Bændablaðið - 12.05.2011, Qupperneq 18
18 Bændablaðið | fimmtudagur 12. maí 2011
Þegar dráttarvélarnar hófu inn-
reið sína í íslenskan landbúnað
þýddi það gjörbyltingu fyrir líf
og störf í sveitum. Þrátt fyrir að
ekki fari mikið fyrir þeim við
hliðina á þeim gríðarstóru vélum
sem brúkaðar eru í dag voru áhrif
þeirra jafnvel enn meiri en þegar
hundrað hestafla vélar tóku að
flæða yfir landið.
Margar þessara véla voru notaðar
út í hið óendanlega og sumar þeirra
hafa nú glatast. Hins vegar eru víða
til vélar sem fólk hefur haldið við
eða gert upp af miklum myndarskap.
Einn þeirra sem hafa staðið í slíku
er Sigmar Jóhannsson, fyrrverandi
bóndi í Sólheimum í Sæmundarhlíð
í Skagafirði og núverandi landpóstur
í Lindabæ, en hann hefur um árabil
safnað gömlum búvélum og gert þær
upp. Fyrsta vélin sem Sigmar gerði
upp var Farmall Cub sem komið
hafði í Hnausa í Flóahreppi árið
1954 en sams konar vél hafði einmitt
verið til á Sólheimum í búskapartíð
Sigmars.
Sigmar hefur nú byggt tvær
skemmur yfir uppgerðu vélarnar og
hefur í hyggju að byggja tengibygg-
ingu með þjónustuaðstöðu á milli
þeirra. Þegar því verður lokið verður
hægt að opna safnið en Sigmar segist
ekki geta svarað hvenær það verði.
Dráttarvélarnar sem gerðar
hafa verið upp eru á sjötta tug, auk
annarra tækja. Fjöldi tegunda er í
safninu. Meðal þeirra er Leyland
154 sem Sigmar er að gera upp um
þessar mundir ásamt Jóni Gíslasyni
í Miðhúsum, en hann hefur ásamt
ýmsum öðrum komið að uppgerð
vélanna. Sigmar segist telja að þetta
sé eina vélin af þessari tegund sem
til sé á landinu og því mikilvægt að
varðveita hana.
Á safnadeginum þann 11. júlí í
fyrra var farin hópkeyrsla á nokkr-
um þessara véla í byggðasafnið í
Glaumbæ, eins og meðfylgjandi
mynd sýnir. Ásamt Sigmari keyrðu
kona hans, Helga Stefánsdóttir, og
vinir og kunningjar vélarnar að
ógleymdum Jóni Bjarnasyni sjáv-
arútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Jón sat við stýrið á Ferguson og var
fyrrverandi bóndinn í Bjarnarhöfn
örskotsstund að rifja upp kynnin við
„vélina heima“.
Vorið kom í íslenskum
landbúnaði
Hópkeyrsla dráttavéla að byggðasafninu í Glaumbæ á safnadegi 2010.
- Gömlu dráttarvélarnar gerðar upp af myndarskap
Mikil aðsókn að leikritinu Með fullri reisn og sýningar hefjast á ný í haust:
Naktir, misvel vaxnir norðlenskir
bændur slá í gegn
Leikfélag Hörgdæla hefur nú
gert hlé á sýningum á leikritinu
Með fullri reisn eftir Terrence
McNally, í leikstjórn Jóns Gunnars
Þórðarsonar. Sýningar hefjast á ný
í haust.
Verkið hefur verið sýnt fyrir
fullu húsi í félagsheimilinu Melum
í Hörgársveit frá því í byrjun mars.
Hörgdælskir bændur voru í aðalhlut-
verkum en þeir þurfa nú að snúa sér
alfarið að sauðburði og öðrum vor-
verkum heima við og hafa því ekki
tíma til að striplast á Melum.
Í leikritinu Með fullri reisn er
fjallað um atvinnulausa karla sem
reyna að skapa sér tekjur með nektar-
dansi. Hinir hörgdælsku hafa ekki látið
sig muna um að klæða sig úr hverri
spjör kvöld eftir kvöld. Gríðarlega
góð aðsókn hefur verið að verkinu,
nánast fullt út úr dyrum á hverri sýn-
ingu og biðlisti eftir miðum lá fyrir
þegar vorið bankaði upp á norðan
heiða með tilheyrandi önnum til
sveita. Þar sem enn var til staðar
áhugi á að berja hina fáklæddu
hörgdælsku bændur augum hefur
verið ákveðið að hefja sýningar á
ný á komandi hausti, eða í október.
Nekt selur
„Það virðist ekki vera neitt lát á vin-
sældum verksins, en við verðum því
miður að gera hlé á sýningum því
önnur störf kalla, vorannir eru fram-
undan,“ segir Bernharð Arnarson
formaður Leikfélags Hörgdæla,
en alls eru 30 sýningar að baki
og áhorfendur um 2800 talsins.
Ákveðið var í ljósi vinsælda og
fjölda skráninga á biðlista að taka
verkið til sýninga á ný þegar um
hægist hjá bændum í haust.
Bernharð segir menn afskaplega
ánægða með hversu vel tókst til og
að verkið hafi algjörlega slegið í
gegn. Mikið var um aðkomufólk
á sýningum félagsins í vetur og
komu sumir um langan veg til að sjá
sýninguna. „Við teljum okkur hafa
sannað að nekt selur, sama í hvaða
mynd hún er, misvel vaxnir bændur
sem fækka fötum hafa greinilega
mikið aðdráttarafl,“ segir Bernharð.
/MÞÞ
„Við teljum okkur hafa sannað að
nekt selur, sama í hvað mynd hún er,“
segir Bernharð Arnarson formaður
Leikfélags Hörgdæla, sem sýnt hefur
leikritið Með fullri reisn síðustu vikur,
en víkur nú af fjölunum þar sem hörg-
dælskir bændur verða önnum kafnir
í sauðburði og öðrum vorverkum.
Líkast til verða þeir fullklæddir við
fyrir þeim að fækka fötum í sýnin-
gunni. Mynd | Ragnar Th. Ragnarsson.
Hagþjónusta landbúnaðarins hvetur bændur til að skila
búreikningum vegna rekstrarárs 2010 til stofnunarinnar.
Búreikningar eru mikilvægir í
kjarabaráttu bænda og t.d. undir-
staða við gerð búvörusamninga.
Búreikningar eru for-
senda við gerð rekstrar-
áætlana.
Hagþjónustan greiðir
fyrir þitt framlag!
Fullur trúnaður ríkir í
meðferð gagna.
Til þeirra sem færa
bókhald í DK-Búbót!
Búreikningar eru þegar farnir að berast til Hagþjónustunnar en
æskilegt er að þeir berist eigi síðar en 20 júní n.k.
Allar nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Sigurðardóttir
í síma 433-7084. Tölvupóstfang: ingibj@hag.is
Búreikningar
Árið 2010
Hagþjónusta landbúnaðarins,
Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri,
311 Borgarnes. Sími 433-7080.