Fréttablaðið - 24.04.2012, Síða 21

Fréttablaðið - 24.04.2012, Síða 21
JÓGAVIÐBURÐUR Í LJÓSHEIMUM Hamingjan í núinu er viðburður sem verður í jógasal Ljósheima á fimmtudagskvöld kl. 20. Öflug kundalini-jógakriya, hugleiðsla og djúp gongheilun. Losað er um og leystar upp gamlar minningar og mynstur úr fortíð svo hægt sé að lifa í hamingju núsins. Sólbjört Guðmundsdóttir og Unnur Einarsdóttir kenna. Ólafur Már Björnsson, augn læknir og áhugaljósmyndari, talaði fyrir fullu Háskólabíói um fjall- göngur ásamt Tómasi Guðbjartssyni, prófessor, á dögunum en þeir eru báðir meðlimir í Félagi íslenskra fjallalækna, FÍFL. Tilefnið var heimsókn Renötu Chlumska til landsins í boði félags- ins og 66°Norður, en Renata var fyrst sænskra kvenna til að ganga á Mount Everest. Markmiði FÍFL er að stuðla að útivist og hreyfingu fólks í góðum félags skap. „Í félaginu viljum við ýta undir áhuga fólks á að stunda útivist og þetta fyrir- lestrakvöld var liður í því. Það tókst mjög vel en við fylltum Háskólabíó af áhugafólki um fjallgöngur,“ segir Ólafur. Hann segir áhuga almennt vera að aukast í þjóðfélaginu á allri útivist og íþróttaiðkun. Þá verði hann var við aukna eftirspurn eftir sjónlagsaðgerðum frá fólki sem stundar fjallamennsku. Fólk vilji frelsi til að stunda íþróttir og til að geta notið umhverfisins. „Fólk lendir oft í vandræðum með gleraugu og linsur í fjallgöngum og annarri útivist þar sem allra veðra er von. Það sækist eftir því frelsi sem fylgir því að fara í sjónlagsaðgerð og losna þar með við þessa aukahluti. Fólk sem stundar t.d. maraþonhlaup, golf eða skíði hefur mikið sótt í svona aðgerðir,“ segir Ólafur en með aðgerðinni má laga nærsýni og fjarsýni og einnig sjón- skekkju. „Tæknin hefur verið til staðar í yfir tuttugu ár og hefur fyrir löngu sannað sig. Hún veitir góðan og stöðugan árangur til frambúðar. Aðgerðirnar eru gerðar þegar sjónlagið er orðið stöðugt sem er yfirleitt um og upp úr tvítugu. Notuð er leisertækni til að forma horn- himnuna, sem er fremsta lagið á auganu en með því að breyta lögun hennar og ljósbroti er allri þörf fyrir gleraugu eða linsur eytt. Eftir aðgerð er fólk nokkuð fljótt að jafna sig og ætti að geta farið í fjallgöngu nokkrum dögum eftir að- gerðina án vandræða.“ Sjónlagsaðgerð gagnast þó ekki öllum og er því nauðsynlegt að gerð sé forskoðun hjá augnlækni. Milli 20 og 30 prósent þeirra sem leita eftir sjón- lagsaðgerð eru ekki kandídatar í aðgerð. „Forskoðunin veitir hins vegar miklar upplýsingar frá fyrstu hendi um hvað sé hægt og hvað ekki og farið er ítarlega yfir hverjir eru kostir og gallar við að fara í sjónlagsaðgerð,“ útskýrir Ólafur. FRELSI TIL FERÐALAGA SJÓNLAG AUGNLÆKNASTÖÐ KYNNIR Ólafur Már Björnsson, augnlæknir og fjallgöngugarpur, segir útivistarfólk sækja í sjónlagsaðgerðir. Ólafur Már Björnsson, augnlæknir hjá Sjónlagi Augnlæknastöð. MYND/STEFÁN ÚTIVISTARÁHUGI Ólafur Már Björnsson, augnlæknir hjá Sjónlagi Augnlæknastöð, gengur reglulega á fjöll með Félagi íslenskra fjallalækna. Hann verður var við aukna eftirspurn eftir sjónlagsaðgerðum frá útivistarfólki. MYND/ÚR EINKASAFNI Stuðnin gs stöngin Stuðningsstöngin er hjálpar- og öryggistæki sem auðveldar fólki að vera virkt og athafnasamt við daglegt líf án þess að þurfa að reiða sig á aðra. Margir Iðjuþjálfarar, sjúkraþjálfarar og læknar hafa mælt með stuðningsstöngunum fyrir sína skjólstæðinga. Stuðningsstangirnar hafa fengið verðlaun fyrir notagildi, öryggi og hönnun á alþjóðlegum hjálpartækjasýningum í USA. Yfir 500 0 noten dur á Ísland i síðan 1999 Boston leður svart, hvítt st. 35-48 rautt st. 36-42 blátt st. 36-47 Roma Rúskinn lj.blátt d.blátt 36-42 Verona svart, hvítt st. 36-41 Bari leður rautt, sand, blátt st. 36-42 Monako leður svart, hvítt rúskinn og microfib. st. 36-46 Paris leður svart, hvítt, blátt m/microfib og rúskinnssóla st. 36-42 Boníto ehf. • Praxis Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 • www.friendtex.is • soo.dk Opið mán. – fös. kl. 11–17. Lokað á laugardögum Verð: 11.900 kr. Verð: 7.990 kr. Verð: 8.600 kr. Verð: 10.900 kr. Verð: 7.990 kr. Verð: 6.990 kr. Teg CAITLYN - heldur rosalega vel við og fæst í vænum skálastærðum DD,E,F,FF,G,GG,H,HH,J,JJ á kr. 8.950,- STÓRGÓÐUR - nýkominn nýr litur Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Þú mætir - við mælum og aðstoðum www.misty.is Opið frá 10-18 virka daga. 10-14 laugardaga Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.