Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.04.2012, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 24.04.2012, Qupperneq 28
FÓLK|HEILSA Heimir & Kolla vakna með þér í bítið Fréttir, fróðleikur og frábær tónlist alla virka morgna kl. 6.50 – 9.00 Þráinn á tökkunum og Gissur með fréttirnar VIÐUR-KENNTAF EFSA NÝ SENDING Skipholti 29b • S. 551 0770 AF KJÓLUM! Franski fæðingarlæknirinn Michael Odent er væntanlegur til landsins í vikunni en hann heldur fyrirlestur á Hóteli Reykja- vík Natura laugardaginn 28. apríl. Odent er vel þekktur fyrir skrif sín um tímabilið fyrir getnað, meðgöngu, fæðingu og brjóstagjöf og hefur gefið út þrettán bækur um þessi efni. Hann er meðal annars upphafs- maður vatnsfæðinga á Vesturlöndum og mikill talsmaður náttúrulegra fæðinga. „Þetta er mjög umsetinn fyrirles- ari og ég er mjög heppin að fá hann til landsins,“ segir Fríða Nicollas Hauksdóttir, osteopati hjá Heilsumið- stöðinni 9 mánuðum, en Odent er hér fyrir tilstuðlan hennar. „Hann verður 82 ára á þessu ári og líklega stutt í að hann setjist í helgan stein. Þetta er því einstakt tækifæri,“ bætir hún við. Odent er, að sögn Fríðu, stofn- andi Primal Health Research Centre í London. „Meginmarkmið stofnunarinnar er að prófa þá til- gátu að heilsa mannsins mótist á fósturstigi, í fæðingu og fyrsta árið þar á eftir en stofnunin heldur utan um allar rannsóknir á þessu sviði. Á áttunda áratugnum kynnti Odent hugmyndina um notkun vatns sem verkjameðferð í fæðingu og innleiddi í kjölfarið notkun fæðingarlauga á fæðingardeildum. „Hann hefur því haft víðtæk áhrif á ferlinum,“ segir Fríða. Hún segir Odent ávallt byrja fyrirlestra sína á að fjalla um lífeðlis- fræði fæðingar, það er að segja þátt hormóna í fæðingu en að hans mati er hið náttúrulega ferli truflað í of miklum mæli. Fríða hefur mikinn áhuga á kven- heilsu og hefur sérhæft sig í þjónustu við konur fyrir getnað, á meðgöngu og eftir fæðingu. „Osteopatia snýst í grunninn um að greina og með- höndla stoðkerfisvandamál en flestir osteopatar sérhæfa sig á ákveðnu sviði eins og algengt er um aðrar heilbrigðisstéttir. „Við notum mörg verkfæri eins og nudd, alls konar liðlosanir, tog og teygjur en ég fer líka mikið inn á mataræði og lífsstíl og virkja fólk til að gera mikilvægar breytingar.“ Nánari upplýsingar um fyrirlestur Odent er að finna á 9manudir.is/odent. UMSETINN FYRIR- LESARI TIL LANDSINS UPPHAFSMAÐUR VATNSFÆÐINGA Franski fæðingarlæknirinn Michael Odent heldur fyrirlestur á Hóteli Reykjavík Natura á laugardag. HEFUR HAFT VÍÐTÆK ÁHRIF Odent kynnti hugmyndina um notkun vatns sem verkjameðferð í fæðingu á áttunda áratugnum og hefur sú aðferð hlotið mikla útbreiðslu síðan. HEPPIN AÐ FÁ HANN TIL LANDSINS Fríða segir Odent mikinn talsmann náttúrulegra fæðinga. Hann vill að lífeðlisfræðilegt ferli fæðingar sé sem minnst truflað. MYND/STEFÁN Fönkþátturinn Fimmtudagskvöld kl. 22 Í kvöld á Stöð 2 FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.