Fréttablaðið - 24.04.2012, Page 38

Fréttablaðið - 24.04.2012, Page 38
24. apríl 2012 ÞRIÐJUDAGUR30 popp@frettabladid.is Hilmir Snær Guðnason, Damon Younger og Þorsteinn Bachmann fara allir með lítil hlutverk í kvikmyndinni Falskur fugl. Tökum á henni lauk á sunnudag og gengu þær eins og í sögu. „Við vorum mest í Hafnarfirði. Við fengum hús þar sem var notað sem aðaltöku staðurinn,“ segir leikstjórinn Þór Ómar Jónsson en tökudagarnir voru 23 talsins. Myndin er byggð á samnefndri bók Mikaels Torfasonar sem kom út árið 1997 og fjallar um Arnald Gunnlaugsson, 16 ára ólíkindatól, sem leiðist inn á rangar brautir í lífinu. Margir ungir leikarar leika í myndinni og er Þór Ómar mjög ánægður með frammi- stöðu þeirra. „Krakka hópurinn var alveg lygilega flottur og góður. Þetta eru allt, þannig séð, óreyndir krakkar.“ Hilmir Snær mætti á síðasta tökudaginn og lék Óla róna í stórri senu. Hlutverk Damons Younger er mjög frábrugðið ill- menninu sem hann lék í Svartur á leik því í þetta sinn leikur hann fósturpabba Möggu, sem er kærasta Arnaldar. Arndís Hrönn Egilsdóttir, sem hefur leikið í sjónvarpsþáttunum Pressu, og Hinrik Ólafsson eru einnig á meðal leikara. Eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá fer hinn nítján ára Styr Júlíusson með hlutverk Arnaldar og þau Davíð Guðbrandsson og Alexía Björg Jóhannesdóttir leika foreldra hans. Falskur fugl verður frumsýnd 25. janúar á næsta ári. - fb Kunnir kappar í Fölskum fugli Sjarmatröllið Jude Law sást í inni- legum atlotum með óþekktri ljósku á bar á Manhattan í síðustu viku. Law og leikkonan fagra Sienna Miller slitu samvistum í annað sinn í febrúar á síðasta ári og gáfu þá út að sambandi þeirra væri endanlega lokið. Þau höfðu tekið saman á nýjan leik árið 2009, eftir að hafa slitið trúlofun sinni árið 2006 í kjölfar framhjáhalds Laws með barnfóstru sinni. Nýja daman í lífi folans er sem áður segir óþekkt og virðist Law ætla að halda því þannig þar sem hann þvertók fyrir allar myndatökur með skvísunni. Hvort hér sé um að ræða framtíðar lífs förunaut kappans eða einnar nætur ástar- ævintýri er óvitað, en ef marka má heimildarmenn virtist hún í það minnsta eiga hug hans allan þetta kvöld. Law með nýja ljósku ÓÞEKKT DAMA Jude Law sást kyssa og knúsa óþekkta dömu á bar í New York. Fræðimaðurinn og leikskáldið John W. Bandler flytur opinn fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík fimmtudaginn 26. apríl klukkan 16:00. Í fyrirlestrinum mun Bandler, sem er talinn einn fremsti fræðimaður heims á sviði rafmagnsverkfræði, fjalla um hvernig ná megi árangri í akademískum rannsóknum. Bandler tekur sérstaklega fyrir hvernig skapa megi hvetjandi rannsóknarumhverfi og stjórna rannsóknum til árangurs og dregur fram máli sínu til stuðnings áhugavert yfirlit yfir það sem hann kallar persónulegan árangur og mistök. Þá varpar Bandler þeirri spurningu fram hvort það sé rannsóknaraðstaðan, ímyndunarafl fræðimannsins, tækifærin í umhverfinu, stjórnun, greindarvísitala, útgeislun fræðimannsins eða heppni sem séu forsenda árangursríkra rannsókna. Fyrirlesturinn er öllum opinn og er aðgangur ókeypis www.hr.is LEIÐIN TIL ÁRANGURS Í RANNSÓKNUM Hvenær: Fimmtudaginn 26. apríl kl. 16:00 Hvar: Stofa M101 LEIKA Í FÖLSKUM FUGLI Hilmir Snær og Damon Younger leika báðir í Fölskum fugli. MILLJÓNIR ÍSLENSKRA KRÓNA kostaði sveitasetrið sem Blake Lively og Ryan Reynolds keyptu saman á dögunum. 254

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.