Bændablaðið - 19.11.2009, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 19.11.2009, Blaðsíða 21
21 Bændablaðið | fimmtudagur 19. nóvember 2009 Nú fer í hönd tími haustrún- ings og því vill Ullarmatsnefnd minna á nokkur mikilvæg atriði sem bændur þurfa að hafa í huga varðandi flokkun og frágang ullar. Eins og flestum er kunnugt þá hefur innanlandssala á lopa geng- ið mjög vel að undanförnu þar sem lopaflíkur eru tískuvara dags- ins og mikið er prjónað um allt land. Til þess að svara þessari eft- irspurn er mjög mikilvægt að sem mest af ullarframleiðslunni standist gæðakröfur til framleiðslu á hand- prjónabandi. Miklu skiptir að ullin sé flokkuð strax við rúning til þess að öll ull sem stenst gæðakröfur lendi í réttum flokkum. Flokkun við rúning Í fyrsta lagi viljum við hvetja ein- dregið til þess að allir flokki ullina heima en sendi hana ekki óflokk- aða í þvottastöð. Allt of margir senda frá sér óflokkaða ull og þar með tapast sá hluti af ullinni sem etv. hefði getað flokkast í H-1 og M-1. Ef ull er send óflokkuð til þvottastöðvar, er óskemmd hvít ull meðhöndluð sem H-2 og sauðalitir sem M-2. Kostnaður vegna auka meðhöndlunar er dreg- inn frá verðmæti óflokkaðrar ullar 10,- krónur á innlagt kg. Reglur um ullarflokkun er að finna á heima- síðu Ístex, www.istex.is en nokkur atriði sem við viljum draga sérstak- lega fram eru eftirfarandi: X Ull af lömbum þarf alltaf að flokka og ekki má senda hana óflokkaða og merkta sem lam- baullarflokk. Hvít óskemmd lambaull fer í lambsullarflokk- inn H-Lambaull en lítið gall- aða lambaull (gula eða tog- grófa) þarf að flokka frá og hana skal merkja sérstaklega sem H2-Lamb. Lambaullin er mýksta og besta ullin ef hún er óskemmd og því mikilvægt að henni sé haldið til haga en hana þarf samt að flokka. X Um hvíta ull af fullorðnu fé gegnir sama máli, of margir sleppa því að flokka gallaða ull frá og setja reyfin í heilu lagi í H-1. Gulir jaðra, þellitla ull og toggrófa ull af lærum á að taka frá og flokka í H-2 þó megnið af reyfinu geti flokkast í H-1. Sama gildir um ull með húsa- gulku sem kemur fljótt í neðri hluta reyfisins ef fé er hýst fyrir rúning. X Við rúninginn á að taka kviðull og hnakkaull frá strax og láta aldrei blandast við ullarreyfið sjálft. Þessari ull er réttast að fleygja. X Ef litamerkingar hafa verið not- aðar, á undantekningalaust að taka litaða lagða frá og fleygja þeim strax. X Taka þarf frá ónýta og skemmda ull og setja í úrkast. Þetta á m.a. við um þófna ull, ull með hey- mori og rusli og annarri meng- un. X Almennt er reglan sú að hvert reyfi fer að mestu í sama flokkinn eftir að gölluð ull hefur verið tekin frá. Ef vel er að verki staðið á ekki að þurfa að eyða löngum tíma í hvert reyfi. Pökkun og frágangur Flokkaðri ull má troða þétt í poka eða pakka í plast, lofttæma og binda utan um. Alla ullarpoka þarf að merkja með: – Nafni og kennitölu innleggj- anda. – Ullarflokk. – Þyngd. – Poka nr. og heildarfjölda poka. Við afhendingu fylgi seðill er sýni fjölda poka, flokkun þeirra og heildarþunga ullar. Uppgjör Koma þarf upplýsingum um flokk- un til Ístex svo hægt sé að undirbúa uppgjör fyrir ullina – Á heimasíðu Ístex: www.istex.is – Með tölvupósti: istex@istex.is – Með símbréfi: 566-7330. – Í síma: 566-6300. Samkvæmt samkomulagi milli Ístex, BÍ og LS haustið 2009 þá verður greiðslum háttað þannig að 70% af heildarverðmæti verður greitt í lok janúar ef ullin er skráð í nóvember og í lok febrúar ef ullin er skráð í desember. Eftir þann tíma verði greitt í lok næsta mán- aðar eftir skráningarmánuð. Ull sem skráð er fyrir 1. júlí 2010 verði síðan greidd að fullu fyrir 1. sept- ember 2010. Heimaöflunarstig Á ÞESSUM síðustu og verstu tímum heyrast æ fleiri gera sér grein fyrir miklvægi þess að búa að sínu, sem á nútíma máli heitir að stunda sjálfbærni. Þetta sjónarmið fékkst rækilega staðfest af þjóðinni á nýafstöðnum Þjóðfundi í Laugardagshöllinni, einkum í kaflanum um Framtíðarsýn. Því gæti verið skynsamlegt, ekki síst í landbúnaði, að útbúa einhvern mælikvarða, sem má t.d. nefna heimaöflunarskala, þar að lútandi, sem af mætti lesa eins konar ,,Heimaöflunarstig” (summu tengsla og vægis staðbundinna náttúrukosta, þekkingar og vinnuafls), fyrir hvert bú. Meðfylgjandi mynd gæti verið hér til umhugsunar, þótt djúphugs- aðar skilgreiningar um þá þætti sem þar skipta mestu máli, þurfi að meta og setja þeim eðlilegt vægi. Hvar skyldi annars hvert og eitt bú vera statt núna á heimaöflunar- skalanum? Það skyldi þó ekki vera kominn tími til að líta á lífræna ræktun í nýju ljósi í þessu sambandi, – ljósi hinnar fullkomnu heimaöflunar, – eða er það einhver regin misskilningur? Með slíkan skala í huga mætti einnig meta ákveðnar aðgerðir. Af því að undirrituðum er málið skylt, væri t.d. fróðlegt að meta hvar fær- anleg kögglunarsamstæða mundi lenda á þessum skala. Nefni þetta hér, þar sem daginn eftir útkomu þessa tölublaðs Bændablaðsins verð- ur haldinn stofnfundur félags áhugafólks um Heimafóðurverkefnið á Egilsstöðum, verkefni, sem kynnt hefur verið á þessum vettvangi og víðar. – Að öllum líkindum verðir greint frá stofnfundi þessum í næsta blaði og greint frá tilgangi félagsins, markmiðum og möguleikum. Þessi stutti og ófullkomni pistill er eingöngu settur fram til umhugs- unar um málefni, sem a.m.k. um þessar mundir er greinilega jarðvegur fyrir, en er þó sígilt í eðli sínu. Væri ekki verra ef einhver legði hér orð í belg á síðum Bændablaðsins. Með búskaparkveðju Þórarinn Lárusson HJÁ MATÍS ohf. hafa farið fram viðamiklar mælingar á steinefnum og snefilsteinefnum í mjólkurvör- um og kjöti. Meðal þessara efna eru næringarefnin selen, kalk og járn og aðskotaefnið kvikasilfur. Mælingar á seleni tengjast verk- efni sem nefnist „Þáttur íslenskra búvara í selenhag kvenna“ en það er unnið í samvinnu við Landbúnaðarháskóla Íslands og er styrkt af Framleiðnisjóði land- búnaðarins. Niðurstöður mæl- inganna hafa verið skráðar í íslenska gagnagrunninn um efna- innihald matvæla (ÍSGEM) og eru aðgengilegar á vefsíðu Matís, www.matis.is, og á www.hvaderi- matnum.is. Allir þekkja mikilvægi næring- arefnanna kalks og járns en minna hefur verið fjallað um selen. Selen er nauðsynlegt næringarefni fyrir menn og skepnur. Það er nauðsyn- legur hluti nokkurra efnahvata líkamans og er meðal þeirra efna sem skipta máli fyrir andoxun í líkamanum. Miklar rannsóknir hafa farið fram á sambandi selens og sjúkdóma eins og krabbameina og hjarta- og æðasjúkdóma. Magn selens í landbúnaðarafurðum ræðst að miklu leyti af efnasam- setningu og eiginleikum jarðvegs, auk fóðrunar búfjár. Það er því mikilvægt að fylgjast með styrk selens í matvælum frá landbúnaði. Selen í fæðu Í síðustu neyslurannsókn Mann- eldisráðs frá 2002 reyndist selen í fæðu Íslendinga yfir ráðlögð- um dagskammti að meðaltali. Kornvörur og fiskur vógu lang- þyngst í selenneyslu þjóðarinnar á þeim tíma með um 77% af öllu seleni í fæðu Íslendinga en þátt- ur landbúnaðarvara var fremur lítill. Flest bendir hins vegar til þess að selen í fæðu landsmanna hafi minnkað verulega frá þessum tíma þar sem nú er að mestu flutt inn selensnautt hveiti frá Evrópu, auk þess sem fiskneysla hefur minnkað, einkum meðal ungs fólks. Það er líklegt að landbúnað- arvörur hafi veigameira hlutverki að gegna fyrir selenneyslu og sel- enhag landsmanna en áður var. Áhugavert er að rannsaka selen og kvikasilfur samtímis í landbún- aðarafurðum þar sem þessi efni tengjast, einkum ef sjávarafurðir eru nýttar í fóður. Kvikasilfur er eitrað og veldur skaða á þroska miðtaugakerfis fósturs og ung- viðis. Rannsókn á efnainnihaldi Gerðar voru mælingar á seleni og 9 öðrum ólífrænum efnum í mjólkurvörum, lambakjöti og nautgripakjöti. Mælingarnar voru gerðar með öflugum massagreini hjá Matís. Sýni úr gerilsneyddri nýmjólk voru tekin hjá MS Selfossi og MS Akureyri í síðustu viku janúar, mars, júní og ágúst 2008. Hverju sinni var safnað 10 pakkningum til að ná til mjólk- ur af öllu samlagssvæðinu. Eitt sýni fyrir hvora mjólkurstöð og hvern mánuð var búið til með því að blanda saman 10 pakkn- ingum. Tekin voru sýni af hreinu himnusíuðu skyri (skyr.is) hjá MS Selfossi og hefðbundnu pok- asíuðu skyri hjá MS Akureyri. Sýnatakan fór fram þrisvar sinn- um á árinu 2008. Sýni sem tekin voru af lambakjöti voru lamba- læri tekin í sláturhúsum haustið 2008. Tekin voru samtals 12 sýni frá fjórum svæðum: Suðurlandi, Borgarfirði, Norðvesturlandi og Norðausturlandi. Nautgripakjöt var hakk unnið úr heilum skrokk- um. Þrjú sýni voru frá Norðurlandi og sjö sýni frá Suðurlandi. Mjólkurvörur eru selen- og kalkríkar Í töflunni hér að ofan má sjá nið- urstöður mælinga á próteini, sel- eni og kalki í nokkrum mjólk- urvörum. Í töflunni má sjá að kalkinnihald Gouda osts er sexfalt á við nýmjólk. Marktækur munur kemur fram fyrir selen í nýmjólk eftir árstíma. Mjólkurkúm er gefið meira kjarnfóður á veturna en á sumrin og gæti það verið skýring á hærri styrk selens í vetrarmjólk- inni. Skyr framleitt með tveimur aðferðum var rannsakað. Um er að ræða venjulegt skyr frá Selfossi og pokasíað skyr frá Akureyri framleitt með gömlu aðferðinni. Athyglisvert er að skyrið er tals- vert selenríkara en nýmjólkin. Hefðbundna pokaskyrið er pró- teinríkara og ríkara af seleni en himnusíaða skyrið. Í gömlu skyr- framleiðslunni eru fólgin menn- ingarverðmæti og vonandi leggst framleiðsla á þessu skyri ekki af. Selen í kjöti er breytilegt Lamba- og nautgripakjöt er góður járngjafi. Í þessum kjöttegundum mældist járnið um 1,5 mg í hverj- um 100 grömmum og veitir það magn um 17% af ráðlögðum dag- skammti af járni fyrir fullorðinn karlmann. Kjöt er einnig auðugt af sinki, kopar og seleni. Talsvert greindist af seleni í kjötinu og var magnið svipað og í skyri. Það vakti hins vegar verulega athygli hve breytilegt magns selens var í þessum afurðum og var mark- tækur munur eftir svæðum fyrir lambakjöt. Selen var þó breytilegt eftir bæjum innan sama svæðis (meira en tvöfaldur munur innan Suðurlands og Norðvesturlands) en að meðaltali er selen hæst á Norðausturlandi og í Borgarfirði. Selen í nautgripakjöti er mjög breytilegt innan sama svæðis. Skýringin er væntanlega breytileg fóðrun og selengjöf. Samkvæmt mælingunum er lambakjöt betri selengjafi en nautgripakjöt. Selen í lambakjöti er í sam- ræmi við gildi sem hafa verið birt erlendis en þó er selen í lambakjöti frá sumum bæjum með því lægsta sem hefur verið birt. Selen í íslenska nautgripakjötinu verður að teljast lágt og í helm- ingi sýnanna er selen mjög lítið í samanburði við gildi í erlend- um heimildum. Athyglisvert er að miðað við þarfir búfjár hefur lítið selen mælst í heyi hér á landi. Mikilvægt er að kanna hvers vegna selen í íslenska kjötinu er eins breytilegt og raun ber vitni. Kvikasilfur var mælt í öllum sýnum og mældist það ekki í neinu sýni, hvorki mjólkurafurð- um né kjöti. Þetta atriði endur- speglar vel hreinleika innlendra landbúnaðarafurða með tilliti til kvikasilfurs. Meðalefnainnihald mjólkurafurða Afurð Prótein g/100g Selen μg/100g Kalk mg/100g Nýmjólk Vetrarmjólk 3,30 2,63 114 Sumarmjólk 3,27 2,15 126 Allt árið 3,28 2,39 120 Skyr Skyr frá Selfossi 11,2 6,43 100 Skyr frá Akureyri með gömlu aðferðinni 13,1 9,70 85 Mysa Mysa frá Selfossi 0,2 snefill 109 Mysa frá Akureyri 0,4 snefill 108 Gouda ostur 25,0 21,6 765 Ostamysa 0,9 0,6 35 Kjöt og mjólkurafurðir eru mikilvæg uppspretta steinefna og snefilsteinefna í fæði Íslendinga Ólafur Reykdal og Helga Gunnlaugsdóttir Höfundar starfa hjá Matís Frá Ullarmatsnefnd Um ullarflokkun og ullarmóttöku haustið 2009

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.