Bændablaðið - 08.07.2010, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 08.07.2010, Blaðsíða 10
      Helgina 24.-27. júní sl. var garðyrkju- og blómasýn- ingin „Blóm í bæ“ haldin í Hveragerði í annað sinn. Á þessu ári fagnar Garðyrkjufélag Íslands 125 ára afmæli sínu og tók sýn- ingin talsvert mið af þeim tímamótum. Þema sýn- ingarinnar var „Börn og ævintýri“ og mátti því sjá litla ævintýraheima hér og hvar í bænum. Íbúarnir tóku virkan þátt í sýningunni með því að skreyta hús sín og garða á frumlegan hátt með blómum og víða var gestum og gang- andi boðið upp á grænmet- issúpu. Að sögn Elvu Daggar Þórðardóttur, verkefnisstjóra sýningarinnar, gekk sýningin mjög vel og er áætlað að um 30 þúsund manns hafi sótt hana heim, sem er svipað og í fyrra. Hún segir að nú hafi verið gerð varanleg sýning- arsvæði undir garðplöntur sem og sérstakt rósasýning- arsvæði. Smágarðar Sýning frá smágarðasamkeppni Félags íslenskra landslagsarkitekta og Hveragerðisbæjar frá 2009. T.v. er Farfuglagarður eftir Birki Einarsson og Kryddkistan eftir Björn Axelsson t.h.. Í Lystigarðinum Í Lystigarðinum í Hveragerði var garðplöntusýning- arsvæði garðplöntuframleiðenda og þar vöktu litfagrir blómaskúlp túrar mikla athygli. Markaðssvæðið var þar steinsnar frá og þar mátti finna garðyrkjutjöld, handverkstjöld, umhverfistjald og mat- vælatjald. Í íþróttahúsinu var sýning á afskornum blómum og pottaplöntum á miðju gólfinu. Sölu- og kynningarbásar voru umhverfis sýninguna. Blómasýning

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.