Bændablaðið - 12.05.2011, Qupperneq 4
4 Bændablaðið | fimmtudagur 12. maí 2011
Fréttir
Alþjóðlega NJF-ráðstefnan
"Housing and management of hor-
ses in Nordic and Baltic climate"
verður haldin á Hótel Loftleiðum
dagana 6. og 7. júní nk. Ráðstefnan
er ætluð öllu áhugafólki um hross
og hestamennsku.
Markmið ráðstefnunnar er að
draga saman nýjustu rannsóknarnið-
urstöður og leiðbeiningar varðandi
meðferð hrossa, bæði innan- sem
utanhúss, með sérstaka áherslu á
nærumhverfi hrossa og manna.
Fagsvið ráðstefnunnar verða
fjölbreytt og spanna vítt svið. Á
ráðstefnunni munu margir þekktir
sérfræðingar í húsvist og aðbúnaði
hrossa halda erindi. Aðalfyrirlesarar
eru: dr. Eileen Fabian Wheeler
(Háskólanum í Pennsylvaníu,
Bandaríkjunum - margir þekkja hana
sem höfund bóka um hönnun hest-
húsa), dr. Eva Søndergaard (Agro
Food Park, Danmörku), dr. Knut
Bøe (Náttúruvísindaháskólanum
í Noregi) og dr. Michael Ventorp
(Landbúnaðarháskólanum í Svíþjóð).
Auk þess eru fjölmargir aðrir fyrir-
lesarar, m.a. helstu sérfræðingar
Íslands á sviði atferlis og aðbúnaðar
hrossa.
50% afsláttur fyrir Íslendinga
Athygli er vakin á því að íslenskir
þátttakendur geta fengið 50%
afslátt af ráðstefnugjaldi (borga þá
150 evrur) óski þeir eftir því. Þetta
kemur reyndar ekki fram á heima-
síðunni, en stjórn ráðstefnunnar tók
þessa ákvörðun og mun ráðstefnu-
stjóri hafa samband við alla íslenska
þátttakendur og bjóða þessi sérkjör.
Viðkomandi skráir sig því eins og
um fullt gjald sé að ræða en fær svo
afslátt.
Hægt er að skrá sig á vefsíðunni:
www.njf.nu eða með því að senda
tölvupóst á ráðstefnustjóra (Snorra
Sigurðsson, Landbúnaðarháskóla
Íslands): snorri@lbhi.is.
Alþjóðleg ráðstefna um
meðferð og aðbúnað hrossa
Skagfirskir bændur og Reiðhöllin
Svaðastaðir við Sauðárkrók blása
til landbúnaðarsýningar og
bændahátíðar í Skagafirði þann
20. ágúst nk.
Líkt og undanfarin ár kallast
hátíðin Sveitasæla og þar mun margt
fróðlegt og skemmtilegt bera fyrir
augu manna. Má þar nefna sveita-
bænda og vélasala, húsdýragarð,
leiktæki fyrir börn, kynningu á
fyrirtækjum tengdum landbúnaði,
fróðleik um fornar vinnsluað-
ferðir til sveita, smalahundasýnin-
gu, hrútasýningu, kálfasýningu,
keppni í dráttarvélaakstri, gæðin-
þess verður öllum gestum boðið í
-
mtikraftar láta ljós sitt skína. Það
til þess að taka daginn frá og sækja
-
inn 20. ágúst.
Landbúnaðarsýningin Sveita-
sæla í Skagafirði 20. ágúst
Í fjarnám á Búfræðibraut
Landbúnaðarháskóla Íslands
eru nýnemar teknir inn annað
hvert ár að hausti (næst haustið
2011). Umsóknir þurfa að
berast FYRIR 4. júní 2011.
Takmarkaður fjöldi er innrit-
aður hverju sinni.
Námið er ætlað þeim sem
starfa í landbúnaði og hafa náð 25
ára aldri. Starfandi bændur geta
lokið búfræðiprófi á þennan hátt
en aðrir þurfa oftast að taka ein-
hvern hluta námsins með sama
sniði og staðarnemar. Góð tölvu-
kunnátta er lykilatriði í þessu námi,
forkröfur um annað nám eru ekki
gerðar, enda uppfylli umsækjandi
öll framangreind atriði. Miðað
er við að fjarnemar taki námið á
rúmlega hálfum hraða miðað við
staðarnám. Fjarnemar greiða sama
innritunargjald og staðarnemar fyrir
hvert námsár, auk þess einingagjald
fyrir hverja fjarnámseiningu sem
þeir taka.
Allir fjarnemar þurfa að mæta
í byrjun hverrar annar og síðan í
verklega þætti hvers áfanga skv.
kennsluskipulagi viðkomandi
áfanga.
Haustönn hefst síðari hluta
ágústmánaðar og vorönn í janúar-
byrjun. Próf eru í annalok (desemb-
er og maí).
Nánari upplýsingar er að finna á
heimasíðu skólans einnig er hægt að
senda fyrirspurnir á umsjónarmann
búfræðifjarnámsins edda@lbhi.is.
Síðustu forvöð að sækja
um fjarnám í búfræði
100 ár liðin frá fæðingu dr. Halldórs Pálssonar
Þann 26. apríl s.l. voru liðin 100 ár
frá fæðingu dr. Halldórs Pálssonar
búvísindamanns og búnaðar-
málastjóra, en hann var fæddur á
Guðlaugsstöðum í Blöndudal, 26.
apríl 1911.
Í því tilefni efndu Bændasamtök
Íslands og Minningarsjóður Dr.
Halldórs Pálssonar búnaðarmála-
stjóra til minningarsamsætis þann dag
í Bændahöllinni þar sem saman komu
á þriðja tug vina,velunnara, fyrrum
starfsmanna o.fl. Samsætið hófst
með stuttri myndasýninu sem Már
Pétursson annaðist. Þá kynnti dr. Jón
Viðar Jónmundsson rannsóknarverk-
efni tveggja meistaraprófsnema,þeirra
Eyþórs Einarssonar og Eyjólfs Ingva
Bjarnasonar, á sviðum gæðamats
dilkakjöts og sauðfjárkynbóta. Síðan
fluttu þeir erindi um niðurstöður sínar
sem vöktu verðskuldaða athygli og
urðu tilefni ágætra umræðna. Báðir
hafa þeir nýlega hlotið styrki úr
minningarsjóði dr. Halldórs. Við
þetta tækifæri greindi dr. Ólafur R.
Dýrmundsson frá þeirri ákvörðun
sjóðsstjórnar að næsta styrkveiting
yrði til útgáfu nýrrar kennslubókar
um sauðfjárrækt sem Ragnhildur
Sigurðardóttir, Landbúnaðarháskóla
Íslands, ritstýrir, og kynnti hún það
verkefni. Samsætinu lauk með veit-
ingum í boði Bændasamtaka Íslands
og Landbúnaðarráðuneytisins en þar
flutti dr. Sigurgeir Þorgeirsson erindi
og rifjaði upp kynni sín af Halldóri.
Þá flutti Jón Bjarnason landbúnaðar-
ráðherra ávarp en Halldór markaði
djúp spor í þróun íslensks landbún-
aðar á liðinni öld og var heimsþekktur
vísindamaður á sviði sauðfjárræktar.
Þess ber að geta að Halldór lést vorið
1984 en eiginkona hans Sigríður
Klemensdóttir lést í mars s.l., á 99.
aldursárinu. Þeirra beggja minntust
gestir samsætisins með virðingu og
þökk. /ÓRD
Frá fundi sem Bændasamtök Íslands og Minningarsjóður Dr. Halldórs Pálsso-
nar búnaðarmálastjóra héldu í Bændahöllinni 26. apríl.
Brjóstmynd af dr. Halldóri Pálssyni
Vaxtarsprotar er stuðningsverk-
efni sem hefur það að markmiði
að hvetja og styðja við fjölbreytta
atvinnusköpun í sveitum lands-
ins. Verkefninu, sem er á vegum
Impru, Nýsköpunarmiðstöðvar
Íslands og Framleiðnisjóðs land-
búnaðarins, var hleypt af stokk-
unum á árinu 2007 og hefur síðan
farið víða um land.
Nú á vormisseri var komið að
Suðurlandi í annað sinn og þar með
var mikilli eftirspurn svarað, en
Vaxtarsprotanámskeið var haldið þar
síðast árið 2007. Þátttaka að þessu
sinni var góð og munu 17 þátttakend-
ur sem standa að 15 atvinnuskapandi
verkefnum ljúka námskeiðinu. Að
sögn Erlu Sigurðardóttur verkefnis-
stjóra er viðfangsefni þátttakenda
þeirra eigin viðskiptahugmyndir sem
lúta að atvinnusköpun í heimabyggð.
„Verkefnin misstór og spanna
allt frá einyrkjaverkefnum til stærri
verkefna, sem geta mögulega skapað
mörgum atvinnu. Kynningarfundir
voru haldnir um miðjan janúar og
kennsla hófst svo fyrsta þriðjudag í
febrúar, kennt var alla þriðjudaga út
apríl, að dymbilviku undanskilinni.
Einu sinni þurfti að fresta kennslu
vegna veðurs. Núna taka menn smá
hlé og sinna vorverkum um leið og
þeir leggja lokahönd á viðskipta-
áætlanir en formleg námskeiðs-
lok og útskrift verða í byrjun júní.
Þátttakendur hafa sýnt mikinn dugn-
að og elju og hafa ekki látið válynd
veður aftra sér að ferðast, sumir um
langan veg, og verja góðri dagstund
á Hótel Heklu þar sem kennsla fór
fram og vinnusmiðjur voru. Þar
var öll aðstaða til fyrirmyndar og
aðbúnaður góður. Þátttakendur komu
víða að af Suðurlandi; allt austan úr
Álftaveri.“
Viðskiptaáætlanir og
grundvallaratriði í rekstri
Samstarfsaðilar á Suðurlandi eru
Búnaðarsamband Suðurlands
(BSSL) og Atvinnuþróunarfélag
Suðurlands (AÞS). Hafa ráðgjafar
frá þeim, auk verkefnisstjóra á
vegum Nýsköpunarmiðstöðvar
Íslands, fylgt þátttakendum eftir.
Erla segir samstarfið við BSSL og
AÞS hafa verið einstaklega ánægju-
legt og gefandi.
„Lögð er áhersla á að skapa
tengsl við þátttakendur og að þeir
hafi allan námskeiðstímann og
í framhaldinu greiðan aðgang að
stuðningi og einstaklingsmiðaðri
leiðsögn. Megin viðfangsefni nám-
skeiðsins er stofnun og rekstur fyrir-
tækja og markaðssókn, auk þess
sem styrkjamöguleikar og mögu-
leikar stoðkerfisins eru kynntir.
Markmiðið er að í lok námskeiðs
hafi þátttakendur náð nokkuð góðum
tökum á helstu þáttum sem lúta að
gerð viðskiptaáætlunar og grund-
vallaratriðum í rekstri fyrirtækja.“
Reynslan af Vaxtarsprotaverk-
efnum um land allt er að sögn
Erlu góð og eru fjölmörg
Vaxtarsprotafyrirtæki, stór og smá,
starfandi víða á landinu. Hún segir
að auk haldgóðrar þekkingar séu þau
tengsl sem myndast á námskeiðinu
afar mikilvæg og gagnleg – og oft
sprettur af þeim öflugt samstarf.
Austur-Skaftafellssýsla í haust
Vaxtarsprotanámskeið hafa verið í
boði um nær allt land á undanförnum
fjórum árum. Erla segir að einungis
eitt landssvæði sé ónumið, en það
er Austur-Skaftafellssýsla. Það eigi
að bæta úr því á næsta haustmisseri.
Gera má ráð fyrir að það námskeið
hefjist um miðjan september og
standi fram að aðventu. „Nú er um
að gera fyrir Austur-Skaftfellinga að
setja sig í stellingar og hrista rykið
af hugmyndum sem enn hafa ekki
komist í framkvæmd hvort sem
þær eru nýjar af nálinni eða snúa að
umbótum í núverandi rekstri,“ segir
Erla Sigurðardóttir. /smh
Vaxtarsprotar á Suðurlandi
Frá uppskeruhátið Vaxtarsprota á Vesturlandi sem haldin var í Breiðabliki á
Snæfellsnesi 6. desember sl.
Sauðburður stendur nú yfir í sveit-
um landsins, en breytilegt er eftir
svæðum hversu langt hann er kom-
inn, að sögn Ólafs G. Vagnssonar
ráðunautar hjá Búnaðarsambandi
Eyjafjarðar.
„Sums staðar er hann langt kominn
en annars staðar rétt um það bil að
byrja,“ segir hann.
Ólafur segir engin sérstök vanda-
mál hafa komið upp á sauðburðinum
og almennt gangi hann vel. „Það er
reyndar athyglisvert hversu margir
hafa talað um að lömbin séu í stærri
kantinum þetta vorið og það eru dæmi
þess, einkum hjá gemlingum, að áföll
hafi orðið. Í einstaka tilfellum hafa
lömb ekki náðst frá ánum nema dauð
og þá veit ég einnig dæmi þess að
ærnar sjálfar hafi drepist við burð,“
segir Ólafur.
Hann segir að menn hafi velt skýr-
ingum fyrir sér en eflaust séu þær
margþættar. Æ fleiri bændur nota
gjafagrindur fyrir heyrúllur, þannig
að kindurnar standa í æti allan sólar-
hringinn. Þá sé hey yfirhöfuð mjög
gott. „Þetta er jafnan fínasta taða og ef
til vill má segja að þetta sé óþarflega
mikið eldi,“ segir Ólafur. Hann bætir
við að menn hafi einnig velt fyrir sér
hreyfingarleysi kindanna, flestar séu
á húsi allan veturinn, en áður fyrr var
meira um að þær væru reknar til beitar
yfir veturinn. „Hreyfing er alltaf af
hinu góða,“ segir hann. /MÞÞ
Lömbin óvenju stór á þessu vori