Bændablaðið - 18.10.2012, Síða 8

Bændablaðið - 18.10.2012, Síða 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. október 20128 Fréttir Talsverð miðlun á heyi milli bæja á Ströndum: Bændur þurfa lítið að fækka fé Bændur í Árneshreppi þurfa ekki að fara út í mikla fækkun á fé vegna lítilla heyja, að sögn Jóns Guðbjörns Guðjónssonar, bónda í Litlu-Ávík, sem rekur vefsíðuna Fréttir frá Árneshreppi. Munu tveir bændur þó hafa fækkað eitthvað í stofnum sínum og fækkaði fjármesti bóndinn um fimmtíu fjár. Hann þurfti þó ekki að fara út í frekari fækkun, þar sem hann gat keypt um hundrað rúllur af heyi frá þrem bæjum í Miðdal í Strandasýslu. Á nokkrum öðrum bæjum var ekki sett eins mikið á af gimbrum og ætlunin var þannig að vetrarfóðruðum kindum fækkaði í heildina í hreppnum. Í frétt á vefsíðu sinni segir Jón Guðbjörn enn fremur að enginn bóndi sem hann hafi haft samband við viti samt nákvæmlega að svo stöddu hversu margt fé hann hyggist hafa á fóðrum í vetur. Ekki sé víst að allt fé sem ætlunin hafi verið að setja á skili sér á hús í haust. Eigi að síður er þó reiknað með að í heildina verði ásetningin mjög svipuð og á síðastliðnum vetri, þrátt fyrir minni heyfeng eftir sumarið en venja er til vegna þurrkanna í sumar. Þá hjálpar það til að nokkrir bændur áttu góðar heybirgðir frá því í fyrra og gátu þar með bjargað öðrum sem voru í hvað mestum vanda. Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda haldinn á Ísafirði: Fjárveitingar til landshlutaverkefnanna verði í samræmi við lög – svo unnið sé að uppbyggingu skógarauðlindarinnar til framtíðar Aðalfundur Landssamtaka skógar eigenda (LSE) var haldinn á Ísafirði dagana 5. til 6. október síðastliðinn. Að sögn Björns B. Jónssonar, framkvæmdastjóra Suðurlandsskóga og starfsmanns LSE, sátu tæplega eitt hundrað skógarbændur fundinn. Félag skógarbænda á Vestfjörðum sá um allan undirbúning aðalfundarins og segir Björn að vel hafi tekist til í öllum atriðum og skipulagningin verið félaginu til mikils sóma. Akurræktun jólatrjáa til umfjöllunar á fræðaþingi Áður en kom að aðalfundinum var fræðaþing skógareigenda haldið. Marianne Lyhne, lektor við Danska landbúnaðarháskólann, flutti þar erindi um akurræktun jólatrjáa, en hún er einn helsti sérfræðingur Dana á þessu sviði. Akurræktun jólatrjáa er vaxandi hluti skógræktar á Íslandi, en Danir hafa um árabil ræktað þessa grein. Fleiri áhugaverð erindi voru flutt á fræðaþinginu. Valgerður Jónsdóttir frá Norðurlandsskógum sagði til að mynda frá plöntugerðum trjáplantna, Sæmundur Þorvaldsson flutti erindi um Skjólskóga og þeir Björgvin Eggertsson og Björn B. Jónsson kynntu verkefnið Kraftmeiri skógur, sem er tveggja ára samvinnuverk- efni Landbúnaðarháskóla Íslands, LSE, skógareigenda í Svíþjóð, Kaupmannahafnarháskóla og Norvik hf. Frá verkefninu var greint í síðasta Bændablaði, en það gengur í grófum dráttum út á að auka skilning skógar- bænda á nauðsyn þess að hugsað sé um skógrækt sem fyrirtækjarekstur og hjálpa þeim að fara inn í þann verkþátt skógræktar sem snýr að grisjun og vinnslu efniviðarins. Eignarhaldið á kolefnisbindingunni í skógi Á aðalfundinum voru margar tillögur og ályktanir samþykktar, en að sögn Björns bar þar hæst tillögu sem beinir því til stjórnar LSE og umhverfis- og auðlindaráðuneytis að skipaður verði vinnuhópur sem hafi það hlutverk að skýra betur eignarhald skógar- eigenda á bindingu kolefnisins í skógi og jarðvegi. Sömuleiðis fékk stefnumótun landssamtakanna, Framtíðarsýn Landssamtaka skógar- eigenda 2012-2022 – Samvinna – þekking – árangur, mikla og góða umfjöllun og var hún samþykkt á fundinum. Auknar verði fjárveitingar til landshlutaverkefnanna Björn segir að fleiri tillögur hafi sömuleiðis fengið mikla umfjöllun og afgreiðslu. „Samþykkt var tillaga um að stjórn LSE setti það sem for- gangsmál að útvega fjármagn til að ráða starfsmann í 100% starfgildi fyrir samtökin til næstu ára. Þá var samþykkt að komið yrði á samstarfi við slökkvilið á landsvísu um sam- ræmdar áætlanir um brunavarnir í skógum – og aðgerðaráætlun um slökkviaðgerðir. Einnig var sam- þykkt að hvetja umhverfis- og auð- lindaráðherra til að taka til skoðunar heildarskipulag skógræktar, land- græðslu og endurheimt votlendis. Það má einnig nefna það að mikill þungi var í fundarmönnum varðandi þann niðurskurð sem hefur átt sér stað til skógræktar á undanförnum árum og samþykkt var áskorun á umhverfis og auðlindaráðherra og Alþingi að auka fjárveitingar til landshlutaverkefnanna í skógrækt til þess horfs sem skilgreint var í lögum um landshlutaverkefni og vinna þannig að uppbyggingu skógarauð- lindarinnar á Íslandi til framtíðar.“ /smh Veturgamli hrúturinn Frosti frá Stóru-Reykjum í Hraungerðis- hreppnum hinum forna sigraði með glæsi brag á hrútasýningu sauðfjárræktar félagsins á dögunum. Hann hlaut 89 stig, sem er afbragðseinkunn. Í stigagjöf fékk hann m.a. 10 fyrir malir, 9 fyrir bak og 18,5 stig fyrir holdfyllingu af 20 möguleikum. Geir Gíslason, eigandi Frosta, fékk að launum glæsilega styttu eftir Ríkharð Jónsson, sem hefur verið veitt í verð- laun síðustu 69 ár á hrútasýningum í sveitinni. Geir er fjórði ættliðurinn sem hlýtur styttuna en faðir hans, Gísli Hauksson, afi hans, Haukur Gíslason, og langafi, Gísli Jónsson, hlutu oft styttuna. Geir, sem er aðeins 24 ára og útskrifaðist frá Hvanneyri 2012, ætlar sér stóra hluti í fjárbúskapnum á Stóru-Reykjum í framtíðinni. Hann er nú með um 170 hausa í fjárhúsinu og hann stefnir á að þeir verði um 300, enda er hann að byggja nýtt og glæsilegt fjárhús á Stóru-Reykjum. /MHH Hraungerðishreppur: Frosti er fallegastur allra hrúta Frá Árneshreppi. Mynd / GG Björn B. Jónsson, framkvæmdastjóri Suðurlandsskóga. Mynd / smh Verðlaunahrúturinn Frosti frá Stóru-Reykjum, Geir eigandi hans og Óðinn Örn Jóhannsson, hrútadómari og ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suður- lands. Mynd / MHH Geir með föður sínum, Gísla Haukssyni, með styttuna góðu eftir Ríkharð Jónsson, sem hefur verið Oddgeirs hólum. Hann sómir sér vel, þessi gamli Fordson-traktor sem komið hefur verið fyrir á grasflötinni fyrir framan sveitahótelið í Sveinbjarnar gerði í Eyjafirði. Fordson var tegundarheitið á fjölda framleiddum fjölnota drátt- arvélum sem fyrirtækið Henry Ford & Son hóf framleiðslu á árið 1917 og kostaði þá 750 dollara. Frumgerðin, Model B, kom fram á sjónarsviðið í ágúst 1915, en lokið var við Model F sem var hæft til fjöldaframleiðslu árið 1916 og var sú dráttarvél með 20 hestafla mótor. Henry Ford & Son starfaði til ársins 1920 þegar fyrirtækið var sameinað Ford Motor Company, sem notaði Fordson-nafnið allt fram til 1964. Eftir það hétu dráttarvélarnar Ford. Ford merkið hvarf svo af dráttavéla- markaðnum sem sjálfstætt merki árið 1986 þegar Ford keypti Sperry-New Holland. Dráttavéladeild Ford, þ.e. New Holland NV, var svo seld til Fiat (Fabbrica Italiana Automobili Torino) árið 1991. Fiat hætti að nota Ford nafnið á dráttavélar sínar árið 1998 að kröfu Ford og hafa þær síðan verið seldir undir merkinu New Holland. /HKr. Einn af brautryðjendunum

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.