Bændablaðið - 12.05.2011, Page 36

Bændablaðið - 12.05.2011, Page 36
36 Bændablaðið | fimmtudagur 12. maí 2011 Núverandi ábúendur á Ytri- Bægisá 2 keyptu jörðina árið 1994 en höfðu þá leigt hana í nokkur ár. Til að byrja með voru þeir eingöngu með sauðfé, en fengu sér eina heimilisbelju árið 2001 og aðra árið 2010. Samhlíða þessu fóru þau að framleiða nautakjöt í litlum mæli. Býli? Ytri- Bægisá 2. Staðsett í sveit? Hörgársveit í Eyjafirði. Ábúendur? Hjónin Stefán Lárus Karlsson og Elisabeth Jóhanna Zitterbart. Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Stefán og Elisabeth eiga 4 börn, þau Karl, 16 ára, Astrid Maríu, 14 ára, og tvíburana Benedikt og Berg Þór, 11 ára. Svo eru á bænum þrír kettir og þrír hundar. Stærð jarðar? Heimaland er rúm- lega 100 ha, ræktað land 30 ha. Þá er Bægisárdalurinn sameign með Ytri-Bægisá 1. Tegund býlis? Sauðfjárbú og nautgriparækt. Fjöldi búfjár og tegundir? Kindur eru 380, kýrnar tvær, kálfar 19 og 12 hross. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Farið á fætur klukkan sjö. Svo er mjólkað og gefið kálfum. Bóndinn gefur kindunum eftir morgunmat þegar konan er farin í vinnunna til Akureyrar. Síðan er farið saman í kvöldverkin um klukkan 17 og standa þau til um klukkan 19:30. Þess á milli er öðrum úti- og inni- verkum sinnt. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Það eru ekki til leiðinleg bústörf, bara miserfið. Skemmtilegast er að fara í göngur í góðu veðri. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Eftir fimm ár viljum við helst hafa allt nokkuð svipað og í dag. Hvaða skoðun hafið þið á félags- málum bænda? Enga sérstaka skoðun. Hvernig mun íslenskum land- búnaði vegna í framtíðinni? Framtíðarhorfur eru góðar. Hvar teljið þið að helstu tæki- færin séu í útflutningi íslenskra búvara? Helstu útflutnings- tækifæri liggja í sauðfjárafurðum – ekki bara kjötinu, heldur alveg eins ullinni og fleiri afurðum. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk og mjólkurvörur í ýmsum útgáfum, egg og heimagerðar sultur. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Það myndi fylla alla síðuna að telja það allt upp. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það var þegar Ófeigur okkar fæddist 13.5. 2009. Komið var að ánni látinni, en sást í litlar klaufir sem hreyfðust og tókst að draga lambið út. Var litli hrúturinn alinn af börnunum og er núna uppáhald okkar allra á bænum. Hann er nú tveggja ára sauður; einstaklega blíður og góður. 1 9 6 2 9 7 6 9 3 7 8 3 9 7 6 1 2 9 8 3 9 2 8 1 4 2 8 1 3 6 5 9 1 9 8 6 5 1 7 4 4 2 2 5 1 7 8 6 3 1 9 4 1 4 8 9 3 2 3 5 8 5 7 2 6 9 6 2 7 3 8 6 4 2 8 Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni www.sudoku2.com og þar er einnig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki. Líf og lyst BÆRINN OKKAR Einfalt og frísklegt í sumarbyrjun Nú er tími ferminganna í hámarki og því tilvalið á þessum tímum að útbúa kræsingarnar sjálfur til að minnka kostnað eins og hægt er. Mörgum vex í augum að baka sína eigin kransatertu en sé farið eftir leiðbeiningum og með góðri æfingu getur útkoman orðið með besta móti. Fiskur í sumarskapi fiskur að eigin vali sinnep 1 egg hrökkbrauð, fyrir rasp salt pipar Aðferð: Skerið fiskinn í hæfilega stóra bita og smyrjið með sinnepi. Brjótið egg í skál og pískið til. Myljið niður hrökk- brauð sem þið notið sem rasp. Veltið síðan fisknum upp úr hrærðu egginu og síðan upp úr raspinum. Steikið á pönnu og saltið og piprið að vild. Berið fram með grænu salati, tóm- ötum, gúrku og rauðlauk. Gott er að nota salsasósu með fisknum. (Fengið að láni frá Ny nordisk mat). Sumarsalat fyrir 4 klettasalat paprika í ýmsum litum ½ agúrka 2 ferskir tómatar eða sólþurrkaðir 1 eggaldin 1 kúrbítur 2 kjúklingabringur 10 döðlur ½ pakki pekanhnetur ½ krukka fetaostur 20 saltstangir Aðferð: Skerið eggaldin og kúrbít í sneiðar og léttsteikið. Skerið kjúklingabringurnar í bita og steikið á pönnu, gott er að setja örlítið salt og pipar á þær. Skerið tómata, papriku og agúrku í sneiðar og dreifið því yfir klettasalatið á fallegan, stóran disk. Setjið steikta grænmetið yfir og kjúklinginn. Skerið döðlurnar í tvennt og pekanhneturnar í bita. Bætið þeim ásamt fetaostinum yfir salatið. Stingið síðan saltstöngum inn í salatið hér og þar til að gera það enn girnilegra og fallegra. /ehg MATARKRÓKURINN Ytri-Bægisá 2 Börnin þrjú og hundarnir á Ytri-Bægisá 2. Astrid María. Þessi einfalda uppskrift að þá álpappír undir svo raspurinn haldist betur á. Mynd | Ny nordisk mat.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.