Fréttablaðið - 24.04.2012, Side 16
16 24. apríl 2012 ÞRIÐJUDAGUR
Óhjákvæmilegt er að benda á nokkur undanskot staðreynda
í máli Sigurðar Arnar Sigurðs-
sonar, forstjóra Húsasmiðjunnar,
í viðtali við Markaðinn 11. apríl
síðastliðinn.
Sigurður kannast ekki við að
eignarhald Landsbankans og
Framtakssjóðs Íslands á Húsa-
smiðjunni hafi skapað fyrirtæk-
inu betri stöðu en ella. Staðreynd-
ir tala öðru máli. Landsbankinn
breytti 11 milljarða króna skuldum
í hlutafé. Landsbankinn leysti til
sín stórt húsnæði Húsasmiðjunn-
ar og veitti fyrirtækinu síðan 2,5
milljarða króna kúlulán til 5 ára
með afar lágum endurgreiðslum
fyrstu 5 árin. Seint verður nokkuð
af þessu talið eðlileg fyrirgreiðsla
til fyrirtækis í bullandi taprekstri
eftir milljarða afskriftir. Ljóst
er að Húsasmiðjan naut þess að
eiga ríka pabbann Landsbank-
ann. Aftur á móti höfðu hluthafar
Landsbankans og lífeyrisgreið-
endur, eigendur Framtakssjóðs-
ins, minna en ekkert upp úr sölu
Húsasmiðjunnar þegar loks kom
að henni.
Forstjórinn kennir skuldsettum
yfirtökum á árunum fyrir hrun
um bága skuldastöðu Húsasmiðj-
unnar. Það er varla nema hálfur
sannleikur. Hömlulaus útþensla
Húsasmiðjunnar út um allt land
með uppkaupum fyrirtækja og
stækkun verslana allt fram að
bankahruni verður varla tekið út
fyrir sviga.
Forstjórinn gumar af því að
hafa lækkað kostnað með fækk-
un starfsmanna og launalækkun
þeirra sem eftir sitja. Þessi glans-
mynd stenst illa nánari skoðun.
Samkvæmt nýjustu tiltækum árs-
skýrslum var starfsmannakostn-
aður Húsasmiðjunnar tæplega
19% af veltu sem er tugum pró-
senta hærri en hjá helstu sam-
keppnisaðilum hennar.
Lýsing forstjórans á ástæðum
fyrir rannsókn Samkeppniseftir-
litsins á samkeppnislagabrot-
um Húsasmiðjunnar er furðuleg.
Hann telur að rannsóknin snú-
ist um framkvæmd verðkannana
hjá samkeppnisaðilum. Sú lýsing
fer ekki beint heim og saman við
þá staðreynd að Samkeppniseftir-
litið réðst í umfangsmiklar hús-
leitir, símahleranir og handtökur
19 manna hjá Byko og Húsasmiðj-
unni. Málið hlýtur að vera miklu
stærra og alvarlegra en vegna
„framkvæmdar verðkannana“. Það
segir líka sína sögu að Húsasmiðj-
an er búin að taka frá tugi milljóna
króna í varúðarskyni til að borga
sekt fyrir þessi meintu samkeppn-
islagabrot.
Vandséð er hvers vegna forstjóri
Húsasmiðjunnar getur ekki komið
hreint fram við lesendur. Ég hélt
að sá tími væri liðinn að menn
mættu í viðtöl við fjölmiðla til þess
að pumpa sig og fyrirtæki sín upp
og sleppa að ræða það sem gæti
minnkað loftið í froðunni. Svona
sjálfsupphafning gerir ekki mikið
til að stuðla að vitrænni umræðu
um byggingavörumarkaðinn.
Það er kvartað undan því víða í samfélaginu að fólk búi ekki
yfir nægri færni í meðferð íslensks
máls. Háskólakennarar fórna
gjarnan höndum og sumir tala um
að allir háskólanemar þurfi á rit-
unarkennslu að halda. Einnig þykir
mörgum sem talsvert sé um ambög-
ur í netmiðlum og þá ekki síður í
ljósvakamiðlum. Sumum þykir jafn-
vel sem kennararnir sjálfir séu
ekki nógu vel að sér og í skýrslu
um íslenskukennslu í átta fram-
haldsskólum, sem menntamála-
ráðuneytið lét gera og birt var í
fyrra, er vitnað í forráðamann sem
hefur þetta eftir einum kennaran-
um: „Mér hlakkar svo til að kenna
börnum ykkar íslensku í vetur.“
Það er óþarfi að fordæma skóg-
inn þótt finnist nokkur fölnuð lauf-
blöð, en í rauninni er ekkert skrýt-
ið að fólki skuli vera mislagðar
hendur að þessu leyti vegna þess
að þjálfunin sem það fær í grunn-
og framhaldsskólum er í mýflugu-
mynd. Og það er ekki langt síðan
ritlist varð að fullgildri námsgrein
á háskólastigi. Líklega væri ungt
fólk mun verr skrifandi ef það nýtti
sér ekki samskiptamiðla óspart.
Nú eru auðvitað margir frábærir
íslenskukennarar starfandi í land-
inu en eigi að síður gæti dæmigerð
íslenskukennsla á grunn- og fram-
haldsskólastigi farið nokkurn veg-
inn svona fram:
Áhugalitlir nemendur ganga inn
í kennslustofuna. Kennari tilkynn-
ir hvort farið verði í málfræði eða
bókmenntasögu. Stunur og nöldur
frá nemendum. Kennari skellir upp
glærukynningu og les upp af henni
eða lætur krakkana skrifa allt heila
klabbið niður. Nemendur skilja
ekki til hvers né af hverju. Kenn-
ari talar í hálftíma. Nemendur tala
sín á milli á meðan. Kennari kynn-
ir heimaverkefni sem hægt er að
vinna í tímanum ef nemendur eru
duglegir. Nemendur biðja um að fá
að fara. Endurtekið í hálfan áratug
svo úr verður vítahringur leiða og
firringar.
Hvað þætti fólki um tónlistarnám
sem færi þannig fram að nemand-
inn sæti löngum stundum yfir tón-
fræði og tónlistarsögu, fengi jú að
hlusta á tónlist en sjaldan að taka
í hljóðfæri? Og þá sjaldan honum
byðist að taka í hljóðfæri fengi
hann litla tilsögn, honum yrði ekki
gert kleift að prófa sig áfram en
lokaeinkunn fengi hann samt fyrir
að semja eða flytja lag. Er líklegt að
góðir hljóðfæraleikarar eða frum-
leg tónskáld kæmu út úr kennslu af
þessu tagi?
Í áðurnefndri skýrslu um
íslenskukennslu í framhaldsskól-
um er bent á að efla þurfi sköpunar-
þáttinn: „Ef dregin eru saman
helstu atriði í því sem viðmælendur
telja ábótavant í íslenskukennsl-
unni má einkum nefna tvennt, þ.e.
ritun og munnlega tjáningu,“ segir
í skýrslunni. Rétt eins og tónlistar-
nemar þurfa íslenskunemar að fá
mikla þjálfun í meðferð hljóðfær-
is síns. Þeir þurfa stöðugt að æfa
sig í að beita tungunni á skapandi
hátt, bæði í ræðu og riti, enda benda
rannsóknir til þess að æfingin skapi
meistarann í þessu sem öðru.
Það blasir því við að þjálfa þurfi
íslenskukennara í ritlistarkennslu.
Í Bandaríkjunum tíðkast sums stað-
ar að menntaskólakennarar sérhæfi
sig í slíkri kennslu. Íslenskukenn-
arar þurfa að hafa svigrúm til þess
að láta nemendur fara í gegnum allt
ritunarferlið, því verk er ekki nema
hálfnað þegar uppkast er komið og
framfarir verða ekki síst við umrit-
un undir handleiðslu hæfs kennara.
Ritlistarkennsla er auk þess gef-
andi og skemmtileg og býður upp
á að virkja nemendur, nokkuð sem
áðurnefndir skýrsluhöfundar telja
brýnt. Í ritlistaráföngum framleiða
nemendur námsefnið að miklu leyti.
Ekki þarf að einskorða sig við rit-
vinnsluforrit við slíka kennslu
heldur má nýta ýmsa miðla, bæði
mynd- og netmiðla, til að höfða til
sem flestra.
Ritun kann enn fremur að vera
besta leiðin til að öðlast lesskiln-
ing, læra stafsetningu, málfræði
og annað sem að tungumálinu lýtur.
Þá getur ritlistin einnig nýst ungu
fólki til þess að finna ástríðurnar
í lífinu því skrif endurspegla innri
mann.
Háskólakennarar
fórna gjarnan
höndum og sumir tala
um að allir háskólanemar
þurfi á ritunarkennslu að
halda.
Það segir líka sína
sögu að Húsa-
smiðjan er búin að taka
frá tugi milljóna króna í
varúðarskyni til að borga
sekt fyrir þessi meintu …
Betri nýting á regnvatni
Þegar regn fellur til jarðar síast hluti þess niður í jarð-
veg og hluti rennur sem yfir-
borðsvatn í lækjum og ám.
Ógegndræpir fletir í borgarum-
hverfinu, eins og þök, götur
og gangstéttir, raska örlögum
regnvatns með þeim hætti að
mun hærra hlutfall rennur sem
yfirborðsvatn heldur en síast
í jörðina. Hefðbundin regn-
vatnsstjórnun safnar regnvatni
í lagnakerfi. Í eldri hverfum
Reykjavíkur er regnvatni bland-
að saman við skólp og hitaveitu-
vatn, hreinsað og síðan veitt út
í sjó. Aukið álag í asahláku og
rigningu minnkar hreinsigetu
slíkra skólpstöðva og í verstu til-
fellum er óhreinsuðu vatni veitt
út í sjó. Þessi hefðbundna söfnun
og flutningur regnvatns getur
haft slæm áhrif á vatnsbúskap,
m.a. lækkað grunnvatnsstöðu
þannig að lækir, tjarnir og vot-
lendi þorna upp.
Blágræn regnvatnsstjórnun
Nú ryður sér til rúms ný stefna,
sem miðar að því að skilja ofan-
vatn frá skólpi, nýta það og
hreinsa. Sumar lausnir miða að
því að gera borgarumhverfið
náttúrulegra með því að auka
vægi vatns (blátt), og gróður-
þekju (grænt). Urriðaholt í
Garðabæ er fyrsta hverfið á
Íslandi hannað með þessa nýju
blá-grænu hugmyndafræði að
leiðarljósi. Einnig kemur til
greina að endurnýta vatnið,
t.d. til að vökva garða eða til að
sturta niður úr klósettum. Með
því minnkar álagið á drykkjar-
vatnsauðlindir. Jafnframt skap-
ast meira öryggi við fjölbreytt-
ara aðgengi að vatni.
Endurbætur í gömlum hverfum
Á sama hátt og ný hverfi eru
hönnuð eins og Urriðaholt eru
miklir möguleikar á endur-
bótum í eldri hverfum. Þetta á
sérstaklega við þar sem regn-
og skólp er flutt í sameigin-
legum lögnum, eins og í Vestur-
bænum. Í vor unnu nemendur
í umhverfis- og byggingarverk-
fræði við Háskóla Íslands til-
lögur að blágrænni regnvatns-
meðhöndlun á háskólalóðinni.
Hópurinn vann undir leið-
sögn dr. Hrundar Andradóttur
dósents og dr. Sveins Þórólfs-
sonar prófessors við NTNU.
Þökum eldri bygginga má t.d.
umbreyta í græn þök að fyrir-
mynd torfbæjanna. Regnvatni
er hægt að beina í fallega vatns-
farvegi og regngarða. Þaðan má
flytja vatnið í tjarnir sem geta
nýst til útivistar og skautaiðk-
unar á vetrum. Að auki mætti
veita regnvatni til friðlandsins
í Vatnsmýrinni, og auka vatna-
skiptin þar. Allar þessar lausnir
stuðla að vatnsvernd og náttúru-
legri hreinsun á þungmálmum,
örverum og lífrænum mengunar-
völdum úr ofanvatninu.
Mikil tækifæri
Mikil tækifæri geta falist í því
að innleiða grænbláar regn-
vatnslausnir í nýjum og eldri
hverfum á Íslandi. Ráðstefna
um sjálfbært skipulag, dæmi
um háskólavæðið, verður haldin
í stofu 132 í Öskju, miðvikudag-
inn 25. apríl kl. 15-17.
Regnvatns-
stjórnun
Hrund Andradóttir
dósent í umhverfis- og
byggingaverkfræði
við HÍ
FRÓÐLEIKUR Á FIMMTUDÖGUM
Molar af vettvangi
skatta og reikningsskila
26. apríl | kl. 8:30 | Borgartúni 27
Fyrirhugaðar breytingar á skattalögum
Fyrirhugaðar breytingar á lögum um ársreikninga
Framkvæmd CFC löggjafar
Reglur um ívilnanir vegna nýfjárfestinga
Skráning og nánari upplýsingar á kpmg.is
Ekki drekkja þeim í andlausri setninga iðu
Forstjóri Húsasmiðj-
unnar leiðréttur
Menntamál
Ísak Rúnarsson
framhaldsskólanemi
Rúnar Helgi
Vignisson
rithöfundur og lektor í
ritlist við HÍ
Viðskipti
Baldur Björnsson
framkvæmdastjóri
Múrbúðarinnar