Bændablaðið - 07.07.2011, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 07.07.2011, Blaðsíða 20
20 Bændablaðið | fimmtudagur 7. júlí 2011 Hægt hefur miðað í sókn Íslendinga í annarri orkufram- leiðslu en raf- og jarðhitaorku. Gríðarleg umfjöllun hefur eigi að síður verið um að innleiðing annarra orkugjafa en jarðefnaolíu á einkabílaflotann, samgöngutæki og fiskiskip sé rétt handan við hornið. Það virðist þó vera ansi drjúgur spottinn handan hornsins. Allavega hafa Íslendingar ekki enn í sjónmáli lausn á málinu þó að sennilega eigi fáar þjóðir betri möguleika í þessum efnum. Víst er að í landbúnaði felast miklir möguleikar til eldsneytisfram- leiðslu, bæði á lífdísil og metangasi. Það verður þó ekki gert á hagkvæm- an hátt nema með víðtækri samvinnu og samnýtingu margra á tækjum og búnaði til framleiðslunnar. Þarna er greinilega skortur á umræðu, stefnu- mörkun og samhæfingu aðgerða. Spurningin er kannski hver eigi að taka forystuna og draga þann vagn. Eigum við ef til vill eftir að sjá í náinni framtíð velmektugt fólk í íslenskum sveitum með starfsheitið olíubændur? Fálmkenndar aðgerðir Ríkið hefur vissulega veitt afslætti á aðflutningsgjöldum á bílum sem búnir eru tvinnvélum, ýmist fyrir rafmagn og bensín eða bensín og gas, sem og raf- og vetnisbílum. Þá eru starfrækt fyrirtæki hér á landi sem vinna við breytingar á bensínbílum sem gera þeim kleift að nýta inn- lent metangas sem orkugjafa. Mikið lengra nær þessi umræða og fram- kvæmd ekki. Enn eru engar gasá- fyllingarstöðvar utan höfuðborgar- svæðisins og vetni, sem átti að leysa allan vanda sem orkugjafi framtíðar, virðist ekki vera að ná fótfestu hjá vélaframleiðendum vegna kostnaðar. Lítil áhersla á atvinnutækin í landinu Megináherslan hérlendis hefur snúist um lausnir fyrir einkabílaflotann og ráðamenn eyða miklu púðri í að ræða hvernig almenningur geti minnkað útblástur koltvísýrings. Á meðan er lítið rætt um atvinnutækin svo sem trukka, dráttarvélar, jarðvinnuvélar og skipaflotann sem að mestu er knúinn dísilvélum. Þessi atvinnutæki nota samt megnið af því jarðefna- eldsneyti sem flutt er til landsins. Undantekningin frá þessu eru þær tilraunir sem gerðar hafa verið með notkun á gasi frá sorphaugum höfuð- borgarsvæðisins og vetni á strætis- vagna á höfuðborgarsvæðinu. Gas er m.a. notað til að knýja sendibíla og sorpbíla á höfuðborgarsvæðinu. Þessi notkun á gasi er þó enn sem komið er vart meira en dropi í hafið sem mótvægi við innflutning á olíu og bensíni. Dísilvélin áfram mikilvæg Í dag er engin tækni í sjónmáli sem leysa mun dísilvélarnar af hólmi á hagkvæman hátt. Rafvélar hafa verið nefndar sem vistvænasta lausnin sem til er. Þetta er þó vart annað en hálfsannleikur. Með notkun rafbíla er loftmengun frá bílunum sjálfum útrýmt en mikil eiturefnamengun sem felst í framleiðslu rafbúnaðar er flutt til kínverskra náma- og iðn- aðarsvæða. Hvað verður um rafgeymana eftir notkun er síðan vandamál sem lítið er rætt um. Vissulega geta Íslendingar tappað hreinni orku á rafgeymana og vísað öllum neikvæðu hlutunum á aðrar þjóðir, en er okkur siðferðilega stætt á slíku? Vetnisefnarafalar enn of dýrir Notkun vetnis sem orkugjafa er hugsanlega betri lausn fyrir þjóð sem getur framleitt raforku á sjálfbæran og vistvænan hátt. Vandinn er bara sá að vetnistæknin er enn mjög dýr og helstu iðnaðarþjóðir veraldar horfa ekki á vetni sem stóru lausnina þar sem þessar þjóðir hafa ekki yfir að ráða þeirri vistvænu raforkufram- leiðslu sem til þarf. Það verður vart fyrr en kjarnasamrunaorkan verður að veruleika einhverntíma í fram- tíðinni. Á meðan framleiða stór- þjóðirnar raforku að mestu með kjarnorku, kolum og olíu. Benz stefnir enn á vetnisbíla Daimler, móðurfélag Mercedes Benz, hefur eigi að síður tilkynnt að takmörkuð fjöldaframleiðsla á vetnisknúnum bílum hefjist árið 2014, ári fyrr en áður var áætlað. Greint er frá þessu á vefsíðu FÍB. Vetnisbílarnir sem um ræðir eru í raun rafbílar með efnarafal sem breytir vetni í rafstraum. Enn er þó um tilraunaverkefni að ræða en fyrirhugað er að reisa 20 nýjar vetnisstöðvar í Þýskalandi. Í fréttinni kemur reyndar fram að vetnisknúnir efnarafalar séu enn mjög dýrir og Eldsneytisframleiðsla úr olíuríkum jurtum: Olíubændur framleiði eldsneyti á atvinnutæki þjóðarinnar - Miklir möguleikar fyrir hendi en stefnumörkun skortir til að gera Ísland sjálfbært í orkunýtingu Úttekt Bíódísilframleiðsla úr repju er góður kostur fyrir Ísland „Þegar sú staðreynd er skoðuð að jarðeldsneyti er og verður takmörkuð auðlind sem jafnvel muni þverra á næstu áratugum er nauðsynlegt að skoða þær lausnir sem eru í boði hvað varðar þær tegundir endurnýjanlegs eldsneytis sem taka eiga við af jarðeldsneytinu. Í þessu sambandi ber að skoða bíódísil og þá sérstaklega vegna svipaðra eiginleika og jarðdísilinn hefur en framleiðsla á bíódísil úr olíufræjum repjujurtarinnar er góður kostur fyrir Ísland. Þessi orkujurt vex vel hérlendis og fyrir hendi er þekking til þess að fylgja eftir ferlinu frá sáningu að eldsneytinu sjálfu." Úr skýrslu Jóns Bernódussonar sem unnin var fyrir Siglingastofnun 2010; Umhverfisvænir orkugjafar - Ræktun á repju og nepju til framleiðslu á lífrænni dísilolíu fyrir íslenska fiskiskipaflotann Góður árangur Tilraunaverkefni Siglingastofn- unar um ræktun á repju og nepju hér á landi tókst afar vel 2008 til 2009. Ræktuð var repja víða um land. Á Suðurlandi var rækt- að á Þorvaldseyri, Skógasandi og Bakka og eins á Lamb- leiksstöðum við Hornafjörð. Þá var ræktað á Korpu við Reykja- Ósum við Blönduós, í Vallhólma Ólafur Eggertsson bóndi á Þor- valdseyri á repjuakri sínum. líka verða nýtt til olíuframleiðslu í framtíðinni eða einhverjar aðrar olíuríkar jurtir. Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.