Bændablaðið - 18.10.2012, Page 21

Bændablaðið - 18.10.2012, Page 21
Blaðauki 18. október 2012 Íslenskur textíliðnaður sem var stofnað eftir gjaldþrot Álafoss árið 1991 hefur gengið í gegnum nokkra öldudali en síðastliðin fjögur ár hefur fyrirtækið skilað hagnaði. Á ári hverju eru framleidd um 750 tonn af hreinni ull í verksmiðjunni, sem er í rekstri frá morgni til kvölds. „Ístex gerir samning við Landssamtök sauðfjárbænda og Bændasamtökin á hverju hausti um ullarkaup til eins árs í senn. Í þeim samningi er ákvæði um að Ístex kaupi alla ull sem bændur vilja selja félaginu. Ullin er misjöfn að gæðum og notum við betri ullarflokka í framleiðslu á lopa og vélprjónabandi en sú lakari er ekki nothæf í fatnað. Ullin sem ekki er nothæf í fata framleiðslu er að mestu seld til fyrirtækja sem framleiða gólfteppi á því verði sem markaðurinn er tilbúinn að greiða,“ segir Guðjón Kristinsson framkvæmdastjóri. Annar flokkur í gólfteppi Ístex selur lopa og band um allan heim og eru fræg tískuhús á meðal viðskiptavina fyrirtækisins. Mest af framleiðslunni fer í handprjón, bæði hérlendis og erlendis. „Lopasalan hefur aukist jafnt og þétt síðan árið 2008 og finnum við fyrir verulega auknum áhuga á öllum mörkuðum svo útlit er fyrir góða sölu á næstu árum. Það falla til um 330 tonn af lakari ull sem við getum ekki notað í okkar gæðaframleiðslu og er hún seld úr landi til Bretlands, Danmerkur og Þýskalands. Þar eru fyrirtæki sem framleiða gólfteppi en íslenska ullin er sterk og endingargóð og í annars flokks gæðum nýtist hún þar,“ útskýrir Guðjón og segir jafnframt; „Ársframleiðslan hjá okkur er um 750 tonn af hreinni ull en við notum um 400 tonn í okkar framleiðslu og náum enn að anna markaðnum. Lopasalan eykst þó frá ári til árs en við gætum þess að eiga umframbirgðir á lager. Hér innanlands er plötulopi og léttlopi vinsælastur en víða erlendis er Álafosslopinn, sem er þykkari, vinsælli. Lopinn er seldur um allan heim í hefðbundnar prjónaverslanir, nú síðast til Japan.“ Mörg störf í ullariðnaði Verksmiðja Ístex í Mosfellsbæ er á tæplega átta þúsund fermetra gólffleti þar sem unnið er á tveimur vöktum í bandframleiðslunni. Heildar- starfsmannafjöldi er 48 manns þegar starfsstöð ullarþvottastöðvarinnar á Blönduósi er í fullum rekstri. „Við höfum upplifað misjafna tíma, við þraukuðum þetta svokallaða góðæri þegar krónan hækkaði upp úr öllu valdi og fengum 60 krónur fyrir dollarann en núna fáum við120, svo það er allt annað umhverfi í dag. Ístex hefur skilað hagnaði síðastliðin fjögur ár og við stefnum ótrauð áfram á þessari leið. Það sem við höfum fram yfir aðra bandframleiðendur er íslenska ullin, sem er sérstakt hráefni með tog og þel, en það geta ekki allir framleitt úr svona ull. Þel er fínt og tiltölulega stutt en togið er gróft og langt. Íslenska ullin er á hráefnis- markaði skilgreind sem hráefni í gólf- teppagerð og við getum til dæmis ekki keppt við Merino-ull. Íslenska ullin er loftmikil og léttari en aðrar ullargerðir og við komum þessum boðskap á framfæri eins og við mögulega getum til að hefja lopann upp á hærra plan,“segir Guðjón og bætir við; „Það er ótrúlega stór hópur hér- lendis sem hefur aukatekjur af ullar- vinnslu og verslun og mörg hundruð manns sem hafa aðaltekjur af ullar- vinnslunni eins og á prjónastofunum á Hvammstanga og á Hvolsvelli, í Vík í Mýrdal og í Kópavogi. Síðan eru handprjónahópar víða um land. Verksmiðjan hjá okkur er þokkalega búin en við þurfum að halda upp- byggingu áfram. Við höfum keypt vélar undanfarin ár til að auka sjálf- virkni og þar sem við höfum varla náð að anna eftirspurn eru tvær vaktir sem sinna bandvinnslunni.“ /ehg Þurfum að hefja íslenska lopann upp á hærra plan Hitaveitu & gasskápar Blikksmiðjan Vík ehf / Skemmuvegur 42, 200 Kópavogi / kt. 4309850279 / Sími: 557-1555 / blikkvik@blikkvik.is fyrir sumarbústaði og heimili Gæði • Þjónusta • Öryggi Hitaveituskápar Við sérsmíðum og eigum líka hitaveitukassa á lager. Einnig smíðum við mikið af kössum á kerrur, bíla ofl. Fáanlegir í mörgum litum. Gasskápar Eigum gasskápa á lager. Læsanlegir og smíðaðir úr áli. Láttu ekki stela af þér kútunum! Ístex selur lopa og band um allan heim og eru fræg tískuhús á meðal viðskiptavina fyrirtækisins. Framleiðum Vélboða mykjudreifara í mörgum stærðum Heimasíða. www.velbodi.is 22 Hlökkum til að beita honum í vetur Þrif besta meðferð vélaMikil tækifærií ullariðnaði 2624 Vetrarbúnaður

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.