Bændablaðið - 12.05.2011, Síða 34
34 Bændablaðið | fimmtudagur 12. maí 2011
Á markaði
Í 2. tbl. Bændablaðsins árið 2010,
þann 28. janúar, gerði Markaðs-
síðan nokkra grein fyrir þeim
hluta sameiginlegrar landbún-
aðarstefnu ESB (CAP) sem lýtur
að málefnu dreifbýlisins, oft nefnt
„seinni stoð CAP“.
Hvert aðildarland ESB þarf síðan
að semja sína eigin áætlun um fram-
kvæmd þessa málaflokks með stoð
í þeim reglugerðum sem settar hafa
verið. Megingerðin sem hér á við er
nr. 1698/2005. Stuðningi við land-
búnað og dreifbýli er samkvæmt
henni síðan skipt í 4 verkefnaflokka
eða ása.
1. Verkefni til að stuðla að
bættri samkeppnishæfni
landbúnaðar og skógræktar
2. Greiðslur til bænda á harð-
býlum svæðum (LFA),
umhverfisstuðningur og
stuðningur við að bætan
aðbúnað búfjár.
3. Stuðningur við að bæta lífs-
gæði í dreifbýli og búhátta-
breytingar.
4. Verkefni sem miða að því að
ýta undir frumkvæði íbúa og
hvetja til samstarfsverkefna
einkaaðila og hins opinbera.
Til nánari glöggvunar á því hvern-
ig framkvæmdin síðan er í raun má
skoða áætlanir einstakra aðildarlanda
en þau hafa svigrúm til að velja
sér verkefni og fjölda þeirra innan
þess ramma sem reglugerðin setur.
Nýjasta uppfærsla á slíkri áætlun
fyrir Finnland fyrir tímabilið 2007–
2013 er frá 28. apríl sl. Skýrslan er
alls 394 bls. Þar er að finna ýtarlega
lýsingu á bakgrunni slíkrar áætlana-
gerðar, rökstuðning fyrir vali á verk-
efnum, upplýsingar um verkefnaása
og lýsingu á verkefnum innan hvers
þeirra og fjármögnun o.s.frv. Alls eru
24 verkefnaflokkar í gangi samkvæmt
áætluninni.
Innan fyrsta verkefnaflokksins
hefur Finnland meðal annars valið
að styðja við nýliðun með fjárfram-
sem uppfylla sett skilyrði. M.a. þurfa
umsækjendur að uppfylla skilgreindar
hæfnis- og menntunarkröfur og leggja
fram viðskiptaáætlun fyrir búrekstur-
inn og skilyrði er fyrir stuðningi að
reksturinn sé arðvænlegur til lengri
tíma litið. Hámarks stuðningur getur
numið 40.000 evrum en framlag úr
Evrópska landbúnaðarsjóðnum fyrir
dreifbýlisþróun (EAFRD) nemur að
hámarki 45% þannig að finnska ríkið
greiðir hin 55%. Einnig leggur finnska
ríkið fram fjármuni til niðurgreiðslu
vaxta. Að því virtu nemur framlag
ESB í þennan málaflokk 12%.
Lang mestum fjármunum er varið
til verkefna í flokki 2 eða um 70% af
heildarfjármagni í þennan málaflokk,
að mótframlögum einkaaðila með-
töldum. Alls eru 6 verkefnaflokkar;
harðbýlisgreiðslur, aðrar greiðslur
vegna erfiðra framleiðsluaðstæðna
(LFA), greiðslur tengdar umhverf-
ismálum, bætt velferð búfjár og
nýplöntun á skógi.
Fyrstu tveir flokkarnir eru með-
höndlaðir í einu lagi. Greiddar eru
150–210 evrur á ha skilgreinds
landbúnaðarlands, að meðaltali 194
evrur/ha. Framlag úr EAFRD nemur
28% af heildarútgjöldum til verk-
efnisins en finnska ríkið greiðir 72%.
Undir verkefni tengd umhverfis-
málum falla t.d. ýmsar aðgerðir til að
draga úr notkun og útskolun áburðar
og plöntuvarnarefna. Bændur þurfa
að sækja um þátttöku í verkefnum og
að fá styrki samkvæmt þeim. Nefna
má að hærri greiðslur eru greiddar
til búa sem halda búfé en annarra,
m.a. vegna þess að því fylgir kostn-
aðar að stýra dreifingu búfjáráburðar
miðað við þær kröfur sem gerðar eru
til þeirra sem njóta greiðslnanna.
Aðeins er heimilt að dreifa búfjár-
áburði á vaxtartíma plantna sem
skilgreindur er í reglunum. Þá má
nefna verkefni sem lúta að aukinni
nákvæmni í áburðargjöf, einkum
köfnunarefnis og í lífrænni ræktun.
Árleg jarðvinnsla á mýrarjarðvegi er
stærsti valdur losunar gróðurhúsa-
lofttegunda í finnskum landbúnaði.
Bændur fá styrk í evrum/ha fyrir
að skuldbinda sig með samningi til
10 ára til að endurvinna ekki tún á
mýrlendi.
Þriðja dæmið í þessum ás eru
verkefni sem miða að bættri velferð
búfjár. Allir bændur þurfa að upp-
fylla þær lágmarkskröfur um með-
ferð búfjár sem finna má í finnskri
löggjöf. Greiðslur til að auka velferð
búfjár eru í boði til kúa- og svína-
bænda. Gerður er samningur til fimm
ára um aðgerðir sem t.d. geta lotið að
útivist, stærð stía, sjúkrastíum o.þ.h.
Finnska landbúnaðarrannsóknastofn-
unin ber ábyrgð á því að reikna út
hver stuðningurinn á að vera en til
grundvallar liggur hve mikið kostn-
aður eykst við framleiðsluna vegna
þeirra einstöku aðgerða sem krafist er
umfram almennar reglur um aðbúnað
og meðferð nautgripa og svína.
Fleiri verkefni eru innan þessa
flokks s.s. verndun votlendis og fram-
lög til nýskógræktar.
Á þriðja verkefnaásinum er svo að
finna verkefni sem t.d. lúta að verndun
menningararfs, útbreiðslu internets í
dreifbýli og stuðningi við fólk sem
starfar í landbúnaði til að taka um
nýja starfsemi. Styrkhæf eru t.d.
verkefni sem lúta að úrvinnslu málma
og plasts, handverki, framleiðslu á
lífeldsneyti, nýtingu bíómassa og
annarra endurnýjanlegra orkugjafa
s.s. vindafls og sólarorku, verkefnum
á sviði upplýsingatækni o.fl. Ekki
ósvipað því sem Framleiðnisjóður
landbúnaðarins hefur stutt í gegnum
árin. Stuðningur af opinberu fé (frá
EARFD og hinu opinbera í Finnlandi)
kostnaði. Samsetning opinberra fram-
laga er þannig að EARFD leggur fram
45% en finnska ríkið, sveitarfélög og
opinberar stofnanir leggja fram 55%.
Hér er aðeins tæpt á örfáum atrið-
um úr skýrslunni en aftast í henni er
að finna töflur sem gefa yfirlit um
verkefni og fjármögnun þeirra. /EB
Heimild: http://www.maaseutu.
fi/en/index/rural_development_
programmes/aims
Erna Bjarnadóttir
hagfræðingur Bændasamtaka
Íslands
eb@bondi.is
Landbúnaðarstefna ESB
Dreifbýlisstoð land-
búnaðarstefnu ESB
Á vef Hagstofu Íslands er að
finna þjóðhagsreikninga og
yfirlit um fjármál hins opinbera.
Meðfylgjandi mynd sýnir þróun
heildarútgjalda ríkissjóðs til land-
búnaðar og skógræktar frá 1998
til 2009. Útgjöldin skiptast síðan
í framleiðslustyrki, samneyslu og
fjárfestingu. Stærstur hluti útgjalda
til skógræktar er í formi fjárfest-
ingar eða um 92% á árinu 2009.
Stærstur hluti útgjalda til landbún-
aðar eru hins vegar framleiðslu-
styrkir eða tæp 88% en 8% teljast
samneysla. /EB
Heimild: Hagstofa Íslands
Útgjöld ríkissjóðs til landbúnaðar og skógræktar
Vísitala neysluverðs eftir eðli
og uppruna 2010 – 2011
Undirvísitölur mars 1997=100 Breyting síðustu 12 mánuði
Mars Apríl %
Áhrif á
vísit.
Vísitala neysluverðs 208,0 209,6 2,8 2,8
Þar af:
Innlendar vörur og grænmeti 183,9 184,2 1,5 0,2
Búvörur og grænmeti 169,4 168,9 0,4 0,0
Innlendar vörur án búvöru 195,2 196,2 2,3 0,2
Innfluttar vörur alls 190,1 191,7 2,0 0,8
Innfluttar vörur án áfengis og tóbaks 183,3 185,0 1,9 0,7
Dagvara 186,3 185,5 -0,3 -0,1
Vísitala neysluverðs miðuð við
verðlag í apríl er 374,1 stig (maí
1988=100) og hækkaði um 0,78%
frá fyrra mánuði. Vísitala neyslu-
verðs án húsnæðis er 356,2 stig og
hækkaði um 0,65% frá mars.
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísi-
tala neysluverðs hækkað um 2,8% og
vísitalan án húsnæðis um 2,7%. Þegar
litið er á breytingar vísitölunnar eftir
eðli og uppruna sl. 12 mánuði sést
að búvörur og grænmeti hafa ekki
leitt til neinnar hækkunar á henni.
Af 2,8% hækkun má rekja 0,8% til
verðhækkana á innfluttum vörum og
0,2% til innlendra vara án búvöru.
Búvörur halda
verðlagi niðri
Vísitalan er nú birt á nýjum
grunni, mars 2011, og byggist hann
á niðurstöðum úr útgjaldarannsókn
hennar hefur Hagstofan notað
ýmsar nýrri heimildir við vinnslu
grunnsins. Áhrif þessara breyt-
inga nema 0,04% til lækkunar á
vísitölunni. Að öðru leyti veldur
endurnýjun grunnsins sem slík ekki
breytingum á vísitölunni milli mars
og apríl. Matur og drykkjarvörur
eru nú 14,6% af útgjaldagrunn-
inum en voru áður 15,1%. Hlutfall
kjöts, mjólkur, eggja og grænmetis
lækkar úr 6,4% í 6,2%.
/EB
Heimild: Hagstofa Íslands
1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009
Í mill-
jónum
króna
Land-
búnaður
7356,7 7938,9 7872,5 9298 9615,7 9907,5 10021,7 10487,8 11062,1 11944,2 14565,4 14813,1
Skógrækt 297,8 302,9 421,3 547,4 575,4 673,7 677,4 783,7 787 894,6 1116,8 1097,1
Hlutfall
af vergri
lands-
fram-
leiðslu
Land-
búnaður
1,25 1,26 1,15 1,2 1,18 1,18 1,08 1,02 0,95 0,91 0,99 0,99
Skógrækt 0,05 0,05 0,06 0,07 0,07 0,08 0,07 0,08 0,07 0,07 0,08 0,07
Inn-
byrðis
hlut-
deild
Land-
búnaður
4,1 3,98 3,69 3,8 3,65 3,5 3,37 3,3 3,15 2,96 2,18 2,59
Skógrækt 0,17 0,15 0,2 0,22 0,22 0,24 0,23 0,25 0,22 0,22 0,17 0,19
Á
verðlagi
ársins
2009
Land-
búnaður
15661 15859 14791,3 16102,9 15393,8 15262,6 14837,3 14818,5 14385,3 14562 16017,7 14813,1
Skógrækt 634 605,1 791,6 947,9 921,1 1037,9 1003 1107,3 1023,5 1090,7 1228,1 1097,1
Heildarútgjöld ríkissjóðs eftir málaflokkum
í mestri sundurliðun árin 1998-2009
0
0,5
1
1,5
2
2,5
3
3,5
4
4,5
1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009
Útgjöld ríkissjóðs til landbúnaðar og
skógræktar sem hlutfall af heildarútgjöldum