Bændablaðið - 12.05.2011, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 12.05.2011, Blaðsíða 25
„Það sem vantar alveg inn í vélasö- luflóruna í dag er dráttarvélasalan, þar er algjört hrun. Hún er nánast engin og aðeins er búið að skrá níu vélar á árinu, þar af sex í apríl,“ segir Stefán Bragi Bjarnason framkvæmdastjóri Vélaborgar landbúnaðar. „Það virðist heldur enginn vera að flytja inn nýjar dráttarvélar um þessar mundir og engar vélar á leið til landsins með skipafélögunum. Flestar vélar sem seljast eru svokallaðar eftir- ársvélar. Sala á heyvinnuvélum og fjölnota smávélum virðist þó vera að glæðast.“ Breyttar áherslur í tækjakaupum „Ég held að bændur séu margir farnir að huga að því að vera einungis með eina stóra dráttarvél en spara í fjár- festingum með því að kaupa það sem kallaðir eru liðléttingar (smávélar) til margvíslegra nota.“ Þá segir Stefán að mikil vakning sé hjá bændum varðandi heimavinnslu á landbúnaðarafurðum, sem kallar á margvíslegan búnað. Óþarflega mikil svartsýni bjartsýni í landbúnaðinn. Evró- bændum eins og draugur og mjög margir bændur sem maður talar við telja sig í óvissuástandi vegna þessa. Þeir telja sig ekki vita hvort óhætt sé að fjárfesta vegna þess að svo mikil óvissa sé í íslenskum landbúnaði. Þetta er mjög slæmt þar sem mikil þörf er á endurnýjun á tækjum og búnaði í greininni. Ég skil ekki af hverju menn eru með þessa svartsýni því mjög miklir möguleikar eru t.d. skyr erlendis,“ segir Stefán og nefnir sérstaklega jógúrt, sem hvergi sé eins gott og á Íslandi. Heimavinnslan fer hratt vaxandi Það er þó ekki bara eintóm depurð ríkjandi í íslenskum landbúnaði ef dæma má af stóraukinni sölu á ýmis- konar tækjum og búnaði til heima- vinnslu í sveitum. Þar má nefna ísgerðarvélar, strokka, kjöthakka- vélar, bjúgnapressur, hamborgara- vélar, korn- og hveitimyllur og fleira. Þannig eru stöðugt fleiri bú að setja upp heimavinnslu og sölu á eigin vörum undir því sem nefnt hefur verið „Beint frá býli“. Undir þetta falla líka bú ferðaþjónustubænda sem eru í stöðugri sókn. „Það er greinilegt að bændur eru mjög mikið farnir að huga að því að ná stærri hluta virðisaukans til sín og reyna þannig að bjarga sér í kreppunni. Það á bæði við varðandi framleiðslu úr umframmjólk, sem þeir fá hvort sem er mjög lítið fyrir, og vinnslu á kjöti. Það er mikil vakn- ing í þessa veru og engin spurning að þetta á eftir að vaxa mjög mikið. Nú eru bændur t.d. farnir að spá í ostagerðarpotta.“ Opna Lely sýningarsal Hjá VB landbúnaði er nú verið að setja upp það sem þeir kalla „Lely Center“ en hollenski landbúnaðar- tækjaframleiðandinn Lely á 25% hlut í VB landbúnaði ehf. Þarna verður um að ræða sýningarsal þar sem bændur geta komið og séð ýmis tæki sem VB landbúnaður er að selja, t.d. LELY mjaltaþjóna, fóðurýtara, flórgoðann og önnur tæki og tól og kynnst þeim af eigin raun. Fyrstu tveir gámarnir með heyvinnuvélum frá Lely sem þarna verða til sýnis komu til landsins í vikunni. Starfsemi VB landbúnaðar hefur einmitt talsvert snúist um þjónustu við mjaltaþjóna frá Lely síðustu ár. Þar er um að ræða 83 mjaltaþjóna víða um land sem þurfa eftirlit sex sinnum á ári. Þar af er tveir nýir á þessu ári af gerðinni Astronaut A4, sem er nýjasta gerð Lely mjalta- þjónanna. Stefán segist gera ráð fyrir að Lely verði kominn með 50% hlut í fyrirtækinu innan þriggja ára. Hann segir dálítið sérstakt að það skyldu einmitt hafa verið Hollendingar sem hafi verið tilbúnir að hlaupa undir bagga með því að gerast hluthafar í fyrirtæki á Íslandi þegar allt hrundi hér 2008 og þrátt fyrir alla Icesave umræðuna. Vélaborg hafði þá fengið mikinn skell og fjöldi þekktra fyrir- tækja í þessari grein orðið gjaldþrota eða verið yfirtekin af lánadrottnum eins og Vélaver, Vélfang, Kraftvélar, Sturlaugur Jónsson, Íshlutir, Hekla og fleiri. Sum þessara fyrirtækja hafa síðan verið endurreist á sömu nöfnum. Góðan fyrirvara þarf í dag til tækjakaupa Stefán segir að auglýsingar Vélaborgar og annarra fyrirtækja varðandi dráttarvélar virðist flestar byggja á að bændur panti með góðum fyrirvara og greiði inn á pantanir fyrirfram. Hann segir ástæðuna m.a. vera þá að margir dráttarvéla- og landbúnaðartækjaframleiðendur hafi verið að tapa gríðarlegum fjárhæðum á viðskiptunum við innflutnings- fyrirtæki sem hafi orðið gjaldþrota í hruninu. „Þá eru fjármögnunarfyrirtækin ekki lengur tilbúin að fjármagna tæki sem enn eru erlendis, eins og tíðkaðist reyndar á árunum löngu fyrir 2007 og allt aftur til 2000. Þá dugði innflytjendum að koma með erlenda nótu fyrir tæki sem verið var að selja og fjármögnunarfyrirtækin borguðu. Við innflutning forskráðust tækin þá á fjármögnunarleigurnar. Nú er þetta alveg aflagt og þær vélar sem seljast eru að mun lægri hluta fjármagnaðar hjá fjármögnunar- fyrirtækjunum, mest 70%. Síðasta dráttarvél sem við seldum var á 41% láni. Það er svo sem enginn að búast við því að ástandið fari í sama horf og það var.“ Algert hrun í dráttarvélasölu „Staðreyndin er að það eru á milli 7 og 8 þúsund dráttarvélar í notkun á Íslandi hjá bændum og bæjar- félögum. Ef maður reiknar 20 ára endingartíma á þessum dráttarvélum þá er eðlileg endurnýjunarþörf sem nemur um 350 vélum á ári. Nú erum við að fara inn í fjórða árið í niður- sveiflu og aðeins hafa verið skráðar níu nýjar vélar. Þetta er því lélegasta söluárið hingað til. Í fyrra vorum við með 40% markaðshlutdeild í sölu með John Deere dráttarvélar en það voru samt allt eftirársvélar af árgerð 2008 og engin nýinnflutt. Nú virðist vera að eftirársvélarnar séu að verða búnar hjá söluaðilum og eingöngu nýjar vélar í boði sem panta þarf með fyrir- vara. Verðin eru bændum ofviða svo að það eru fáir tilbúnir í slíka fjár- festingu. Það er mest verið að selja minni vélar, nema að ég veit um einn bónda sem var að flytja inn nýjan Zetor erlendis frá. Við erum t.d. að flytja inn eina notaða John Deere dráttavél sem við keyptum úti og ég veit af nokkrum vélum sem eru í farvatninu. Nú er hinsvegar komið fram í maí og nær ekkert að gerast. Það er algert hrun.“ Endurnýjunarþörfin hleðst upp Stefán segir að endurnýjunarþörfin sé nú að hlaðast upp en hún skili sér ekki í pöntunum á nýjum drátt- arvélum. Nú líti út fyrir að árið 2011 verði versta árið í innflutningi á drátt- arvélum til Íslands síðustu áratugina. Hann telur að þetta byggist að stórum hluta á lægra gengi krónunnar og því að nú verði söluaðilar hérlendis að greiða stóran hluta af kaupverðinu fyrirfram og áður en vélin fer í fram- leiðslu. „Frá því þú greiðir líða kannski tveir til þrír mánuður þar til vélin fer í skip. Síðan þarf vélin að komast heim og fara í sölu. Ef hún selst eru kannski liðnir fjórir mánuðir frá því söluaðili lagði út fyrir vélinni og ég held að það sé enginn tilbúinn í slíka bindingu á fjármagni. Þegar við seljum þá er alltaf uppítaka á notaðri vél á móti sem þarf að liggja með í einhvern tíma. Að vísu hafa allar vélar sem losna selst mjög hratt þar sem engar notaðar dráttarvélar eru til hjá söluaðilum í landinu. Ef við fáum notaða dráttarvél á skrá hjá okkur eru venjulega komin tvö til þrjú tilboð í hana áður en dagurinn er liðinn. Fjármögnunarleigufyrirtækin sem tóku dráttarvélar af verktökum og einstaka bændum seldu þær beint úr landi. Við höfum verið að selja nokkrar af þessum vélum fyrir fjármögnunarfyrirtæki eins og McCormick, þær hafa aðallega verið seldar til Noregs. Svo kemur hugsanlega í ljós að þessar vélar voru á ólöglegum fjármögnunar- leigusamningum og þá er spurningin hvað fyrri eigendur gera.“ Skelfilegt í verktakageiranum „Við höfum þó séð að bændur eru flestir að komast sæmilega frá sínu og hafa ekki misst margar vélar vegna vanskila. Verktakageirinn hefur aftur á móti komið skelfilega út. Þar var mikið af einyrkjum með eina vél eða einn bíl. Þegar þeir misstu síðan verkefni og tækin voru tekin af þeim misstu þeir um leið alla sína framfærslu. Margir þeirra voru bara með sitt meirapróf og vinnu- vélapróf og áttu litla möguleika á að komast inn í aðrar greinar. Nú er spurning hvað þeir geta gert ef þeir voru settir í gjaldþrot vegna ólög- legs fjármögnunarleigusamnings. Hvar standa þessir menn og hvaða rétt hafa þeir ef samningarnir verða síðan dæmdir ólögmætir, eins og kominn er héraðsdómur um gagn- vart Íslandsbanka fjármögnun?“ spyr Stefán Bragi Bjarnason. /HKr. BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 12. MAÍ 2011 Mjög lítil sala dráttarvéla það sem af er ári og bætist það við söluhrun áranna frá 2008: Mikil sala á búnaði til heimavinnslu - Framkvæmdastjóri VB landbúnaðar segir samt vanta svolitla bjartsýni í landbúnaðinn Stefán Bragi Bjarnason framkvæmdastjóri Vélaborgar landbúnaðar segir jarðvinnslu- og heyvinnuvélar vera ofarlega á baugi þessa dagana. Áherslur séu þó að breytast í tækjakaupum þar bændur eru farnir að spara sér dráttavélakaup og fjárfesta frekar í ódýrari liðléttingum til margvíslegra nota. Mynd / HKr. Stefán við eina John Deere dráttarvél en það merki var söluhæst í fyrra. Tæki og fóðuröflun - 25 Notkunarstaðir hjá Tígli á Gýgjarhóli sumarið 2011 Húsgangmál: Vatnshollti 1a Flóahreppi, uppl. gefur Erling og Aðalheiður í símum 486-3404 og 892-0373. Fyrragangmál: uppl. gefur Róbert í síma 898-6247. Seinnagangmál: Hoftún við Stokkseyri, uppl. gefur Davíð í síma 693-4060.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.