Bændablaðið - 18.10.2012, Síða 4

Bændablaðið - 18.10.2012, Síða 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. október 20124 Fréttir Mikil eftirspurn eftir hrossakjöti í Austur-Evrópu og hægt að selja mun meira en fæst: Fjölda hrossa verður slátrað í haust – Mestur útflutningur til Rússlands og Kasakstan en bestu bitarnir á innanlandsmarkað Einar Kristinn Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, hefur lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um bætur vegna tjóns af völdum gróðurelda. Eins og fjallað var um í síðasta Bændablaði er nokkur vakning varðandi hættuna af slíkum eldsvoðum en síðasta sumar urðu talsvert miklir gróðureldar á tveimur stöðum á landinu. Annars vegar brann sina og mór á Rauðkollsstöðum á Snæfellsnesi og hins vegar brann sina, lyng og kjarr í Laugardal í Ísafjarðardjúpi. Kostnaður vegna slökkvistarfs á Laugardal varð um 20 milljónir króna, sem samsvarar um fjórðungi útsvarstekna Súðavíkurhrepps á ársgrundvelli. Ekki þarf að hafa mörg orð um hversu mikill skellur slíkt er fyrir lítið sveitarfélag. Þessi nýlegu dæmi eru meðal ástæðna þess að Einar Kristinn leggur fram umrædda þingsályktunartillögu. Forvarnir og bætur Tillagan gerir ráð fyrir að innan- ríkisráðherra verði, í samráði við umhverfis- og auðlindaráðherra, falið að skipa nefnd sem móti stefnu um hvernig greitt verði fyrir tjón sem sveitarfélög og einstaklingar verða fyrir af völdum gróður elda. Er þar átt við tjón sem ekki verður bætt af hálfu t r y g g i n g a - félaga. Nefnd- inni verður jafn framt gert að marka stefnu um hvernig best verði staðið að for- vörnum vegna hættu á gróðureldum. Verkið skuli unnið í samráði við sveitarfélögin og áliti hennar skilað eigi síðar en innan hálfs árs. Þverpólitískt mál Meðflutningsmenn Einars að tillögunni koma úr Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Vinstri- hreyfingunni – grænu framboði auk þess sem þingmenn utan flokka, þau Lilja Mósesdóttir, Guðmundur Steingrímsson og Atli Gíslason, eru öll flutningsmenn tillögunnar. Því er ljóst að nokkur samstaða er um málið. „Hér er enda um að ræða mál sem gengur þvert á allar pólitískar línur og ég á von á að þingheimur geti sameinast um það,“ segir Einar Kristinn. /fr Nefnd móti tillögur um bætur vegna gróðurelda Allt bendir til að 4-5000 fjár sé saknað eða hafi fundist dautt í Skagafirði eftir óveðrið sem skall á norðanvert landið í septem- ber. Búrfjárskaðar og eignatjón voru til umræðu á fundi land- búnaðarnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar í liðinni viku en fram kom að ekki liggi þó fyrir endan- legar tölur. Farið var yfir stöðu mála og m.a. greint frá fundi fyrr í þess- um mánuði með fulltrúum frá Almannavarnarnefnd, en á hann voru boðaðir auk almannavarnarnefndar- menn úr sveitarfélaginu, fjallskila- stjórar, Leiðbeiningamiðstöðvar og fulltrúi ríkislögreglustjóra. Fram kom í máli Eiríks Loftssonar frá Leiðbeiningarmiðstöðinni að þær tölur sem nú liggja fyrir varðandi tjón á búpeningi benda til þess að á bilinu 4000 til 5000 fjár sé saknað eða hafi fundist dautt. Tölur þyrftu að liggja fyrir sem allra fyrst svo hægt sé að gera grein fyrir tjóninu og koma tölum til Bjargráðasjóðs. Þá hefur orðið umtalsvert tjón á girðingum, en erfitt er að kanna það nákvæmlega fyrr en snjóa leysir. Vernharð Guðnason gerði grein fyrir þátttöku Almannavarnarnefndar og ræddi einnig hvaða lærdóm draga megi af óveðrinu og þeim aðstæðum sem upp komu sem og því hvernig brugðist var við. Gerði hann grein fyrir sameiginlegu leitarátaki bænda og björgunarsveita sem fram fór laugardaginn 29. september sl. Einnig hefur Almannavarnarnefnd skipað vinnuhóp sem vinna á aðgerð- aráætlun sem unnið verður eftir ef slíkt ástand kemur upp aftur. Þá á nefndin að skoða hvernig brugðist var við nú og hvað helst þurfi að bæta úr. Í umræðum nefndarinnar var farið ýtarlega yfir málið, auk umræðna um það tjón sem beint hefur orðið urðu umræður um það hættuástand sem skapast ef að heilu svæðin eru raf- magns-og símasambandslaus jafnvel sólarhringum saman. /MÞÞ Á fimmta þúsund fjár saknað eða hefur fundist dautt í Skagafirði Gjaldtaka vegna vanrækslu dýra Matvælastofnun hefur hafið gjaldtöku fyrir eftirlitsheimsóknir héraðs dýralækna í kjölfar ábendinga (meðal annars frá búfjáreftirliti) um vanrækslu samkvæmt lögum um dýravernd og reglugerðum um aðbúnað dýra, reynist þær á rökum reistar. Algengustu ábendingar er varða hross lúta að van fóðrun, skjólleysi, vatnsskorti og vanhirðu á hófum. Einnig vegna lítillar útiveru eða hreyfingar og ófullnægjandi aðbúnaðar á húsvist. Þar er meðal annars um að ræða stöðu á bás, of litlar stíur og ófullnægjandi loftræstingu. Varðandi sauðfé er einkum bent á vanfóðrun, ófullnægjandi aðbúnað á húsvist, svo sem plássleysi, og vanrækslu á rúningi og klaufhirðu. Ábendingar um holdanautgripi snúast oftast um skjólleysi, vanrækslu á klaufhirðu og burðarhjálp. Umráðamönnum dýra ber að þekkja lög og reglur um dýra velferð og aðbúnað dýra sem finna má á heimasíðu Matvælastofnunar, www. mast.is. Undir þessar ábendingar skrifar Stefán Guðmundsson, fjármálastjóri Matvælastofnunar. Hrossaslátrun virðist munu aukast talsvert á komandi hausti miðað við fyrri ár. Síðasta haust, sem og vetur, var mun fleiri hrossum slátrað en árin á undan. Ástæða þess var sögð erfitt tíðar- far vorið áður, sem olli því að víða gáfu bændur hey sín nánast upp og lítið var um fyrningar. Þá ollu miklir þurrkar því að minna var uppskorið sumarið 2011 en oft áður og voru sumir bændur tæpir á heyfeng fyrir veturinn. Mikil tregða í sölu á hrossum, ekki síst hér innanlands, hefur einnig haft áhrif. Sumarið í ár var mönnum misjafnlega hagfellt til heyskapar en af samtölum við ráðu- nauta má ætla að allnokkur dæmi séu um að heyfengur sé í minnsta lagi. Af þessum sökum hugsa ýmsir bændur til þess að draga úr hrossaeign sinni fyrir komandi vetur. Hjá Norðlenska hefur gætt nokkurs þrýstings á að hafin verði slátrun á hrossum sem fyrst og eru dæmi um að menn séu orðnir óþolinmóðir. Norðlenska markaðssetur allt hrossakjöt á innanlands markað og því snýst slátrun þess að nokkru leyti um samstarf við söluaðila hér á landi. Almennt hefur fyrirtækið ekki verið stórtækt í slátrun hrossa, að sögn Sigmundar Ófeigssonar framkvæmdastjóra. „Það er komin óvenju mikill bið- listi hjá okkur. Við hyggjumst fara af stað með þetta í lok sláturtíðar. Það eru á bilinu 60-70 hross á biðlista en vanalega eru þetta ekki nema um 20 hross sem við erum að slátra á þessum tíma. Ég tel að þetta sé vegna þess að menn hafi áhyggjur af heyjum í vetur og vilji þess vegna losna við hross fljótt. Við finnum aðeins fyrir þrýstingi á þetta og reyndar finnum við líka fyrir þrýstingi um nautgripaslátrun.“ Heyleysi líklega stærsti orsakaþátturinn Hrossaslátrun fer á fullt hjá KVH á Hvammstanga í byrjun nóvember, að lokinni sauðfjárslátrun. „Það verður slátrað talsvert miklu hjá okkur, við erum með 200-250 fullorðin hross á biðlista og 400-450 folöld. Þetta er ekki ósvipað og var í fyrra, þótt það séu heldur fleiri fullorðin hross núna. Í fyrra kom talsverð pressa á þetta strax eftir sauðfjárslátrun. Árin á undan var þetta hins vegar miklu dreifðara yfir tíma. Mín tilfinning er sú að heyleysi sé um að kenna. Við slátruðum fjölda fullorðinna hrossa strax fyrir sauðfjárslátrun, á bilinu 70-80 hrossum,“ segir Magnús Freyr Jónsson framkvæmdastjóri. Hann segir að slátrunin muni ekki taka langan tíma þegar farið verði af stað. „Við getum slátrað 110 hrossum á dag. Mest af þessu kjöti fer í útflutning, til Rússlands og Kasakstan. Það er bara fille, lundir og innra læri sem fer á markað hér heima af fullorðnu. Læri og hryggir úr folöldum eru markaðssett á heimamarkaði en annað fer út. Við getum selt allt sem við fáum, það er ofboðsleg eftirspurn eftir hrossakjöti í Austur-Evrópu.“ Veruleg bið eftir slátrun hjá SS Hjá SAH afurðum á Blönduósi hefst hrossaslátrun að lokinni sauðfjár- slátrun sem lýkur 26. október. Þar er mun lengri biðlisti eftir slátrun en var á sama tíma í fyrra. Hjá SS eru hundruð hrossa á biðlista og veruleg bið eftir slátrun. Þó hefur þar verið slátrað um 50 hrossum á viku að undanförnu, en stefnt er að því að bæta í það þegar sauðfjárslátrun lýkur í fyrstu viku nóvember. Fjölda slátrað hjá KS síðasta vetur Hjá KS á Sauðárkróki eru heldur færri hross á biðlista eftir slátrun en var á sama tíma í fyrra. Í dag eru um 250 hross sem búið er að panta pláss fyrir í sláturhús, bæði fullorðin og folöld. Fyrir sláturtíð var þó nokkrum fjölda hrossa slátrað hjá KS, nokkrum tugum, en síðustu sex vikur hefur safnast upp biðlisti að sögn Ágústs Andréssonar, forstöðumanns kjötafurðastöðvar KS. „Við byrjum væntanlega eitthvað í næstu viku og upp úr því förum við á fulla ferð. Þessi fjöldi sem er á lista núna er heldur færra en hefur verið á sama tíma undanfarin ár. Þar spilar væntanlega inn í að talsverðu var slátrað í fyrra og svo held ég að bændur séu kannski ekki fyllilega búnir að taka stöðuna hjá sér á þessum tímapunkti. Ég hef nú trú á að margir bændur ætli að slátra töluverðu af hrossum. Það mun taka okkur svona þrjár vikur að slátra þessu. Það mun ekki standa neitt á okkur að slátra hrossum, við höfum markað fyrir afurðirnar og þetta verður því ekki vandamál.“ /fr Smám saman eru línur að skýrast varðandi þann fjölda fjár sem drepist hafa í kjöfar óveðursins í september. Hér má sjá leitarmenn grafa eftir fé í Mývatnssveit. Mynd / Erna Erlingsdóttir. Einar Kristinn Bændur frumsýndu á dögunum stuttmyndina „Sauðfjárrækt – í sátt við land og þjóð“. Í myndinni, sem er nítján mínútur að lengd, er fjallað um sjónarmið bænda í tengslum við beitarmál og nútíma- sauðfjárrækt, þróun hennar og framtíð. Meðal viðmælenda eru bændur úr Hrútafirði og víðar, sérfræðingar frá Landgræðslunni og Landbúnaðarháskóla Íslands og landnýtingarráðunautur BÍ. Meðal þess sem kemur fram í myndinni er að í heildina er gróður í framför á landinu samkvæmt rannsóknum Náttúrufræðistofnunar Íslands. Þá er fjallað um landgræðslustarf, en á sjöunda hundrað bænda starfa innan vébanda „Bændur græða landið“. Einnig er rætt um ýmsar orsakir landeyðingar, girðingarmál, lausagöngu búfjár og gildi úthagabeitar fyrir landbúnaðinn. Nýtum auðlindir landsins af skynsemi Í myndinni kemur fram að sauðfé hafi fækkað um 45% frá árinu 1977 og að einungis 20-25% sauðfjár séu rekin á afrétti. Skilaboð bænda eru í stuttu máli þau að þeir vilja nýta þá auðlind sem landið er með sjálfbærni að leiðarljósi í sátt við land og þjóð. Dreift á netinu Myndin „Sauðfjárrækt – í sátt við land og þjóð“ er aðgengileg á vef- síðunni saudfe.is og bondi.is. Þar myndar innar, sem er tæpar átta mínútur að lengd. Vonast er til þess að Ríkis- sjónvarpið taki myndina til sýninga sem fyrst, en búið er að fara þess á leit við stofnunina. Ný stuttmynd um sauðfjárrækt og beitarmál Matthildur Hjálmarsdóttir er einn viðmælenda í nýrri stuttmynd um sauðfjárrækt. 50% sauðfjárframleiðslunnar eru á -

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.