Fréttablaðið - 24.04.2012, Side 36
24. apríl 2012 ÞRIÐJUDAGUR28 28
menning@frettabladid.is
Tónlist ★★★ ★★
Aldarminning dr. Róberts Abrahams Ottóssonar.
Söngsveitin Fílharmónía. Stjórnandi: Magnús Ragnarsson. Ein-
söngur: Hallveig Rúnarsdóttir. Orgel: Steingrímur Þórhallsson.
Langholtskirkja, sumardaginn fyrsta 19. apríl.
Hið blómlega tónlistarlíf á Íslandi er
ekki síst útlenskum tónlistarmönnum
að þakka. Margir þeirra flúðu Þýska-
land nasismans og námu hér land. Á
þessum tíma var tónlistarlífið á Íslandi
fátæklegt, en með innfluttri þekkingu
fóru hjólin að snúast.
Einn af þessum mönnum var dr.
Róbert Abraham Ottóson. Hann var
fjölhæfur tónlistarmaður; tónskáld,
útsetjari, fræðimaður, kennari, hljóm-
sveitarstjóri og kórstjóri. Hann stofnaði
Söngsveitina Fílharmóníu tæpum ára-
tug eftir að Sinfóníuhljómsveit Íslands
varð til. Hugmyndin var að Fílharmónía
yrði samstarfskór hljómsveitarinnar. Í
framhaldinu fengu Íslendingar að heyra
nokkur helstu stórvirki kór- og hljóm-
sveitartónlistar.
Á fimmtudagskvöldið hélt Söng-
sveitin upp á aldarminningu Róberts í
Langholtskirkju. Efnisskráin var vegleg,
fyrst nokkur stutt lög, þar af eitt eftir
Róbert en hin útsett af honum. Inn á milli voru lesin upp minningarorð,
oft býsna skondin. Róbert var ljúfmenni, en eldhugi og nokkuð skapmikill.
Hann átti það til að rjúka út af æfingum, bölvandi og ragnandi. Ég má til
með að vitna í texta tónleikaskrárinnar (eftir Árna Heimi Ingólfsson) þar
sem segir frá einu slíku atviki. Verið var að æfa verk eftir Brahms. Kristján frá
Djúpalæk var meðal kórfélaga og kvað hann þá: Óma lögin eftir Brahms /
undurþýð og dreymin / ásamt skömmum Abrahams / út í himingeiminn.
Stuttu lögin á tónleikunum voru ágætlega flutt undir stjórn Magnúsar
Ragnarssonar. Söngurinn var hreinn og samhljómurinn þéttur. Hins vegar
var túlkunin dálítið ferköntuð, styrkleikabrigðin helst til fátækleg, þetta
fínlega vantaði. Útkoman var fremur einsleit.
Svipaða sögu er að segja um annars mjög glæsilega tónsmíð eftir
Hildigunni Rúnarsdóttur, sem var samin sérstaklega fyrir tilefnið. Hún heitir
Náttsöngur og er fyrir kór, orgel og einsöngvara. Þetta er litríkt verk, stílhreint
og vel samansett, með mögnuðum hápunktum sem létu hárin rísa. Textinn
er úr Þorlákstíðum, en um þær fjallaði einmitt doktorsritgerð Róberts. Tón-
málið er hefðbundið, en framvindan fersk og spennuþrungin. Kórsöngurinn
var kraftmikill en ég hefði viljað heyra þetta lágstemmda betur mótað.
Orgelparturinn var flottur, með nettri hryllingsmyndaáferð sem skapaði
athyglisvert mótvægi við andaktina í söngnum. Steingrímur Þórhallsson
spilaði á orgelið og gerði það af stakri fagmennsku. Tær, hljómmikill ein-
söngur Hallveigar Rúnarsdóttur var sömuleiðis fallegur og tilkomumikill.
Söngsveitin Fílharmónía er góður kór. Flestir kórfélagar eru áhugafólk
og það heyrist. Tæknin er ekki mikil. Hugsanlega hefur of mikill tími farið í
tæknileg atriði, áherslan öll verið á raddbeitingu og samhljóminn. Það hefði
mátt huga meira að skáldskapnum. Jónas Sen
Niðurstaða: Skemmtilega samsett efnisskrá, frábært verk eftir Hildigunni
Rúnarsdóttur, en söngurinn helst til einsleitur.
// dale.is
// KYNNINGARFUNDIR
ÁMÚLA 11, 3. HÆÐ
Miðvikudaginn 25. apríl
Kl. 19 fyrir 10-15 ára – 5.-10. bekkur
Kl. 20 fyrir 16-25 ára – menntaskóli / háskóli
// NÁMSKEIÐ FYRIR 10 - 12 ÁRA
Hefst 11.júní – allir virkir dagar vikunnar kl. 9-13
//NÁMSKEIÐ FYRIR 13 -15 ÁRA – 8.-10. BEKKUR
Hefst 21. maí – mánudaga og miðvikudaga kl. 17-21
//NÁMSKEIÐ FYRIR 16 - 20 ÁRA – MENNTASKÓLI
Hefst 22. maí – þriðjudaga og fimmtudaga kl. 18-22
//NÁMSKEIÐ FYRIR 21-25 ÁRA – HÁSKÓLI
Hefst 22. maí – þriðjudaga og fimmtudaga kl. 18-22
Gyrðir Elíasson hlaut
Íslensku þýðingaverð-
launin í gær fyrir ljóða-
safnið Tunglið braust inn
í húsið. Þetta er enn ein
rósin í hnappagat Gyrðis á
skömmum tíma.
Katrín Jakobsdóttir menntamála-
ráðherra afhenti Gyrði Elíassyni
Íslensku þýðingaverðlaunin við
hátíðlega athöfn á Gljúfrasteini
í gær. Fjórir aðrir þýðendur
voru tilnefndir til verðlaunanna:
Bjarni Jónsson fyrir Andarslátt
eftir Hertu Müller; Hermann
Stefánsson fyrir Fásinnu eftir
Horacio Castellanos Moya; Pétur
Gunnars son fyrir Regnskóga-
beltið raunamædda eftir Claude
Lévi-Strauss og Jón St. Krist-
jánsson fyrir Reisubók Gúllívers
eftir Jonathan Swift.
Þýðingar eru stór hluti af
höfundar verki Gyrðis, sem hefur
þýtt ljóð og skáldsögur samhliða
frumsömdum skrifum í rúmlega
tvo áratugi.
Í dómnefnd sátu þau
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson
formaður, Jórunn Sigurðardótt-
ir og Ólöf Pétursdóttir. Í umsögn
nefndarinnar segir að með vali
sínu vilji hún „verðlauna ljóðlist
heimsins, gömul ljóð og nýrri – og
það að þeim hafi nú verið beint
inn í húsið okkar – okkur gefið
tækifæri til að lifa með þeim og
njóta. Þýðingar Gyrðis á ljóð-
um ýmissa höfunda frá mörg-
um löndum og ólíkum tímum
eru mikill hvalreki í sjálfu sér,
en þarna opnast jafnframt nýjar
víddir. Hér er á ferðinni mjög
persónulegur lestur þýðandans
sem aflar sér fanga og fer vítt.
Hér sýnir sig líka ný sköpunar-
leið sem skáldið fetar. Verkið er
samsett úr mörgum gjörólíkum
þáttum – og það sem sameinar
þessa þætti er tungutak skálds á
Íslandi.“
Í ljóðasafninu, sem kom út á
vegum Uppheima í apríl í fyrra,
safnar Gyrðir saman kveðskap
skálda víða úr heiminum sem
hafa fylgt honum í gegnum tíð-
ina, sér í lagi kínverskra og jap-
anskra skálda.
Sem kunnugt er fékk Gyrð-
ir Bókmenntaverðlaun Norð-
urlandaráðs í fyrra fyrir smá-
sagnasafnið Milli trjánna og í
síðustu viku kom út ljóðabókin
Hér vex enginn sítrónuviður.
bergsteinn@frettabladid.is
Þýðingaverðlaunin til Gyrðis
VERÐLAUNIN VEITT Kristján Kristjánsson, útgefandi hjá Uppheimum, Gyrðir Elíasson
og Katrín Jakobsdóttir, sem afhenti verðlaunin.
ÞÓRA OG SIGURÐUR STANDA VIÐ ORÐIN Gestir leiksýningarinnar Orð skulu standa í Þjóðleikhús-
kjallaranum næstkomandi fimmtudagskvöld, 26. apríl, verða Þóra Arnórsdóttir og Sigurður Guðmundsson tónlistarmaður.
Að vanda koma einnig fram í sýningunni Sólveig Arnarsdóttir, Guðmundur Steingrímsson og Pálmi Sigurhjartarson.
RÓBERT ABRAHAM OTTÓSSON