Bændablaðið - 12.05.2011, Blaðsíða 28
28 Bændablaðið | fimmtudagur 12. maí 2011
Utan úr heimi
Þrátt fyrir að lítið hafi selst af
mjaltaþjónum hér á landi á síðustu
tveimur árum hefur hlutfall mjólk-
ur frá mjaltaþjónabúum aukist,
samhliða auknum afurðum frá
þessum búum. Þetta kemur fram
í nýrri samantekt frá tæknihópi
NMSM, en NMSM eru mjólkur-
gæðasamtök afurðastöðva á
Norðurlöndunum.
Tæknihópur NMSM heldur sér-
staklega saman upplýsingum um
mjólkurgæði frá mjaltaþjónabúum,
enda afar mikilvægt að fylgjast náið
með þeim málum. Vitað er að bæði
líf- og frumutala er heldur hærri í
mjólk frá þessum búum að jafnaði
en þó eru margar framleiðslueiningar
með afurðir á við það sem best ger-
ist. Þessi staðreynd bendir til þess
að bústjórn hafi meira um það að
segja hver gæði mjólkurinnar eru en
endilega tæknin sem notuð er til þess
að mjólka.
Danir heldur hærri
Um síðustu áramót nam hlutfall
mjólkur frá kúabúum með mjalta-
þjóna hér á landi 26,4% af heildar-
framleiðslu ársins 2010 eða 33
milljónum lítra. Einungis Danmörk
hafði hærra hlutfall mjólkur á heims-
vísu eða 26,9%, þarlent magn er þó
afar mikið eða 1,3 milljarðar lítra
mjaltaþjónamjólkur. Ekki liggja
nákvæmar tölur fyrir frá hinum
Norðurlöndunum en NMSM eru þó
að vinna að því að þessar upplýsingar
verði aðgengilegar. MTT í Finnlandi
telja að hlutfall mjaltaþjónamjólkur
þar sé um 7% en alls óvíst er með
bæði Noreg og Svíþjóð. Þó má telja
líklegt að hlutfall mjaltaþjónamjólk-
ur sé í báðum tilfellum undir 15%.
33 þúsund kúabú á
Norðurlöndunum
Um síðustu áramót voru mjalta-
þjónar á 14,3% íslenskra kúa-
búa, sem er næst hæsta hlutfall á
Norðurlöndunum á eftir Danmörku,
þar sem 22,2% búanna eru með
mjaltaþjóna. Í Svíþjóð er þetta hlut-
fall 12,8% og lægra en 6% í bæði
Noregi og Finnlandi. Alls voru um
síðustu áramót 33 þúsund kúabú á
Norðurlöndunum en einungis um
þrjú þúsund þeirra voru með mjalta-
þjóna (sjá meðfylgjandi mynd).
Ef horft er til stærðar mjaltaþjó-
nabúanna eru langstærstu kúabúin í
Danmörku, þar sem eru að jafnaði
2,5 mjaltaklefar á hverju búi. Næst
stærstu búin eru í Svíþjóð með
1,5 mjalta-
klefa á búi en
svo koma hin
Norður löndin,
svo til öll eins
með um 1,2
m j a l t a k l e f a
að jafnaði á
hverju búi.
Hver mjaltaþjónn getur afkastað
1 milljón lítra
Nýting mjaltaþjónanna er afar mis-
jöfn þegar horft er til framleiðsl-
unnar á milli Norðurlandanna. Þar
kemur sterkt fram að nýting mjalta-
tækninnar hér á landi er langt frá því
sem best lætur. Mesta framleiðsla í
mjaltaþjóni hér á landi árið 2010
var um 460 þúsund lítrar, en mesta
framleiðslan á Norðurlöndunum
var í Danmörku með yfir eina
milljón lítra frá hverjum mjalta-
klefa. Skýringanna er auðvitað
fyrst og fremst að leita í mun á
afköstum kúnna sjálfra en sum af
þeim kúakynjum sem notuð eru
við mjólkurframleiðslu á hinum
Norðurlöndunum mjólka nærri
tvöfalt meira að jafnaði en íslenska
kúakynið.
Mikill munur innan landanna
Ef horft er frá gríðarlegum mun
á afurðum kúakynjanna sjálfra er
engu að síður ljóst að nýtingu mjalta-
þjóna hér á landi má auka verulega.
Meðalframleiðslan frá mjalta-
þjónaklefum hér á landi árið 2010
nam ekki nema 285 þúsund lítrum,
sem er 38% minni framleiðsla en
þar sem mestar afurðir voru. Út
frá þessu má ætla að heildar fram-
leiðslugeta mjaltaþjóna hér á landi
ætti að geta farið í a.m.k. 45% af
landsframleiðslunni, án þess að fjár-
festa þyrfti í einu einasta mjaltatæki
til viðbótar. Þó er rétt að benda á að
þar sem mest framleiðsla er, er fjöldi
árskúa að jafnaði í kringum 65-70
árskýr, svo ekki er víst að öll fjós
rúmi slíkan fjölda.
Á hinum Norðurlöndunum er
einnig töluvert mikla framleiðslu-
aukningu að sækja í þegar fjárfestum
mjaltaþjónum og allt upp í mörg
hundruð þúsund lítra á mjaltaklefa.
Sem dæmi má nefna að á dönskum
kúabúum með afurðamiklar kýr,
þ.e. bústofn sem mjólkar að jafnaði
í kringum 12 þúsund lítra, er algeng
framleiðsla um 700-750 þúsund lítrar
á mjaltaklefa. Áður hefur verið greint
frá því að hægt er að ná 1 milljón
lítra í gegnum mjaltaklefann á ári
eða um 2.740 lítrum á dag. Til að
svo megi verða þarf þó bústjórnin
að vera hreint einstök og flæði kúa
innan fjóss, fóðrun þeirra og aðbún-
aður eins og best verður á kosið.
Mikilvægi samstarfs
Norðurlandanna
Þrátt fyrir að mikill munur sé á fram-
leiðsluaðstöðunni á milli landanna
eiga þau það sameiginlegt að notuð
er sama tæknin til þess að mjólka.
Ör þróun undanfarin ár í átt að auk-
inni sjálfvirkni kallar á virkt sam-
starf okkar við nágrannaþjóðirnar,
svo mögulegt sé að halda faglegri
þekkingu hér á landi á því stigi sem
greinin þarfnast. Þátttaka okkar
í starfi NMSM er þar lykillinn að
aðgengi að fagfólki á sviði mjólkur-
gæða og miðlun upplýsinga frá okkur
til hinna Norðurlandanna.
Snorri Sigurðsson
Auðlindadeild
Landbúnaðarháskóla Íslands
Þessi sumarlega mynd var tekin við akur rétt norðan Árósa í Danmörku nú í byrjun maí. Haustsáning á olíurepju
kom vel undan vetri þar í landi, eins og sést á myndinni. Þarna er Tinna Rós Snorradóttir að njóta ilmsins af blóm-
strandi repjunni. Mynd | SS.
Rúmur fjórðungur mjólkurinnar
frá mjaltaþjónabúum
Í nýrri skýrslu frá Umhverfis-
verkefni Sameinuðu þjóðanna,
UNEP, er varað við að býflugum
í heiminum fækki hratt. Þessi
fækkun er ógn við matvælaöflun
jarðarbúa, segja sérfræðingar SÞ,
sem bæta því við að ekki hafi enn
komið fram raunhæfar tillögur um
aðgerðir til að sporna við fækk-
uninni.
Framkvæmdastjóri UNEP, Achim
Steiner, hefur í fréttatilkynningu lýst
áhyggjum sínum af því sinnuleysi
sem fækkun býflugna er sýnd.
„Mannkynið telur sér trú um að
tækniþekking þess verndi það fyrir
lögmálum náttúrunnar. Hinn óút-
skýrði býflugnadauði sýnir að það er
skammsýni. Við erum jafn háð lög-
málum náttúrunnar og áður,“ segir
hann.
Samkvæmt skýrslunni „Global
Bee Colony Disorders and others
Threats to Insect Pollinators“ nálg-
ast vandamálið að verða hnattrænt
án þess að nokkur skýring á því hafi
komið fram.
Síðustu dæmi um stórfelldan
býflugnadauða eru frá Japan, Kína
og Egyptalandi. Þar með hafa tvær
nýjar heimsálfur orðið fyrir áfalli í
þessum efnum. Sérfræðingar telja
að býflugnadauðinn í Egyptalandi sé
einangrað tilfelli, bundið við bakka
árinnar Nílar. Í Japan er hins vegar
fjórðungur útbreiðslusvæðis býflugna
í landinu í hættu. Í Kína nær skaðinn
þegar yfir stór svæði landsins.
Að sögn Achim Steiners hefur
eitthvað óútskýrt átt sér stað í lífi
býflugna víða um heim. Vandamálið
er það að enginn hefur enn komið með
haldbærar skýringar á því sem gerst
hefur. Skýrsla Umhverfisverkefnis
SÞ dregur upp ógnvænlega mynd.
Af 100 mikilvægustu tegundum
nytjajurta heims frjóvgast um 70 með
hjálp býflugna. Þær skila um 90% af
samanlagðri uppskeru matjurta.
Vissulega stafar býflugnadauðinn
af ýmsum ólíkum ástæðum eða sam-
verkun þeirra, segja sérfræðingarnir,
og benda á nokkrar þeirra. Skaðleg
skordýr dreifa sér hraðar en áður um
ný svæði vegna aukinna heimsvið-
skipta. Nýjar tegundir hættulegra
sveppa og veira dreifast um víða
veröld með auknum viðskiptum.
Í landbúnaði er einnig á síðari
árum farið að nota efni sem eru
býflugunum hættuleg. Þar má nefna
efni sem eru notuð gegn óæskilegum
skordýrum. Það flækir rannsóknir á
áhrifum þessara efna að eituráhrif
þeirra aukast þar sem fleiri en eitt
þeirra er notað samtímis.
Blómjurtum fækkar
Þrengt hefur að lífsskilyrðum býflugna
við það að blómjurtum í náttúrunni
hefur fækkað. Býflugurnar þurfa á
þeim að halda sér og lirfum sínum til
viðurværis. Loftmengun getur spillt
möguleikum flugnanna til að komast
af. Þær finna þá einfaldlega ekki lykt-
ina af þeim blómum sem þær sækja
næringu sína til. Veðurfarsbreytingar
geta einnig aukið vandann, m.a. með
því að blómgunartími jurta breytist
sem og dreifing úrkomunnar. Þar
með getur aðgangur býflugnanna að
frjókornum minnkað.
Fræðimenn telja að enn séu
ókunnar ýmsar ástæður fyrir fækkun
býflugna. Þeir leggja til að bændur
bregðist nú við þeirri stöðu, sem upp
er komin, með því að auka ræktun
gróðurs sem bæti lífsskilyrði þeirra.
Það gæti falist í því að sá og planta
tegundum jurta, sem bera blóm, í
kringum ræktunarspildurnar. Þá þarf
að gæta aukinnar varúðar í notkun
jurtavarnarefna.
Framkvæmdastjórn ESB hækkaði í
september á sl. ári framlag sitt til rann-
sókna á lífsskilyrðum býflugna úr 26
í 32 milljónir evra. Þá hefur hún sett
í gang verkefni til að kanna ítarlega
umfang á hruni býflugnastofnsins í
náttúrunni. Í því skyni hefur verið
stofnuð sérstök rannsóknarstofnun.
Tillaga stjórnarinnar hefur verið send
fjölþjóðlegum vinnuhópum innan
ESB sem og Evrópuþinginu.
Verkefninu er stjórnað í Sviss, en
þar hafa frá árinu 2003 farið fram
umfangsmiklar rannsóknir á fækkun
býflugna. Þá er í gangi undir forystu
Svisslendinga samstarfsverkefni sem
ber heitið „Coloss“ og 50 lönd eiga
aðild að.
/ME/Landsbygdens Folk,
Fækkun býflugna er
hnattrænt vandamál
ÞÓR HF
REYKJAVÍK - AKUREYRI
Þ Ó R H F | R e y k j a v í k : K r ó k h á l s i 1 6 | A k u r e y r i : L ó n s b a k k a | S í m i 5 6 8 - 1 5 0 0
Tætarar í vorverkin
Sterkbyggðir og öflugir hnífatætarar frá CELLI til afgreiðslu strax.
2 stærðir:
Vbr. 285 cm, aflþörf 90 hö.
Vbr. 310 cm, aflþörf 115 hö.
Tannhjóladrif, hvorki reimar né keðjur.
Stillanlegt op á afturhlera.
L - laga hnífar, 6 á hverjum flangsi og halla innávið.
25 cm vinnsludýpt og skór á hliðum
Drifskaft með yfirálagskúplingu
Tryggið ykkur eintak, takmarkað magn í boði. Hagstætt verð.