Fréttablaðið - 24.04.2012, Síða 37

Fréttablaðið - 24.04.2012, Síða 37
ÞRIÐJUDAGUR 24. apríl 2012 29 Möguleikhúsið frumsýnir nýja leikgerð af Ástarsögu úr fjöllunum, barnasögunni vin- sælu eftir Guðrúnu Helgadóttur sem kom fyrst út árið 1981, sunnudaginn 29. apríl í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Leik- gerð og söngtextar eru eftir Pétur Eggerz, sem einnig annast leikstjórn, en höfundur tón listar er Guðni Franzson. Þátttakendur í sýningunni eru leik- og söngkonan Alda Arnardóttir og tónlistarmaðurinn Kristján Guðjónsson sem einnig sér um að útsetja tónlistina. Leikmynd og búningar eru eftir Messíönu Tómasdóttur. Ástarsaga úr fjöllunum, sem fjallar um tröllskessuna Flumbru og tröllastrákana hennar átta, hefur notið mikilla vinsælda og verið þýdd á fjölda tungumála. Fyrir um ára- tug samdi Guðni Franzson tónverk við söng- texta Péturs Eggerz sem byggðu á sögunni. Guðni flutti verkið síðan með Sinfóníuhljóm- sveit Íslands á skólatónleikum í Háskólabíói auk þess sem það var flutt í Ríkis útvarpinu. Síðar hefur m.a. tónlistarhópurinn Caput flutt verkið ásamt söngvaranum Agli Ólafssyni. Verkið hefur nú verið sniðið að flutningi með einum tónlistarmanni og leikara/ söngvara. Aukið hefur verið á leik- rænan þátt verksins frá því sem var í tón- leikaútgáfunni, söngatriðum fjölgað og ýmis meðul leikhússins nýtt til upp setningarinnar. Auk sýninga í Gerðubergi verður ferðast með sýninguna milli leik- og grunnskóla landsins líkt og verið hefur með fyrri sýningar Möguleikhússins. Ný leikgerð vinsællar barnasögu ÁSTARSAGA ÚR FJÖLLUNUM Alda Arnardóttir og Kristján Guðjónsson í hlutverkum sínum. Opnunarhátíð verður haldin í Víkingaheimum í Reykjanesbæ í dag klukkan 15, í tilefni af því að húsið og umhverfi þess hefur gengið í gegnum mikla endur- nýjun síðustu vikur. Þar verður framvegis hægt að sjá og upp- lifa margar nýjar sýningar, bæði innan dyra og utan. Á útisvæðinu er ný útikennslu- stofa sem býður upp á tækifæri til alls kyns fræðilegrar vinnu fyrir hópa. Þar er jafnframt land- námsdýragarður og verið er að leggja lokahönd á leiksvæði þar sem leikir og íþróttir víkinga verða í fyrirrúmi. Þá er hægt að heimsækja Þurrabúðina Stekkjar- kot í útjaðri svæðisins. Inni í húsinu sjálfu eru fimm sýningar í gangi. Fyrst má telja Íslending, víkinga skipið sem sigldi til Ameríku árið 2000, en þar eru að auki fjórar sýningar: Sýningin Víkingar Norður-Atlants hafsins, sýning á merkum fornleifum af Suður- nesjum, kynning á helstu sögu- slóðum á Íslandi og sýningin Örlög goðanna. - hhs Fleiri sýningar í Víkingaheimum VÍKINGAHEIMAR Hafa gengið í gegnum endurnýjun síðustu vikur og opna á ný í dag klukkan 15. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Þriðjudagur 24. apríl 2012 ➜ Félagsvist 20.00 Félagsvist verður spiluð hjá Félagi eldri borgara í Reykjavík, Stangarhyl 4. ➜ Sýningar 17.00 Sýning á verkum nemenda á myndlistarbraut Fjölbrautaskólans í Garðabæ opnar í aðalsafni Borgar- bókasafns Reykjavíkur, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. 17.00 Ásgeir Valur Sigurðsson, listamaður, opnar sýningu með verkum sínum hjá Samtökunum ‘78 að Lauga- vegi 3. Ásgeir vinnur verk sín með olíu og akrýl á striga og pappír. Sýningin stendur til 12. maí næstkomandi. Allir velkomnir. ➜ Umræður 18.00 Félag kvikmyndagerðamanna býður á kynningarfund og pallborðs- umræður um skyldu tryggingar og aðrar tryggingar fyrir verktaka í kvikmynda- gerð. Fundurinn fer fram í Bíó Paradís og býður FK félagsmönnum sínum upp á öl, popp og ókeypis í bíó á finnsku gamanmyndina Iron Sky, eða mynd að eigin vali á Laxnesshátíðinni, að umræðum loknum. ➜ Tónlist 20.30 Reykjavík Swing Syndicate spilar á tónleikum jazztónleikaraðarinnar á KEX Hostel, Skúlagötu 28. Tónlist sveitarinnar tengist swingi fjórða ára- tugarins, Django djassi og bannáragleði. Eldhús KEX verður opið og hægt að kaupa þar veitingar. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is islandsbanki.is | Sími 440 4000 Við bjóðum góða þjónustu Við bjóðum afslátt á afmælistónleika 25% afsláttur á 25 ára afmælistónleika Nýdanskrar í Hörpu og Hofi Piltarnir síungu hafa aldrei verið í betra formi og halda upp á 25 ára afmælið með stórtónleikum í Eldborgarsal Hörpu 22. september og í menningarhúsinu Hofi, Akureyri 29. september. Gestir: KK, Högni Egilsson (Hjaltalín), Sigríður Thorlacius (Hjaltalín), Urður Hákonardóttir (Gus Gus), Svanhildur Jakobsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir, Samúel Jón Samúelsson. Forsala fyrir viðskiptavini Íslandsbanka hefst þriðjudaginn 24. apríl en almenn miðsala 26. apríl. Viðskiptavinum Íslandsbanka bjóðast miðar á þennan einstaka tónlistarviðburð á 25% afslætti. Afslátturinn fæst þegar greitt er með greiðslukorti frá Íslandsbanka eða Byr í miðasölu Hörpu í síma 528 5050 eða á midasala@harpa.is og í miðasölu Hofs í síma 450 1000 eða á midasala@ menningarhus.is. Tilboðið gildir ekki í netsölu.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.