Bændablaðið - 12.05.2011, Qupperneq 20

Bændablaðið - 12.05.2011, Qupperneq 20
Jötunn Vélar sérhæfir sig í sölu á vélum og búnaði tengdum land- búnaði og jarðvinnuverktökum, auk þess að reka nýja og glæsilega 600 fermetra verslun í starfsstöð sinni við Austurveg 69 á Selfossi, þar sem hægt er að fá allt sem teng- ist landbúnaði, auk vara til heim- ilisins. Fyrirtækið hefur fjölgað starfsmönnum sínum smátt og smátt og sér bara fram á bjarta tíma. Finnbogi Magnússon, fram- kvæmdastjóri horfir því björtum augum fram á veginn. Góð staða Hvernig er staðan hjá Jötni Vélum í dag, hvernig er hljóðið í ykkur nú þegar talað er um kreppuástand á Íslandi? „Staða okkar er góð og við sjáum fyrir okkur áframhaldandi uppbyggingu og vöxt á komandi árum. Upplifun okkar er að á meðal okkar viðskiptavina sé vaxandi jákvæðni og bjartsýni á framtíðina enda víða að komast niðurstöður í óvissu tengda lánum og mesta áfallið við fjármálahrunið liðið hjá. Okkur hefur líka fundist sem hin svokallaða kreppa sé að stórum hluta bundin við suðvesturhornið og fjölmiðla lands- ins. Fólk á landsbyggðinni upplifði ekki nema í litlu mæli uppsveifluna og hið svokallaða góðæri sem ríkti á árunum fyrir hrun og því varð höggið við hrunið þar víðast mun minna. Á sumum svæðum er ástandið jafnvel betra nú en það var í hinu svokallaða góðæri. Margir spekingar hafa sagt að í kreppum felist stærstu tækifærin þó oft á tíðum sé erfitt að nýta þau. Við höfum valið að horfa jákvæðum augum á ástandið og reyna að nýta þá möguleika til vaxtar sem ástandið býður uppá. Það má heldur ekki gleyma því að samdráttur eða kreppa er óumflýjanlegur fylgifiskur okkar hagstjórnar, eins og uppsveiflan, en á samdráttarskeiðunum horfir maður inn á við og reynir að finna þá hluti sem betur mega fara í rekstri eigin fyrirtækis og laga þá og koma þannig sterkari inn í næstu uppsveiflu.“ Landsbyggðarfyrirtæki „Jötunn Vélar er landsbyggðarfyrir- tæki sérhæft í innflutningi og sölu á landbúnaðartækjum og varahlutum í þau og viðskiptavinir okkar eru fyrst og fremst bændur og tengdir aðilar. Markaðslega erum við sterkastir í sölu hinna hefðbundnu landbúnaðar- tækja s.s. dráttarvéla, jarðvinnu- og heyvinnutækja en markaðshlutdeild okkar í mjaltatækjum, fóðrunarkerf- um og innréttingum í gripahús fer mjög vaxandi. Mestu sóknarfærin sjáum við í áframhaldandi uppbyggingu versl- unar okkar en velta hennar hefur meira en tvöfaldast síðan fyrir hrun sem skýrist að stærstum hluta af því að við höfum aukið vöruframboðið mikið og leggjum mikla áherslu á að eiga algenga varahluti til á lager þar sem bið eftir varahlutum getur verið viðskiptavinum mjög dýr. Varahlutaþjónusta við önnur vörumerki en þau sem við flytjum inn sjálfir er mjög vaxandi í okkar starfsemi og munum við halda þeirri uppbyggingu áfram á næstunni enda njótum við góðs þar af gríðarlega umfangsmikilli þekkingu sem starfs- menn okkar hafa á allskonar vél- búnaði.“ 60% samdráttur á einni nóttu „Auðvitað var hrunið haustið 2008 mikið högg fyrir okkur enda dróst velta fyrirtækisins saman á einni nóttu um 60% (veltan lækkaði úr tæpum 1,700 milljónum niður í rúmar 700 milljónir) en strax frá upphafi ákváðum við að þetta væri bara eins og hvert annað verkefni sem takast þyrfti á við og leysa. Á þessum tíma nutum við góðs af því að á árunum fyrir hrun höfðum við verið mjög íhaldssöm í manna- ráðningum og bruðli í óþarfa, þar sem við vildum hafa vaðið fyrir neðan okkur ef ástandið breyttist. Á þeim árum nutum við þess að okkar góða starfsfólk var tilbúið að vinna óheyrilega yfirvinnu til að hlutirnir myndu ganga upp og því komumst við hjá því að fækka starfs- fólki verulega þegar hrunið varð. Starfsmönnum hefur síðan hægt og rólega fjölgað aftur eftir því sem okkur hefur vaxið ásmegin og eru starfsmenn í dag orðnir 20, sem er sami fjöldi og 2007.“ Mun minni sala á nýjum tækjum Eru bændur og búalið að versla sér ný tæki eða eru þetta allt gömul og notuð tæki ? „Sala á nýjum tækjum er mun meiri í ár en síðastliðin þrjú ár. Við finnum greinilega aukinn áhuga við- skiptavina okkar á fjárfestingum í nýjum tækjum og okkur virðist sem að fólk sé að sætta sig við það að núverandi verðlag sé komið til að vera og því sé ekki eftir neinu að bíða lengur með fjárfestingar ef að þörfin og fjármagnið er fyrir hendi. Sala á notuðum tækjum er einnig mjög góð en þar er sem fyrr stærsta verkefnið að finna notuð tæki fyrir þá sem eru að leita þar sem af sjálfu sér leiðir að lítið framboð er af notuðum tækjum þegar sala nýrra tækja er hæg.“ Eruð þið að flagga einhverjum nýjungum? „Við erum með ýmsar nýjungar í undirbúningi og má þar nefna nýtt jarðvinnslutæki sem við köllum plógherfi og við ætlum að prófa á næstu vikum. Tæki eins og þessi eru mikið notuð í akuryrkju erlendis og þá oft í staðinn fyrir plóga, þar sem þetta verkfæri er mun afkastameira og ódýrara í notkun en plógur sem skiptir miklu máli í dag á tímum síhækkandi olíuverðs og vaxandi akuryrkju hérlendis. Við teljum að þessi tækni eigi fyllilega rétt á sér hér á landi og geti að einhverju leyti lækkað kostnað þeirra sem stunda jarðvinnslu og aukið þannig arðsemi t.d. kornræktar en þetta mun skýrast betur á næstu vikum. Þá mun verða fjallað um reynsluna af notkun tækisins á heimasíðu okkar. Fleiri nýjungar og spennandi lausnir eru í deiglunni en við munum kynna þær frekar þegar nær dregur.“ Ný og glæsileg verslun „Þegar okkur bauðst síðasta haust um 600 fermetra viðbótarhúsnæði við hlið okkar núverandi húsnæðis ákváðum við að vandlega íhuguðu máli að láta gamlan draum rætast. Stækka verslun okkar verulega og gera þannig mögulegt að auka vöru- úrval en smæð verslunarrýmis hefur háð vexti verslunarinnar undanfarin ár. Verslunin er hugsuð fyrir bændur, einstaklinga og rekstraraðila um allt land þar sem saman fer mikið úrval af sérhæfðum varahlutum í vélar og tæki, almennir varahlutir í bíla og tæki, almennar rekstrarvörur s.s. sápur og hreingerningavörur, vörur fyrir skepnuumhirðu og fóðrun, handverkfæri, garðyrkjuvörur, raf- girðingarefni og síðast en ekki síst vinnufatnaður og stígvél. Verslunin mun opna formlega eftir stækkun nú á laugardag og erum við mjög spennt fyrir að sjá viðbrögð viðskiptavina okkar en við trúum því að það sé pláss fyrir sjálfstæða verslun sem þessa þar sem verslun á Íslandi í dag einkennist mjög orðið af fákeppni þar sem fáir stórir aðilar ráða miklu og stjórna verðlagningu eftir sinni hentisemi. Til að auðvelda viðskiptavinum okkar annars staðar á landinu að kynna sér vöruúrval okkar erum við með öfluga vefverslun sem við erum að uppfæra með auknu vöruúrvali þessa daganna og síðan bjóðum við hagstæð flutningsgjöld á vörum hvert á land sem er í samstarfi við póstinn og Flytjanda.“ /Magnús Hlynur Hreiðarsson „Meðal okkar viðskiptavina er vaxandi jákvæðni og bjartsýni á framtíðina“ – segir Finnbogi Magnússon, framkvæmdastjóri Jötuns Véla á Selfossi Jötunn Vélar héldu Sunnlenska sveitadaginn hátíðlegan 7. maí og hefur þeim teksit að koma þessum degi rækilega inn á kort lands- manna. „Þetta var þriðja árið sem Sunnlenski sveitadagurinn er hald- inn og miðað við reynslu síðustu tveggja ára er hér klárlega um að ræða atburð sem fólk vill taka þátt í," segir Finnbogi Magnússon fram- kvæmdastjóri. Þreytt á endalausum bölmóði og svartsýni „Ástæðan fyrir að við byrjuðum með þessa uppákomu var að við vorum orðin þreytt á endalausum bölmóði og svartsýni sem ein- kenndi þjóðfélagið veturinn og vorið 2009 og ákváðum því að gera eitthvað skemmtilegt sem jafnframt vekti eftirtekt á þeirri gríðarlega umfangsmiklu og vönduðu fram- leiðslu landbúnaðarvara sem ætti sér stað á Suðurlandi. Niðurstaðan varð Sunnlenski sveitadagurinn þar sem áhersla er lögð á að gefa sunn- lenskum framleiðendum tækifæri á að koma vörum sínum á framfæri við íbúa þéttbýlisins. Verkefnið hefur síðan vaxið jafnt og þétt en í fyrra er talið að á bilinu 6-8 þúsund manns hafi heimsótt hátíðina. Auk þess að geta smakkað mikið úrval matvæla stöndum við fyrir sýningu nýrra véla og tækja auk þess sem að einstaklingar koma með gamlar dráttarvélar og bíla til sýn- ingar. Þá eru algengustu húsdýrin til sýnis á svæðinu og vekja þau jafnan mikla athygli yngri gesta. Bak við svona uppákomu liggur mikil vinna sýnenda og stjórnenda hátíðarinnar auk þess sem umtalsverður kostn- aður fylgir svona uppátæki en það er okkar mat að það sé fyllilega pening- anna virði og sé jafnframt liður í því að styrkja tengslin á milli dreifbýlis og þéttbýlis.“ Tækifæri í stað ógnunar „Mig langar að hvetja fólk til að horfa á þau krefjandi verkefni sem við stöndum frammi fyrir sem tæki- færi í stað ógnunar, þó ég geri mér grein fyrir að oft geti það verið erfitt. Ég tel að við landbúnaðinum blasi fjölmörg og spennandi tæki- færi í náinni framtíð, bæði varðandi útflutning á okkar frábæru afurðum og eins varðandi aukna ræktun korns og annarra fóðurplantna. Vissulega eru ógnanir framundan líka eins og hugsanleg aðild að ESB er gott dæmi um, en ef við í sam- einingu mótum stefnu til næstu ára um hvernig við best nýtum okkar tækifæri og kortleggjum um leið ógnanirnar þá er ég viss um að nýtt og mjög kröftugt uppbyggingar- skeið er framundan í sveitum lands- ins,"sagði Finnbogi. Sunnlenski sveitadagurinn: Gegn bölmóði og svartsýni Starfsmenn Jötuns véla, sáu um skipulagningu Sunnlenska sveita- dagsins 7. maí, sem heppnaðist vel og var afar fjölsóttur. er með sérstöku vatnshjóli, nýjung sem fróðlegt að sjá hvernig virkar á Íslandi. Finnbogi við stýrið á einni af dráttarvélum fyrirtækisins en meðal helstu merkja sem Jötunn vélar eru með eru Valtra, Massey Ferguson, Pöttinger og Schaffer. Myndir / MHH 20 - Tæki og fóðuröflun BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 12. MAÍ 2011

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.