Bændablaðið - 19.11.2009, Page 28

Bændablaðið - 19.11.2009, Page 28
20. tölublað 2009 Fimmtudagur 19. nóvember Næsta tölublað Bændablaðsins kemur út 3. desember Guðmundur Magnússon, bú- fræð ingur, kennari og sjálfstætt starfandi trésmiður á Flúð um, er farinn að framleiða viðarklæðn- ingar úr íslenskum skógum, en hingað til hefur einungis inn- flutt timbur verið fáanlegt. Guð- mund ur kynnti framleiðslu sína föstu daginn 6. nóvember sl. á tré smíðaverkstæði sínu og sýndi hvernig sérsmíðuð vél hans frá Kanada breytir 40 cm löngum trjábútum í skífur sem nota má í utan- og innanhússklæðningar, í skjólveggi og annað í þeim dúr. Má ljóst vera að margvíslegir möguleikar skapast fyrir skógar- bændur með þessari nýjung, auk þess sem það hlýtur að telj- ast þjóðhagslega hagkvæmt að Íslendingar framleiði eigið efni til viðarklæðninga. Hugmyndin fæddist á Azoreyjum „Þegar hugmyndin fæddist árið 2002 var ég að vinna á Azoreyjum, við hús sem var klætt með þess- um hætti. Þá hugsaði ég með mér að það væri nú alveg kjörið fyrir Íslendinga að geta unnið svona efni sjálfir,“ segir Guðmundur um upphaf þess að hann fór að gefa þessum möguleika gaum. Hann var einn af stofnendum Límtrés á Flúðum árið 1982 og hefur verið laustengdur fyrirtækinu allar götur síðan. „Ég hef unnið að ýmsum verkefnum fyrir þá og var einmitt að vinna að einu slíku á Azoreyjum þegar hugmyndin um íslenskar við- arklæðningar varð til. Ég fór fyrst á námskeið hjá IMPRU til að þróa þessa hugmynd fyrir íslenskar aðstæður og fór svo í vettvangsferð til Kanada til að kynna mér betur vélar sem notaðar eru til að fleyga timbur. Það endaði svo með að ég fór aftur til Kanada og samdi um smíði á slíkri vél fyrir mig, sem ég fékk í ágúst árið 2008. Í millitíðinni vann ég að hugmynd- inni að þessu handvirkt í skapalóni hér heima.“ Trén nýtast vel þótt kræklótt séu Guðmundur segir útbreiddan mis- skilning, að eftir því sem klæðn- ingin sé þykkari því betri sé hún. „Raunin er sú að vélin sagar efnið í fleyg þannig að það er um 2 mm í annan endann og um 10 mm í hinn. Það gerir það að verkum að efnið þornar hratt og vel inn á milli ef það blotnar og fúasveppurinn þrífst því ekki. Eins og þessar skífur eru unnar þá kemur það ekki að sök þó að tré hér á landi séu kræklótt, því að þau eru söguð niður í 40 cm búta og þannig fara þau í gegnum vél- ina.“ Sem stendur vinnur Guðmund- ur að klæðningu úr furu á hús fyrir skógarbóndann Huldu Guð munds- dóttur á Fitjum í Skorradal. „Um er að ræða innanhússklæðningu í hús eða skemmu sem meðal annars er notuð fyrir ferðamenn. Þar vinn ég með furu úr hennar eigin skógi í Skorradal, en furan var 18 ára þegar hún var felld. Það er það mikið af efniviði sem fellur til í skógunum núna að ég sé fram á ágætt framboð á næstu árum. Vélin er líka þannig gerð að hún getur tekið við efni af ýmsum gerðum og það nýtist líka vel. Þá eru afköstin líka ágæt. Lerkið er kannski mest spennandi,“ segir Guðmundur um efnið úr íslensku skógunum. „Hægt er að vinna það nánast um leið og svo er það afar fallegt.“ -smh Efniviður til viðarklæðninga úr íslenskum skógum – Guðmundur Magnússon á Flúðum vinnur frumkvöðlastarf Fura úr skógræktinni á Fitjum í Skorradal sem Guðmundur vinnur með þessa dagana. Dæmi um það hvernig efni unnið af Guðmundi nýtist við ýmsar aðstæður. Sýnishorn af klæðningu sem Guðmundur hefur nýverið unnið. Dagskrá minning- arsamkomu – 60 ár frá komu þýskra landbúnaðarverkamanna Samkoman verður haldin á Hót- el Sögu laugardaginn 21. nóvem- ber: Setning kl. 14:00. Ávarp þýska sendiherrans á Íslandi, Dr. Karl- Ulrich Müller. Þýska landnámið; Pétur Eiríks son, sagnfræðingur. Minningar frá 60 árum; Nína Rós Ísberg, mannfræðingur. Ávarp Bænda samtakanna. Fundurinn er öllum opinn. Þeir sem komu frá Þýskalandi fyrir 60 árum eru sérstaklega velkomn- ir. Fyrirlestrarnir verða haldnir á íslensku. Nýtt og endur- bætt ungkálfa- fóður frá MS Nú er komið á markað nýtt og endurbætt ungkálfafóður frá Mjólkursamsölunni. „Helsta breytingin er að í stað valsa- þurrkunar er blandan nú úða- þurrkuð sem hjálpar til við að varðveita upphafleg gæði mjólk- urinnar auk þess sem blandan verður auðleystari. Þau meg- inmarkmið sem höfð voru að leiðarljósi var vöxtur, heilbrigði og matarlyst ungkálfa,“ segir Björn S. Gunnarsson, vöruþró- unarstjóri MS. „Hið nýja MS Ungkálfafóður er gert úr besta fáanlegu hráefni, fituskertri íslenskri mjólk. Með fituskerðingu hækkar hlutfall pró- teina sem er æskilegt til að mæta næringarþörfum kálfsins. Blandan er einnig vítamín- og steinefnabætt til að fyrirbyggja mögulega hörg- ulsjúkdóma. Helst má þar nefna E-vítamín, járn, joð og selen. Þessu til viðbótar hefur blandan nú verið bætt með Fibosel®, virkum hreinsuðum gerjunarafurðum sem á náttúrulegan hátt örva almennt þol gagnvart kálfaskitu. Rannsóknir sýna að máltæk- ið „Lengi býr að fyrstu gerð“ er í fullu gildi því grunnurinn að góðri mjólkurkú er lagður strax á mjólk- urskeiðinu. Til að byggja upp mótstöðu fyrir sýkingum er mikilvægt að kálfur- inn fái broddmjólk sem fyrst eftir burð og fyrstu þrjá til fjóra dagana. Síðan tekur MS Ungkálfafóður við og algengast er að nota duftið í 12-17% lausn og gefa 2-2,5 l tvisv- ar á dag. Ungkálfar skulu hafa frjálsan aðgang að vatni, ungkálfa- kögglum og heyi,“ segir Björn að lokum. Frétt frá MS

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.