Bændablaðið - 12.05.2011, Side 26

Bændablaðið - 12.05.2011, Side 26
„Það er landbúnaðurinn sem hefur verið að halda uppi sölu atvinnu- tækja þar sem verktakamarkað- urinn hefur mjög lélegur allt frá hruninu 2008. Landbúnaðurinn heldur áfram starfsemi hvað sem á gengur í þjóðfélaginu. Þar hefur samt verið dregið saman í fjár- festingum. Því eru menn helst að horfa á viðhald og sölu varahluta og slíka hluti,“ segir Eyjólfur Pétur Pálmason framkvæmdastjóri hjá Vélfangi ehf. Fyrirtækið var stofnað í mars 2004. Það er með umboð fyrir mörg þekkt merki eins og Fendt dráttarvélar, Claas dráttarvélar og heyvinnslutæki, Kuhn, Kverneland og síðan JCB traktorsgröfur. Þjónustan sífellt mikilvægari „Þjónustuhlutinn hefur því stóreflst, sem kemur reyndar af sjálfu sér þar sem vélar og tæki eldast og þarfnast meira viðhalds,“ segir Eyjólfur. „Áður voru menn að endurnýja vélar á tveggja til þriggja ára fresti. Nú hefur orðið stöðvun á því og nýj- ustu vélarnar flestar orðnar þriggja til fimm ára gamlar og farnar að þarfnast aukins viðhalds. Það hefur líka verið dræm sala í nýjum tækjum fyrir landbúnaðinn en það er þó aðeins farið að votta fyrir því að nýju. Landbúnaðurinn er þá helst að taka aðeins við sér í minni dráttarvélum og léttari hey- og jarðvinnutækjum. Það er augljóslega komin upp- söfnuð þörf vegna lítillar endurnýj- unar véla undanfarin ár. Ég held að það sé óhætt að segja að árið 2010 hafi verið það lélegasta sem maður hefur séð. Þetta ár lítur mun betur út og þörfin er fyrir hendi. Það er þó enn lítil sem engin sala í dráttarvélum en virðist aðeins vera að byrja.“ Áherslan á minni dráttarvélar „Núna leggjum við áherslu á Claas dráttarvélarnar. Þær eru hagstæðari í verði en aðrar. Menn eru að byrja á 100 hestafla vélum og þar yfir. Í stærri dráttarvélunum, sem mikil sala var í hjá okkur áður, voru það Fendt 150 hestafla og upp í 360 hestöfl. Þar er enn rólegt enda frekar dýrar vélar um að velja.“ Segir Eyjólfur að 100 hestafla vel útbúin vökvaskipt Claas dráttarvél kosti um 7 milljónir króna án tækja. Hann segir að í stærri vélunum sé hægt að útvega dráttarvélar með ámoksturstækjum frá 10 til 12 millj- ónum króna fyrir utan virðisauka- skatt. „Stærstu Fendt vélarnar fara alveg upp í 25 til 30 milljónir króna. Það eru reyndar tæki með 360 hestafla mótorum, sem þó nokkuð mikið er til af hér á landi. Þetta eru dráttarvélar sem vega um 10 tonn á stórum og breiðum dekkjum og hafa mikið flot.“ Dýrt merki og gott „Við segjum hiklaust að Fendt sé dýrasti traktor í heimi en þar ertu líka að fá eitthvað fyrir peninginn. Maður þarf því ekki að skammast sín fyrir að vera með dýra vöru þegar hún er jafn góð og raun ber vitni. Þetta eru vélar með mikla sparneytni sem skiptir miklu máli í dag og endur- söluverðið er mjög gott. Nú þegar menn horfa meira í endursöluverð og endingu þá sjá menn að það er ekki alltaf best að kaupa það ódýrasta. Þá ættu bændur að huga meira að samnýtingu á dýrum tækjum en gert hefur verið.“ Verðhækkanir vegna mengunarkrafna og aukinnar eftirspurnar „Verð á vélum hefur í raun ekki hækkað frá birgjum í mörg ár. Núna eru þó blikur á lofti varðandi verð á dráttarvélum óháð framleiðendum. Almennt eru vélar að hækka í verði á þessu ári um 10-12% vegna nýrrar Evróputilskipunar um mengunar- staðla. Í dráttarvélunum kemur þetta aðeins seinna en í vörubílunum en í stærri mótorana í dráttarvélunum er svo farið að nota AdBlue íblöndunar- tæknina. (AdBlue er vörumerki þýsks gæða- staðals fyrir AUS32 eða „Aqueous Urea Solution 32.5%“ eins og notuð hefur verið í mörgum evrópskum vörubílategundum undanfarin ár til að draga úr mengun í dísilvélum með SCR búnaði. - Innskot blaðamanns) Síðan hefur verið gríðarleg söluaukn- ing í Evrópu og er ástandinu nú líkt við 2007 ævintýrið. Ástæðan er mikil hækkun á hrávöruverði, ástandið í Afríku, jarðskjálftar í Japan og fleira sem veldur því að hrávörur hækka í verði. Það kallar á aukna framleiðslu á landbúnaðarvörum í Evrópu, sem kallar á aukinn tækjabúnað.“ Búist við 25-40% söluaukningu erlendis „Er nú verið að tala um 25 til 40% aukningu í sölu á sumum tækjum. Það leiðir síðan til hækkandi verðs á stáli sem aftur leiðir til hækkunar á landbúnaðartækjum. Við erum því fyrst núna að sjá verðhækkanir á slíkum tækjum frá birgjum síðan hruninu 2008. Í apríl varð t.d. um 2% hækkun á landbúnaðartækjum að meðaltali að mér sýnist. Ég held þó að erlendir birgjar séu okkur almennt hliðhollir og reyni að halda verðhækkunum til Íslands niðri. Allavega þeir sem ekki hafa verið að tapa hér miklum peningum í hruninu. Við erum því svolítið að horfa á að vera færðir niður um verð- flokk og að Íslands verði þar ekki lengur talið með ríkjum í þessum þróaða heimi. Við erum því komin á svipaðan stað og fyrrum austan- tjaldslönd hvað kaupgetu varðar.“ Hætt að framleiða vélar á lager „Vegna stóraukinnar sölu á landbún- aðartækjum í Evrópu er ekki lengur um það að ræða að við getum gengið að lagerum erlendis. Verksmiðjurnar eru líka hættar að framleiða nema eftir pöntunum. Við verðum því bara að fara í röðina og höfum verið að kalla eftir pöntunum frá bændum fyrir áramót. Þannig er gert þríhliða samkomulag á milli kaupanda, okkar og erlendu birgjanna. Þetta er það umhverfi sem koma skal. Í varahlut- unum liggja menn ekki heldur með birgðir nema af því allra nauðsyn- legasta. Annað er bara pantað jafn óðum. Allt sem pantað er fyrir hádegi er þá komið til okkar daginn eftir og kemst þá í póst áfram út á land. Þetta fyrirkomulag hefur gengið vel og salan það sem af er ári hefur farið fram úr björtustu vonum. Salan er margföld á við það sem var í fyrra, sem var kannski ekki svo erfitt að toppa. Þá eru engar birgðir til í landinu af tækjum, hvorki nýjum né notuðum. Þá stíga umboðin mjög varlega til jarðar hvað varðar upp- ítöku á vélum og bankarnir eru lítið í því að lána peninga til rekstrar.“ 100% lánsfjármögnun liðin tíð Hvernig fara bændur þá að því að fjármagna kaup á tækjum? „Það hefur verið mest salan á þessum minni tækjum, sem kosta frá einni og upp í þrjár milljónir króna. Það hafa menn að mestu fjármagnað með eigin fé út úr sínum rekstri. Það er þó einstaka fjármögnun sem fer í gegnum banka eða fjármögn- unarleigufyrirtæki. Þá eru menn með 35-40% eigið fé í slíkum kaupum. Með stærri vélar þá halda menn greinilega að sér höndum vegna þess að það er of dýrt að kaupa núna vegna lágs gengis krónunnar. Þeir munu því væntanlega bíða í um tvö ár í viðbót. Vandinn er að á dráttarvélamark- aðnum hefur salan verið langt undir meðaltali síðustu 15 ár og því ört að byggjast upp endurnýjunarþörf. Ég held að framtíðin verði að vera sú að þegar bændur ákveða að kaupa sér dráttarvél þá verði menn einfald- lega að hafa þriggja til sex mánaða fyrirvara á því. Ég held að slíkt fyrir- komulag verði líka öllum til hags- bóta.“ Margar nýjungar á leiðinni Eyjólfur segir að vegna stöðnunar í dráttarvélasölu að mestu í þrjú ár hafi farið framhjá mönnum hér marg- vísleg þróun á búnaði. Þannig séu bæði Claas og Fendt að kynna nýjar útgáfur af sínum vélum. Fendt hefur verið að kynna nýjungar í stórum tæplega 400 hestafla vélum vegna breyttra mengunarstaðla. Árið 2009 kynnti Fendt nýja og uppfærða línu af 200 Vario 70-100 hestafla drátt- arvélum og frá þeim tíma eru allar Fendt vélar sem framleiddar eru með stiglausri Vario skiptingu. Claas er svo að koma með mjög skemmtilega 100-120 hestafla vél, sem Eyjólfur telur eiga mikið erindi inn á íslenska markaðinn. Þá er Claas með nýja rúllusamstæðu og er að gera sig gildandi í stærri dráttarvélum, allt upp í 400 hestöfl. Eyjólfur segir einnig mikla þróun í gangi í heyvinnuvélunum og margt skemmtilegt framundan. Skotbómulyftarar sniðug lausn „Þá eru bændur hérlendis farnir að horfa meira á léttari fjölnotatæki sem aukavélar á móti stórum dráttarvél- um. Við teljum að þeir ættu allavega að hugsa um það sem valkost að fá sér skotbómulyftara, sem eru mikið meiri fjölnotatæki en dráttarvélarnar. Þeir bændur sem farið hafa þessa leið hafa áttað sig á því að skotbómulyft- ararnir eru í dag mest notuðu tækin á búunum. Þeir eru mun léttari, liprari og eyðslugrennri en traktorar og hægt er að nota þá bæði úti og inni, vetur sem sumar.“ Viðskiptavinirnir halda tryggð við merkin „Annars erum við mjög stoltir af því að allir traktorar sem seldir hafa verið hér út úr húsi síðan 2004 hafa verið endurnýjaðir hjá okkur. Þeir kaupendur hafa ekki verið að skipta um merki sem ég held að séu bestu meðmælin með þeim tegundum sem við höfum verið að bjóða og líka okkar þjónustu. Sama á við um sambyggðu Kuhn BIO rúllupökk- unarvélarnar, þær hafa verið að koma mjög vel út og bændur hafa verið að koma og endurnýja þær í sömu tegund. Enda kemur það í ljós í svona kreppuástandi hvað þjónustuþáttur- inn skiptir miklu máli bæði hvað ábyrgðir varðar og þjónustuna sjálfa. Það er farið að telja mikið núna í bókhaldi bænda að geta fengið bættar ábyrgðarviðgerðir í tveggja til þriggja ára gömlum vélum. Það skiptir því máli að vel sé vandað til kaupanna í upphafi. Þá skiptir líka máli að á bak við þetta séu traust og góð fyrirtæki eins og Claas, sem er mjög stórt í þessum geira og stendur vel á bak við okkur í Vélfangi.“ Æskilegt að fara varlega í fjármálunum „Það er að mínu mati mikill kostur að menn fari varlega, því ég held að enginn vilji fá aftur þetta ástand sem ríkti hér á árunum 2007-2008. Ég segi því hiklaust að þegar farið var að lána til vélakaupa um 90 til 100% af kaupverði þá hafi það verið upp- hafið að hruninu. Menn voru jafnvel að skipta út vél ef það kom rispa á húddið og greiddu þá lítið út á milli. Slíkt gat aldrei gengið. Ég held að fjármögnunarfyrir- tækin eigi að halda sig við 60-70% fjármögnun og að kaupendur þurfi þá að leggja fram 30-40% eigið fé. Þannig var þetta áður og gekk vel og það hélt hlutunum í ákveðnu jafn- vægi. Það er engum til góðs að menn séu að fjárfesta langt umfram getu,“ segir Eyjólfur. /HKr. Árið 2010 var það lélegasta í vinnuvélasölunni, segir framkvæmdastjóri Vélfangs: Útlitið á þessu ári er mun betra „Við segjum hiklaust að Fendt sé dýrasti traktor í heimi en þar ertu líka að fá eitthvað fyrir peninginn.“ „Núna leggjum við áherslu á Claas dráttarvélarnar. Þær eru hagstæðari í verði en aðrar,“ segir Pétur Pálmason framkvæmdastjóri hjá Vélfangi ehf. Myndir | HKr. BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 12. MAÍ 201126 - Tæki og fóðuröflun

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.