Bændablaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 18. október 2012 Niðurstöður úttektar á verkun og gæðum heyja í stæðum og flatgryfjum Hér á landi hefur áhugi kúabænda á verkun votheys í stæðum og flat- gryfjum aukist á undanförnum misserum en þessar verkunar- aðferðir eru taldar geta dregið úr kostnaði við fóðuröflun. Hér verða kynntar nokkrar niður- stöður verkefnis sem hafði þann tilgang að kortleggja hlut, verkun og fóðurgildi votheys í stæðum og flatgryfjum á tíu völdum kúabúum á Íslandi, sem og að kanna ástæð- urnar fyrir vaxandi áhuga bænda á að verka hey í stæður/flat- gryfjur. Verkefnið er BS-verkefni Helga Eyleifs Þorvaldssonar við Landbúnaðarháskóla Íslands og var það styrkt af Þróunarsjóði nautgripa- ræktarinnar. Kúabúin í úrtakinu eru í Eyjafirði, Borgarfirði og á miðju Suðurlandi. Í meðfylgjandi töflu eru þessi stæðu/ flatgryfjubú borin saman við meðal kúabú og kemur þar fram skýr munur, einkum í bústærð en einnig í meðalafurðum (ársnyt) og kjarn- fóðurnotkun. Einkenni stæðu/flatgryfjubúanna felast meðal annars í markvissri endurræktun og sáðskiptum, en að jafnaði höfðu 74% túna verið endur- ræktuð á síðustu tíu árum og yfir- leitt er stunduð mikil kornrækt með á mörgum búum, eins og kemur fram á meðfylgjandi kökuriti. Þá eru sumir bændur að prófa sig áfram í ræktun á heilsæði sem hentar sérstaklega vel til stæðuverkunar. Ríflega 80% af heyfeng búanna eru verkuð í stæðum eða flatgryfjum en afgangurinn er yfirleitt verkaður í stórböggum. Þá eru bændurnir farnir að fjárfesta meira í þessari tækni, til dæmis með því að gera flat- gryfjur. Þetta kemur vel fram í með- fylgjandi mynd, sem sýnir aukningu í flatgryfju verkun á kostnað stæðu- verkunar milli áranna 2010 og 2011 á þessum búum. Yfirleitt er byrjað að prófa sig áfram með stæðuverkun en síðan skipta bændur smátt og smátt yfir í flatgryfjur með steyptu plani og veggjum, sem tryggir betri verkun og nýtingu á fóðri. Á átta búum voru notaðir ein- hvers konar múgsaxar við hirðingu (dragtengdir, sjálfkeyrandi eða á heyhleðsluvagni) en á tveimur búum voru notaðir heyhleðsluvagnar með fjölhnífabúnaði). Við gjafir voru á sex búum notaðir svokallaðir blokkarskerar en á hinum búunum voru notaðir stæðuskerar. Munurinn á þessum tækjum kemur skýrt fram á meðfylgjandi myndum. Gjaftæknin er þrenns konar; heilfóðrun (sex bú), Weelink-sjálffóðrunarkerfi (tvö bú) eða gefið beint á fóðurgang (tvö bú). Á þremur búum voru ekki notuð íblöndunarefni í heyið. Alls töldu níu af tíu bændum að verkunaraðferðin hefði fyllilega stað- ist væntingar en svör bænda (einn eða fleiri) við öðrum spurningum eru tekin saman hér á eftir; Af hverju var skipt yfir í stæðu-/ flatgryfjuverkun úr stórbagga- verkun? 1. Minni kostnaður og vinna við heyskap og heilfóðrun 2. Jafnara fóður 3. Minna brottkast (skemmt fóður) 4. Hærra fóðrunarvirði (meira át) 5. Geymist betur Hverjir eru helstu ókostir og vanda- mál sem komið hafa upp? 1. Hitamyndun eftir að stæður eru opnaðar fyrir gjafir 2. Stæðu- og flatgryfjuverkun er vandasamari en stórbaggaverkun 3. Erfitt getur verið að opna og taka úr stæðum í miklum snjó eða frostum 4. Rokskemmdir á yfirbreiðslum og fóðri 5. Vond lykt 6. Meiri vinna að skera og gefa fóðrið borið saman við stór- bagga. Þó gátu fimm af tíu bændum ekki nefnt neina ókosti eða vandamál sem komið hefðu upp við þessar aðferðir. Hvernig lágmarkar þú hitamyndun í stæðum? 1. Mjóar og langar í staðinn fyrir breiðar og stuttar stæður 2. Vönduð og mikil þjöppun 3. Mikil ferging, vandaður frá- gangur og rétt staðsetning a. Tvöfalt plast (þunnt næst fóðrinu og þykkt yfir) b. Þéttriðið net breitt yfir þykka plastið (dregur úr ágangi fugla) c. Dekk eða sandpoka til aðfergja plastið og mikið af þeim d. Möl yfir plastenda á jöðrum (vandamál í frostum við gjafir) eða fergja með stórböggum 4. Gefa jafnt og þétt úr hverri stæðu Athuganir og mælingar frá úrtaksbúunum Á búunum voru tekin heysýni um leið og rúmmál og rúmþyngd var mæld. Sýnin voru efnagreind á rann- sóknastofu Landbúnaðarháskóla Íslands á hefðbundinn hátt og strá- lengd mæld, sem er mælikvarði á gæði söxunar. Helstu niðurstöður eru Helgi Eyleifur Þorvaldsson Athuganir og mælingar frá úrtaksbúunum 95% fráviksmörk Meðaltal Lægri Hærri Rúmmál stæðu, m3 475 280 611 Rúmþyngd, kg/m3 471 339 643 Heyþurrefni, % 39 19 55 Þurrefni/rúmmetra, kg 163 103 220 Strálengd heys (söxun), sm 5,7 3,4 8,2 Sýrustig, pH 4,3 3,6 5,1 Meltanleiki þurrefnis, % 72,3 66,5 79,2 Próteinhluti þurrefnis, % 13,8 11,9 15,9 NH4-N, % 5,5 2,2 8,8 Árskýr, fjöldi 38,5 73,9 92 Ársmjólkurframleiðsla, tonn 209,3 447,4 114 Meðal ársnyt/árskú, tonn 5,4 6,2 14 Kjarnfóður, tonn/árskú 0,8 1,1 41 Fita, % 4,2 4,1 -3 Prótein, % 3,4 3,3 -2 Blokkskeri á skotbómulyftara. Vel skorinn kubbur sem skilur eftir sig snyrtilegt skurðarsár. Þjöppun er Stæðuskeri.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.