MF: Trefill 96006 Hér eru rauði og bröndótti liturinn mjög ráðandi í hópnum. Meiri hluti kúnna er tvílitur og langalgengasti tvílitur er skjöldóttur. Afurðasemi dætra Mjölnis er í meðallagi, þó er próteinhlutfall mjög hátt. Þetta eru grannbyggðar kýr með góða malabyggingu en fremur slaka fót- stöðu. Júgurgerðin er fremur slök. Spenar hæfilega langir, vel gerðir og vel staðsettir. Mjaltir í meðallagi en skap mjög gott. Mjölnir verður ekki tekinn í framhaldsnotkun að svo stöddu. Vængur 03021 F: Punktur 94032, M: Óvissa 262 Miðengi, MF: Soldán 95010 Mikill litafjölbreytileiki einkennir þennan dætrahóp. Nær allar kýrnar eru tvílitar. Enginn tvílitur sker sig mjög úr en allmargar eru húfóttar eða krossóttar. Afurðasemi dætra Vængs er afbragðsgóð bæði hvað varðar mjólk og verðefni mjólkur. Þessar kýr eru fremur bolgrannar með sterka yfirlínu, fremur grannar malir og þaklaga og fótstöðu í með- allagi. Júgurgerðin er breytileg en yfirleitt slök, spenar hæfilega langir en vel lagaðir og vel settir. Mjaltir fremur slakar og nokkuð um mis- mjaltir. Kýrnar mjög skapgóðar. Vængur hefur verið tekinn í fram- haldsnotkun. Rex 03023 F: Soldán 95010, M: Öld 177 Dýrastöðum, MF: Kolur 97814 Rauði og bröndótti liturinn er langalgengastur. Meirihluti kúnna er einlitur en algengustu tvílit- ir eru huppóttur og skjöldóttur. Afurðasemi dætra Rex er góð sér- lega hvað varðar prótein. Þetta eru virkjamiklar kýr og sterkbyggðar. Malir eru sterkar og vellagaðar og fótstaða góð. Júgurgerðin er í góðu meðallagi. Spenar eru vel lagaðir en staðsetning breytileg. Mjaltir eru slæmar og nokkuð um mismjaltir og skap breytilegt. Rex verður ekki tekinn í framhaldsnotkun. Máni 03025 F: Soldán 95010, M: Tröð 482 Drumb oddsstöðum I, MF: Stígur 97010 Flestir grunnlitir finnast í þessum dætrahópi. Meirihluti dætrahóps- ins er einlitur og huppóttur og skjöldóttur eru algengustu tvílit- ir. Afurðasemi dætra Mána er góð bæði hvað varðar mjólk og verð- efni. Þessar kýr eru nokkuð breyti- legar að stærð, en með góðar útlög- ur en grófa yfirlínu. Malir fremur breiðar, lítið eitt hallandi og lítið eitt þaklaga. Júgur velborin og vel gerð. Spenar ívið of langir en vel settir. Mjaltir í meðallagi góðar og kýrnar skapgóðar. Máni hefur verið tekinn í framhaldsnotkun. Tópas 03027 F: Punktur 94032, M: Perla 79 Króki, MF: Búi 89017 Þessi dætrahópur einkennist af því að allir grunnlitir nema grátt finn- ast og eru rauður og bröndóttur ráðandi. Meirihluti dætrahópsins er einlitur en flestir tvílitir finn- ast. Afurðasemi dætra Tópasar er afbragðsgóð, einkum hvað varðar afurðamagn, prótein og fitu hlut- föll eru í meðaltali. Þetta eru grann- byggðar kýr, með fremur slaka yfirlínu. Malir grannar og mjög þaklaga, fótstaða fremur þröng og lítið eitt hokin. Júgur er vel lagað og allvel borið, sterkt júgurband. Spenar eru stuttir og vel lagaðir og vel settir. Mjaltir mjög góðar en umsögn um skap í meðallagi. Tópas hefur verið tekinn í fram- haldsnotkun. Leiknir 03028 F: Soldán 95010, M: Blökk 181 Hraunhálsi, MF: Negri 91002 Svarti liturinn er algengastur í þessum dætrahópi en alla grunnlit- ina nema gráan er þar að sjá. Um tveir þriðju kúnna eru einlitar og nær öll afbrigði af tvílit finnast. Afurðasemi dætra Leiknis er mjög góð, þó er fituhlutfall fremur lágt. Þessar kýr eru boldjúpar með góðar útlögur, góða yfirlínu, malabygg- ingu í meðallagi og góða fótstöðu. Júgurgerð er í slöku meðalagi, þó júgurband sé sterkt. Spenar eru langir og fremur grannir og staðsetning framspena breytileg. Mjaltir slæmar og allmikið um mis- mjaltir. Umsögn um skap breytileg. Leiknir verður ekki tekinn í fram- haldsnotkun. Finnur 03029 F: Soldán 95010, M: Finna 158 Móeiðarhvoli ( frá Miðkoti), MF: Dúri 96023 Algengasti litur hjá þessum kúm er rauður og bröndóttur en einnig finn- ast aðrir grunnlitir. Um helmingur hópsins er einlitur en algengustu tvílitir eru huppóttur og skjöldóttur. Afurðasemi dætra Finns er mjög góð, einkum hvað varðar verðefni. Þessar kýr eru fremur stórar með mikið bolrými og útlögur en nokk- uð grófbyggðar, með góða fótstöðu. Júgurgerð er í slöku meðallagi og allt of mikið ber á of síðu júgri. Spenar fremur langir, vellagaðir, en staðsetning framspena mjög breyti- leg. Bæði mjaltir og skap fá jákvæða umsögn. Finnur hefur verið tekinn í framhaldsnotkun. Hvinur 03032 F: Soldán 95010, M: Fjóla 437 Hríshóli, MF: Óli-Búi 97107 Rauður eða bröndóttur litur er algengastur hjá þessum kúm, og aðra grunnliti er vart að finna. Ríflega helmingur hópsins er tvílitur og finnast flestar útgáfur. Afurðasemi dætra Hvins er fremur slök, einkum hvað varðar mjólk- urmagn þó er próteinhlutfall hátt. Kýrnar eru yfirleitt fremur stórar með góða boldýpt og útlögur en fremur grófa yfirlínu. Malabygging er sterk og fótstaða mjög góð. Júgur festa og júgurband gott en júgur tæplega nógu vel borið Spenar ívið of langir en vel gerð- ir og vel settir. Mjaltir slæmar. Skapgóðar kýr. Hvinur verður ekki tekinn í framhaldsnotkun. Skandall 03034 F: Soldán 95010, M: Tígla 94 Nýjabæ II, MF: Óli 88002 Þessar kýr eru langflestar annað tveggja rauðar eða bröndóttar. Mun fleiri eru tvílitar og algeng- astar eru huppóttar og skjöldótt- ar. Afurðasemi dætra Skandals er afbragðsgóð hvað varðar afurða- magn og prótein en síðri hvað varðar fitu. Þessar kýr eru yfirleitt í meðallagi stórar og fremur grann- byggðar. Malir fremur breiðar þokkalega lagaðar og fótstaða góð. Júgur allvel gerð en júgurdýpt of mikil. Spenar hæfilega langir, vel gerðir og vel staðsettir. Mjaltir fremur slakar og skap í meðallagi. Skandall hefur verið tekinn í fram- haldsnotkun. Brunnur 03036 F: Túni 95-024, M: Ljóma 121 Efri Brunná, MF: Búi 89017 Allir grunnlitir finnast í þessum dætrahópi en algengastir eru rauður og bröndóttur. Um helmingur hóps- ins er einlitur en algengustu tvílitir eru skjöldóttur, huppóttur eða lei- stóttur. Afurðasemi dætra Brunns er góð einkum fyrir mjólkurmagn en síðri fyrir prótein og fitu. Fremur fínlegar og grannbyggðar kýr með sterka fótstöðu. Júgur er yfirleitt mjög vel borið, júgurfesta mjög góð og júgurband sterkt. Spenar eru fremur grannir en vel settir. Mjaltir góðar. Skapgóðar kýr. Brunnur verður ekki tekinn í framhaldsnotkun að svo stöddu, en beðið meiri upplýsinga. Depill 03037 F: Soldán 95010, M: Sjöfn 172 Hjarðarfelli, MF: Krossi 91032 Allir grunnlitir finnast í þessum dætrahópi en algengastir eru rauð- ur og bröndóttur. Flestar kýrnar eru tvílitar og meirihlutinn skjöldóttur. Afurðasemi dætra Depils er góð einkum hvað varðar prótein. Þetta eru sterkbyggðar kýr með góða boldýpt og útlögur, allgóða mala- byggingu og sterka fótstöðu. Júgur vel lagað og júgurfesta góð. Spenar vel lagaðir. Mjaltir slakar. Mjög skapgóðar kýr. Depill verður ekki tekinn í framhaldsnotkun að svo stöddu. Skarpur 03041 F: Soldán 95010, M: Skörp 309 Egilsstaðakoti ( frá Litla Ármóti), MF: Almar 90019 Alla grunnliti má sjá í þessum dætrahópi. Flestar kýrnar eru tvílit- ar og öll afbrigði tvílits koma fyrir. Afurðasemi dætra Skarps er góð einkum hvað varðar afurðamagn og verðefni. Þessar kýr eru í meðallagi boldjúpar með fremur sterka yfir- línu. Malir fremur grannar, lítið eitt þaklaga. Góð fótstaða. Júgurgerð frekar slök, spenar vel lagaðir en gleitt settir framspenar. Mjaltir í slöku meðallagi góðar en skap í góðu meðallagi. Skarpur verður ekki tekinn í framhaldsnotkun. Magnús B. Jónsson Gunnfríður E. Hreiðarsdóttir Afkvæmarannsóknir á nautum Nauta- stöðvar BÍ sem fædd voru árið 2003 Tveir nýir nautsfeður sem Nautastöðin er farin að nota, Gyllir 03007 (t.v.) og Ófeigur 02016.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.