Bændablaðið - 12.05.2011, Page 38

Bændablaðið - 12.05.2011, Page 38
38 Bændablaðið | fimmtudagur 12. maí 2011 Lesendabásinn Fyrir nokkru var haldinn í Reykjavík fundur í sameigin- legri þingmannanefnd Íslands og Evrópusambandsins. Hlutverk nefndarinnar er m.a. að fylgjast með umsóknarferlinu og veita því þinglegt aðhald og mögulega að taka afstöðu til einstakra þátta sem hæst bera í ferlinu. Nú er rýnivinnunni vegna aðildar- viðræðnanna að ljúka. Þá styttist í að eiginlegar aðildarviðræður hefjist. Reiknað er með að svo geti orðið í júní á þessu ári. Ísland hefur það forskot á aðrar umsóknarþjóðir að vera EES-ríki sem hefur á 17 árum sem aðili að innri markaði Evrópu innleitt stóran hluta af regluverki sambandsins. Reyndar án þess að hafa nokkur áhrif á löggjöfina. Sá lýðræðishalli myndi hins vegar leiðréttast við aðild að ESB og fullveldið fengist til baka sem afsalað var við samþykkt EES- samningsins. Greitt mun líklega ganga með samninga um það sem út af stendur þar til kemur að sjávarútvegi og land- búnaði. Þeir málaflokkar, auk pen- ingamálastefnunnar, eru stóru málin sem ráða úrslitum um hvort góður samningur náist sem þjóðin fellir sig við og samþykkir í atkvæðagreiðslu. Mikilvægi langt umfram efnahagsstærðir Það kom í minn hlut á fundinum að fjalla um stöðu landbúnaðarins og um muninn á stuðningskerfi okkar og Evrópusambandsins. Sá munur er nokkuð mikill og mun aðild að ESB hafa umtalsverðar breytingar í för með sér á umgjörð og fyrirkomulagi stuðningsins. Hlutverk samninga- og þingmannanefndanna er að tryggja að greinin verði fyrir sem minnstu raski við aðild. Til þess eru ýmis tækifæri og að mörgu er að hyggja í því efni. Mikilvægi landbúnaðarins þegar kemur að samþykki samnings um aðild Íslands að Evrópusambandinu er langt umfram efnahagslegt vægi hans sem atvinnugreinar í landinu að mínu mati. Landbúnaðurinn og sá stuðningur sem er veittur til hans nú í formi beingreiðslna og tollverndar upp á annað tug milljarða á ári nýtur almenns stuðnings og um hann er lítið sem ekkert deilt í samfélaginu. Stuðningurinn við landbúnaðinn er sem betur fer þvert á flokka. Á þeim tólf árum sem eru liðin frá því að ég tók fyrst sæti á Alþingi man ég ekki eftir verulegum átökum eða deilum um fyrirkomulagið. Sá almenni stuðn- ingur á sér margvíslegar skýringar. Þótt þjóðin búi að stærstum hluta í þéttbýlinu á suðvesturhorninu og byggðunum í 50 kílómetra radíus út frá höfuðborgarsvæðinu á stærstur hluti hennar rætur sínar að rekja til sveitanna og dreifbýlis landsins í eina eða tvær kynslóðir. Forsendur þess að við viljum viðhalda öflugri Íslandsbyggð hringinn í kringum landið byggjast að hluta til á þeirri skynsemi að vilja tryggja fæðuöryggi og sjálfbærni landsins við öflun matar ofan i þjóðina. Auk hefðbundinna byggðasjónarmiða, en ekki bara þeirra. Hinn hlutinn skiptir ekki minna máli, en það er menningin og sagan. Það er saga sem á djúpar rætur og sterka tengingu flestra okkar við sveitirnar og landið sem slíkt. Samstaðan með sveitunum og lífinu á landsbyggðinni er tilfinningaleg og menningarleg að stórum hluta og það er eðlilegt þegar litið er til Íslandssögunnar. Sjálfur tel ég að samningur um aðild að ESB, sem almennt væri tal- inn ógna stöðu landbúnaðarins, verði aldrei samþykktur í þjóðaratkvæða- greiðslu. Í reynd má leiða rök að því að afstaða fólks til þessa þáttar aðildar geti ráðið úrslitum um lyktir málsins. Að því gefnu að góður samningur náist um sjávarútvegsmálin enda tekur því ekki að kjósa um samning sem nær því markmiði ekki. Því er vægi landbúnaðarins langt umfram efnahagslega stærð hans í bókhaldi ríkisins og mun miklu skipta þegar upp er staðið hver afdrif hans verða. Verkefnið er að semja um að staða hans sem atvinnugreinar verði trygg og góð, komi til aðildar. Líkt og mælt er fyrir um í þingsályktuninni með aðildarumsókninni frá 2009. Hvað þýðir aðild að ESB? Bændum á Íslandi hefur fækkað um 25% á áratug. Búum hefur fækkað og þau hafa stækkað. Þessi þróun hefur gengið hraðar fram hér en á hinum Norðurlöndunum, en staðan er um margt þokkaleg þótt hún sé æði misjöfn á milli greina. Sérstaklega er afkoman ágæt í mjólkuriðnaði sem er án efa sterkasta greinin innan land- búnaðarins. Andstaða meðal bænda við aðild að ESB er mikil og hefur aukist, ef eitthvað er. Því þurfum við sem styðjum umsókn um aðild að standa ríkan vörð um hagsmuni bænda og ná þeim með í leiðangurinn sem snýst ekki um neitt annað að lokum en að styrkja stöðu lands og þjóðar á öllum sviðum í leit okkar að nýjum stöðugleika til framtíðar. Skýringuna á andstöðu bænda og búaliðs við aðild að Evrópu- sambandinu má m.a. finna í sterkum áróðri forystu Bændasamtakanna gegn henni, en ekki síður í óvissunni um hvað breytingarnar hafa í för með sér. Fólk veit hvað það hefur og vill forðast breytingar. Það er skiljanlegt og út frá því á að vinna; að lágmarka áhrifin og tryggja stöðu greinarinnar. Í meginatriðum er munurinn á stuðningsfyrirkomulagi ESB og Íslands eftirfarandi: Stuðningskerfi Íslands við land- búnaðinn byggist annars vegar á framleiðslutengdum beingreiðslum til mjólkur- og dilkakjötsfram- leiðslu, auk gripagreiðslna út á nautakjötsframleiðslu. Hins vegar á tollvernd sem takmarkar verulega möguleikana á innflutningi, sem aftur má segja að sé einnig sjálfkrafa haldið frá vegna fjarlægðar okkar frá erlendum mörkuðum. Það sem margir bændur óttast við aðild að ESB er niðurfelling toll- verndarinnar frekar en breytingar á framleiðslutengdum beingreiðslum. Sumum greinum landbúnaðar myndi breytt fyrirkomulag stuðnings örugg- lega gagnast vel, til dæmis greinum á borð við ferðaþjónustu, hrossarækt og skógrækt. Breytingarnar hafa mest áhrif á kjúklinga- og svínakjötsfram- leiðslu vegna niðurfellingar tolla, en þó er ekki allt sem sýnist þar. Einn gamalreyndur svínabóndi hefur bent á að allt eins gæti aðild að ESB falið í sér mikil tækifæri fyrir hans grein þar sem ESB styrkir að mestu út á landnotkun og landnýtingu á hvern hektara. Því myndu styrkir til kornræktar vegna fóðurframleiðslu snarlækka verð á fóðri og greinin því verða samkeppnishæf við evrópska svínaframleiðendur. Grundvallarmunurinn á kerfi ESB og íslenska landbúnaðarkerfinu liggur í því að sambandið hefur að mestu aftengt stuðningsgreiðslur frá búvöruframleiðslu, á meðan styrkirnir eru að mestu framleiðslutengdir hér. Í augum Evrópuþjóða er traust dreifbýli mikilvægara en styrkir til tiltekinnar framleiðslu. Verði af íslenskri aðild þýðir hún nýtt starfsumhverfi fyrir landbúnað- inn. Því þarf að leita sérstakra lausna fyrir Ísland á vissum sviðum og eru margir möguleikar til þess þegar litið er til ríkrar sérstöðu landsins. Fyrir það fyrsta blasir við að Ísland yrði skilgreint sem harðbýlt svæði. Það er skilgreining sem kennd er við 62. breiddargráðu og var tekin upp í samningum við Finna og Svía. Það heimilar þeim að styrkja landbúnað- inn beint úr eigin ríkissjóði burt séð frá reglum ESB að öðru leyti. Þannig má mæta ágjöf vegna niðurfellingar tolla. Þá er heimild í regluverki ESB að styðja sérstaklega við fjarlæg svæði langt utan markaða meginlandsins. Nefna má svæði á borð við Azor-eyjar sem er um margt sambærilegt við Ísland. Ekki síst þar sem staðbundnir annmarkar á borð við legu lands og veðurfar hafa mikil áhrif hér og meiri en á þeim eyjaklasa. Rökin fyrir þessum undanþágum og viðurkenningu á sérstöðu eru þau að viðhalda samkeppnishæfi land- búnaðarins og koma í veg fyrir að hún raski búsetu og búgreinum í landinu. Opnum sóknarfærin Við blasir að vel er unnt að ná góðum samningi fyrir íslenskan landbúnað þó að alltaf verði breytingar, sérstaklega út af niðurfellingu tollverndar. Þeim breytingum má mæta með ýmsum hætti, sem tryggir að greinarnar fari ekki halloka en sjálfsagt þarf að berjast hart fyrir því í viðræðuferlinu. Þvert á móti má leiða líkur að því að við aðild opnist fjöldi sóknarfæra fyrir landbúnaðinn þótt gæta þurfi vel að stöðu einstakra greina við breyt- ingarnar. Að þessi markmið náist er ein helsta forsenda þess að þjóðin sam- þykki samning um aðild Íslands að ESB. En auk hinna afmörkuðu hags- muna greinarinnar er bændum þó eins og öðrum atvinnurekendum nauðsyn þess að fá nothæfan gjaldmiðil og stöðugt efnahagsumhverfi í formi lágra vaxta, afnámi verðtyggingar og án sífelldra sveiflna í gengi. Björgvin G. Sigurðsson þingmaður Samfylkingarinnar. Landbúnaðurinn er lykilatriði Eins og kunnugt er hefur ESB bannað viðskipti með selaafurðir. Þessi afstaða hefur áhrif á lífsaf- komu fólks á norðurslóðum, sem byggir afkomu sína á selveiðum, einkum í Kanada og á Grænlandi. Þrátt fyrir ítrekuð mótmæli sel- veiðiþjóða stendur bann ESB óhaggað. Norður-Atlantshafs spendýraráðið (NAMMCO), sem Ísland er aðili að, hefur t.d. mótmælt innflutningsbann- inu kröftuglega. Bann ESB byggir ekki á vísinda- legum rökum, heldur fyrst og fremst á hugtakinu um sk. „dýravelferð“, sem er afar sérstæð og torskilin pólitík innan ESB. Bent hefur verið á að selastofnarnir séu stórir og að hófleg veiði ógnar þeim alls ekki. Bannið er jafnframt í andstöðu við þá hug- myndafræði að hver þjóð megi nýta náttúruauðlindir sínar á sjálfbæran hátt og bjóða afurðir þeirra til sölu, ef vís- indaleg rök mæla ekki gegn því. Þá er bannið furðulegt í ljósi þess að það er í mótsögn við WTO-samninginn um alþjóðleg viðskipti, sem Evrópuríkin eru aðilar að. Samið við Kínverja Í nýlegri frétt kanadískra fjölmiðla kemur fram, að stjórnvöld þar í landi hafa gert samning við kínversk yfir- völd um viðskipti með selaafurðir í Kína og víðar í Austur-Asíu. Um er að ræða kaup á selkjöti, spiki og skinn- um. Kanada er að sögn fyrsta landið, sem flytur selkjöt til Kína, en einhver markaður mun hafa verið fyrir hendi í Japan og Kóreu. Samtök frumbyggja í norðanverðu Kanada hafa fagnað þessum tíðindum, því að útflutningur á selaafurðum er afgerandi atriði fyrir byggð og mannlíf á svæðum þeirra. Í efnahagslegu tilliti hefur selurinn sambærilega þýðingu fyrir frum- byggja Kanada og Grænlands og þorskurinn hefur hér á landi. Þeir hafa jafnframt fagnað því að Kínverjar telji ekki að selveiðar séu stundaðar með ómannúðlegum hætti. Hins vegar hafa svokölluð „dýra- verndarsamtök“ í Kanada og víðar fagnað banni ESB og benda á að nær væri að borga frumbyggjum fyrir að veiða ekki. Spyrja má hvar slík sam- tök séu stödd í heimi raunveruleikans; að hafna nýtingu á endurnýjanlegri náttúruauðlind en mæla í staðinn með greiðslum úr opinberum sjóðum þar sem fjármagnið verður m.a. til með mengandi iðnaði og ágangi á ýmsar náttúruauðlindir? Þá hafa þessi svo- kölluðu „dýraverndarsamtök“ dregið hollustu selaafurða í efa þrátt fyrir vísindalegar rannsóknir sem sanna hollustu þeirra. Gott gengi þrátt fyrir hrakspár Í ljósi þess að Austur-Asía er þriðji stærsti kaupandi kanadískra sjávar- afurða, er líklegt að markaðssetning selaafurða í Kína muni geta gengið vel, þrátt fyrir hrakspár og andstöðu ýmissa svokallaðra „dýraverndarsam- taka.“ Þótt selveiðar hér á landi séu ekki umfangsmiklar er því fagnað ef Kanadamenn finna markað fyrir selaafurðir. Við munum ávallt styðja þann grundvallarrétt þjóða að nýta náttúruauðlindir á sjálfbæran hátt og ráðastafa afurðum þeirra að eigin vali og eftir löglegum leiðum. Þess má geta að fyrir nokkrum árum hafði Íslendingi tekist að koma á samningi við Kína um sölu á sel- kjöti. Yfirvöld hér höfðu gengið frá leyfum en drógu þau síðan til baka með þeim afleiðingum að Kínverjar munu aldrei aftur gera slíka samn- inga við Íslendinga. Hugmyndin var að vinna allan sel sem hér veiddist, ásamt sel frá norskum selföngurum. Pétur Guðmundsson, Ófeigsfirði, formaður Samtaka selabænda. Selveiðar – réttur frumbyggja: Kínverjar kaupa sela- afurðir - Evrópusambandið bannar innflutning

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.