Bændablaðið - 12.05.2011, Side 7
7Bændablaðið | fimmtudagur 12. maí 2011
Óvenju fáir spreyttu sig á lausn síðustu vísnagátu Sveins Víkings. Ásta
Sverrisdóttir Ytri Ásum bregður
þó ekki vana sínum, og sendir
lausnina í lipurlega gerðri vísu.
Svo ég geri tilraun til að greina
bragarhátt Ástu, þá er mér næst
að halda háttinn „valhentan“ og
þar að auki „rímvikaðan“. Þó eru
örlítil frávik frá ofangreindum
hætti í vísugerð Ástu. Mætti
jafnvel álíta háttinn blending
„braghendu“ og „valhendu“.
Lausnarorðið er sem sagt „lán“:
Ef að „lánið“ eltir mann á annað
borð,
ljós þá alltaf liggja fyrir
lausnarorð.
Allt frá gerð síðasta vísna-
þáttar, hef ég átt væra daga og
sæmilegan símafrið. Skýringu á
þessum friðartíma fékk ég í vísu-
formi frá „ónæðismanni mínum“
Einari Kolbeinssyni:
Nú er ég í Bostonborg
í búðarápi ströngu,
og fótalúinn tölti um torg
týndur fyrir löngu.
Sigurður Atlason bóndi á
Ingjaldsstöðum í Þingeyjarsveit
er einn af ónæðismönnum þeim
er sykra vísum í símann minn.
Misjafnlega er bóndi stemmdur,
og sýnist það nokkuð stjórnast af
tíðarfari hverju sinni:
Þó vísast sé ég verkasmár,
og vanti í mig snilli.
sýnist mér ég svol’tið klár,
svona inná milli.
Eftir þessa hóflegu lýsingu
eigin ágætis, orti Sigurður vísu
velgerða um aftökurnar 2. maí
síðastliðinn:
Víst nú batnar veröldin,
verður allt í haginn.
Drepnir voru björn og bin
báðir sama daginn.
Til að létta lúnum lesendum, birt-
ist hér forn ritdómur eftir Svein
frá Elivogum. Varla hefur þeim
er dóminn hlaut verið skemmt
undir þessu orðkynngi bragsnill-
ingsins:
Saman hrúgast saurugt skraf,
svörtum búið lýtum,
helst til drjúgur ertu af
andans fúaspýtum.
Rags manns gaman raup þitt er,
róttækt glamur kenni,
ei sem frama eykur þér
andans lamamenni.
Þín er skitin skáldaflík,
sködduð,bitin, núin,
dauðum rituræfli lík,
rotin,slitin,fúin.
Þessi visa Guðrúnar Þórðar-
dóttur frá Valshamri gæti verið
sútarfullum sauðfjárbændun
örlítil hugfró:
Þegar ég er mædd og móð
mínum yfir kindum,
oft til gamans yrki ég ljóð
ein á fjallatindum.
Umsjón: Árni Jónsson
kotabyggd1@simnet.is
Í umræðunni
MÆLT AF
MUNNI FRAM
Endurmenntunarnámskeið Landbúnaðarháskóla Íslands:
Um 2.500 manns taka þátt í um
200 námskeiðum á hverju ári
Ásdís Helga Bjarnadóttir starfar
hjá Endurmenntun Land búnaðar-
háskóla Íslands á Hvanneyri. Hún
segir þau fjölmörgu námskeið sem
skólinn býður upp á hafa verið
mjög vel sótt.
„Við stílum líka inn á að vera
með námskeið sem henta hverjum
ársfjórðungi og hlustum mjög eftir
óskum fólks um námskeið. Þess vegna
gengur þetta kannski betur heldur en
að vera með föst „rútínu" námskeið.
Við spilum þetta því mikið eftir eftir-
spurninni.
Það er boðið upp á námskeið á
öllum fagsviðum skólans. Allt frá
blómaskreytingum, skrúðgarðyrkju
upp í sauðfjár- og nautgripatengd
námskeið. Einnig námskeið sem
tengd eru handverki og falla að land-
búnaðarframleiðslu, aukaafurðum og
forritum tengdum framleiðslu í land-
búnaðargeiranum. Þetta eru námskeið
sem bæði eru ætluð ómenntuðu fólki
sem og allt upp í einingabæra háskóla-
áfanga. Þau eru því á öllum mennta-
stigum.
Fólk kemur allsstaðar að en síðan
erum við líka að halda námskeiðin
út um allt land. Þannig erum við í
nánu samstarfi við búnaðarfélög,
atvinnuþróunarfélög og ýmis áhuga-
mannafélög eins og búgreinafélög,
kvenfélög eða annað."
- Er eitthvað um fjarnám á slíkum
námskeiðum?
„Fjarnám hefur aðeins verið í boði.
Flest þessara námskeiða eru þó þannig
að það er oftast ákveðinn hluti þeirra
verklegur þannig að fjarnám hefur ekki
verið mikið notað nema helst þegar
eingöngu er um að ræða bóklegt efni."
Nýta ferðaþjónustuna til
námskeiðahalds
- Eru þessi námskeið á landsbyggð-
inni þá haldin í skólum?
„Nei, við nýtum okkur meira
ferðaþjónustuaðila og höldum nám-
skeið þar sem aðstaða er fyrir hendi,
veitingaþjónusta til staðar og þátt-
takendur komast fyrir. Síðan erum við
í sambandi við tengiliði á viðkomandi
stöðum."
Ásdís segir að námskeiðin geti
verið frá því að taka nokkra klukku-
tíma upp í að vera tveggja til þriggja
ára námskeiðsraðir sem fólk getur
sótt samhliða vinnu. Þar má nefna
námskeið eins og Grænni skóga,
Reiðmanninn, Betri velli (sem er
fyrir starfsmenn golf- og íþrótta-
valla). Þá eru teknir tveir til þrír
dagar í einu tvisvar á hverri önn í
tvö til þrjú ár.
„Þetta eru því eins dags námskeið,
tveggja daga námskeið, vikunám-
skeið og núna vorum við t.d. með
námskeið fyrir frjótækna. Það var ein
vika bókleg á staðnum með verklegri
þjálfun í sláturhúsi og síðan heima-
vinna í gegnum fjarnám. Þá fóru
nemendur með sæðingamanni um
viðkomandi svæði og fóru þá aftur í
bóklegt nám og verklega þjálfun með
útskrift í framhaldinu. Námskeiðin
eru því skipulögð út frá viðkomandi
viðfansgefni þannig að nemendur fái
sem mest út úr þeim.
Við erum líka með námskeiðaröð
sem tekur eitt og hálft ár og er kallað
Sáðmaðurinn. Það snýst um jarðvegs-
og fóðurfræði. Þar er nauðsynlegt að
námskeiðið nái yfir vortímann með
sáningu, áburðardreifingu og síðan
uppskerutímanum á sumrin. Í fram-
haldinu er það sýnataka, skráningar
og að finna út hvernig túngróðurinn
er samsettur á hverju túni og hversu
mikið var borið á. Á haustin eru það
uppskerutölur og seinna um veturinn
er farið yfir hvernig skipuleggja á
næsta ár og skoða nýtingu á fóðrinu
hjá viðkomandi gripum."
Afar góð aðsókn
- Hvernig hefur aðsóknin verið á
þessum námsskeiðum?
Við höfum boðið upp á um og
yfir 200 námskeið á ári. Það eru um
2.500 manns sem hafa sótt þessi
námskeið á ári. Sum þessara nám-
skeiða eru þó bundin við ákveðinn
fjölda á hvert námskeið eins og rún-
ingsnámskeið sem rúmar ekki meira
en 8 í einu.
Í tamningu fjárhunda komast ekki
nema tíu í einu og svo má lengi telja.
Síðan eru önnur námskeið sem eru
alveg opin og óháð fjölda. Ef ein-
hverjir komast ekki að þá reynum
við að bjóða upp á aukanámskeið
eftir bestu getu.
Það má t.d. nefna námskeið um
forndráttarvélar. Þar ákváðum við
að bjóða bara upp á eitt námskeið
í upphafi en ég held að þau séu
orðin níu og fullt á þau öll. Það kom
skemmtilega á óvart.
Námskeið í ostagerð er líka mikill
áhugi fyrir sem og nýsköpun sem
við tengjum þá ferðaþjónustunni.
Þá vorum við með námskeið í mati
á æðardúni til að reyna að byggja
upp þá grein og styrkja tengsl.
Eins vorum við með námskeið um
íslenska geitfjárrækt sem um 40
manns sóttu. Þessi hópur hefur síðan
haldið mjög saman," segir Ásdís
Helga Bjarnadóttir. /HKr.
Myndir / HKr.
Garðyrkjunemar í dráttarvélanámi
Mynd / HKr.