Fréttablaðið - 19.03.2012, Blaðsíða 6
19. mars 2012 MÁNUDAGUR6
VIÐSKIPTI „Ég tel að það sé ákveð-
inn misskilningur í gangi hjá golf-
klúbbunum sem eru að kæra og
að með nýju hóteli fylgi verulegt
tækifæri fyrir golfklúbbana sem
fyrir eru á svæðinu,“ segir Hall-
ur Magnússon, hjá félaginu Sex-
tíu plús ehf., sem áformar að reisa
hundrað herbergja hótel við fyrir-
hugaðan golfvöll á Minni-Borg í
Grímsnesi.
Eins og fram kom í Frétta-
blaðinu í gær kærðu golf-
klúbbarnir í Kiðjabergi og
Öndverðarnesi Grímsness- og
Grafningshrepp til innanríkis-
ráðuneytisins vegna ákvörðun-
ar sveitarfélagsins um að byggja
golfvöllinn á Minni-Borg. Sveitar-
félagið keypti landið eftir að félag
sem var að byggja völlinn fór á
hausinn í miðjum klíðum.
Jafnframt hefur Grímsness- og
Grafningshreppur skrifað undir
viljayfirlýsingu við Sextíu plús
um að félagið fái lóð undir hótel
við golfvöllinn. Stefna sveitar-
félagsins er síðan sögð sú að selja
eða leigja völlinn sjálfan en ekk-
ert liggur enn fyrir um þann þátt.
Formaður Golfklúbbs Kiðjabergs
segir ljóst að sveitarfélagið komi
að rekstrinum um ókomna tíð.
Hallur segir það „stórkostlegt
tækifæri“ að geta byggt áttatíu
herbergja hótel við nýjan golf-
völl sem uppfylli svokallaða PGA
staðla. Hótelið muni einnig styðja
vel við rekstur golfvallanna að
Kiðjabergi og Öndverðarnesi.
„Að sjálfsögðu verður markaðs-
setning hótelsins meðal erlendra
golfáhugamanna ekki bundin við
nýja golfvöllinn, heldur áhersla
lögð á svæðið sem golfparadís
þar sem tækifæri er til að leika á
þremur mismunandi golfvöllum í
seilingarfjarlægð við hótelið,“
segir Hallur.
Að sögn Halls munu þrír golf-
vellir ásamt nálægðinni við nátt-
úru- og söguperlur Suðurlands
gera glæsilegt hótel að Minni-
Borg að spennandi valkosti fyrir
efnaða, erlenda golfáhugamenn.
„Þótt það ríki nú ákveðin tor-
tryggni meðal golfklúbba sem
fyrir eru á svæðinu þá vonumst
við sem að hótelinu koma eftir
góðri samvinnu um heildstæða
markaðssetningu á golfparadís-
inni í Grímsnesi þar sem allir
golfvellirnir muni njóta góðs
af auk þess sem uppbyggingin
mun styrkja verulega atvinnu
og tekjur íbúa í sveitarfélaginu,“
segir Hallur.
Þess má geta að Hallur og fjár-
festar með honum undirbúa nú
einnig byggingu hótels steinsnar
frá golfvellinum í Vestmannaeyj-
um. Þar liggur fyrir viljayfirlýs-
ing við Vestmannaeyjabæ. „Fjár-
festar og rekstraraðilar eru afar
áhugasamir um þessi tvö spenn-
andi verkefni,” segir Hallur
Magnússon. gar@frettabladid.is
Heyrnartæki
með fjögurra
ára ábyrgð
Póstdreifing - Suðurhraun 1
210 Garðabær - Sími 585 8300
www.postdreifing.is
fjölpósti,
blöðum,
tímaritum,
bréfum og
vörum.
Okkar
hlutverk
er að
dreifa
Segir golfklúbba ekki
skilja tækifæri í hóteli
Forsvarsmaður félags sem hyggst reisa hótel við umdeildan golfvöll í Grímsnesi
segir andstöðu golfklúbba á svæðinu byggða á misskilningi. Þeir muni, eins og
sveitarfélagið allt, líka njóta góðs af ríkum útlendingum sem heimsæki svæðið.
GOLFHÓTEL Á MINNI-BORG Forsvarsmaður segir hótel og nýjan golfvöll munu styrkja
tekjur íbúa í Grímsnesi og einnig beina viðskiptum á þá stóru golfvelli sem fyrir eru í
nágrenninu. MYND/ÁSGEIR ÁGEIRSSON - TEIKNISTOFAN TARK
Ensímtækni gerir samning
Einn stærsti snyrtivöruframleiðandi
heims, Intercos, hefur samið við
Ensímtækni um að nota tækni-
og efnaþekkingu fyrirtækisins í
snyrtivörur sínar. Ensímtækni, eða
Zymetec eins og það kallast á ensku,
var stofnuð af Jóni Braga Bjarnasyni
prófessor og sérhæfir sig í rann-
sóknum á ensímum unnum úr sjávar-
lífverum. Ein helsta vara fyrirtækisins
er Penzim húðáburður sem þykir hafa
læknandi áhrif.
VIÐSKIPTI
Knúts minnst
Ár er liðið síðan ísbjörninn Knútur
drapst í dýragarðinum í Berlín. Knútur
sem náði fjögurra ára aldri öðlaðist
heimsfrægð og lögðu 11 milljónir
manna leið sína í dýragarðinn til að
sjá hann meðan hann lifði. Mikill
fjöldi fólks minntist Knúts í dýragarð-
inum í gær og margir skildu eftir
blóm og myndir við ísbjarnargryfjuna.
Nokkrir gestanna munu hafa fellt tár.
ÞÝSKALAND
NOREGUR Margir þeirra sem keyptu efni til sprengju-
gerðar frá sömu efnaverksmiðjunni í Póllandi og And-
ers Behring Breivik hafa komið við sögu lögreglu, að
því er greint er frá á vef Dagsavisen.
Eftir að norska öryggislögreglan hafði farið yfir
lista sem á var 41 einstaklingur, þar á meðal Breivik,
kom í ljós að þriðjungur þeirra sem voru á listanum
hafði hlotið refsingu og að þriðjungur átti lögleg vopn.
Þrír á listanum höfðu áður sýnt áhuga á efnum til
sprengjugerðar. Þetta kemur fram í skýrslu öryggis-
lögreglunnar í Noregi sem kynnt var í gær. Listann
fékk norska öryggislögreglan hjá tollayfirvöldum en
þau höfðu skráð hverjir keyptu efni sem hægt væri að
nota til þess að búa til sprengjur.
Í skýrslu öryggislögreglunnar segir að áhugi á
vopnum sé sameiginlegur með þeim sem eru á listan-
um. Margir hafi verið dæmdir fyrir lögbrot eða hafi
verið þátttakendur í athæfi á gráu svæði.
Í skýrslunni segir jafnframt að vegna þess hversu
langt þetta sé frá því sem eðlilegt geti talist kunni að
vera ástæða til að skoða þá sem eru á listanum.
Áður en Breivik framdi voðaverkin þann 22. júlí
síðastliðinn taldi öryggislögreglan ekki ástæðu til að
grípa til ráðstafana. - ibs
Norska öryggislögreglan greinir frá lista yfir kaupendur efnis til sprengjugerðar:
Margir með afbrot að baki
HEIMILI BREIVIKS Á heimili Anders Behring Breivik fannst
mikið magn efnis sem hægt var að nota til sprengjugerðar.
NORDICPHOTOS/AFP
Átt þú Ipad eða annars konar
spjaldtölvu?
JÁ 17%
NEI 83%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Hengir þú þvott út á snúru?
Segðu þína skoðun á Vísi.is
KJÖRKASSINN
BERLÍN, AP Joachim Gauck var
kjörinn forseti Þýskalands í
gær. Hinn 72 ára Gauck fékk
mikinn meirihluta atkvæða, eða
991 af þeim
1.232 sem
voru greidd á
þinginu.
Gauck er lýð-
ræðissinni sem
barðist á sínum
tíma hart gegn
kommúnista-
ríki Austur-
Þýskalands.
Hann tekur við embætti af
Christian Wulff sem sagði af sér
í síðasta mánuði vegna spilling-
armála. Angela Merkel, kanslari
Þýskalands, sagði að Þjóðverjar
gætu verið stoltir af nýja forset-
anum sem hefði sigrað á sann-
færandi hátt. - fb
Breytingar í Þýskalandi:
Joachim Gauck
kjörinn forseti
JOACHIM GAUCK
STJÓRNSÝSLA Ríkisstjórnin hefur
veitt um 1,3 milljarða króna
aukalega vegna eldgosa og ann-
arra hamfara síðan í maí árið
2010. Í þeirri fjárhæð er ekki
meðtalinn margvíslegur kostn-
aður stofnana sem fjármagn-
aður hefur verið af árlegum
fjárheimildum þeirra.
Ríkisstjórnin samþykkti á
fundi sínum á föstudag viðbót-
arútgjöld til Vegagerðarinnar,
Almannavarnadeildar ríkislög-
reglustjóra og Landgræðslunn-
ar vegna eldgosahrinunnar árin
2010 og 2011. Vegagerðin fær
82,5 milljóna króna aukafjár-
framlag, en kostnaður hennar
vegna hamfaranna er talinn vera
um 110 milljónir króna, þar af 20
milljónir vegna aðgerða við Svað-
bælisá. Einnig var samþykkt að
veita sex milljónir króna auka-
lega til almannavarnardeildar
ríkislögreglustjóra.
Landgræðslan hefur greint frá
aukinni fjárþörf á árinu 2012, en
lagt er til að því máli sé vísað í
fjárlagaferli og til nánara mats
hjá umhverfisráðuneytinu. Land-
græðslan fékk 17,25 milljónir í
fjáraukalögum í desember og tók
á sig tæplega 6 milljónir í auka-
kostnað vegna verkefna síðasta
sumar.
Samráðshópur ráðuneytis-
stjóra sjö ráðuneyta um viðbrögð
við náttúruhamförum hefur verið
að störfum frá fyrri hluta árs
2010. Með hópnum starfa full-
trúar frá forsætisráðuneyti, fjár-
málaráðuneyti og almannavarna-
deild Ríkislögreglustjóra. - sv
Ríkisstjórnin samþykkir aukafjárframlög til Almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra og Vegagerðarinnar:
Eldgosin kostuðu ríkið 1,3 milljarða króna
GOSIÐ Í EYJAFJALLAJÖKLI Landgræðslan
er ein þeirra stofnana sem hafa óskað
eftir aukafjárframlagi vegna eldgosanna
undanfarin ár. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Að sjálfsögðu verður markaðssetning
hótelsins meðal erlendra golfáhuga-
manna ekki bundin við nýja golfvöllinn, held-
ur áhersla lögð á svæðið sem golfparadís.
HALLUR MAGNÚSSON
FÉLAGI Í SEXTÍU PLÚS