Bændablaðið - 19.11.2009, Blaðsíða 23

Bændablaðið - 19.11.2009, Blaðsíða 23
23 Bændablaðið | fimmtudagur 19. nóvember 2009 FYRIR RÚMU ári sagði ég frá norsk- um rannsóknum á áhrifum stakerf- ðavísa á vöðva- og fituvöxt hjá þar- lendu fé. Þar var byggt á frásögn úr tímaritinu Sau og geit. Fyrir nokkr- um dögum barst mér í hendur ný doktorsritgerð um þessar rannsókn- ir. Höfundur hennar heitir Inger Anne Boman. Í þeim ritgerðum sem mynda þetta verk er mögulegt að fá miklu skýrari mynd af þessu, bæði erfðavísunum sem um er að ræða og áhrifum þeirra. Á síðasta áratug hafa rannsóknir sem miða að því að finna og skil- greina einstaka erfðavísa, sem liggja að baki ákveðnum eiginleik- um, stóraukist. Rannsóknir eru að vísu talsvert minna gerðar á sauðfé en ýmsum öðrum búfjártegundum. Í Noregi virðast lengi hafa verið dæmi um mjög öfgakennda vöðva- söfnun hjá einstökum kindum sam- hliða ákaflega lítilli fitusöfnun. Grunur var því um að þetta kynni að skýrast af áhrifum stórvirkra erfðavísa. Þess vegna voru settar í gang rannsóknir til að leita erfða- vísa sem skýrðu þetta. Leitaðir voru uppi þannig afbrigðilegir ein- staklingar þar sem þeir fundust í sláturhúsum. Í öðru búfé, sérstaklega naut- gripum, var tilvist slíkra erfðavísa þekkt úr rannsóknum. Yfirleitt er um að ræða stökkbreytingar í svo- nefndu myostatin-geni, en það hefur mikil áhrif á stjórn vefj- arvaxtar (sérstaklega vöðvavaxtar). Fyrir um áratug komu fyrstu nið- urstöður rannsókna á sauðfé þegar fundnar voru vísbendingar um slíka stakerfðavísa hjá Texel-fé, sem höfðu verulega mælanleg áhrif á vöxt. Þegar farið var að skoða erfða- efni frá slíkum afbrigðilegum grip- um í norsku, hvítu fé (en það er blanda gömlu, norsku kynjanna, annarra en Spælsau, hér eftir skammstafað NWS) fannst stökk- breyting sem virtist bundin þess- um einstaklingum, en um leið var ljóst að áðurnefnda stökkbreytingu hjá Texel-fé var einnig að finna. Þó að efniviðurinn væri ekki mikill að umfangi var skýrt að öfgarnar voru bundnar þessari nýju stökkbreyt- ingu. Þannig var vöðvamat 13,6 hjá slíkum arfhreinum gripum á meðan það var 8,0 hjá samanburð- arhópi án þessa breytta erfðavísis. Í fituflokkun voru tölurnar 3,7 hjá þessum arfhreinu gripum en 6,2 hjá samanburðarhópunum. Lömbin sem um ræðir voru mjög væn eða um 23,0 kg að jafnaði í fallþunga. Rétt er að geta þess að í kjötmati í Noregi eru notaðir + og – flokkar á alla aðalflokka, bæði í vöðva- og fitumati, þannig að raunhæfur töluskali í matinu hjá þeim er 1-15. Þegar um var að ræða dilka sem voru með Texel-stökkbreytinguna komu fram viss áhrif í kjötmatinu, sem þó voru smávægileg í sam- anburði við áhrifin af hinu geninu. Samskonar skrokka og sagt hefur verið frá hjá NWS var einnig að finna hjá Spælsau (kyninu sem talið er náskylt íslensku fé). Þegar farið var að skoða þá reyndist ekki þar að finna stökkbreytinguna sem fundin var hjá NWS, en DNA- greiningin sýndi hins vegar fram á nýja stökkbreytingu í þessu sama geni hjá þessum Spælsau-lömbum. Til gamans má geta þess, að fram kemur að árið 2007 hafi landsmeð- altal fyrir vöðvaflokkun hjá þessu fé í Noregi verið 6,3 fyrir vöðva- flokkun og 5,3 fyrir fituflokk. Því er skiljanlegt að sjáanleg áhrif komi fram við blöndun við íslenskt fé. Snúum okkur þá að öðru. Þegar búið var að finna þessi þrjú gen (stökkbreytingar) hjá norsku sauðfé var hafist handa við að greina arf- gerðir hjá öllum sæðingahrútum, en Norðmenn eru það heppnir að eiga genabanka nokkuð aftur í tím- ann, þannig að þetta má skoða yfir talsverðan tíma. Niðurstöðurnar fyrir hrútana af NWS-kyninu eru sýndar á mynd. Hjá Spælsau fannst stökkbreytingin í því kyni aðeins hjá hrútum, sem voru feður eða forfeður þeirra lamba sem genið hafði fundist í, þannig að þar með er orsakasambandið talið fullljóst. Það sem forvitnilegt er að sjá á myndinni er að tíðni Texel-gensins stóreykst og það löngu áður en nokkur veit að það er að finna í stofninum (fyrir 2004-2005). Ástæða þessara breytinga er sögð val fyrir aukinni vöðvasöfnun, og þættirnir sem mestu hafi ráðið, BLUP kynbótamat og EUROP kjötmat, en báðar þessar breytingar urðu nokkrum árum áður í Noregi en hér á landi. Þegar erfðavísarnir höfðu verið greindir hjá NWS-fénu voru leitað- ar uppi hjarðir þar sem tíðni erfða- vísanna virtist nokkur. Á þennan hátt var skipulögð tilraun með sam- anburð á skilgreindum arfgerðum þar sem ætlunin var að skoða áhrif þeirra á aðra framleiðslueiginleika hjá fénu. Í þessa tilraun náðust 100 ær í tvö ár, dreifðar á nokkur bú. Tilraunin staðfesti að sjálfsögðu hin miklu áhrif nýja erfðavísisins á kjötmatsþættina (vöðva og fitu). Hins vegar var vöxtur arfhreinna lamba minni, mælt út frá þunga lambanna á fæti, þó að kjöthlut- fallið væri að vísu það miklu hærra að fallþungi varð meiri. Það hefur verið sett fram sem skýring þess að þessi eiginleiki breiddist ekki meira út en raun ber vitni, þó að hann hafi verið þekktur í fjölda áratuga, að á þessi lömb var ætíð litið sem smá- lömb. Þegar farið var að skoða upp- lýsingar um frjósemi og lambahöld voru niðurstöðurnar umhugsunar- verðar. Það kom í ljós að frjósemi ánna sem áttu að bera lömbum með nýja erfðavísinn var minni og enn greinilegra virtist að vanhöld, sem samt gekk erfiðlega að skýra þrátt fyrir krufningu lamba, voru miklu meiri hjá lömbunum með þessa „nýju“ arfgerð. Neikvæð áhrif af Texel-geninu komu hins vegar ekki í ljós í þessum tilraunum. Norsku sauðfjárræktarsamtök- in tóku í ljósi þessa ákvörðun um að eyða þessum tveim nýju stökk- breytingum hjá norsku fé. Þau virð- ast álykta að vænta eigi hliðstæðra áhrifa af nýja geninu hjá Spælsau eins og geninu hjá NWS, þó að ekki liggi fyrir tilraunaniðurstöð- ur þar um. Þess vegna var öllum sæðingahrútum með þessi gen fargað og ekki verða teknir á stöðv- arnar slíkir hrútar. Þetta er í meg- inatriðum sömu aðferðir og hér er beitt í sambandi við áhættuarfgerð vegna riðu. Tíðni Texel-gensins mun hins vegar halda áfram að aukast ef að líkum lætur og líklega aðeins áraspursmál hvenær stofn- inn verður arfhreinn fyrir það gen. (Um leið hverfur að sjálfsögðu sá erfðabreytileiki sem það skapaði og menn hafa verið að vinna úr á undanförnum árum). Öðru hverju á undanförnum árum hafa komið upp umræður á meðal íslenskra sauðfjárrækt- armanna um það, hvort kunni að vera um stórvirka erfðavísa að ræða í sambandi við vöðvavöxt og fitusöfnun (fituleysi) hjá íslensku fé. Ég tel mig alveg geta fullyrt eftir nákvæma skoðun á þessum niðurstöðum að hliðstæður við þá tvo nýju erfðavísa sem þarna er lýst hjá norsku fé er ekki um að ræða í íslenska sauðfjárstofninum. Við höfum einfaldlega það gott yfirlit yfir íslenskt fé, að við vitum að frá- vik eins og þau sem þarna er lýst er alls ekki að finna hér á landi. Hvort mögulega sé um að ræða gen eins og Texel-genið skal ekkert fullyrt um, þó að ég telji það fremur ólík- legt og höfða þar aðeins til þeirrar þekkingar sem ég tel mig hafa á sauðfé í landinu. Norðmenn sem unnið hafa að rannsóknum með Inger og séð tölur um árangur síð- ustu ára fullyrða að hann sé ekki mögulegur nema verið sé að vinna með slík stórvirk gen. Ég held að svarið liggi fremur í enn markviss- ara ræktunarstarfi en í flestum öðrum löndum, sem skilað hefur þessum árangri. Einu áhrifin af þessum toga sem ég tel mig þekkja með vissu eru vöðvasöfnunaráhrifin sem tengj- ast erfðavísi fyrir bógkreppu. Hér held ég megi aðeins horfa til tals- verðra hliðstæðna, bæði hjá öðrum sauðfjárkynjum og svipuðum fyr- irbærum hjá öðrum búfjárkynjum. Það sem ég hef séð í sambandi við bógkreppuna hefur vakið mig til umhugsunar um annan möguleika. Þegar um er að ræða víkjandi eig- inleika eins og bógkreppan er, og ef hún er nátengd á litningi erfða- vísum fyrir miklum vexti, þá er sá möguleiki fyrir hendi að úrval fyrir auknum vöðvavexti ferji með sér víkjandi eiginleikann og snarauki þannig tíðni hans. Ef þessi tilgáta er rétt er sá möguleiki fyrir hendi að í hjörðum þar sem dulinn galli fyrir bógkreppu finnst, sé hann á þennan hátt blásinn upp í stofninum þann- ig að „eldurinn“ geti logað miklu meira en eðlilegt er, loksins þegar hann brýst út. Vonandi er þessi til- gáta mín röng, en engu að síður er rétt að gera sér grein fyrir þessum möguleika. Jón Viðar Jónmundsson landsráðunautur í búfjárrækt Bændasamtökum Íslands jvj@bondi.is Kynbótastarf Rannsókn á stórvirkum erfðavísum fyrir vöðva- og fituvexti hjá norsku sauðfé Sauðfjárræktarkerfið Fjarvis.is Í samstarfi við Bændasamtök Íslands og Búnaðarsamband Suðurlands. Kennarar: Jón Baldur Lorange Bændasamtök Íslands og Þórey Bjarnadóttir ráðunautur Tími: Boðið verður upp á tvö námskeið: I: 20. nóvember kl. 13 - 20 á Suðurlandi. I: 5. febrúnar kl. 13 - 20 í Austur- Skaftafellssýslu. Verð: kr. 14.000 kr. Aðventuskreytingar Kennari: Guðrún Brynja Bárðardóttir brautarstjóri blómaskreytingabrautar LbhÍ. Tími: 21. nóvember kl. 10 - 16 hjá LbhÍ á Reykjum í Ölfusi. Verð: kr. 16.900 (efni innifalið). Heimavinnsla osta Kennari: Þórarinn Egill Sveinsson mjólkurverkfræðingur. Tími: 24. nóvember kl. 10 - 17 á Egilsstöðum. Verð: kr. 12.000. Spjaldvefnaður I Kennari: Philippe Ricart listamaður frá Akranesi. Tími: 27. nóvember kl. 13-17 og 28. nóv. kl. 9-16 á Hvanneyri. Verð: kr. 19.500. Sauðfjársæðingar Kennari: Þorsteinn Ólafsson dýralæknir Tími: Boðið verður upp á þrjú námskeið: I: 26. nóvember kl. 13-18 á Laufási við Eyjafjörð II: 2. desember kl. 13-18 á Stóra-Ármóti III: 3. desember kl. 13-18 á Hesti í Borgarfirði Verð: kr. 9.200 Jarðvegur, áburður og áburðarnotkun Kennari: Ríkharð Brynjólfsson prófessor við LbhÍ Tími: Boðið verður upp á tvö námskeið: I: 8. desember kl. 10 - 16:30 á Hellu II: 19. janúar kl. 10 - 16:30 á Hvanneyri Verð: kr. 13.000. Völd og lýðræði í skipulagi Kennari: Sverrir Ö. Sverrisson skipulagsfræðingur Tími: 8. janúar – 29. janúar. (6x) í Reykjavík Verð: kr. 52.000. Járningar og hófhirðing Kennari: Sigurður Oddur Ragnarsson járningameistari Tími: 23. janúar kl 10 - 18 og 24. janúar kl. 9 - 16 á Miðfossum Verð: kr. 22.900. Eldi og aðbúnaður nautkálfa Kennari: Berglind Ósk Óðinsdóttir Bændasamtökum Íslands Tími: 27. janúar kl. 13 - 17 á Hvanneyri Verð: kr. 9.000. Lífræn aðlögun sauðfjárræktar Í samstarfi við Vottunarstofuna Tún ehf. Kennarar: Gunnar Á. Gunnarsson framkvæmdastjóri Vottunarstofunnar Túns, Ólafur R. Dýrmundsson landsráðunautur o.fl. Tími: 29. janúar kl. 12:45 - 17 á Stóra Ármóti. Verð: kr. 12.000. Allar nánari upplýsingar má finna á www.lbhi.is/namskeid Skráning fer fram á endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000 Námskeið fyrir þig! Tí ðn i Fj öl di A I h rú ta Fjöldi AI hrúta Fæðingarár Til sölu Dodge Ram 3500 6.7 disel. Árg 07 ekinn 348 þús. km. 6 gíra beinskiptur. 350hö. dráttarbeisli. Kastarar, heitklæðn- ing í palli, burðargeta 2.2t, mót- orbremsa. Pallhús getur fylgt. Vsk bíll. Verð 3.550.000 m/vsk. Uppl. í 896-0593

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.