Bændablaðið - 12.05.2011, Page 35

Bændablaðið - 12.05.2011, Page 35
35Bændablaðið | fimmtudagur 12. maí 2011 Inngjafabyssa fyrir lömb Frábær fyrir ormalyf og AB-mjólk. 1/2 líters plast- flaska passar á byssuna. Egilsholti 1, 310 Borgarnesi Afgreiðsla, sími 430 5500 Opið virka daga 8-18 laugardaga 10-15 www.kb.is, margret@kb.is Bændablaðið á netinu... www.bbl.is „Hátt verð á dísilolíu og bensíni er að verða meiri háttar vandamál, sérstaklega í dreifbýlinu,“ sagði í ályktun félagsins Landsbyggðin lifi þann 26. apríl 2011. Þar sagði einnig að leiðir til að fá þjónustu, komast í verslun eða stunda félagslíf séu langar, svo ekki sé nú minnst á það hve dýrt er að komast til höfuðstaðarins. „Flutningskostnaður á vöru og þjónustu er orðinn óbærilegur fyrir byggðirnar.“ Landsbyggðin lifi krefst þess að ríkisstjórnin beiti áhrifum sínum til að lækka verð á bílaeldsneyti. Til þess hafa stjórnvöld tvo aug- ljósa kosti: 1) Að stórlækka eða afnema eldsneytisskatta. 2) Að gera kröfu á olíufélögin um lægri álagningu. Í greinagerð með ályktuninni segir síðan: „Það er rangt og óréttlátt að leggja háa skatta á eldsneyti á þeirri forsendu að það leiði til þess að fólk noti þá minna af því. Í nútímaþjóð- félagi eru bílar sem ganga fyrir olíu eða bensíni nauðsyn, en ekki lúxus. Álagning olíufélaganna er allt of há. Þetta er afar einfaldur rekstur. Vegna bruðls og óhófs virðast þau mörg á jötunni hjá okkur skatt- greiðendum, sem auk okursins þurfa nú líka að borga þau út úr eigin skuldasúpu. Geti olíufélögin ekki selt okkur eldsneyti með eðli- legri álagningu, væri rétt að kanna hvort ríkiseinkasala mundi ekki gagnast okkur betur.“ Landsbyggðin lifi: Vill lækkun eða afnám eldsneytisskatta - og lægri álagningu

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.