Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.01.2012, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 19.01.2012, Qupperneq 28
„Þetta er heilmikið ævintýri og ofboðs lega gaman að fá boð,“ segir fata hönnuðurinn Sonja Bent sem er á leiðinni til Sankti Péturs borgar að taka þátt í sýningunni Nordic Look, dagana 15. til 18. mars. Alls verða tíu fatahönnuðir frá Norðurlöndunum á sýningunni, þar af tveir frá Íslandi auk Sonju, Vera Þórðardóttir og Rain Dear, og verða íslensku hönnuðirnir saman með sýningarbás. „Þarna koma kaupendur, aðallega frá Rúss landi, að velja í búðirnar sínar og við tökum einnig þátt í tísku sýningu. Við gætum alveg átt von á að fá sölu í Rúss landi í fram- haldinu, sem er mjög spennandi,“ segir Sonja. „Þá tökum við einnig þátt í vinnu stofu þar sem rætt verður um hönnunar stefnu í heiminum, við svörum fyrir okkur og okkar vinnu og svo verða spennandi fyrir- lestrar,“ segir Sonja. Útsendarar Nordic Look kynntu sér íslenska fata hönnun á Hönnunar Mars á síðasta ári og völdu úr þátt tak endur. Sonja mun sýna dopp óttu prjóna- línu na sína en lumar einnig á nýrri línu. „Ég er á fullu að vinna barna- línu sem ég ætla að láta framleiða fyrir mig erlendis. Doppu línuna framleiði ég sjálf á Íslandi og ætla að gera það áfram. Það er eitt af því sem kaupendum finnst áhuga vert og spennandi en sú lína er unnin á gamal dags Passat- prjóna vélar og saumuð saman í höndunum. Fólk er orðið þreytt á „Made in China“ fjölda framleiðslu og margir hönnuðir eru hættir að keppast við að koma með nýja línu tvisvar á ári. Ár ferðið er annað og sjálf gef ég mér að líf tími línunnar sé lengri en eitt „season“,“ segir Sonja. Hún viðurkennir að spenningurinn fyrir ferðinni sé ekki eingöngu tengdur sýningunni. „Fyrir mér er líka brjál æðis lega spennandi að fara til Rúss lands. Mig hefur alltaf langað þangað að kynna mér rúss- neska menningu og skilst að Sankti Péturs borg sé mjög falleg borg. En það er líka skemmti legt að fá að hitta hönnuðina frá hinum löndunum og fá inn sýn inn í þeirra störf.“ heida@frettabladid.is Brjálæðislega spennandi Íslenskir hönnuðir taka þátt í sýningunni Nordic Look í Sankti Pétursborg. Þeirra á meðal er Sonja Bent. Sonja tekur þátt í Nordic Look í Sankti Pétursborg í mars og sýnir þar doppótta prjónalínu. Innan skamms lítur önnur lína dagsins ljós og verður sú ætluð börnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Doppóttu prjónalín- una framleiðir Sonja sjálf hér á landi. Línan er unnin á gamaldags Passat-prjónavélar og flíkurnar saumaðar saman í höndunum. MYND/SONJA BENT Breska fyrirsætan Twiggy varð fyrirmynd kvenna um allan heim á sjöunda áratug síðustu aldar. Hún var horuð, beinaber og hafði barnslegt útlit sem var mikil breyting frá því sem áður var, til dæmis þegar kven- legar línur réðu ferð- inni á sjötta ára tugnum. Tíska aldanna Stærðir 40-60. Flott föt fyrir flottar konur, 30-50% afsláttur af útsöluv örum Útsalan er hafin www.belladonna.is Fyrir árshátíðina Ótrúlegt úrval af glæsilegum árshátíðarkjólum stærðir 36-48 Opið mán - fös 10-18, laugardaga 10-16, www.topphusid.is Mörkinni 6 - Sími 588 5518 NÆG BÍLASTÆÐI Útsala - Útsala allt að 50% afsláttur Verð áður 34.900,- Verð nú 17.450,-

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.