Bændablaðið - 12.05.2011, Qupperneq 21

Bændablaðið - 12.05.2011, Qupperneq 21
- tilvalinn fyrir pizzastaði, bakarí, skyndibitastaði, sportbari og veitingahús. - bakar 60 stk. af 12-tommu pizzum á klst. - hægt að stafla allt að 4 ofnum ofan á hvorn annan, sé einn ekki nóg. High h Conveyor 2020TM VERÐLAUNA OFN FRÁ TURBOCHEF – einstök gæði og ótrúleg afköst Einstök High-h hitablásturstækni, sem Turbochef er með einkaleyfi á, hitar matinn hraðar en nokkur önnur eldunaraðferð. Hreinsibúnaður sem TurboChef er með einkaleyfi á, hreinsar blásturinn þannig að ekki er þörf fyrir loftræstiháf. HhC 2020 vann til verðlauna 2010, sem besti færibandaofn í heimi. (“FF&210 Best in Class Award in the Conveyor Category”). Umfjöllun um HhC 2020 ofninn er í nóvember hefti Pizza to Day. HREIN SNILLD! „Ofninn er hrein snilld. Það sá ég strax, þegar ég bar hann saman við aðra færibandaofna og ég skoðaði marga. Það er stutt síðan ég tók ofninn í notkun, en ég er strax farinn að sjá sömu viðskiptavini koma aftur og aftur.“ Grillhöllin – Hafnarfirði Tjarnarvöllum 15 – sími 555 6767 Jonni Plast, miðar og tæki ehf. Krókhálsi 1 110 Reykjavík www.pmt.is Allar nánari upplýsingar hjá okkur í síma 567 8888 og á www.pmt.is Hafðu samband og við sendum þér bækling! – að hafa 30 – 50% meiri afköst en aðrir færibandaofnar í sömu stærð. – að vera eini færibandaofninn með vottun fyrir notkun án loftræstiháfs. – að taka lítið pláss og afkasta meir en stærri ofnar. – bragðbetri pizzur og stöðug gæði, þrátt fyrir meiri hraða. – að nota minna rafmagn en aðrir hefðbundnir færibandaofnar. – að geyma mismundandi rétti í minni (pizzur, subs, borgara, steikur ...) – að vera auðveldur í notkun og einfaldur í þrifum. VERÐLAUNIN VORU VEITT FYRIR: SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS Háþrýstidælur Vinnuþjarkar ætlaðir til daglegra nota HD 10/25-4 S ■ Vinnuþrýstingur 30-250 bör ■ 500-1000 ltr/klst ■ Stillanlegur úði ■ Sápuskammtari ■ Túrbóstútur + 50% HD 6/16-4 M HD 6/16-4 MX ■ Vinnuþrýstingur 30-160 bör ■ 230-600 ltr/klst ■ 15 m slönguhjól ■ Stillanlegur úði ■ Sápuskammtari ■ Túrbóstútur + 50% Forsvarsmenn Kraftvéla telja líkt og aðrir vélasalar að nokkuð sé land að eðlilegar fjárfestingar eigi sér stað í vélum og tækjum fyrir landbúnaðinn Bændur fari sér hægt meðan ekki sé búið að koma á hreint hvernig farið verði með þau lán sem á landbúnaðinum hvíla. Þrátt fyrir það eru Kraftvélamenn bjartsýnir og eru stöðugt að efla sína þjónustu við bændur. Nú eru þeir að fá í hús fjölda heyvinnuvéla sem verða þar til sýnis og sölu um næstu mánaðamót. Auking fyrirspurna og vísbendingar um söluaukningu Í byrjun maí var búið að selja 9 nýjar dráttarvélar hér á landi sem er töluverð aukning frá fyrra ári. Eiður Steingrímsson, sölustjóri land- búnaðarvéla hjá Kraftvélum, segir að miðað við þessar tölur ættu að seljast allavega 30-40 dráttarvélar á árinu. Hann sé þó að gera sér vonir um allt að 100% söluaukningu á dráttarvéla- markaðnum í heild á árinu miðað við árið 2010. Það telst samt ekki mikið því salan færi þá einungis í 50 vélar í stað 25 í fyrra. Þrátt fyrir þá aukningu yrði markaðurinn senn afar langt frá meðaltalinu í dráttarvéla- sölunni undanfarin áratug. „Það getur vel verið að þetta sé einhver bjartsýni í mér. Maður finnur samt fyrir auknum fjölda fyrirspurna en fyrir ári voru menn ekki einu sinni að spyrja um vélar. Þetta segir manni að það er kominn hugur í menn, ábyggilega út af þörfinni og síðan hefur það strax áhrif þegar bjartsýnin eykst. Í dag er ástandið þannig að það eru ekki einu sinni til notaðar vélar á markaðinum til að anna eftirspurn. Margt spennandi að gerast Eiður segir margt spennandi að gerast í þróun tækja fyrir land- búnaðinn. Menn leiti í dag leiða til að gera hlutina á ódýrari hátt en áður fyrr. Horfa bændur mikið til nýrra heyverknaraðverða til að losna við rúllubaggaplastið og verka í útistæður. Þá sé nú verið að gera breytingar á dráttarvélum til að mæta hertum mengunarkröfum Evrópusambandsins samkvæmt Tier- 4 staðli. Nýjar dráttarvélar með 150 hestafla mótor eða stærri eru þannig að koma með svokölluð AdBlue kerfi sem kallar á breytt vinnubrögð í með- höndlun vélanna. Eiður segir að þó margvíslegar tækninýjungar séu að koma fram þá sé það óvissan í þjóð- félaginu mikill dragbítur sem þegar er búin að valda miklu tjóni. Lánamálin enn erfið „Stjórnvöld eru búin allt frá hruni að vera að gefa mönnum væntingar um að lífið sé að fara í eðlilegan farveg en það virðist enn ætla að verða bið á því. Þar skiptir t.d. mjög miklu máli að bændur og aðrir fái niður- stöðu varðandi það hvar þeir standa í sínum lánamálum. Það veit það eng- inn ennþá og á meðan halda menn eðlilega að sér höndum," segir Eiður Auðvitað eru einhverjir bændur sem standa mjög illa. Ég hef samt þá trú að stærsti hluti íslenskra bænda séu í þokkalegum málum og sem betur fer einhverjir í góðum málum.“ Miklar sveiflur erfiðar Eiður segir að endurnýjunarþörf sé greinilega að hlaðast upp eftir afar slaka sölu á t.d. dráttarvélum allt frá hruninu 2008. Hann segir slíkt mjög óheppilegt fyrir alla aðila. Þá komi endurnýjunin fram í miklum sveiflum sem erfitt sé fyrir þjón- ustufyrirtækin að mæta af einhverri skynsemi og útilokað að gera lang- tíma áætlanir við slíkar aðstæður. „Við viljum að þróun sé jöfn og stígandi en ekki í stórum toppum með miklum öldudölum á milli. Við erum því ekkert sérlega ginn- keyptir fyrir því að fá einhver toppár í traktorasölu. Slíkt skapar svo mikla þenslu, kostnað og óþægindi sem skilar sér örugglega ekki í góðri þjónustu við bændur. Lærum vonandi af hruninu „Hrunið hefur þó líka sínar góðu hlið- ar. Ég gagnrýndi það t.d. oft hvernig menn höguðu sér í góðærinu í tækja- kaupum þó maður hafi á sama tíma getað glaðs yfir miklum viðskiptum. Þá var kannski að koma til manns aðili sem keypti tæki og búnað fyrir milljónatug eða meira en allt varð það gert með skyndiákvörðun. Það er mitt mat að hvort sem menn eru að kaupa traktor eða annað þá á slíkt ekki að vera nein skyndiákvörðun. Því tel ég það bara af hinu góða að nú neyðast menn vegna ástandsins til að taka yfirvegaða ákvörðun um slík kaup með margra mánaða fyrirvara. Þá verða menn líka að hafa það í huga dráttarvélaframleiðendur fram- leiða ekki vélar á lager. Ég er því að vona að við lærum það af hruninu að við þurfum alltaf að hafa borð fyrir báru.“ Með New Holland skrautfjöður í hattinum Flestöll sölu- og þjónustufyrirtæki með landbúnaðartæki fóru mjög illa út úr kreppunni. Mörg hafi orðið gjaldþrota en búið að endurreisa sum þeirra á grunni gömlu fyrirtækjanna líkt og Kraftvélar. Fengu endurreistar Kraftvélar reyndar nýja skrautfjöður í sinn hatt sem er umboðið fyrir New Holland dráttavélarnar. Það var sölu- hæsta merkið á markaðnum flest árin frá 2000. Einnig bjóða þeir dráttarvélar frá Case IH, heyvinnuvélar frá Fella ásamt fjölda annara landsþekktra vörumerkja í landbúnaðarvélum. Þjónustan lykilatriði „Þegar bændur huga að dráttavéla- kaupum þá eiga þeir að íhuga vel hvernig þeir hyggjast nýta vélina, hver þörfin er, hvar bjóðist bestu kjörin og ekki síst hver býður bestu þjónustuna. Þjónustan er nefnilega einn stærsti þátturinn í þessu til lengri tíma litið,“ segir Eiður." /HKr. Kraftvélar að taka inn nýjar heyvinnsluvélar á lager: Reikna með að sala dráttarvéla í landinu tvöfaldist á árinu Bleikjuseiði til sölu Fjallableikja ehf. að Hallkelshólumí Grímsnesi hefur til sölu bleikjuseiði. Upplýsingar: Jónas 862-4685 og Guðmundur 8939-777 eða fjallableikja2010@gmail.com Eiður Steingrímsson, sölustjóri landbúnaðarvéla hjá Kraftvélum og Ævar Þorsteinsson forstjóri við glæsilega New Holland dráttarvél við höfuðstöðvar Kraftvéla í Kópavogi. Mynd / HKr. BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 12. MAÍ 2011 Tæki og fóðuröflun - 21

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.