Fréttablaðið - 19.03.2012, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 19.03.2012, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 19. mars 2012 13 Flestir á mínu reki muna fyrst eftir Einari Má í svörtum leðurjakka á pönkárunum að selja ljóðin sín: Sendisveinninn er einmana og Er nokkur í kórón- afötum hér inni? Flestir keyptu bókina, þetta voru auðskilin ljóð, það var einhver prósi í þeim, rétt eins og það er alltaf eitthvert ljóð í prósa Einars. Þrátt fyrir leður- jakkann og ytra pönkfas var hann hláturmildur og drengjalegur – hér var ekki þungbúið skáld, alls ekki hógvært og fráleitt innhverft skáld – þetta var rokk-skáld. Það var Pétur Gunnarsson sem innleiddi hið bítlalega í íslensk- ar bókmenntir. Fram að Punkt- inum hans var gjörvöll menning ungs fólks utan landamæra þess sem mátti skrifa um nema með hnussi. Með Pétri kom einlægni og sakleysi hinna gömlu bítlalaga áður en allt lenti þar út í í tómum hedónisma og skilvita – meðvit- aðri – brenglun. Allt í einu mátti segja fimmaurabrandara í skáld- skap og lýsa keleríi og poppkorn- sáti án þess að hnussa, bíóferðum, strætó, borginni ungu … Pétur Gunnarsson braut niður Berlínar- múrinn sem hafði varið íslenskar bókmenntir fyrir erlendri lág- menningu. Upp úr miðri síðustu öld var Reykjavík allt í einu orðin ung. Hún var áform. Hún var still- ansar og steypa, moldarbingir og drullusvað, endalaus úthverfi og enn ekki komin nein innhverfi. Það ríkti einhvern eftirvænting eins og eitthvað væri í vændum. Svona hefst einmitt önnur skáld- saga Einars Más, Vængjasláttur í þakrennum: „Slík er eftirvænt- ingin slík er spennan.“ Hann má ekki einu sinni vera að því að setja kommu á milli setninganna. Því að það var Einar Már sem tók upp þráðinn frá Pétri og spann hann áfram. Andri Péturs Gunnarssonar hélt áfram að eld- ast og einhvern veginn þrengjast eftir því sem leið á bækur hans og þá kom Einar Már með þessa söguvitund barns og spekings – þessa sérstæðu rödd sem var alltaf að ávarpa og kalla á þenn- an Óla – og fór að skrifa um það hvernig var að alast upp í Reykja- vík á 6. áratug síðustu aldar, í Vogunum, sem var regin-úthverf- ið, sjálfur borgarjaðarinn í austri, spriklandi af ungu lífi. Var ekki soldið bítl í því í sjálfu sér? Voru ekki Vogarnir einmitt Liverpool Íslands frekar en Keflavík, þessi ameríski smábær? Frá Guðbergi Bergssyni fékk Einar Már tilfinningu fyrir formi og stíl, því hvernig ófegr- að mannlífið getur opinberast sem skáldskapur. Hann segir frá því í Bankastræti núll, seinustu bókinni sinni hvernig hann „… sat kannski í strætó með bók eftir Guðberg og sá blokkirnar í úthverfinu hjúpaðar þoku og gráma og hugsaði með mér: Þessu langar mig að lýsa.“ Bókmenntalegum fagurkerum þótti efnið en þó einkum sögu- sviðið hins vegar ósegjanlega lítilsiglt og var algengt að heyra háðsglósur um „bernskuminning- ar ungra skálda úr Vogunum“ á þessum árum, eins og þetta væri alrangt sögusvið, saga sem ekki væri þess verð að segja. Pétur Gunn og Guðbergur, Megas, Dylan, Lennon, Günter Grass, Brautigan – alls konar kallar hafa eflaust ómað í þessum haus með vængi á heilanum en frá fyrstu tíð var þetta hans rödd, há, svolítið hvell, full af vissu um erindi sitt, full af frásagnar- löngun, ritgleði og eftirvæntingu. Hann lýsti barnaskaranum, hús- mæðrunum, atvinnustarfseminni, prestinum, dúfunum, rigningunni og hálfbyggðum blokkunum – mannlífinu, anda hverfisins: þetta var hans Macondo og hann lét sér úrtöluraddir í léttu rúmi liggja. Það hefur Einar Már alltaf gert. Hann hefur iðulega fengið fremur dræmar viðtökur frá Bókmennta- stofnuninni hér á landi, hefur til dæmis aldrei verið á áskrif- endalistanum þegar tilnefningar til Bókmenntaverðlaunanna eru annars vegar en notið velgengni í nágrannalöndunum. Hann skrifaði trílógíuna úr Vogunum, um landnám og auðn, æskuleiki og dauða, upphaf og endalok og eftirmálann sem kannski var skáldlegasta bókin hans. Seinna skrifaði hann aðrar og eiginlega ennþá áhrifameiri bækur um fátækt fólk á Íslandi á fyrri hluta síðustu aldar og ömur- legar aðstæður þess – sitt fólk. Í skurðpunktinum þarna á milli og kannski í skurðpunktinum á höfundarferli Einars Más er svo þessi vængjaða skáldsaga, Englar alheimsins, þar sem hann safnar saman öllum sínum kröftum, allri sinni þekkingu og innlifun, innsæi, orðkynngi – öllu sínu ljóði – til að lýsa lífi í geðveiki. Í Hruninu er svo Einar Már allt í einu mættur á hverjum laugar- degi hjá honum Herði Torfa (nei, Hörður Torfa var ekki starfsmað- ur Álfheiðar Inga eða Steingríms J. eða VG heldur einfari og jú víst: það var Hörður sem skipu- lagði útifundina á Austurvelli í Búsáhaldabyltingunni og á skilið að það sé viðurkennt refjalaust). En þarna, í Hruninu, var Einar Már, gamli byltingarsinninn, sem sé mættur, alltaf, og þegar hann var ekki sjálfur að halda inn- blásnar og andríkar ræður gegn auðvaldinu þá var hann við ræðu- pallinn að stappa stálinu í þau sem áttu að fara að tala og klappa hinum á bakið sem voru nýbúin. Hann var þarna af alefli – gaf allt sitt; kom kannski ekki með potta og pönnur á Austurvöll til að láta glymja í heldur heldur með ljóðið, vængjuðu orðin og lét þau fljúga inn í hugskot þeirra sem hlustuðu til að setjast þar á heilann … En Einar! Til hamingju með litla Nóbelinn. AF NETINU Lögreglustjórinn í rugli Löggan hefur einkennilega for- gangsröðun. Neitar að kanna strax stórkostlega grófar hótanir um líkamsmeiðingar. Segir fólki að hafa bara samband eftir helgi. Stefán Eiríksson lögreglustjóri svarar út og suður og neitar að tjá sig um efnisatriði málsins. Þetta eru forkastanleg vinnubrögð lög- reglunnar eins og svo oft áður. Hún er eins og útspýtt hundskinn við að verja hagsmuni þeirra, sem reyna að ná eignum af almenn- ingi. Getur svo ekki mætt, þegar almenningur þarf vernd fyrir geð- sjúklingi. Forgangsröðun Stefáns er langt út af kortinu. jonas.is Jónas Kristjánsson Skítamórall Hvers vegna segir bæjarstjóri Sel- tjarnarness ekki af sér eftir að hafa orðið uppvís að einelti gagnvart starfsmanni? Hvers konar samfélag er þarna á Nesinu – er enginn þrýstingur á meirihlutann að bæta ráð sitt eða taka pokann sinn? blog.eyjan.is/joninaos/ Jónína Óskarsdóttir Spyrillinn á að ráða för Umsnúningur hefur orðið í fram- leiðslu á Gettu betur-þáttunum hjá Ríkissjónvarpinu. Þar sem spyrj- andinn réði öllu áður eru dómarar nú farnir að grípa fram í ótt og títt og hefta framvinduna. Spyrillinn í Gettu betur á að ráða för – ekki dómarar í skartklæðum sem stöðugt grípa fram í. Áhorfendum er alveg sama um álit dómara – á hinu og þessu …! eirikurjonsson.is Eiríkur Jónsson Allt í einu mátti segja fimmaurabrandara í skáldskap og lýsa keleríi og poppkornsáti án þess að hnussa … Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur Í DAG GRÆDDU Á GULLI Boðið verður upp á verðmat á skartgripum. Engin skuldbinding til að selja. Þriðjudaginn 20. mars, miðvikudaginn 21. mars og fimmtudaginn 22. mars frá kl. 11 til 18. AÐEINS ÞESSA ÞRJÁ DAGA: Falinn fjársjóður? Líklega gerir þú þér ekki grein fyrir því að gömlu skartgripirnir sem þú ert hætt/hættur að nota geta hugsanlega verið mjög verðmætir og jafnvel tug- þúsunda ef ekki hundruð þúsunda virði. Nú er tækifærið til að komast að því hvort það leynist fjársjóður í rykföllnum skartgripaskrínum enda safnanar á höttunum eftir ónotuðum gömlum skartgripum um þessar mundir. Nú þegar verð á gömlu gulli er í sögulegu hámarki er um að gera að láta leggja faglegt mat á ónotaða skartgripi. Matið er ókeypis og því fylgir engin skuld- binding til að selja. Sé hins vegar vilji til þess verður gengið frá viðskiptunum með reiðufé á staðnum. Að hverju er verið að leita? Hvað ætti að taka með? Það er sama hversu stórir eða litlir munirnir eru. Hér eru nokkur dæmi um muni sem farandsalarnir gætu haft áhuga á: - Gömlu gulli: skartgripum, sígarettuhulstrum úr gulli eða öðrum gullmunum. - Demöntum yfir einu karati. - Úrum og vasaúrum en þá frá virtum framleiðendum á borð við Rolex, Cartier, Patek Philippe, Vacheron, Universal, Breitiling, IWS og Omega. - Skartgripum með gimsteinum, jafnvel þó þeir séu brotnir eða þó vanti steina. - Gömlu silfri. „Ég hef áralanga reynslu af því að meta og kaupa skartgripi og hef á þeim tíma séð fólk koma með hluti sem voru í þeirra augum lítils virði. Þeir hinir sömu hafa svo gengið út með umtalsverða peninga á milli handanna,” segir Franks. Hann segir markaðinn fyrir herraúr aldrei hafa verið betri og að verð á gulli sé í sögulegu hámarki. Einkaviðtal við verðmat. Vinsamlegast athugið að skilríkja er krafist við viðskipti. Nánari upplýsingar á www.pandhjewellers.com CenterHotel Klöpp, Klapparstíg 26 AFTUR Á ÍSLANDI VEGNA MIKILS ÁHUGA! UPPRUNALEGA GULL OG SILFUR KAUPSTEFNAN. Lárviðarskáldið Einar Már
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.