Bændablaðið - 12.05.2011, Síða 1

Bændablaðið - 12.05.2011, Síða 1
36 9. tölublað 2011 l Fimmtudagur 12. maí l Blað nr. 348 l Upplag 23.000 8 Bærinn okkar Ytri-Bægisá 2 12 Móasopi úr mjaðjurt og steiktar vorsúrur Nýsköpun í atvinnulífinu á Hvanneyri hefur m.a. falist í að gera upp gömul landbúnaðartæki og dráttarvélar og hefur munað um minna í kreppunni. Haukur Júlíusson þúsundþjalasmiður, fyrir miðri mynd hefur ásamt félögum sínum, þeim Reyni Ásberg Jómundssyni til vinstri og Erlendi Sigurðsson hægra megin á myndinni, gert upp yfir 30 vélar. Á myndina vantar reyndar fjórða snillinginn en það er Arnór Orri Hermannsson sprautumeistari. Haukur segir að tilviljun hafi ráðið því að þeir hafi byrjað á þessu árið 1993 fyrir Landbúnaðarsafnið á Hvanneyri. Sum tækin hafa verið vinnuvélar til áframhaldandi nota en einnig vélar sem gerðar voru upp sem safngripir. Mest hefur verið gert upp af Ferguson. Hér eru þeir við Zetor 1971 úr Kalmanstungu sem þeir félagar eru að leggja lokahönd á. Haukur segir mikla vakningu í uppgerð á gömlum vélum um þessar mundir. Mynd | HKr. „Viljum ekki verða öfgasamtök" Eftir nær algjört hrun í sölu nýrra dráttarvéla á landinu 2008 hefur salan ekki náð sér aftur á strik. Nú í byrjun maí var einungis búið að selja 9 vélar en samt eru vélasalar að gera sér vonir um að salan sé að þokast uppávið að nýju. Samkvæmt opinberum tölum voru seldar 2.034 dráttarvélar á Íslandi á árunum 2000 til og með 2010. Að meðaltali gerir það um 185 vélar á ári. Salan fór mest upp í 365 dráttarvélar árið 2007. Salan hrapaði svo niður í 129 vélar árið 2008, 20 vélar árið 2009 og þokaðist upp í 25 vélar árið 2010. Sum umboðin búast við einhverri söluaukningu í ár og að salan geti hugsanlega farið upp í 30 til 50 vélar í heildina. Sjá úttekt í blaðauka á bls. 20 Búist við aukinni sölu á dráttarvélum á árinu Bann við forverðmerkingum á kjötvöru ekki sagt neytendum í hag: KS hyggst afnema skilarétt – Hvorki Norðlenska né SS hyggjast fylgja í fótspor KS að sinni Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga (KS) hyggst leggja af svokallaðan skilarétt sem verslanir hafa haft á vörum frá fyrirtækinu. Ástæðan er breytingar á reglum um forverðmerkingar á kjötvörum en 1. mars síðastliðinn tóku gildi nýjar reglur sem banna slíkar merkingar á kjötvörum í staðlaðri þyngd. Þann 1. júlí næstkomandi munu svo taka gildi sambærilegar reglur um kjötvörur sem ekki eru seldar í staðlaðri þyngd, líkt og lambalæri eða hryggir. Ágúst Andrésson forstöðumaður kjötafurðastöðvar KS segir að öll álagning verði nú í valdi smásölu- aðila. „Verslunin hefur í raun öll tök á að stýra verðlagningu og neyslu frá sinni hlið. Ég sé enga hagsmuni neytenda fólgna í þessari breytingu, nema síður sé. Sú röksemd að þess- um reglum sé breytt með hagsmuni neytenda í fyrirrúmi heldur engan veginn vatni.“ Verðum að breyta viðskiptaháttum Ágúst segir ljóst að vegna þessara breytinga verði að afnema skilarétt verslunarinnar. „Verslunin hefur getað keypt inn eins og henni þókn- ast og svo bara skilað því sem ekki selst eða misferst í versluninni. Ef verslun tekur inn í sölu lambalæri frá tveimur aðilum og selur lærið frá samkeppnisaðilanum með 20 prósent álagningu en lærið frá mér með 40 prósent álagningu þá er vitað hvað neytandinn velur. Þá getum við setið eftir með sárt ennið og orðið að taka við öllu til baka. Þessum viðskipta- háttum verðum við augljóslega að breyta.“ Ágúst bendir á að skilarétturinn sé að sumu leyti bara viðskiptahefðir en KS muni á næstunni tilkynna við- skiptaaðilum sínum um breytingar á þeim hefðum. „Ég held að allir hljóti að átta sig á að svona gengur þetta ekki. Það sem mun hins vegar gerast í kjölfarið er að vöruverð mun hækka. Verslunin verður að gera ráð fyrir því í sinni álagningu. Neytandinn mun ekki njóta góðs af þessum breytingum, nema því aðeins að við afnemum skilaréttinn. Þá mun verslunin hugsanlega sjá sér hag í að lækka verð á vöru sem er komin langt á sínum líftíma, í stað þess að sitja uppi með ónýta vöru.“ Norðlenska og SS sitja hjá Í samtali við Sigmund Ófeigsson framkvæmdastjóra Norðlenska kom fram að þar á bæ væru menn ekki að huga að breytingum á skilarétti verslana. Hann teldi ekki að breyt- ingarnar á reglum um forverðmerk- ingar hefðu áhrif á skilaréttinn. Breytingar á þeim reglum hefðu hins vegar ekki verið hugsaðar til enda. „Þetta er ein af þeim birtingar- myndum Evrópusambandsreglna þar sem verið er að troða vinnubrögðum milljónaþjóðfélaga upp á þrjú hundr- uð þúsund manna þjóð.“ Steinþór Skúlason forstjóri Sláturfélags Suðurlands (SS) tekur undir með Sigmundi og segir skila- réttinn og bann við forverðmerk- ingum óskyld mál. „Auðvitað væri heppilegra að verslunin bæri vöruskil og hefði álagningu til að mæta því, þá yrði minna tjón á vörum. Það er hins vegar ekki einfalt að koma á slíkum breytingum. Ég hef ákveðnar efasemdir um það.“ Steinþór segir að ekki standi til að afnema skilarétt- inn af hálfu SS, í það minnsta ekki á næstu misserum. /fr Hörður Harðarson formaður Svínaræktarfélag Íslands segir að auknar áherslur hafi komið fram á meginlandi Evrópu um bætta velferð dýra. Það hafi leitt til reglugerðabreytinga um aukið rými fyrir dýrin, lausagöngu og annan aðbúnað þeirra á búunum. „Þetta þýðir gríðarlegan kostn- aðarauka fyrir greinina sem hún hefur ekki nokkur tök á að standa undir ein og óstudd. Þess vegna er litið svo á í nágrannalöndunum að nauðsynlegt sé að aðstoða bændur við að koma til móts við þessar auknu kröfur um eðlileg dýra- verndunarsjónarmið og að tryggja að dýrunum á búunum líði vel,“ segir Hörður. Hann segir að munurinn sé þó sá að Evrópusambandið veiti allt að 75% styrk á móti þeim kostnaði í sínum aðildarlöndum en íslensku búin fái enga styrki til þess. Samt séu þau að keppa á markaði við ríkisstyrkt kjöt m.a. frá Danmörku. Hér á landi hafa búin mest um tíu ára aðlögunartíma til að innleiða þessar breytingar. Bendir Hörður á að það sé mun styttri tími en eðlilegur afskriftatími á nýlegum innréttingum í mörgum íslensku búanna. - Sjá nánar bls. 16 /HKr. Formannafundur Félags hrossa- bænda (FHB) sem fram fór í Bændahöllinni fyrir skemmstu ályktaði um staðarval fyrir Landsmót hestamanna í fram- tiðinni. Í ályktuninni segir: „Formannafundur Félags hrossa- bænda haldinn í Bændahöllinni 14. apríl 2011 hvetur stjórn Bændasamtaka Íslands og fulltrúa hennar í stjórn LM ehf. að halda fast við þá stefnu að Landsmót hestamanna verði haldin á lands- byggðinni, til skiptis norðan- og sunnanlands.“ Í greinargerð með þessari samþykkt segir síðan: „Í nýlegri skýrslu, sem ber yfir- skriftina „Landsmót, þróun, staða og tillögur um framtíðarskipan“ er lagt til að Landsmót hestamanna skuli haldin tvisvar á Suðurlandi á móti hverju einu móti norðanlands. Þetta er hinsvegar í andstöðu við ályktun stjórnar FHB sem lögð var fyrir Búnaðarþing 2010. Líkt og fram kemur í áðurnefndri skýrslu er talið að enginn einn við- burður hérlendis dragi að sér jafn marga erlenda gesti sem Landsmót og er mótið lyftistöng fyrir alla þætti hestamennskunnar og hefur auk þess miklu víðtækari áhrif á því svæði sem það er haldið á. Það er einnig mat FHB að það feli í sér mikla félagslega ósanngirni og ójöfnuð gagnvart hrossaræktendum á Norðurlandi og víðar að leggja til að lengja tímann milli Landsmóta frá því sem verið hefur. Mikilvægt sé að forysta bænda standi saman um að hafna slíkum hugmyndum.“ /HGG Formannafundur Félags hrossabænda: Vill landsmót til skiptis sunnanlands og norðan Kröfur um bættan aðbúnað og velferð dýra: Sagt þýða gríðarlegan kostnaðar- auka fyrir svínaræktina

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.