Fréttablaðið - 19.01.2012, Side 36

Fréttablaðið - 19.01.2012, Side 36
19. janúar 2012 FIMMTUDAGUR28 BAKÞANKAR sr. Sigurðar Árna Þórðarsonar Ég stóð í forstofu Barnaskóla Reykja-víkur og horfði á kennara taka á móti drengjum í skólann. Þeim mætti ekki aðeins hlýtt viðmót heldur kveðjan: „Góðan dag, kæri vinur.“ Í þessum skóla, eins og öðrum góðum menntastofnunum, er fólk ræktað. Góðan daginn er ljómandi ávarp, en varð elskulegt þegar kæri vinurinn bættist við. Kennararnir vanda málfar sitt, eru vinir nemenda sinna og nefna þá vini. Ég er viss um, að svo vinsamleg ávörp hafa góð áhrif á nemendur, á kennarana sjálfa, á skólabrag og þar með uppeldisaðstæður. Síðan seytlar þessi vinátta upp úr skólatöskum og úr barnamunnum inn á heimilin. Hvernig við tölum við hvert annað skiptir máli. VINARKVEÐJAN fylgdi mér út í morgunrökkrið. Hvað er vinur? Við eigum flest góða kunningja. Við getum átt við þá margvísleg samskipti. En við þá eigum við samt ekki þroskað samband. Kunningjar rabba saman, en vinir þora frekar að tala um mál tilfinninga, sorgar og ástar. Kunningjar geta skemmt sér í leik orða, en gleði vina er dýpri. Kunningjar eiga sér leikreglur um mörk samskipta, en vinir tala á grundvelli trausts. Kunningjar segja sögur, en vinir leggja á sig að rýna til gagns og eflingar. Kunningjar fara að mörkum hins óþægilega, en vinir þora að fara lengra vegna umhyggju og heiðarleika. Kunningjar geta verið afar ánægjulegir félagar, en vinir efla hver annan. VINARÞANKARNIR vitjuðu mín um miðjan dag. Maður, sem ég hef þekkt í ára tugi, kom í heimsókn til að tala við mig. Við röbbuðum saman, miðluðum fréttum og fórum víða. En svo kom að því að við mælandi minn fór inn á svið, sem hvorki er ein falt né auð velt. Hann kom til að gagnrýna mig, fara yfir atriði í mínu fari, sem ég þyrfti að vinna með. Og hann sagði mér frá þáttum í fari mínu, sem ég gæti bætt. Ég sat á móti þessum manni, sem ég hafði svo oft talað við, dáðst að, stundum pirrað mig yfir en líka hrifist af vegna eiginda hans. Og ég fann hversu heill hann var, umhyggjusamur og talaði við mig í krafti trausts. Svona talar ekki kunningi manns, heldur raunverulegur vinur sem vill efla þroska. Vinur er sá er til vamms segir. Kunningjar eru mikilvægir í lífinu en kærir vinir dýrmæti. Er einhver sem vill heyra í þér í dag? Góðan dag, kæri vinur. Góðan dag, kæri vinur ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta LÁRÉTT 2. pabbi, 6. frá, 8. töf, 9. poka, 11. kvað, 12. gróðabrall, 14. óhreint vatn, 16. kallorð, 17. hlaup, 18. stefna, 20. gyltu, 21. samtök. LÓÐRÉTT 1. afkvæmi, 3. í röð, 4. vandræði, 5. svelg, 7. pest, 10. yfirbreiðsla, 13. dæling, 15. að auki, 16. rámur, 19. drykkur. LAUSN LÁRÉTT: 2. pápi, 6. af, 8. bið, 9. mal, 11. ku, 12. brask, 14. skolp, 16. hó, 17. gel, 18. átt, 20. sú, 21. stef. LÓÐRÉTT: 1. lamb, 3. áb, 4. pikkles, 5. iðu, 7. farsótt, 10. lak, 13. sog, 15. plús, 16. hás, 19. te. Þrjú tonn í burtu da da da da da da Kominn með nógELVIS OG ÁRAMÓTA- HEITIÐ Er hann sofandi? Já, fjórar blaðsíður af Lukku Láka og búmm ... Adios gringo! Gott að þú ert kominn til baka. Gott að vera kominn. Allt verður eins og það var Camilla! Hey, hvar er Manchester United sængur- verið hans? Það mun brenna! BRENNA, segi ég! Takk fyrir að hjálpa mér að stoppa partíið. Ekkert mál, vinur. Ég vona að þú hafir lært þína lexíu. Fleiri en eina. Lexíurnar eru stimplaðar í hausinn á mér. Segðu mér. Sko, sú fyrsta er að leggja harðar að mér að láta ekki ná mér. Vaknaðu! það eru komin jól! Heldurðu að við fáum allt sem við viljum? Ég tel góðar líkur á því. Úr leiklist í jóga Ingibjörg Stefánsdóttir ætlaði sér að verða leikari á Broadway en gerðist í staðinn jógakennari.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.