Bændablaðið - 12.05.2011, Qupperneq 12
12 Bændablaðið | fimmtudagur 12. maí 2011
Bók Hildar Hákonardóttur, Æti-
garðurinn – hand bók grasnytj-
ungsins, hefur nú verið endur-
útgefin en hún hefur verið ófáanleg
frá árinu 2008. Bókin kom fyrst út
árið 2005 og seldist upp á örfáum
mánuðum. Ári síðar var hún gefin
út að nýju og seldist hún þá upp
á tveimur árum. Mikil eftirspurn
hefur síðan verið eftir bókinni, enda
hefur áhugi á matjurtarræktun
og nýtingu villtra jurta farið ört
vaxandi á Íslandi á undanförnum
árum.
Ætigarðurinn er ekki hefðbundin
garðyrkjubók – ekki uppflettirit –
heldur einkennist af andríkri frásögn
af dásemdum náttúrulegra fyrirbæra.
Forvitnilegum hugmyndum um nýt-
ingu jurta er svo blandað saman við
þar sem ómæld virðing fyrir gömlum
aðferðum, lærdómi sögunnar, skín í
gegn.
Hildur var heimsótt á vordögum
og var blaðamanni veitt svolítil inn-
sýn inn í hugmyndaheim bókarinnar.
„Með bókinni er ég á vissan hátt að
skila hluta af mínu uppeldi til kom-
andi kynslóða – ákveðinni reynslu og
kannski einhverri visku. Þegar ég var
að alast upp á Bústaðaholtinu í stríðinu
þá þótti alveg óhætt að flytja villtar
plöntur í garðana sína; eins og kerfil,
sigurskúf, hvönn og njóla. Þar undu
þær sér án þess að breiða úr sér út um
allt eins og nú vill verða. Móðir mín
notaði þessar jurtir og sendi mig út í
garð að sækja eitthvað grænt. Ég fékk
ekki neinar sérstakar leiðbeiningar um
hvað ég átti að sækja – ég átti bara
að leita að einhverju og koma með
það inn. Ég lærði auðvitað hvað hún
notaði og tók mið af því og ég hef
alla tíð verið þakklát fyrir að hafa
hlotið þetta uppeldi.“
Norrænt eldhús – gamalt og nýtt
Hin svokallaða nýnorræna mat-
reiðsla, sem átt hefur mjög upp á
pallborðið hjá matgæðingum um
allan heim á síðustu árum, virðist að
ýmsu leyti vera skyld þeirri nálgun
sem Hildur hefur í Ætigarðinum.
Veitingastaðurinn NOMA á Norður-
bryggju í Kaupmannahöfn er oft
kenndur við þessa matreiðslu, en
hann hefur nú tvö ár í röð verið
útnefndur heimsins besti veitinga-
staður af breska tímaritinu Restaurant
Magazine og státar af tveimur
Michelin-stjörnum. „Hann Rene
Redzepi, sem nýlega hefur verið
valinn meistarakokkur á heimsvísu
og það í annað sinn, fer líka á vorin
út í skóg og rótar þar undir sinu og
laufum til að finna villtan vorgróður.
Það eru örfáar vikur á vorin sem við
getum nýtt villtu jurtirnar á meðan
þær eru bragðmildar, en stilkarnir
tréna fljótt og blöðin verða beisk
eða römm.
Meistarakokkurinn á Norður-
bryggju hefur sagt skemmtilega frá
því hvernig honum varð ljóst, eftir að
hann ákvað að byggja á staðbundnu,
norrænu hráefni, að hann varð að
flæða með því sem var að gerast í
náttúrunni. En eins og vorið er mikil-
vægt þá er skipta síðsumar og haust
líka miklu máli í lífstaktinum og í raun
lít ég svo á að náttúran andi inn á vorin
en út á haustin; þegar hún gengur frá
fyrir veturinn.“
Smakkið á „illgresinu“
„Það eru forréttindi að geta skroppið
á vorin út í móa eða í mýri og tínt
villtar jurtir. Ef fólk hefur áhuga á
að nýta sér þær þá bendi ég því
á smakka á „illgresinu“ og kíkja
núna eftir brenninetlu, ef hún vex
einhvers staðar nærri. Hún er notuð
víða í Norður-Evrópu til að hreinsa
líkamskerfið eftir veturinn. Súrur er
ákaflega gott að nýta á vorin áður en
þær fara að vaxa upp í stöngul og
mynda fræ – bæði hráar og steiktar í
smjöri. Hvönnin er bragðmild núna
og ekki orðin beisk. Af henni er hægt
að nýta bæði knúppa, blöð og stilka
á þessum tíma. Svo myndi ég sér-
staklega leita uppi túnfífilinn. Hann
er bestur áður en hann blómstrar, en
þó nýti ég hann allt sumarið einkum
blöðin í salat. Ekki má gleyma njól-
anum. Við vefjum honum gjarnan
utan um fisk og grillum hann þannig.
Svo gildir það með allar þessar jurtir
að hægt er að laga úr þeim ljúffengt te
eða móasopa eins og farið er að kalla
jurtate. Mjaðjurtin, sem er að koma
upp núna, hentar sérstaklega vel til
tegerðar og er góð fyrir meltinguna –
enda er hún kölluð magnyl magans.“
Hildur segist ekki hafa búist við
því að Ætigarðurinn nyti slíkrar
velgengni. „Ég varð svolítið hissa en
þykir ákaflega vænt um hvað bókin
fékk góðar viðtökur. Ég er ekki með
neinar nærtækar skýringar, en kannski
hefur það verið vegna þess að hún
er svolítið óskipuleg af handbók að
vera eða að fólk hafi gaman að lesa
um gróður og ræktun í slíkum hug-
vekjustíl.“
Hildur á sér eftirlætisplöntu, en
hennar nýtur hún eiginlega ekki
nema með fegurðarskyninu. „Ég
myndi segja að það væri hrafna-
klukka. Hún á að auka mönnum
draumfarir, en mér finnst hún svo
falleg að ég hef aldrei tímt að tína
hana svo nokkru nemi.“ /smh
Ætigarðurinn endurútgefinn
Móasopi úr mjaðjurt og steiktar vorsúrur
myndir | smh