Bændablaðið - 12.05.2011, Qupperneq 23
23Bændablaðið | fimmtudagur 12. maí 2011
Sláturfélag Suðurlands svf. Fosshálsi 1 IS-110 Reykjavík Sími 575 6000 Fax: 575 6090 www.ss.is
Verðskrá 2011
Með 3%
staðgr.afsl.
Með 3% og 3% magn
Verð án vsk. - kr/rúllu Listaverð magn.afsl. afsl. Magn á bretti
Rúlluplast:
Polybale 750 x 0,025 x 1500 Ljósgrænt 12.074 11.711 11.349 32 rúllur
Teno Spin 750 x 0,025 x 1500 Hvítt 13.009 12.619 12.228 15 rúllur
Teno Spin 500 x 0,025 x 1800 Hvítt 10.655 10.335 10.016 24 rúllur
Net og garn:
Net Westfalía 123cm x 3000 m 25.530 24.764 23.998
„Salan fer vel af stað og mér sýnist
að hún verði bara lífleg í sumar, það
virðist vera að lifna yfir markaðn-
um,“ segir Einar Guðmundsson hjá
Búvís á Akureyri en fyrirtækið sér-
hæfir sig í sölu og þjónustu búvéla
og auk þess að selja rekstrarvörur
af ýmsu tagi fyrir landbúnað. Búvís
var stofnað árið 2006, en sérstaða
fyrirtækisins er m.a. sú að sölu-
menn hafa sjálfir reynt þau tæki
sem seld eru sem og aðrar vörur og
geta því veitt nákvæma og faglega
ráðgjöf. Þá segir Einar að fyrir-
tækið sé alltaf opið ef þannig megi
að orði komast, en ávallt sé unnt að
ná í starfsmenn þess.
Búvís hóf í fyrra samstarf við
pólska fyrirtækið Samasz og flytur
inn frá því fyrirtæki m.a. sláttuvélar,
rakstrarvélar og heyþyrlur, eða fjöl-
fætlur. „Við byrjuðum á þessu sam-
starfi í fyrra og seldum fyrstu vélarnar
til bænda fyrir síðasta sumar. Það er
skemmst frá því að segja að allar þær
vélar sem við fluttum inn seldust. Á
því áttum við ekki von, salan gekk
mun betur en við nokkurn tíma
þorðum að vona,“ segir Einar.
Gott verð og gæði
Hann segir að vélarnar hafi komið
vel út og reynsla þeirra sem keyptu í
fyrrasumar hafi verið góð. Spurður
um helstu kosti Samaz vélanna nefnir
Einar að vélarnar séu sterkbyggðar
og saman fari gott verð og gæði.
Einar á von á því að salan á tækjum
tengdum heyskap aukist fyrir sumarið
og segir fyrirspurnir og pantanir ein-
dregið benda til þess. „Við gerum
okkur ágætar væntingar um að salan
verði góð fyrir sumarið,“ segir hann
en bendir á að mikil endurnýjun hafi
orðið á tækjakosti bænda á árunum
fyrir hrun, 2005 til 2007, en veru-
lega hægt á sölunni fyrstu árin eftir
að efnahagsþrengingarnar skullu á.
Samaz sláttuvélar eru til í mismun-
andi stærðum, þær slá allt frá 1,35
metrum og upp í 9 metra.
Rúllusamstæður farnar að
hreyfast á ný
Þá má nefna að Búvís er með
Agronic rúllusamstæðu, sem er eina
sambyggða vélin sem hefur verið
prófuð hlutlaust hér á landi, en það
var í búvélaprófun á Hvanneyri árið
2005. Um er að ræða sambyggða
rúllu- og pökkunarvél, sem framleidd
er í samstarfi Agronic Oy í Finnlandi
og Orkel As. í Noregi, pökkunarhlut-
inn er smíðaður í fyrrnefnda land-
inu, rúlluhlutinn í því síðarnefnda.
Takmark framleiðenda var að sögn
Einars að smíða sambyggða vél sem
væri áreiðanleg og ynni sem best við
erfiðar aðstæður. Valsarnir eru ekki á
legum heldur fóðringum og því getur
samstæðan framleitt mjög pressaðar
rúllur, allt að 1200 kílóum.
Aðrir kostir samstæðunnar eru m.a.
þeir að í vélinni er smurstöð sem smyr
allar legur og fóðringar. Stýritölva í
henni er á íslensku og segja nemar
til um ef eitthvað hefur komið upp á.
„Þetta er mjög sterkbyggð samstæða,
hún bindur ákaflega þéttar og fastar
rúllur og þá hefur bændum einnig þótt
það mikill kostur að tölvubúnaðurinn
í henni er á íslensku,“ segir Einar um
rúllusamstæðuna. „Vélar af þessu
tagi seljast ekki þegar þrengir að, en
við höfum tekið eftir því núna að það
er að lifna yfir markaðnum, bændur
eru farnir að spyrjast fyrir og jafnvel
að festa kaupa á svona samstæðu.
Senda bændum vörur heim
Búvís býður einnig Orkel sturtu-
vagna af ýmsum stærðum, þeir
eru framleiddir í Noregi, eru sterk-
byggðir og á góðum flotdekkjum.
Mest seldi vagninn er TT130 og setja
bændur á hann allt að 14 rúllur. Þá
er Búvís einnig með ávinnsluherfi,
þrjár gerðir, með fjögurra, sex og
átta metra vinnslubreidd og eru þau
stærri með vökvatjökkum. „Það
hefur verið góð sala í þessum tækjum
núna, enda í notkun hjá bændum um
þessar mundir,“ segir Einar.
Stærsti þáttur starfseminnar er
sala á áburði og rúllubaggaplasti.
Rani rúllubaggaplast sem fyrirtækið
selur hér á landi kemur frá Finnlandi
og segir Einar það auðvelt og þægi-
legt í notkun og vinsældir þess séu
miklar meðal íslenskra bænda. Þá
hefur einning verið aukning í sölu
á útistæðuplasti frá Rani frá fyrir-
tækinu.
Bændur fá plast og áburð frá fyrir-
tækinu send heim í hérað, ef pantað
er tímanlega og hefur það mælst
vel fyrir. „Við höfum jafnan verið
sterkastir á Norðausturlandi, en sala
á plasti hefur vaxið ár frá ári og nú
förum við með það um land allt,“
segir Einar. „Flutningskosnaður
innanlands er sífellt stærri kostnað-
urliður í rekstri bænda og því kunna
þeir vel að meta að fá vöruna heim í
hérað.“ /MÞÞ
Einar Guðmundsson hjá Búvís á Akureyri:
Salan fer vel af stað og útlit fyrir líflegt sumar
Einar Guðmundsson hjá Búvís á Akureyri við Orkel sturtuvagn. Hann er bjartsýnn á söluna fyrir sumarið og segir mikið um pantanir. Mynd | MÞÞ