Fréttablaðið - 24.04.2012, Síða 27

Fréttablaðið - 24.04.2012, Síða 27
| FÓLK| 3HEILSA Sprotafyrirtækið RemindMe bar nýlega sigur í frum-kvöðlakeppnina Gulleggið. Á bak við fyrirtækið standa fimm nemendur á lokaári í iðnaðar- verkfræði við Háskóla Íslands. Hugmynd þeirra gengur út á þróun á sjálfvirkum og læsan- legum lyfjaskammtara sem stuðlar að markvissari og betri lyfjameðferð. Hópinn skipa Hildi- gunnur Björgúlfsdóttir, Ingunn Ýr Guðbrandsdóttir, Ólafur Helgi Guðmundsson, Sveinn B. Magn- ússon og Vaka Valsdóttir. ALGENGT VANDAMÁL Þau segja hugmyndina hafa fæðst í kennslustund í faginu Nýsköpun og gerð viðskipta- áætlana. „Þar áttum við að koma fram með nýsköpunarhugmynd og búa til viðskiptaáætlun. Við vissum að það er algengt vanda- mál að margt fólk tekur lyfin sín inn á rangan hátt, sérstaklega aldraðir og fólk með skert minni. Þetta vandamál kallast skortur á meðferðarheldni lyfjagjafa og er þekkt um allan heim.“ BETRI STJÓRNUN Á LYFJAGJÖF Lyfjaskammtarinn gagnast helst fólki sem tekur inn mikið af lyfjum á hverjum degi, til dæmis fimm til sjö töflur allt að sjö sinnum á dag. „Slíkt fyrirkomulag getur orðið mjög ruglandi fyrir marga, sérstaklega aldraða sem eiga erfitt með að vita alltaf hvað tímanum líður.“ Að þeirra sögn er þetta vandamál yfirleitt leyst í dag með lyfjaskömmtun í pokum. Þar er lyfjum pakkað vélrænt í poka í apótekum sem sjúklingar taka með heim. Hver poki inni- heldur einn skammt og á honum standa ýmsar nauðsynlegar upplýsingar, til dæmis nafn lyfs og hvenær sjúklingur á að taka lyfið. Þau segja slíkt fyrirkomulag gagnast sumum ágætlega en alls ekki öllum. „Lyfjaskammtarinn sem við erum að þróa heldur utan um þessa lyfjapoka. Hann kemur í veg fyrir að fólk taki lyfin inn of snemma með sérstakri læsingu. Þannig koma pokarnir sjálfvirkt út á réttum tíma og tækið lætur vita með ljós- og hljóðmerki þegar skammturinn er tilbúinn. Lyfjaskammtarinn er forritanlegur og því hægt að stýra því hvenær pokarnir koma úr tækinu.“ STEFNT Á ERLENDAN MARKAÐ Lyfjaskammtarinn kemur einnig í veg fyrir að sjúklingur gleymi að taka lyfin sín. Þegar skammtur hefur staðið út úr tækinu í ákveðið langan tíma sendir tækið sms-skeyti á aðstandanda eða umönnunaraðila og lætur vita að lyfin hafi ekki verið tekin inn. Lyfjaskammtarinn verður fyrst settur á markað á Íslandi en síðan er stefnt að sölu og markaðs setningu erlendis. Hópurinn er nokkur bjartsýnn enda segist hann ekki hafa fundið neina sambærilega vöru erlendis. „Auðvitað vitum við aldrei full- komlega hvað er í sölu erlendis eða hvaða vörur er verið að þróa. Við höfum hins vegar ekki enn rekist á lausn sambærilega okkar.“ HÖNNUÐU FULLKOMINN LYFJASKAMMTARA NÝSKÖPUN FÉKK FYRSTA SÆTIÐ Ungt fyrirtæki þróar sjálfvirkan og læsanlegan lyfjaskammtara. Markmiðið er að setja hann á markað erlendis. FENGU HUGMYND AÐ LYFJA- SKAMMTARA Hópinn skipa Hildigunnur Björgúlfsdóttir, Ingunn Ýr Guðbrandsdóttir, Ólafur Helgi Guð- mundsson, Sveinn B. Magnússon og Vaka Valsdóttir. Þau útskrifast öll frá HÍ í vor. MYND/VALGARÐUR GÍSLASON afsláttur full búð af nýjum vörum til sunnudags Sumarbomba 30-50%

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.