Bændablaðið - 07.07.2011, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 07.07.2011, Blaðsíða 8
Bændablaðið | fimmtudagur 7. júlí 20118 Fréttir Landbúnaðarsafn Íslands á Hvanneyri efnir til Farmal- fagnaðar á Hvanneyri laugar- daginn 16. júlí nk. Tilefnið er að heiðra Farmalinn og nánustu ættingja hans, Nallana af ýmsum gerðum. Farmalarnir mynduðu fyrstu bylgju heimilisdráttarvéla hérlendis á árunum 1945-1950 og teljast því tímamótavélar í sveitum landsins. Tilgangur fagnaðarins er að kynna mikilvæga þætti úr tæknisögu land- búnaðarins, einnig að skapa forn- dráttarvélamönnum vettvang til þess að sýna dráttarvélar sínar. Síðast en ekki síst er tilgangurinn að njóta stundarinnar. Helsta mottó fagnaðarins verður „Gömul vél er gaman manns“. Úr smiðju International Harvester Til Farmal-fagnaðarins eru allir áhugamenn velkomnir með forn- dráttarvélar sínar að Hvanneyri, hvaða gerðar sem eru. Eigendur Farmal-véla og annarra forn-drátt- arvéla frá verksmiðjum International Harvester eru sérstaklega velkomnir með gripi sína. Fornvélarnar verða sýndar, sleginn þrælasláttur með nokkrum þeirra og farið í stuttan skrautakstur í fögru staðarumhverfinu. Valdar verða og heiðraðar fallegustu Farmal- forndráttarvélarnar. Alltaf er Farmall fremstur Kynnt verður bók, sem er að koma út um þessar merku dráttarvélar og heitir Alltaf er Farmall fremstur. Höfundur hennar er Bjarni Guðmundsson en útgefandinn Uppheimar hf. Sérstakur gestur á Farmal-fagnaði verður Ólafur Eggertsson bóndi á Þorvaldseyri. Með samstarfsmönnum sínum mun hann kynna dráttarvéla- eldsneyti af íslenskum akri – ræktun á repju og framleiðslu lífdísel-elds- neytis úr henni. Farmal-dráttarvél verður reynd á olíu framleiddri á staðnum. Nánar m.a. á heimasíðu Landbúnaðarsafns, www.landbu- nadarsafn.is. Upplýsingar um Farmal-fagnaðinn veitir Bjarni Guðmundsson, s. 844 7740. Farmalfagnaðurinn á Hvanneyri 16. júlí: „Gömul vél er... gaman manns" - Farmall og Nallarnir heiðraðir Í Landbúnaðarsafni Skagfirskir bændur og Reiðhöllin Svaðastaðir við Sauðárkrók blása til landbúnaðarsýningar og bændahátíðar í Skagafirði þann 20. ágúst nk. Líkt og undanfarin ár kallast hátíðin Sveitasæla og þar mun margt fróðlegt og skemmti- legt bera fyrir augu manna. Meðal þess sem á dagskránni verður á Sveitasælunni má nefna sveitamarkað, vélasýningu skag- firskra bænda og vélasala, hús- dýragarð, leiktæki fyrir börn og kynningu á fyrirtækjum tengdum landbúnaði. Einnig fróðleik um fornar vinnsluaðferðir til sveita, mjaltir og mjólkursýningu, sýning á skeifnasmíði og sjúkrajárningum. Klaufskurður á kúm verður sýndur, þá verður fiskasýning, smalahunda- sýning, hrútasýning, kálfasýning og hundasýning HRFÍ. Hæfileikakeppni gröfumannsins verður þar einnig og keppni í dráttarvélaakstri. Sem og gæðingakeppni, keppni í ungbónda Norðurlands, bændafitness og „bjart- sýnasti bóndinn 2011“. Auk þess verður öllum gestum boðið í grill- veislu þar sem skagfirskir skemmti- kraftar láta ljós sitt skína. Í Reiðhöllinni Svaðastöðum Landbúnaðarsýningin og bændahá- tíðin SveitaSæla er nú haldin hvert ár í Reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki. Sýningin var fyrst haldin árið 2005, en síðast þegar hún var haldin árið 2010 sóttu um eitt þúsund og fimmhundruð gestir sýninguna heim. Það er því óhætt að hvetja sem flesta til þess að taka daginn frá og sækja skagfirska bændur heim laugardaginn 20. ágúst. Nánari upp- lýsingar veitir framkvæmdastjóri sýningarinnar Eyþór Jónasson í síma 453-6440 og í farsíma 842-5240, netfangið er svadastadir@simnet.is. Landbúnaðarsýningin Sveitasæla haldin í Skagafirði 20. ágúst

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.