Fréttablaðið - 24.04.2012, Qupperneq 4
24. apríl 2012 ÞRIÐJUDAGUR4
UTANRÍKISMÁL José Manuel Barroso, forseti
framkvæmdastjórnar Evrópusambands-
ins, fullyrðir að deila Íslendinga og ESB um
makríl sé ótengd umsókn Íslendinga að ESB.
Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismála-
nefndar Alþingis, hitti Barroso í Kaupmanna-
höfn í gær og ræddi um makríldeiluna, en
nokkrir þingmenn í sjávarútvegsnefnd ESB
hafa lýst yfir vilja til að tengja þessi tvö mál.
Barroso sagði að makrílkvóti Íslendinga
væri allt of hár. „Og ég er vonsvikinn yfir því,
vegna þess að þrátt fyrir að það sé engin bein
tenging við aðildarviðræðurnar hjálpar þetta
ekki til. Þetta er erfitt ástand.“
Nokkrir þingmenn í sjávarútvegsnefnd ESB
hafa lagt til að Ísland verði beitt viðskipta-
þvingunum. Hann telur ólíklegt að slíkt verði
samþykkt af framkvæmdastjórninni, enda
brjóti það í bága við EES-samninginn.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra
segir að almennt sé viðurkennt að um óskyld
mál sé að ræða, en umræðan sé ekki góð.
„Þetta bætir auðvitað ekki andrúms loftið
en fyrir utan þennan þrönga hóp makríl-
þingmanna hef ég ekki heyrt neina tengja
deiluna við viðræðurnar enda óskyldir hlutir.
Ég hef til dæmis ekki heyrt af neinum sem
vill tengja makríl beint við opnunarviðmið
vegna sjávarútvegskaflans og hef frekar
gert ráð fyrir að það gæti orðið svipað og þau
sem varða kaflana um landbúnað og byggða-
mál, þ.e.a.s. um einhvers konar tíma settar
áætlanir, þar sem tekið yrði líka tillit til
niðurstöðu viðræðnanna. Stækkunarstjórinn
kom því svo kyrfilega á framfæri eftir fund
með makrílhópnum í síðustu viku að ESB
liti svo á að það væri engin tenging á milli
makríls og aðildarviðræðnanna.“ - kóp
François Hollande og sitjandi for-
seti Nicolas Sarkozy báru höfuð og
herðar yfir aðra frambjóðendur í
fyrstu umferð forseta kosninganna
í Frakklandi um helgina. Hollande
fékk 28,44 prósent atkvæða og
Sarkozy 27,05 prósent. Kosið
verður á milli þeirra tveggja í
annarri umferð kosninganna 6.
maí næstkomandi. Hér að neðan
getur að líta þau sem heltust úr
lestinni í fyrstu umferð.
Marine Le Pen,
frambjóðandi
Þjóðfylkingarinnar,
fékk 18,3 prósent
atkvæða.
Jean-Luc Melenc-
hon, frambjóðandi
Vinstrifylkingarinnar,
fékk 11,1 prósent
atkvæða.
Francois Bayrou,
leiðtogi Lýðræðis-
hreyfingarinnar, fékk
9,1 prósent atkvæða.
Eva Joly, frambjóð-
andi Græningja, fékk
2,3 prósent atkvæða.
Nicolas Dupont-
Aignan, borgarstjóri
og þingmaður, fékk
1,8 prósent atkvæða.
Philippe Poutou,
frambjóðandi Nýja
andkapítalista-
flokksins, fékk 1,2
prósent atkvæða.
Nathalie Arthaud,
frambjóðandi Verka-
lýðsbaráttunnar, fékk
0,6 prósent atkvæða.
Jacques Chem-
inade, frambjóðandi
Samstöðu og
framfara, fékk 0,3
prósent atkvæða.
Þau eru úr leik
GENGIÐ 23.04.2012
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
228,4086
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
126,27 126,87
203,26 204,24
165,95 166,87
22,303 22,433
21,958 22,088
18,737 18,847
1,5559 1,5651
194,85 196,01
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR
SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
Í frétt blaðsins í gær kom fram að 12
karlar og 14 konur leituðu til Aflsins
á Akureyri, samtaka gegn kynferðis-
ofbeldi, í fyrra. Því skal haldið til
haga að um er að ræða nýjar komur
til samtakanna, en heildarfjöldi ein-
staklinga er mun meiri.
HALDIÐ TIL HAGA
Nýr formaður Samfok
Margrét Valgerður Helgadóttir er nýr
formaður Samfoks, samtaka foreldra
og grunnskólabarna í Reykjavík. Aðal-
fundur samtakanna var haldinn fyrir
skömmu og var nokkur endurnýjun í
stjórninni umfram nýjan formann.
ATVINNUMÁL
SAMFÉLAGSMÁL Nýstofnaður
Menntunarsjóður Mæðrastyrks-
nefndar Reykjavíkur óskar eftir
sjálfboðaliðum í Ráðhús Reykja-
víkur í dag
klukkan 17
til 21 til að
aðstoða við
að búa til
Mæðra blómið
2012.
Takmarkið
er að búa til
eitt þúsund
blóm sem
seld verða í
tengslum við
mæðradag-
inn. Afla á
fjár til að styrkja konur í lægstu
tekjuþrepunum til náms.
Blómin verða búin til
undir handleiðslu Steinunnar
Sigurðar dóttur og fleiri hönn-
uða og no ta á að mestu afganga
eða gömul föt í blómin. Fólk er
einnig beðið að koma með efnis-
afganga eða gamlar rauðar
flíkur. - ibs
Konur styrktar til náms:
Sjálfboðaliðar
óskast við gerð
Mæðrablóma
MÆÐRABLÓMIÐ
FRÉTTASKÝRING
Gefur fyrsta umferð frönsku forseta-
kosninganna fyrirheit um endanlega
niðurstöðu?
Í fyrstu umferð frönsku forseta-
kosninganna á sunnudag gerðist
það í fyrsta sinn að sitjandi
forseti varð undir í atkvæða-
greiðslunni. Nicolas Sarkozy, for-
seti Frakklands, var með næst-
flest atkvæði í kosningunni, og
27 prósenta fylgi. Í fyrsta sætinu
var François Hollande, með 28,44
prósenta fylgi.
Í frönskum fjölmiðlum er því
haldið fram að staða Hollande sé
sterkari en forsetans fyrir kosn-
ingarnar 6. maí þegar kosið verður
á milli þeirra, enda hafi hann haft
betur í fyrstu umferðinni.
Óvænt gengi Marine Le Pen í
fyrstu umferðinni er hins vegar
sagt auka mjög óvissu um niður-
stöðuna í maí, þar sem erfitt sé
að spá fyrir um hvernig fylgis-
menn hennar eigi eftir að greiða
atkvæði.
Marie Le Pen er þjóðernissinni
yst af hægri væng stjórn málanna
og frambjóðandi Þjóð fylk-
ingarinnar, flokks sem stofnaður
var fyrir um fjórum áratugum af
föður hennar, Jean-Marie Le Pen.
Sarkozy, sem er leiðtogi Íhalds-
flokksins, hefur í aðdraganda
fyrstu umferðar kosninganna
biðlað til þeirra sem síður eru
umburðarlyndir í garð útlendinga
og hefur boðað hertar aðgerðir
gegn ólöglegum innflytjendum
og raunar útlendingum almennt,
sem hann segir orðna allt of
marga í Frakklandi.
Líklegt verður að teljast að mál-
flutningur sem þessi hugnist
áhangendum Þjóð fylkingarinnar
ágætlega. Marine Le Pen hlaut
nálægt því fimmtung atkvæða í
fyrstu umferð kosninganna.
Forsíður sumra blaða í Frakk-
landi hafa slegið upp slagnum í
maí undir fyrirsögnum á borð við
„Einvígið“ og „Samstuð“, meðan
önnur hafa lagt áherslu á þátt Le
Pen. Þannig slær Figaro upp fyrir-
sögninni „Gengi Marine Le Pen
blæs lífi í seinni umferðina“ og
Liberation segir „Hollande sigur-
vegari, Le Pen spillir fyrir“.
Í umfjöllun fréttavefs Breska
ríkis útvarpsins, BBC, um fyrri
umferð kosninganna er vitnað í
leiðara Figaro í gær þar sem sigur
Hollandes er ekki sagður afgerandi
vegna þess að færri en búist hafi
verið við hafi lagt lag sitt við full-
trúa harðlínuvinstrimanna, Jean-
Luc Melenchon.
Að mati blaðsins njóta vinstri
menn enn ekki meirihluta stuðnings
í landinu og því komi til með að
skipta miklu í kosningunum í maí
hvort fylgismenn Le Pen kjósi
Sarkozy til að stöðva framgang
frambjóðanda sósíalista.
Leiðari Liberation segir svo aftur
á móti að sigur Hollandes í fyrstu
umferðinni sé skýr vísbending
um kall frönsku þjóðarinnar eftir
stefnubreytingum og breyttum
stjórnarháttum. olikr@frettabladid.is
Erfitt að spá fyrir
um niðurstöðu í maí
Kjósa þarf á milli Sarkozy og Hollande í frönsku forsetakosningunum. Þeir
voru jafnir eftir fyrstu umferð. Fylgi Marine Le Pen, þjóðernissinna yst af
hægri kanti, í þriðja sæti kom á óvart. Gengi hennar þykir auka á óvissu í maí.
SPENNANDI STAÐA Á þessari samsettu mynd má sjá sigurvegara fyrstu umferðar
forsetakosninganna í Frakklandi, en kosið verður á milli þeirra tveggja í maíbyrjun.
Vinstra megin er Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti og leiðtogi hægri manna, og
hægra megin François Hollande, frambjóðandi Sósíalistaflokksins. NORDICPHOTOS/AFP
Frá kr. 34.950
Ótrúlegt tilboð - allra síðustu sætin
Heimsferðir bjóða nú einstakt tilboð á síðustu flugsætunum til Prag 27. apríl í 4 nætur. Þú kaupir 2
flugsæti en greiðir aðeins fyrir 1. Við bjóðum þér fjölbreytta gistingu meðan á dvölinni stendur.
Verð kr. 34.950 Flugsæti með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð 27. apríl
í 4 nætur. Netverð á mann. Verð áður kr. 69.900.
Verðdæmi fyrir gistingu:
Kr. 15.800 í tvíbýli á hótel ILF *** í 4 nætur. Verð fyrir einbýli kr. 28.800
Kr. 26.600 tvíbýli á hótel Mövenpick **** í 4 nætur.
Verð fyrir einbýli kr. 49.000
2 fyrir 1 til Prag
27. apríl
Formaður utanríkismálanefndar hitti forseta framkvæmdastjórnar ESB:
Makríldeilan og umsóknin eru ótengd
ÁRNI ÞÓR
SIGURÐSSON
JOSÉ MANUEL
BARROSO
ÖSSUR SKARP-
HÉÐINSSON
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
21°
15°
15°
10°
12°
11°
13°
13°
20°
11°
18°
14°
23°
12°
12°
20°
10°Á MORGUN
Víða hæg
breytileg átt.
FIMMTUDAGUR
Hægur
vindur.
8
5
0
6
1
0
1
4
4
7
2
4
5
9
7
5
6
5
11
7
14
3
6
3
1
-1
2 7
4
4
0
3
ÁFRAM FÍNT Í dag
eru horfur á strekk-
ingi allra syðst en
annars verður að
mestu hæglætis-
veður. Það gæti
orðið nokkuð bjart
í innsveitum S- og
V-til en annars
verður heldur skýj-
að og líkur á éljum
við NA-ströndina.
Hlýjast SV-til en
áfram nokkuð svalt
NA-lands.
Soffía
Sveinsdóttir
veður-
fréttamaður