Fréttablaðið - 24.04.2012, Síða 14
14 24. apríl 2012 ÞRIÐJUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
U
m málareksturinn gegn Geir H. Haarde fyrir Lands-
dómi er óhætt að segja að fjallið hafi tekið jóðsótt og
fæðzt lítil mús.
Dómur Landsdóms er ekki í neinu samræmi við
það sem lagt var upp með þegar meirihluti Alþingis
ákvað að ákæra Geir, einn fyrrverandi ráðherra, fyrir lögbrot
í aðdraganda bankahrunsins. Af sex upphaflegum ákæruliðum
hefur tveimur verið vísað frá dómi og Geir var í gær sýknaður
af þremur til viðbótar. Hann er sakfelldur fyrir einn lið; að
hafa látið undir höfuð leggjast
að boða til ráðherrafunda um
mikilvæg stjórnarmálefni.
Upphafsmenn málarekst-
ursins eru varla ánægðir með
þessa niðurstöðu, því að hún
þýðir í raun ekki annað en að
það verklag sem ótal ríkis-
stjórnir hafa viðhaft hafi ekki
verið í samræmi við stjórnarskrá. Dómur Landsdóms hlýtur þá
að vekja spurningar um hvort fleiri venjur í íslenzkri stjórnsýslu
standist ekki bókstaf stjórnarskrárinnar.
Umræður um ábyrgð á hruninu hafa snúizt um margt, en alls
ekki um það hvort fundir hafi verið boðaðir í samræmi við 17.
grein stjórnarskrárinnar. Raunar má fullyrða að 17. greinin hafi
svo gott sem ekkert verið til umræðu í tengslum við stjórnmál og
stjórnsýslu á Íslandi yfirleitt, þau rúmlega 90 ár sem hún hefur
verið í stjórnarskránni.
Geir er þannig sakfelldur fyrir fremur afkáralegt aukaatriði
í ákærunni. Þótt meirihluti dómsins sé gagnrýninn á ýmis störf
hans í aðdraganda hrunsins og telji hann hafa gert mistök – sem
hann hefur sjálfur viðurkennt – kemst hann ekki að þeirri niður-
stöðu hvað varðar efnislegt innihald ákærunnar að öðru leyti að
Geir hafi brotið lög.
Það var rangt að ákæra Geir H. Haarde fyrir Landsdómi og
það er jafnrangt af þeim sem voru ósáttir við þá ákvörðun að
hóta núverandi ráðherrum Landsdómi vegna hinna og þessara
ákvarðana þeirra. Stjórnmálamenn, bæði þeir sem stóðu að
ákærunni á hendur Geir og hinir sem lögðust gegn henni – og
þeim fjölgaði eftir því sem leið á málareksturinn – hljóta nú að
sjá að Landsdómsleiðin var frá upphafi röng.
Lögin um Landsdóm eru gömul og tryggja sakborningi ekki
sama rétt til réttlátrar málsmeðferðar og nýrri lagaákvæði um
meðferð sakamála. Pólitískt eðli ákærunnar og dómstólsins
dregur að auki úr öllum trúverðugleika málsmeðferðarinnar.
Það er þessi óheppilega blanda af lögfræði og pólitík, sem gerir
nánast óhjákvæmilegt að sá sem er sakfelldur af Landsdómi deili
við dómarana eins og Geir H. Haarde gerði í gær eftir að dómur
var kveðinn upp.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra kallar eftir því í
Fréttablaðinu í dag að stjórn og stjórnarandstaða setjist niður og
geri breytingar á lögunum um Landsdóm. Til þess er full ástæða.
Pólitíska ábyrgð eiga menn að axla á hinum pólitíska vettvangi,
en um lögbrot ráðherra eiga að gilda sömu almennu reglur og um
önnur sakamál. Vonandi var dómsuppsagan í Landsdómi í gær
því bæði sú fyrsta og síðasta.
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
HALLDÓR
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
Þessa dagana heyrist sagt að annað hvort hafi menn viljað samningaleið eða dóm-
stólaleið í Icesave; verið samningamenn eða
dómstólamenn! Og nú hafi þeir sem vildu
dómstólaleiðina fengið sínu framgengt!
Þannig var þetta náttúrlega ekki. Ice-
save-skuldbindingarnar átti að greiða úr
þrotabúi Landsbankans eða eftir atvikum úr
Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjár-
festa. En eins og við vitum varð reyndin sú,
að til að skapa traust á eigin fjármálakerfi,
greiddu Bretar og Hollendingar upp tap
innistæðueigenda innan sinna landamæra.
Síðan reyndu bresk og hollensk stjórnvöld
að þröngva okkur til samninga um endur-
greiðslur með ríflegum vöxtum að við-
bættum tilkostnaði þeirra við samninga-
umleitanir!
Rökrétt svar Íslendinga var eftirfarandi:
Ef þið teljið ykkur eiga fjárkröfu á íslenska
ríkið í staðinn fyrir viðkomandi banka og
Tryggingarsjóð innstæðueigenda, þá eigið
þið að leita réttar ykkar fyrir dómstólum.
Hvaða dómstólar væru það? Héraðs dómur
Reykjavíkur, hvort sem væri gagnvart
Landsbankanum sem á heima í Reykjavík
eða íslenskum skattborgurum því þar er
varnarþing íslenska ríkisins.
En þetta var hægara sagt en gert. Í
samninga viðræðum um Icesave vildu
Bretar og Hollendingar að þeir hefðu for-
ræði um dómsmálið og gætu ákveðið að fara
með það fyrir evrópskan dómstól sem yrði
úrskurðaraðili en ekki íslenskir dómstólar.
Við sögðum á hinn bóginn að íslenskur dóm-
stóll ætti að dæma en að illmögulegt yrði
að meina stefnanda að óska eftir áliti frá
EFTA-dómstólnum ef hann krefðist þess.
Það yrði þó aldrei meira en álitsgerð.
Þau sem lögðust gegn þvingunar-
samningum Breta og Hollendinga litu
aldrei á það sem sérstaka óskastöðu fyrir
íslenska skattgreiðendur að lenda í deilum
fyrir rétti. En þeim sem teldu á sér brotið
væri hins vegar í lófa lagið að leita réttar
síns fyrir dómstólum í stað þess að beita
ofbeldi í krafti valds hjá Alþjóðagjaldeyris-
sjóðnum eða hjá Evrópusambandinu eins og
gert var. Ef Bretar og Hollendingar teldu
sig eiga fjárkröfur á íslenska ríkið vegna
innistæðna í gjaldþrota einkabanka, þá ættu
þeir að snúa sér til Héraðsdóms Reykja-
víkur. Það væri vissulega dómstólaleið sem
þessi ríki gætu farið. Þar með væri þó ekki
lögð blessun yfir rangláta kröfugerð þeirra.
Hinn eðlilegi farvegur væri þrotabús- og
innstæðutryggingarsjóðsleið!
Nú hefur framkvæmdastjórn ESB bætt
gráu ofan á svart með aðkomu sinni að
málshöfðun gegn Íslandi. Það breytir því
ekki að niðurstaðan verður ekki ráðin í
Brussel heldur í Reykjavík.
Dómstólaleið: Til upprifjunar
Icesave
Ögmundur
Jónasson
innanríkisráðherra
204 STK. PAKKNINGAR
2mg
2.871kr. 5.742kr.
4mg:
3.999kr. 7.998kr.
Sérkennilegur húmor
Geir H. Haarde var nokkuð niðri fyrir
þegar hann tjáði sig um niðurstöðu
Landsdóms í gær. Skiljanlega, allt
þetta ferli hlýtur að hafa íþyngjandi
áhrif á hvern þann sem í því lendir.
Geir taldi það ákæruatriði sem
Landsdómur sakfelldi hann fyrir
vera smáatriði, algjört formsatriði,
og raunar sprenghlægilegt.
Það hlýtur að teljast nokkuð
sérkennileg niðurstaða hjá Geir.
Landsdómur er æðsti
dómstóll landsins og
dómarar við hann voru
sammála ákæru valdinu
um að háttalag Geirs
sem forsætisráðherra
bryti í bága við stjórnarskrá íslenska
lýðveldisins. Húmor er fínn í öllum
sínum myndum en það hlýtur að
teljast sérkennilegur húmor að finnast
þetta fyndið.
Alvarleg ásökun
Öllu alvarlegri var sú ásökun
Geirs að dómarar við Lands-
dóm hefðu látið pólitíkina
hlaupa með sig í gönur. Það
þýðir, ef satt er, í raun að
réttarkerfið hafi brugðist
og á Geir hafi verið
framið dómsmorð.
Það er býsna alvar-
legt fyrirbæri og því
er óskiljanlegt að
Geir skuli vera að velta því fyrir sér að
fara með málið fyrir mannréttinda-
dómstól Evrópu. Trúi hann eigin
orðum, er það beinlínis skylda hans
að gera það.
Hvað segir dómurinn?
En hvað segir í dómsorði Landsdóms
um þetta mál? Þar segir einfaldlega
að hefð sem stjórnvöld hafi komið
sér upp, óformlegt samráð oddvita
stjórnmálaflokkanna, leysi forsætis-
ráðherra ekki undan þeim skyldum
sem stjórnarskráin leggur honum
á herðar. Og er það ekki nokkuð
lógískt að svo sé? Að vinnuregla ríkis-
stjórnar sé ekki stjórnarskránni æðri?
kolbeinn@frettabladid.is
Fyrsti og vonandi síðasti dómur Landsdóms:
Fædd lítil mús