Bændablaðið - 19.11.2009, Síða 22
22 Bændablaðið | fimmtudagur 19. nóvember 2009
Hafist var handa við gerð garðs
við Núp í Dýrafirði árið 1909 og
fékk hann heitið Skrúður, að sögn
eftir uppástungu vinnukonu á
fermingaraldri á bæ í Köldukinn í
Þingeyjarsýslu einhverjum árum
áður. Af heitinu er talið að orðið
„skrúðgarður“ hafi svo verið tekið
og, eins og kunnugt er, notað um
þá garða sem eru okkur bæði til
augnayndis og fróðleiks. Vitað er
að Jón Rögnvaldsson í Fífilgerði í
Eyjafirði notaði samheitið „skrúð-
garður“ í samnefndu riti árið 1937.
En hvað sem því líður þá er ald-
arafmælis garðsins Skrúðs á Núpi
minnst þetta árið og því ekki seinna
vænna að heiðra þennan ágæta garð
með smá umfjöllun á afmælisárinu,
auk þess sem hér er um að ræða
einn af fáum skrúðgörðum landsins
sem eru opnir almenningi og vert er
að kíkja á næst þegar leið liggur um
Vestfirði.
Í fjallshlíðinni
Garðurinn Skrúður stendur enn, en
það er ekki síst fyrir framtak sem
kennarar við Garðyrkjuskólann
og fleira áhugafólk um varð-
veislu garðsins stóð fyrir upp úr
1990, en áratuginn þar á undan
hafði garðinum víst hnignað mjög.
Árið 1992 var stofnuð nefnd til
viðreisnar Skrúði og hafa nem-
endur Garðyrkjuskólans farið
vestur árlega til þess að huga að
garðinum og vinna að viðhaldi.
Upphafsmaður garðsins var þó
hann séra Sigtryggur Guðlaugsson,
sem var allt í senn prestur, skóla-
stjóri og kennari að Núpi. Sig-
tryggur og frú Hjaltlína, kona
hans, voru lengi framan af einnig
umsjónarfólk garðsins.
Sigtryggur var fæddur í Garðs-
árdal í Eyjafirði og var prestur í
Ljósavatnsprestakalli áður en hann
fluttist vestur að Núpi þar sem
bróðir hans bjó fyrir. Sigtryggur
skrifar svo um tilurð garðsins:
„Við bræður Kristinn og eg höfð-
um erft frá föður okkar yndi af
gróðri jarðar og vinnu að honum.
Og þegar eg vorið 1905 fluttist til
Dýrafjarðarþinga og settist að hjá
bróður mínum, þá bauð hann mér
að kjósa hvern blett, sem eg vildi
á eignar- og ábýlisjörð sinni, Núpi,
til gróðrarreits mér til ánægju. Þótti
mér mjög vænt um boð þetta og
ásetti mér að nota það.“ Garðinum
fann Sigtryggur svo stað allskammt
frá bænum, örlítið upp í fjallshlíð-
inni þar sem ræktunarskilyrði þykja
heldur hrjóstrug enda einn tilgang-
ur garðsins að sýna fram á það
hvað allt væri hægt að rækta – þrátt
fyrir bág skilyrði.
Mannrækt og garðrækt
Séra Sigtryggur hugsaði garðinn
þó fyrst og fremst sem kennslutæki
og lærdómsstað fyrir nemendur á
Núpi, þangað sem þeir gætu komið
til þess að fræðast um plöntur og
garðrækt og ýmislegt annað í nátt-
úrufræðum. Hann lagði töluverða
áherslu á ræktun nytjajurta og það
að venja nemendur á neyslu þeirra.
Í hugmyndafræði hans tíma fóru
því saman mannrækt og garðrækt,
ekki ósvipað þeim pælingum sem
nú liggja að baki skólagörðum sam-
tímans og þeim námsgörðum sem
nú eru að sækja fram og komast í
tísku, en þar læra börnin einmitt að
rækta ofaní sig um leið og fram fer
kennsla í ýmsu tengdu náttúrufræð-
um og fleiri fögum.
Fyrstu nytjaplönturnar sem
ræktaðar voru í Skrúði voru kart-
öflur, rófur og rabbarbari en fljót-
lega bættust í hópinn berin rifs og
sólber, auk kúmens. Íslenskar jurt-
ir voru Sigtryggi einnig ofarlega í
huga og komu hér við sögu garða-
brúða, blákolla, umfeðmingur,
mjað jurt, jarðarber, sigurskúfur,
beiti lyng og fjóla. Þessar komu
úr Fnjóskadal og Eyjafirði. Aðrar
voru nærtækari eins og baldursbrá,
aronsvöndur, jökulsóley, melasól,
bláklukka, ætihvönn, geitla, brúð-
berg, brönugrös og fleiri. Þriðji lið-
urinn í ræktuninni voru svo ýmsar
trjátegundir.
Reyniplöntur og hvalbeinshlið
Á stofndegi garðsins, sem var þann
7. ágúst 1909, var veður gott og
nokkur hópur manna viðstaddur.
Þessi dagsetning var engin tilvilj-
un en hún átti að vísa í að 150 ár
voru þá liðin frá því að séra Björn
Þorláksson setti niður fyrstu kart-
öflurnar í Sauðlauksdal, eða öllu
heldur kom þeim fyrir í jarðvegi. Á
stofndeginum var reist myndarlegt
hlið úr hvalbeinum sem enn stend-
ur og myndar inngang garðsins.
Til þess að vekja enn betur
athygli nemenda á garðinum og
staðnum datt Sigtryggi í hug að
bjóða hverjum nemanda sem út-
skrif aðist úr skólanum að gróður-
setja reyniplöntu sem sá hinn sami
nemandi gat svo hlúð að og haft
umsjón með. Þetta var gert fyrstu
ár garðsins og varð auðvitað líka
til þess að garðurinn stækkaði og
óx um leið og útskrifuðu nemendur
skutu þarna rótum á táknrænan hátt
og um leið skrúðgarðrækt.
Heimildir:
Sigtryggur Guðlaugsson: Skrúður á
Núpi. Græðsla og gróður í 40 ár. Fram-
kvæmda sjóður Skrúðs, 2004.
Skrúður
– til fæðu, fjölnytja og fegurðar
Nú er góður tími
til þess að fara í göngu í næsta
lystigarð eða skrúðgarð og
skoða gróðurinn í snemmvetr-
ar búningi. Nú þegar komið er
vel fram í nóvember þá er gróð-
urinn kominn í vetrarskrúðann
og augljóst tækifæri til þess að
upplifa þær sem slíkar. Þetta er
ekki síður áhugavert fyrir þau
sem eru að huga að einhverri
endurnýjun í garðinum og eru
að velta fyrir sér hvaða plöntur
er gaman og gott að velja. Þá er
nefninlega ekki síður mikilvægt
að sjá hvernig þær eru yfir vetr-
artímans eins og yfir sumartím-
ann.
Minnisvarði var reistur í garðinum Skrúði við Núp í Dýrafirði um þau hjónin Sigtrygg og frú Hjaltlínu, upphafsfólk
og umsjónarfólk garðsins lengi vel.
Kristín Þóra Kjartansdóttir
sagnfræðingur og garðyrkjunemi
kristinkj@gmx.net
Gróður og garðmenning
NÚ, ÞEGAR framundan eru sauðfjár-
sæðingar, er ástæða til að nefna örfá
atriði og velta þeim aðeins fyrir sér.
Þessi starfsemi á sér langa sögu
hér á landi og hefur skilað miklum
framförum í íslenskri sauðfjárrækt.
Á síðasta áratug hefur umfang
starfseminnar aukist mikið og ekk-
ert vafamál að það á sinn ómælda
þátt í miklum ræktunarframförum
allra síðustu ára.
Það má segja að veiki hlekkur-
inn í þessari starfsemi hafi verið að
upplýsingar um sæðingaárangur frá
stöðvunum hafa verið brotakennd-
ari en eðlilegt er um jafn umfangs-
mikla starfsemi og raun ber vitni.
Úr þessu var reynt að bæta á síðasta
vetri þegar tekin var upp skipuleg
skráning sæðinga í FJARVIS.IS,
sem gefur möguleika á samræmdu
uppgjöri um starfsemina um allt
land. Reynt verður að gefa yfirlit
um árangurinn í desember 2008 í
næsta eða þarnæsta blaði.
Við blasir samt að árangri sæð-
inganna hefur líklega eitthvað örlít-
ið hrakað á allra síðustu árum. Þetta
er þróun sem verður að snúa við. Í
því sambandi er ástæða til að benda
á að um þessa starfsemi getum
við helst borið okkur saman við
Norðmenn. Við höfum lengstum
verið með talsvert meira umfang
í þessari starfsemi hér á landi og
lengstum hefur árangur okkur við
notkun á fersku sæði verið umtals-
vert betri en þar. Nú hefur þetta
snúist okkur allt á verri veg. Á
síðustu tveim árum hefur árang-
urinn hjá Norðmönnum við notk-
un á fersku sæði batnað umtals-
vert meðan við horfum á öndverða
þróun og hafa þeir nú greinilega
náð nokkru betri árangri en hér
er nú. Þeir hafa lagt gríðarmikla
áherslu á vönduð vinnubrögð við
sæðingarnar og þakka árangurinn
eingöngu því. Þarna er greinilega
talsvert fyrir okkur að vinna og full
ástæða til, vegna þess að augljóst er
að um hagkvæmni sæðinganna er
góður árangur lykilatriðið.
Þá virðist alveg ljóst að árang-
ur sæðinga, ef notuð er samstilling
gangmála, verður lakari með hverju
ári og virðist ekki með nokkru móti
mögulegt að mæla með slíku nema
þegar sérstakar aðstæður kalla á
það.
Á síðustu árum hafa sæðinga-
tilraunir aðallega snúið að notkun
á djúpfrystu sæði. Árangurinn við
notkun þess reynist of breytilegur
en þar sem mest er vandað til verka
eru menn að ná góðum árangri.
Ljóst er samt að þessi aðferð verður
um kostnað aldrei samkeppnisfær
við notkun á fersku sæði og virð-
ist sem á næstu árum verði notkun
þess öðru fremur bundin nokkrum
svæðum á landinu sem enn búa við
ótryggar samgöngur á þeim tíma
sem þessi starfsemi fer fram.
Tilgangur sæðinganna, sem er
að dreifa besta erfðaefninu í stofn-
inum hraðar en mögulegt er á
annan hátt og þannig ná meiri rækt-
unarframförum, má að sjálfsögðu
aldrei gleymast.
Í sambandi við kjötgæði, sem
lögð hefur verið mest áhersla á við
val stöðvahrútanna um árabil, blas-
ir feikilega mikill árangur við um
allt land. Þetta sést glöggt á þeim
ótrúlegu framförum sem orðið hafa
um allt land í gæðum dilkakjöts,
bæði vöðvamati og á allra síð-
ustu árum ekki síður í fitumatinu.
Auðvelt er að sýna fram á að þær
breytingar má að meginhluta rekja
beint til vals sæðingahrútanna.
Framfarir sýnast það örar að víða
sér maður að bú sem lagt hafa af
notkun sæðinga í þrjú eða fjögur
ár dragast strax verulega aftur úr í
þróuninni. Greinilegast sést samt
árangur í ómsjármælingum lamb-
anna. Þar eru framfarir með ólík-
indum miklar og líklega meiri en
dæmi eru um í nokkru öðru landi.
Það er hins vegar ljóst að nauð-
synlegt er fyrir okkur að stefna
að því að ná hliðstæðum árangri
í ræktunarstarfinu á næsta áratug
afurðaeiginleikum ánna (frjósemi
og mjólkurlagni). Fyrir þessa eig-
inleika hafa breytingar ekki verið
sem skyldi á síðustu tveim áratug-
um. Með því að virkja sæðinga-
starfsemina í því ræktunarstarfi á
hliðstæðan hátt og fyrir kjötgæðin
eigum við að geta náð hliðstæðum
árangri þar. Þetta mun skila sauð-
fjárbændum mun meiru í aðra hönd
en einhliða áhersla á kjötgæði,
þó að áfram verði stefnt að því að
auka þau. Ég vænti þess að á síð-
ustu tveimur, þremur árum megi í
hrútaskrá stöðvanna greina skýra
breytingu í þessa veru.
Nýleg, norsk rannsókn á skipu-
lagi sauðfjárræktar, sem vonandi
gefst tækifæri til að fjalla nánar
um hér í blaðinu á næstunni, sýnir
að árangursríkasta skipulag í rækt-
unarstarfi við aðstæður eins og eru
hér á landi er áreiðanlega notkun
sæðinga á líkan hátt og hér hefur
verið um árabil.
Það sem hér hefur verið bent
á ætti því að vera bændum, sem
vinna að ræktunarstarfi í sauðfjár-
rækt hér á landi, hvatning til að
nýta sæðingastarfsemina í sauðfjár-
rækt áfram af sama krafti og verið
hefur. Slíkt mun áfram skila okkur
hagkvæmari sauðfjárstofni fyrir
framleiðsluna en við höfum áður
haft. Um leið verður að hvetja til
vandvirkni við framkvæmd sæð-
inganna þannig að öfugþróun allra
síðustu ára og versnandi árangri,
sem ræddur er í byrjun greinarinn-
ar, verði snúið við. JVJ
Sauðfjársæðingar í vetur
MÉR ER sagt að það tíðkist sums
staðar á landinu að tjóðra hunda
langtímum saman og við illa
aðbúð stundum. Hundaeigendur
sem þetta gera ættu að gá að sér
og hugsa til þess hvernig aum-
ingjans hundunum líður og setja
sig í þeirra spor.
Í reglugerð nr. 1077/2004
um aðbúnað og umhirðu gælu-
dýra segir svo í III. kafla 9.gr.
m.a. Ekki skal skilja hund eftir
einan og eftirlitslausan lengur en
6 klst. í senn nema í undantekn-
ingartilfellum. Aðeins er heimilt
að tjóðra hunda, ef nauðsyn ber
til og þá einungis stuttan tíma í
senn.
Óheimilt er að loka hund inni
í litlu, þröngu og gluggalausu
rými. Sé hundur hafður í búri eða
stíu skulu þau uppfylla lágmarks-
kröfur, sem koma fram í viðauka
við reglugerðina.
Hvernig væri að dýralæknar
og dýraverndarfólk og allir góðir
menn létu þetta til sín taka og
bentu eigendum tjóðurhunda á
að bæta sitt ráð. Til dæmis með
því að rétta þeim afrit af þess-
um pistli. Eigendur tjóðurhunda
eru líka flestir góðir, eða jafnvel
allir, en líklega hugsunarlausir. Í
stað þess að tjóðra hundana mætti
útbúa gerði, sem fullnægði kröf-
um um dýravernd.
Farið vel að öllum dýrum, líka
hundum, og látið þau njóta réttar
síns.
Hundsleg meðferð
Sigurður Sigurðarson
dýralæknir
sigsig@hi.is
Sauðburður