Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.04.2012, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 24.04.2012, Qupperneq 32
24. apríl 2012 ÞRIÐJUDAGUR24 Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæra eiginmanns, föður, fósturföður, afa, langafa og langalangafa, EINARS ÞÓRIS SIGURÐSSONAR Frostafold 14 Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 3.N á hjúkrunarheimilinu Eir. Hulda Ingimundardóttir Vera Björk Einarsdóttir Hjalti Kristjánsson Íris Huld Einarsdóttir Kári G. Schram Guðmundur Bjarnason Ásta Jóhanna Einarsdóttir Brynja Bjarnadóttir Steindór Rafn Theódórsson og fjölskyldur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EVELYN ÞÓRA HOBBS lést fimmtudaginn 19. apríl sl. á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni. Útförin fer fram föstudaginn 27. þ.m. frá Dómkirkjunni kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Barnauppeldissjóð Thorvaldsensfélagsins. Hróbjartur Hróbjartsson Karin Hróbjartsson-Stuart Skúli Hróbjartsson Unnur Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGU BJARNADÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Ljósheima á Selfossi fyrir frábæra umönnun og hlýtt viðmót. Þórdís Skarphéðinsdóttir Bjarni Guðmundsson Inga Karólína Guðmundsdóttir Anna Guðmundsdóttir Erlendur Ragnar Kristjánsson Elís Kjartansson Ragnheiður Kr. Björnsdóttir Bára Guðnadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÁRNÝ ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR Sóltúni 2, áður Boðagranda 7, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni laugardaginn 21. apríl sl. Fyrir hönd aðstandenda, Stefán Tyrfingsson Elskuleg eiginkona mín, ÞÓRUNN NANNA RAGNARSDÓTTIR lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, föstudaginn 20. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhann Hólmgrímsson Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTLAUGAR ÓLAFSDÓTTUR (STELLU). Starfsfólki Hjúkrunarheimilisins Holtsbúðar sendum við sérstakar þakkir fyrir hlýhug og frábæra umönnun. Ingvar Finnur Valdimarsson María Karlsdóttir Guðjón Þór Valdimarsson Guðrún Ólafsdóttir börn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR lést á Hjúkrunarheimilinu Vífilsstöðum að kvöldi laugardagsins 21. apríl sl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Oddur Helgason Anna Oddsdóttir Steinar Friðgeirsson Halldóra Oddsdóttir Jón B. Björgvinsson barnabörn og barnabarnabörn. Blóði drifin byggingar- list – arkitektúr í stríði og friði, er yfirskriftin á fyrir- lestri Hilmars Magnússonar alþjóðastjórnmálafræðings í Listaháskóla Íslands í hádeg- inu á fimmtudag. Þar fjallar Hilmar um samfélagslegt hlutverk byggingalistarinnar í átök- um mismunandi menn- ingarhópa víða um heim. Hann mun að þessu sinni taka fyrir átökin í Bosníu og Herse góvínu á 10. áratug 20. aldar og fjalla um „Gömlu brúna“ eða Stari Most í bænum Mostar. Hilmar mun skyggnast með áhorfendum aftur í tímann og fjalla um tilurð brúarinnar og sögu fram að þeim tíma er hún var sprengd í loft upp haust- ið 1993. Þá mun hann fjalla um Menningarmálastofn- un Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, hlutverk hennar við verndun menningararfs og aðkomu að endurbygg- ingu brúarinnar. Í ár eru 40 ár liðin frá gildistöku samn- ingsins um verndun heims- minja en stofnunin hefur á þessum tíma víða komið við sögu og hafa verkefni henn- ar jafnt vakið aðdáun, spurn- ingar sem deilur. Fyrirlesturinn hefst klukkan 12.15 í stofu 113 hjá hönnunar- og arkitektúr- deild, Skipholti 1. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Byggingalist og stríð HILMAR MAGNÚSSON Fjallar um samfélagslegt hlutverk byggingarlistarinnar í átökum mismunandi menningarhópa víða um heim. Páskauppreisnin, sem hófst á öðrum degi páska árið 1916, var vopnuð uppreisn af hálfu Íra gegn breskum yfirráðum á Írlandi. Upp- reisnin er frægasta tilraun herskárra írskra lýðveldissinna til þess að ná fram sjálfstæði Írlands með valdi. Það var „Hið írska bræðralag lýð- veldisins” sem skipulagði uppreisn- ina, tók yfir pósthús borgarinnar og lýsti þar yfir sjálfstæði Írlands. Lýðveldissinnarnir náðu smátt og smátt yfirráðum víðs vegar um borgina. Bretar sneru vörn í sókn og nokkrum dögum seinna var upp- reisnin brotin á bak aftur. Uppreisnarmennirnir nutu ekki mikils stuðnings meðal almenn- ings, því litið var á þá sem óábyrga ævintýramenn. Almenningsálitið snerist þó á sveif með uppreisnar- mönnunum eftir að það spurðist út að fimmtán þeirra hefðu verið teknir af lífi. Vopnuð átök héldu áfram næstu árin og Írar fögnuðu svo sjálfstæði árið 1922 með stofnun lýðveldis. Heimild: wikipedia.is ÞETTA GERÐIST: 24. APRÍL 1916 Páskauppreisnin hefst Haukur Guðlaugsson, fyrr- verandi söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar, leikur verk eftir J. S. Bach, Cler- am bault og Boëllmann á hádegistónleikum í Hafnar- fjarðarkirkju í dag, þriðju- daginn 24. apríl, klukkan 12.15. Haukur lauk burtfarar- prófi í píanóleik frá Tón- listarskólanum í Reykjavík árið 1951. Hann stund- aði nám í orgelleik við Staat liche Hochschule für Musik í Hamborg og fram- haldsnám við Accademia di Santa Cecilia í Róm. Hauk- ur starfaði við píanókennslu og stjórn Karlakórsins Vísis á Siglufirði um fjögurra ára skeið og var skólastjóri Tónlistarskólans á Akra- nesi, organisti og söng- stjóri við Akraneskirkju og söngstjóri Karlakórsins Svana frá 1960. Árið 1974 var hann skipaður Söng- málastjóri Þjóðkirkjunnar og starfaði við það til ársins 2001. Haukur hefur haldið orgel- og kórtónleika bæði innanlands og utan, leikið einleik með Sinfóníuhljóm- sveit Íslands og komið fram í útvarpi og sjónvarpi og leikið inn á plötur og diska. Haukur hefur einnig samið Kennslubók í organleik í þremur bindum. Haukur á hádegistónleikum HÁDEGISTÓNLEIKAR Haukur Guðlaugsson leikur verk meistara á orgel í Hafnarfjarðarkirkju í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Myndlistarmaðurinn Ásgeir Valur Sigurðsson opnar sýn- ingu á verkum sínum í hús- næði Samtakanna ´78 að Laugavegi 3 í dag, þriðju- daginn 24. apríl, klukkan 17. Ásgeir Valur, sem vinnur verk sín með olíu á striga og pappír, hefur meðal annars sýnt í Ráðhúsi Reykjavíkur og á samsýningunni List án landamæra. Á síðarnefndu sýningunni gerði Ásgeir Valur meðal annars tilraun til að selja dýrasta málverk í heimi, sem var verðlagt á 400.000.000 Bandaríkjadali. Sýningin stendur yfir til 12. maí. Ásgeir Valur sýnir hjá Samtökunum 7́8 Í tilefni Alþjóðlega dans- dagsins næstkomandi laug- ardag, 28. apríl, býður dansskóli SalsaIceland í samvinnu við Háskóladans- inn, Tangóævintýrafélag- ið, Lindy Ravers og Salsa Mafíuna upp í dans. Tilgangurinn er að vekja athygli á pardönsum sem heilbrigðum og skemmtileg- um möguleika í skemmtanaf- lóru Íslendinga og bjóða upp á ókeypis kynningar á þeim. Dagskráin fer fram í dans- stúdíói SalsaIceland á Grens- ásvegi 12a, 2. hæð, og boðið er upp á prufutíma í eftirfar- andi: Zumba, rueda de cas- ino, west coast swing, tangó, salsa, boogie woogie og lindy hop. Um kvöldið verður svo teiti í dansstúdíói Salsa- Iceland þar sem spiluð verður blönduð tónlist úr öllum stílum og sýningarat- riði í boði. Ókeypis er á alla viðburði dagsins, en frekari upplýsingar má finna á Sal- saiceland.is. Boðið upp í pardans á laugardag DANS Boðið verður upp á prufutíma í ýmsum dönsum á laugardag. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL ÁSGEIR VALUR Sýning mynd- listarmannsins stendur yfir til 12. maí. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.