Bændablaðið - 07.07.2011, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 07.07.2011, Blaðsíða 30
30 Bændablaðið | fimmtudagur 7. júlí 2011 Á markaði Þrátt fyrir sameiginlega landbún- aðarstefnu ESB er mikill munur milli landa í stuðningi við land- búnað. Þetta á einkum við löndin 15 sem mynduðu ESB allt til 1. maí 2004 annars vegar og svo löndin 12 sem hafa gengið í sam- bandið síðan. Í kynningarefni frá landbúnaðardeild framkvæmdar- stjórnar ESB má sjá glæru sem sýnir tekjurþróun í þessum tveimur ríkjahópum frá árinu 2000 til 2010. Tekjur eru sýndar sem vísitala þar sem meðaltal tekna bænda í öllum 27 ríkjunum árið 2005 er = 100. Það sama ár var vísitalan fyrir tekjur bænda í löndunum 15 u.þ.b. 185 stig, þ.e. 85% hærri en meðaltekjur í lönd- unum 27 árið 2005. Vísitala tekna bænda í nýju löndunum 12 var á sama mælikvarða hins vegar u.þ.b. 25. Áætluð staða árið 2010 er hins vegar 192,7 stig (15 lönd) og 31,7 stig (12 lönd). Á vinnufundi með fulltrúum framkvæmdastjórnar ESB hér á landi 22. -23. júní sl. Var þessi staða hins vegar kynnt með allt öðrum hætti. Sýnt var meðfylgjandi graf þar sem aðildarlöndunum er skipt í áðurnefnda tvo hópa (15 og 12 lönd) en nú var búin til sitt hvor vísitalan fyrir þau og meðaltekjur í sitt hvorum hópnum árið 2000 sett sem 100. Þessu var síðan skellt í eitt graf með sitt hvorum ásnum fyrir hvorn ríkjahóp, sjá meðfylgjandi mynd. Engin leið er hins vegar að átta sig á af þessu grafi hver staðan er hjá þessum hópum inn- byrðis. Bændur í nýju löndunum 12 fengu um 1/3 af þeim styrkjum sem bændur í V-Evrópu fengu við upphaf aðildar, með hækkun í áföngum til 2013 en á á stuðningur að vera sambærilegur alls staðar innan sambandsins. Þetta er þó langt því frá að vera staðan eins og meðfylgjandi súlurit um greiðslur á hektara og styrkþega eftir löndum sýnir. Í þessu sam- bandi má einnig ítreka að greiðslur á hektara í nýju aðildarlöndunum eru útkoma úr niðurstöðum samn- ingaviðræðna viðkomandi landa um heildarstuðning við landbúnað í viðkomandi landi. Í heildarupp- hæðina er síðan deilt með fjölda hektara sem skilgreindir eru sem styrkhæft landbúnaðarland og útkoman eins og áður segir, greiðsla á hektara. Engin skylda er að rækta tilteknar jurtir eða afurðir á við- komandi landi heldur aðeins krafa um að halda landinu í „góðu land- búnaðarhæfu ástandi“. Það er því beinlínis rangt að tala um að ESB styrki hektara í kornrækt um tiltekn- ar fjárhæðir enda sýna útreikningar OECD engan framleiðslustuðning við kornrækt í ESB s.s. hveiti og maís. /EB Erna Bjarnadóttir hagfræðingur Bændasamtaka Íslands eb@bondi.is Landbúnaðarstefna ESB Sameiginlega landbúnaðarstefna ESB Mikill munur milli „gömlu“ og „nýju“ landanna maí 2011 2011 mars. 2011- maí 2011 júní 2010- maí 2011 Breyting frá fyrra tímabili, % Hlutdeild % Framleiðsla maí '10 3 mán. 12 mán. m.v. 12 mán. Alifuglakjöt 648.373 1.768.359 6.687.334 7,3 -5,4 -7,6 25,1% Hrossakjöt 31.871 108.611 791.966 59,1 19,7 -12,8 3,0% Nautakjöt 315.199 979.929 3.817.065 1,4 -0,5 0,4 14,3% Kindakjöt 0 73.644 9.164.442 -100,0 -1,9 3,7 34,4% Svínakjöt 651.602 1.580.368 6.192.429 33,5 3,6 0,3 23,2% Samtals kjöt 1.647.045 4.510.911 26.653.236 15,5 -0,8 -1,1 Innvegin mjólk 11.409.345 33.459.201 122.419.409 0,5 -1,2 -1,9 Sala innanlands Alifuglakjöt 610.469 1.771.176 6.954.893 -5,8 -6,9 -3,7 29,4% Hrossakjöt 24.371 90.728 531.189 41,0 7,5 -10,6 2,2% Nautakjöt 334.931 978.316 3.829.174 2,8 -1,4 0,1 16,2% Kindakjöt * 463.266 1.269.295 6.204.816 18,1 -0,3 1,8 26,2% Svínakjöt 656.467 1.590.292 6.167.817 42,2 9,8 1,3 26,0% Samtals kjöt 2.089.504 5.699.807 23.687.889 13,3 0,0 -0,6 Sala á próteingrunni 9.530.133 28.592.668 114.058.820 0,7 -2,2 -1,6 Sala á fitugrunni 8.846.636 27.406.616 110.199.581 0,9 -1,2 -1,1 * Sala á kindakjöti pr. mánuð er sala frá afurðastöðvum til kjötvinnsla og verslana. Lokatölur um framleiðslu og sölu búvara í maí Framleiðsla mjólkur var hálfu prósetnustigi meiri í maí en í sama mánuði í fyrra. Sl. 12 mánuði nemur samdráttur hins vegar tæplega 2%. Sala mjólkur og mjólkurafurða var hins vegar um einu prósenti meiri en í sama mánuði í fyrra. Sala á kjöti var 13,3% meiri en í sama mánuði í fyrra. Mest munar um aukna sölu svínakjöts, 42,2%, en einnig var 18,1% aukning í sölu kindakjöts. Lítilsháttar samdráttur er bæði í heildar- framleiðslu (-1,1%) og sölu (-0,6%) kjöts sl. Innflutningur á kjöti hefur hins vegar aukist um 260% fyrstu 4 mánuði ársins. /EB Innflutt kjöt Árið 2011 Árið 2010 Tímabil janúar - apríl Alifuglakjöt 213.785 98.855 Nautakjöt 49.554 27.604 Svínakjöt 113.308 14.207 Aðrar kjötvörur af áðurtöldu 13.911 9.422 Samtals 390.558 150.088 Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í júní var 379,5 stig (maí 1988=100) og hækkaði um 0,50% frá fyrra mánuði. Vísitala neyslu- verðs án húsnæðis er 360,7 stig og hækkaði um 0,53% frá maí. Verð á mat og drykkjarvöru hækkaði um 1,2% (vísitöluá- hrif 0,17%) aðallega vegna 6,9% hækkunar á kjöti og kjötvörum (0,18%). Kostnaður vegna eigin húsnæðis jókst um 0,7% (0,08%), þar af voru 0,1% áhrif af hækkun markaðsverðs og -0,02% áhrif af lækkun vaxta. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,2% og vísitalan án húsnæðis einnig um 4,2%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,2% sem jafngildir 9,2% verðbólgu á ári (7,9% verð- bólgu fyrir vísitöluna án húsnæðis). Þegar litið er á þróun síðust 4 ára frá því fyrir efnahagshrunið haustið 2008, sést glöggt hvernig innlendar búvörur og grænmti hafa hækkað minna en almennt verðlag og aðrar matvörur. Þetta er eftirtektarvert í ljósi þess að miklar hækkanir hafa verið á flestum mikilvægum aðföngum innlendrar búvöruframleiðslu bæði vegna falls krónunnar og hækkana á heimsmarkaðsverði. Nærtækast er að benda á gríðarlega hækkanir á korni á heimsmarkaði sem er miklvægt í framleiðslu margra kjöttegunda. Þá hefur áburður hefur hækkað mikið á undanförnum misserum sem og sömuleiðis eldsneyti (bensín um 37% á sama tímabili og hér er til skoðunar skv. Vísitölu neysluverðs). /EB Verðbólgan í júní Meðal greiðslur á hektara og viðtakanda eftir aðildarlöndum ESB Heimild: Eurostat Tekjuþróun í landbúnaði innan ESB (vísitala, árið 2000 = 100) Hollenski bankinn Rabobank hefur nú tekið saman yfirlit yfir stærstu fyrirtækin í heiminum sem vinna mjólkurafurðir, en Rabobank sérhæfir sig einmitt í bankastarfsemi í landbúnaði. Á listanum kemur ekki á óvart að sjá Nestlé tróna á toppinum en athygli vekur að hið Nýsjálenska félag Fonterra er nú komið upp í þriðja sæti á listanum! Tine, fram- leiðendasamvinnufélag norskra kúabænda, sem komst inn á listann í fyrra (20. sæti) er hinsvegar horfið út á ný. Hitt stóra félagið á Norðurlöndum, Arla, lækkar um eitt sæti á milli ára. Listinn er settur upp miðað við heildarveltu félaganna/ fyrirtækjanna. /SS Nestlé og Danone stærstu fyrirtækin Nr. Fyrirtæki Land Nr. 2010 Nr. 1999 1 Nestlé Sviss 1 1 2 Danone Frakkland 2 3 3 Fonterra Nýja- Sjálandi 5 - 4 Lactalis Frakkland 3 8 5 Friesland Campina Holland 4 9 og 12 6 Dean Foods Bandaríkin 6 17 7 Dairy Farmers of America Bandaríkin 8 2 8 Arla Danmörk/ Svíþjóð 7 7 Beingreiðslur á styrkhæft landbúnaðarland, hámark (Evrur/ha) Beingreiðslur, hámark (Evrur/viðtakanda)

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.